Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 37. - samt er alltaf erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Þú sem varst svo hress. Þrátt fyrir að vitað væri að hjartað væri veilt þá bjuggumst við ekki við kallinu núna. Afi minn ólst upp á Bergstaða- stræti 26 í Reykjavík. Systkin afa voru alls átta og eru þau öll látin. Bergstaðastræti 26 var stórt og mikið heimili. Þar bjuggu um tíma fjórir ættliðir sem segir sína sögu að þar var oft fjörugt og margt um manninn. Fyrstu minningamar um afa em frá.Skeiðarvogi 153 en þar bjuggu amma og afi frá því að ég man fyrst eftir mér. Það er svo margs að minn- ast og þá helst öll aðfangadags- kvöldin. Það var partur af tilverunni að fara í Skeiðarvoginn bæði jól og áramót. Öll fjölskyldan samankomin til að borða hátíðarmatinn, taka upp jólagjafirnar og sprengja sprengj- urnar um áramótin. Yfírleitt var svo tekist á um hver fengi svo að sofa hjá ömmu og afa og alltaf var reynt að skipta rétt á milli. Þegar síðan var haldið heim í foreldrahús aftur læddi afi oftast 100 kr. seðli í vas- ann hjá okkur þegar við vorum að labba út um dymar. Ófáir voru sunnudagsbíltúrarnir, sem enduðu hjá ömmu og afa í kaffi, en þangað var alltaf jafn gott að koma, jafnt bam sem fullorðin, því tekið var á móti manni eins og höfð- ingja. Kökur og aðrar kræsingar voru lagðar á borð á augabragði og alltaf passað að maður færi nú ekki svangur heim. Alltaf var hann elsku afí boðinn og búinn til að hjálpa okkur barnabörnunum þegar við vomm að flytja inn í okkar hús- næði. Hann var mættur fyrstur á staðinn í málningargallanum með málningarrúllurnar og fylgihlutina undir hendinni. Já, það þýddi sko ekkert að vera að hangsa og dútla við hlutina þegar afí var annars veg- ar, það varð bara að drífa hlutina af, klára þá og gera þá vel. Aðeins eru tæp tvö ár síðan að afí kom til mín og málaði fyrir mig baðherbergið, þá rúmlega áttræður. Ég ætlaði aðeins að fá hjá honum nokkrar ráðleggingar en hann var mættur næsta morgun með allt sitt hafurtask og ekki við hann ræðandi annað en að hann kláraði verkið. Svona var hann afí alltaf, meira en tilbúinn fyrir okkur, Ijölskylduna sína. Elsku afí, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur, börnunum þínum. Þú munt áfram lifa í hjarta okkar. Elsku amma, mamma og Mattína, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Helga og börn. Það var núna um páskana, að við systumar settumst niður og skoðuð- um gamlar myndir. Myndir sem voru teknar af okkur barnabörnunum hjá afa okkar, Guðmundi, og ömmu okkar, MattínU, á Bergstaðastræt- inu. Þvílíkar minningar — þvflíkt sólskin. Húsið þeirra og garðurinn voru okkar paradís. Fátt er dýrmæt- ara góðri ömmu og góðum afa og það áttum við svo sannarlega, öll systkinabömin á Bergó. Þarna leið okkur sem prinsum og prinsessum, umvafin ástúð og gleði. Amma og afí fögnuðu okkur innilega, þó mörg okkar kæmu til þeirra daglega. í fang þessara góðu foreldra fæddist Sigurður, móðurbróðir minn, sem nú er kvaddur, síðastur átta systkina. Amma og afi eignuðust sín átta börn á níu ámm, elstur Helgi, yngstur Sigurður, sex dætur á milli. Já, það hefur verið líf og fjör á heim- ili ungo hjónanna, Mattínu og Guð- mundar. Hann á sjónum og sótti hann fast, skipstjórinn. Hún alltaf heima hjá barnahópnum sínum, hús- móðirin, sterk og ákveðin en full af ást til þeirra. Sigurður frændi minn var óskabam foreldra sinna. Systur hans sáu ekki sólina fyrir honum. Það er gott að alast upp á góðu heimili en mest um vert, held ég, er að njóta ríkrar ástar í uppeldinu. Hana fékk Siggi frændi ómælda. Snemma tók þessi móðurbróðir minn á lífinu sjálfu. Kornungur hitti hann ástina sína, hana Ingu. Saman vildu þau ganga sinn æviveg og sex- tíu ára hjúskaparafmæli náðu þau og einu betur. Falleg saman alla tíð. Tvær dætur eiga þau, Jónu Gróu og Mattínu. Yndislegar stúlkur sem báðar eiga stórar fjölskyldur í börn- um og barnabörnum. Siggi frændi, eins og við kölluðum hann alltaf, gerði málarastarfið að sínu lífs- starfí, sjórinn og sjómennskan heill- uðu hann ekki. Því hafði hann feng- ið að kynnast rækilega í gegnum föður sinn og bróður. Hann vildi annað. Siggi frændi var fallegur maður sem hélt sér ótrúlega vel alla tíð, svo unglegur og virkur. Vinnusamur var hann í meira lagi og snyrti- menni hið mesta í starfí og á heim- ili. Eftirsóttur málarameistari. Höfuðeinkenni hans finnst mér hafa verið brosið hans, glettið og bjart. Ég samgleðst honum að hafa fengið að fara nánast standandi, rétt eins og faðir hans fyrr. Nú eru þau öll sameinuð á öðru Bergstaðastræti, Mattína, Guð- mundur og börnin þeirra átta. Bless- uð sé minning Sigurðar Guðmunds- sonar, móðurbróður míns, og alls þessa yndislega fólks. Helga Mattína Björnsdóttir, Grímsey. Það er vor í lofti, birtan nær yfir- höndinni, það hlýnar í lofti og fugl- ar lífsins leita sér að samastað fyrir væntanlegar íjölskyldur. Á þeim tíma er það sem kær móðurbróðir minn, Sigurður Guðmundsson mál- arameistari, kveður þennan heim. Sigurður var yngstur bama Matt- inu Helgadóttur húsmóður og Guð- mundar Guðnasonar skipstjóra. Bæði voru þau ættuð úr Ámessýslu, hann fæddur á Stokkseyri og hún fædd að Miðfelli í Hmnamannahreppi. Þau reistu sér myndarheimili á Berg- staðastræti 26b. Þar vom bömin alin upp í kristilegu umhverfí og þeim kennt strax í æsku að láta gott af sér leiða. í nær 55 ár stund- aði Guðmundur faðir Sigurðar fisk- veiðar á úthafinu ýmist sem skip- stjóri eða stýrimaður. Kom það því að mestu í hlut Mattínu að sjá um uppeldi bamanna og fórst henni það vel úr hendi. Sjá mátti það á öllum bömunum að upplagið og uppeldið var gott, því öll urðu þau mætir borgarar hvert á sínu sviði. Siggi frændi minn lauk almennu bamaskólanámi og síðar lauk hann námi í málaraiðn og gerðist meist- ari í því fagi. í áratugi stundaði hann vinnu sína ásamt félaga sínum Kjartani Gíslasyni við virkjanirnar við Sogið. Hann stundaði starf sitt fram á síðustu ár. Siggi og Inga byggðu sér hús í Skeiðarvogi 153 og áttu þau þar fallegt heimili. Húsið allt og garður- inn bám þess merki að þar bjuggu samhent hjón sem gáfu sér tíma til að hafa snyrtilegt í kringum sig. Var virkilega gaman að ganga um garðinn og sjá að þar fór saman grænir fíngur og góðar tilfinningar fyrir smekklegu umhverfí. Fyrir tveimur árum seldu þau húsið sitt við Skeiðarvoginn og fluttu í hús fyrir eldri borgara. Þó í annað umhverfí væri kominn þá hélt vinnusemi Sigga frænda áfram. Þegar kallið kom var hann fyrir utan húsið að ljúka við að bóna bíl- inn sinn. Ég minnist frænda míns sem mikils prúðmennis. Hann var ætið rólegur og yfirvegaður. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann og fór í gegnum lífið brosandi og jákvæð- ur. Við hittumst síðast á listsýningu dótturdóttur hans sem hann var mjög stoltur af. Sendi ég honum siðar myndir frá sýningunni sem ég hafði tekið og hringdi hann um hæl til að þakka fyrir sendinguna. Þann- ig var Siggi frændi minn. Sigurður Guðmundsson er síðast- ur þeirra Bergstaðastrætissystkina sem kveður þennan heim. Ef satt er að menn uppskeri eins og þeir sá á Siggi frændi von á góðum móttök- um í þeirri ferð sem hann hefur nú lagt upp í. Far þú í friði, kæri frændi. Matthías Guðm. Pétursson. Kaldur vetur að baki. Sá kaldasti hér í borg í 75 ár. Fjöllin skarta hvítum feldi. Það andar köldum gusti ef vindurinn lætur til sín taka. Annar sumardagur var bjartur og heiður en loftið kalt. Ég tek eftir því um morguninn að bílskúr Sig- urðar er opinn, iðjumaðurinn var þar að verki að taka til og þrífa bifreið sína. Hann var einstakur eljumaður og snyrtimennska ein- kenndi öll hans verk. Um miðjan dag gekk hann enn til iðju sinnar hress og glaður og ræddi við góða nágranna. Að stundu liðinni sást hann hniginn niður fyrir framan bílskúrinn sinn. Hjálpin barst eins fljótt og unnt var. Með hjálpartækj- um var lífi hans bjargað í bili uns hann lést aðfaranótt 2. maí, án þess að komast til meðvitundar. Snemma morguns á sumardaginn fyrsta hittumst við á ganginum fyr- ir framan íbúð mína. Báðir vorum við árrisulir í eðli okkar og sóttum snemma lesefni í póstkassana, gott að hafa það með öðru góðu í morg- unsárið. Ekki hefði mig grunað það að nú hittumst við í síðasta sinni og hinsta handtakið yrði að óska hvor öðrum gleðilegs sumars. Við röbbuðum saman um eitt og annað og margar skoðanir okkar áttu sam- leið. Dagurinn heilsaði bjartur en kaldur, en í skjóli Sigurðar var ætíð hlýtt og bjart. Þegar við fluttum inn í húsið, fyrir rúmum þremur árum, vorum við fímm sem bjuggum í þremur íbúðum á þriðju hæð nr. 13 th. Nú erum við þrjú eftir, en þannig er gangur lífsins, enginn ræður sín- um næturstað. Almættið grípur í taumana og maðurinn með ljáinn lætur oft til sín taka án fyrirvara og skilur eftir sig skörð f röðum þeirra sem eftir lifa. Á straumi tímans berumst við áfram hvort sem leiðin til lokadægurs er stutt eða löng. Samleið þeirra hjóna Ingunnar og Sigurðar var löng, rúm sextíu ár. Umvafin ástúð og umhyggju í garð hvors annars gengu þau saman sinn æviveg. Strax og ég flutti í þetta hús veitti ég þeim hjónum sérstaka athygli. Margar ástæður voru fyrir því. Þau voru áberandi myndarleg. Hann var vel byggður að vallarsýn, þéttvaxinn og karl- mannlegur, svipurinn hreinn og þýð- ur, viðmótið vermdi og bar vott um festu og drengskap. Ingunn kona ■ hans tíguleg á velli, fasið fijálslegt og hún var ein af þeim konum sem maður gleymir ekki þrátt fyrir ys ogjþys og annríki daglegs lífs. Ég tel mér það til ávinnings að hafa kynnst þessum heiðurshjónum og notið vináttu þeirra. Það fara um mig hlýir straumar þegar ég minnist þeirra. Bjarminn frá kyndli minninganna mun veita mér birtu og yl á meðan ég dvel héma megin við fortjaldið mikla, þar til við tekur eilífðin sem er alein til. Þeir sem yngri em gera sér oft ekki grein fyrir því og hugleiða það ekki sem skyldi, að upp af svitadrop- um Sigurðar og annarra hetja hins hversdagslega lífs hafa vaxið þau lífsgrös menningar, tækni og þæg- inda sem við búum við í dag. Þau eru fjársjóður sem aldrei fymist og veganesti sem aldrei þrýtur. Sterkur hlekkur er brostinn í þeirri keðju sem Húsfélagið okkar á Sléttuvegi 11-13 myndar. Hann lagði ætíð gott til málanna og málflutningur hans var byggður á festu, þekkingu og rökum. Þakkir flyt ég honum fyrir góðar ábendingar og það traust sem hann sýndi mér. Ég sé á bak góðum húsfélaga sem var mér stærstur þegar ég þurfti þess mest með. Fyrir hönd húsfélagsins flyt ég kveðjur og þakkir fyrir traust og góð kynni á liðnum árum. Kæra Ingunn og fjölskylda, megi algóður guð hugga ykkur og styrkja í þungri raun, en minningin lifir þó maðurinn hverfi, moldin heimtar sitt en andinn flyst til hæða. Ég kveð þig svo að síðustu með þessum sígildu Ijóðlínum listaskálds- ins góða, Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboóans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Jakob Þorsteinsson. HULDA HELGADÓTTIR + Hulda Helga- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hún lést á Landa- kotsspítala 1. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 11. maí. LOFTLEIÐIR liggja til allra átta, og við höld- um saman, Lóurnar. Við hittumst við tíma- mót, hópur kvenna, þeirra á meðal Hulda Helgadóttir, sem við nú kveðjum í dag. Hópurinn tók sér nafn fuglanna, sem boða vorkomu og hækkandi sól. Með okkur myndaðist vinátta, sem Hulda átti svo stóran hlut í. Með gleði sinni og hjartahlýju fegr- aði hún umhverfi sitt. Hulda var glæsileg kona, vel gef- in og vel gerð. Hún bjó yfír fádæma sálarstyrk og lét ekki langvarandi veikindi sín aftra sér frá þátttöku í lífinu sjálfu. Hulda var félagslynd og ráðholl og naut þess að vera í hópi vina og ættingja, veita þeim gleði og veita þeim styrk. Á meðan heilsan leyfði ferðaðist Hulda víða með eiginmanni sínum, Pálma Sigurðssyni, fyrrum flugstjóra. Það voru henni ómetan- legar stundir sem hún sagði okkur svo skemmtilega frá. Hún fór ekki framhjá neinum sú væntumþykja og þakklæti sem hún bar til Pálmá fyrir umhyggjusemi hans og alúð í oft erfíðum veikind- um. Þess minnumst við nú. Heimili Huldu og Pálma var glæsi- legt og þar var gott að vera gestur. Hulda hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar og var dyggur málsvari þeirra sem hallaði á í lífsbaráttunni. Hún átti ríka rétt- lætiskennd. Reglulega höfum við Lóurnar hist í gegnum árin heima hjá hver ann- arri. Þá er veisla mannlegra samskipta, skipst á skoðunum, gamansögur sagðar og alvara lífsins rædd. Undanfarna mánuði hafa hlýjar hugsanir okkar dvalið við sjúkra- beðinn hennar Huldu. Hennar er nú sárt sakn- að í okkar hópi. Pálma- vottum við innilega samúð, svo og fjölskyldum þeirra. Kveðju okkar fylgir hjartans þökk fyrir samfylgdina og góðar minningar liðinna ára um Huldu Helgadóttur. Lóurnar. í júní fyrir tæpum 46 árum út- skrifuðust íjörutíu ungar stúlkur úr Kvennaskólanum á Blönduósi, sem þá var stjómað af hinni merku konu Ásdísi Sveinsdóttur frá Egilsstöðum. Þetta var hennar fyrsti vetur sem skólastjóri en hún var lítið eldri en, sumar okkar, sem allar vorum áhugasamar um að efla og þroska hug og hönd til að vera betur búnar undir framtíðina. í skólanum bundumst við traustum vináttuböndum, sem ekki hafa rofnað og við höfum komið saman á fimm til tíu ára fresti eftir því sem hægt hefur verið að koma við. Síðastliðið vor áttum við 45 ára skólaafmæli og fómm þá flestar til samfagnaðar norður á Blönduós, þar sem við hitt- um skólasystur að norðan. Þar voru rifjaðar upp gamlar og góðar minn- ingar, skólinn skoðaður og áttum við saman ógleymanlega helgi. < Hulda Helgadóttir, sem við kveðj- um í dag, er sú fyrsta af okkur skóla- systrum, sem fellur frá úr þessum stóra hópi. Verður hennar sárt sakn- að af Fjólu tvíburasystur sinni, eigin- manni og fjölskyldum. Við sendum þeim öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjiir. Skólasystur. Eiginkona mi'n, SIGRÍÐUR A. ÁSGEIRSDÓTTiR, Álftamýri 40, Reykjavík, andaðist að morgni 10. maí á Hrafnistu, Hafnarfiröi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ingvi Guðmundsson. t Hjartkær eiginmaður minn, HLÖÐVER EINARSSOIM, Bókhlöðustíg 2, Reykjavfk, lést á hjartadeild Landspítalans 27. apríl. Jarðsett var í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, sérstaklega til lækna hjarta- deildar og allra þeirra, er hjúkruðu honum, bæöi í sjúkrahúsi og heima. Polly S. Guðmundsdóttir. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, þróður, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR LÁRUSSONAR frá Eyri. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Auður Lárusdóttir, Lárus Rúnar Guðmundsson, Dagný Ósk Guðmundsdóttir, Einar Kristmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Stefán Hólmsteinsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.