Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Smásöluverslun í
dreifbýli - Hvert stefnir?
KAUPMENN á Vestfjörðum og
þá sér í lagi matvörukaupmenn á
Isafirði, hafa legið undir ámæli
af hálfu verkalýðsforystu Baldurs
fyrir hátt vöruverð. Fyrir rúmu
ári síðan kom fram í viðtali sem
haft var við starfsmann Baldurs
að matvörukaupmenn á ísafírði
hefðu ekki skilað virðisaukaskatts-
lækkun sem varð á matvælum 1.
janúar 1994. Þetta fullyrti þessi
starfsmaður Baldurs og ásakaði
þá matvörukaupmenn um að
stinga VSK-lækkuninni í eigin
vasa. Matvörukaupmenn á
Ísafirði, þ.e. undirritaður ásamt
kaupfélagsstjóra Kaupfélags ís-
firðinga Guðríði Matthíasdóttur og
Birni Garðarssyni kaupmanni í
verslun Bjöms Guðmundssonar á
ísafirði, rituðu stjórn Baldurs bréf
þar sem við mótmæltum þessum
ummælum harðlega og buðum
félaginu að draga þessi ummæli
til baka og biðja íbúa á ísafirði
afsökunar á þeim. Það eru stór
orð að þjófkenna aðra opinberlega
án þess að geta rökstutt málflutn-
ing af þessu tagi og fært á það
sönnur. Þessu erindi okkar hafa
forráðamenn Baldurs ekki séð
ástæðu til að svara. Reyndar kom
það fram í sama- fréttatíma að
verðlag hefði raunar lækkað hvað
mest á Vestfjörðum eftir þessa
VSK-lækkun samkvæmt verð-
könnun sem gerð var í febrúar
1994. Nú stendur þetta sama
verkalýðsfélag fyrir pöntunar-
verslun eins og áður segir og ger-
ir enn aðför að matvöruverslun á
þessu svæði. Það er vert að al-
menningur velti því fyrir sér hvort
það sé sanngjöm krafa að ætlast
til þess að vöruverð á ísafirði sé
það sama og í Bónus í Reykjavík.
Jóhannes Jónsson kaupmaður í
Bónus hefur sagt að það sé útilok-
að að Bónus geti opnað verslun á
ísafirði. Hvers vegna?
Jú, til þess er markað-
urinn of lítill. Hann
segir að til þess að
slík verslun geti staðið
undir sér þurfi minnst
15.000 íbúa. íbúatala
ísafjarðar er um
3.500. Þannig hefur
sá ágæti maður bent
réttilega á að grund-
völlur íyrir rekstri
verslunar eins og Bón-
us er ekki fyrir hendi.
Slík rekstrareining
getur einfaldlega ekki
staðið undir sér. Hins
vegar má leiða hug-
ann að því hvort það sé að verða
markmið hjá stórum verslunar-
keðjum í Reykjavík að ganga svo
að landsbyggðarversluninni að
hún leggist af. Ef þeir yrðu einráð-
ir í smásöluverslun landsins,
myndu þeir þá viðhalda lágu vöru-
verði eftir það?
Er það þá rétt leið að verka-
lýðsfélag gangi fram eins og
Verkalýðsfélagið Baldur gerir
hér? I mínum huga er ekki ein-
göngu um aðför að matvöruversl-
unum á svæðinu að ræða, heldur
einnig því fólki sem hefur við
hana atvinnu. Nú er það ljóst að
Verkalýðsfélagið Baldur hefur af
þessari pöntunarverslun einhvern
kostnað. Um er að ræða laun
starfsmanns og dreifingu á vör-
um. Þar er félagið að niðurgreiða
vöruverð fyrir félagsmenn sína
og beinir viðskiptum þeirra til
Reykjavíkur. Verður þetta fram-
tíðarhlutverk verkalýðshreyfing-
arinnar í landinu? Ég held að
menn ættu að líta sér nær. Sam-
kvæmt vörulista sem félagið
dreifir til félagsmanna sinna eru
það 30 vörutegundir sem félags-
mönnum er boðið að versla.
Samanburður á
verði
Það er rétt að hér
verði gerður saman-
burður á verði sem
Baldur býður félags-
mönnum sínum og
verði í verslunum
Vöruvals. Þá er það
nauðsynlegt að fram
komi hvaða vörur
Vöruval flytur beint
inn án milliliða í
Reykjavík eða á
ísafirði. Þá verður
einnig að koma fram
verð á vörum frá
heildsölum á ísafírði til þess að
fólk átti sig á annars vegar útsölu-
verði og innkaupsverði. Sumar
vörur eru svokallaðar merkjavörur
eða aðrar sambærilegar. Verð sem
hér eru tekin frá Baldri og Vöru-
vali eru með smásöluálagningu
með vsk. Innkaupsverð er frá
heildverslununum á ísafírði, með
vsk. og án smásöluálagningar, þ.e.
innkaupsverð til verslana. Til að
fínna rétt verð miðað við magn
er það umreiknað í kg.
Dæmi:
* Verð Verð Verð
Vöruheiti Baldurs Vöruv. Hv. ísaf.
Komflakes 1 kg 232 252 353
Hveiti 2 kg 79 79 83
Sykur 1 kg 73 78 80
Flórs. 500 g 62 71 66
Ljóma smjörl. 107 139 121
Pampersbleiur
tvöfaldur pk. 1.713 1.769
Kartöflur 2 kg 145 149 215
Coca Cola 1.026 1.025 1.227
Djús 1 1 81 79 106
Haframjöl 1 kg 72 79 140
Að auki á eftir að reikna flutn-
ingsgjald á Bónusvörurnar. Fram
hefur komið hjá Baldri að þeir fá
vörurnar sendar með flutninga-
Benedikt
Kristjánsson
Breytt svæðisnúmer
í Bretlandi
Þann 16. apríl síðastliðinn breyttust
símanúmer í Bretlandi þannig að
tölustafurinn einn bættist framan við
svæðisnúmer. í fimm eftirtöldum borgum
varð breytingin hins vegar sem hér segir:
Leeds 532 XXXXXX verdur 113 2XXXXXX
Sheffield 742 XXXXXX verður 114 2XXXXXX
Nottingham 602 XXXXXX verður 115 9XX XXXX
Leicester 533 XXXXXX verður 116 2XXXXXX
Bristol 272 XXXXXX verður 117 9XXXXXX
Dæmi um símanúmer í London
verður
00 44 71 583 0290
00 44 171 583 0290
PÓSTUR OG SÍMI
bílnum frá Reykjavík og á sá
kostnaður eftir að bætast ofan á
vöruverð þeirra. Það er líka eftir-
tektarvert að hjá pöntunarverslun
Baldurs þurfa félagsmenn að
versla flestar vörurnar í heilum
pakkningum, sem hlýtur að vera
útgjaldaaukning fyrir heimili fé-
lagsmanna.
Smásöluverslun í dreifbýli
Ég hef oft bent á að það er
ósanngirni að bera saman verð á
milli afsláttarverslana í Reykjavík
og landsbyggðarverslunar. Það er
ásættanlegra að gera samanburð
á milli hverfaverslunar í Reykjavík
og landsbyggðarinnar, þá er verð-
samanburðurinn yfirleitt lands-
byggðinni hagstæðastur.
Munur er á því að reka
verslun á sex þúsund
manna markaðssvæði,
segir Benedikt Krist-
jánsson, eða markaðs-
svæði sem telur á annað
hundrað þúsund íbúa.
Sem dæmi um rekstrarkostnað
smásöluverslunar vil ég leggja
fram tölur í því sambandi sem
Vöruval greiddi á síðasta ári.
Tölur þessar eru samtölur úr árs-
reikningi Vöurvals á Isafirði og
Vöruvals í Bolungarvík fyrir árið
1994. í rafmagn og hita var greitt
kr. 1.904.620. Það þarf rafmagn
til þess að lýsa versianir og einn-
ig til þess. að keyra kælingu á
kæli og frystiborð verslana.
Verslun Baldurs þarf það ekki.
Umbúðir kr. 1.280.423. Versl-
un Baldurs hefur engan slíkan
kostnað. Hirðing sorps og
brennsla kr. 686.584. Heilbrigðis-
gjald og vatnsskattur kr.
157.472. Greiðir verslun Baldurs
þessi gjöld? Kortaþóknun vegna
kredit- og debetkorta kr.
1.542.826. Þessi gjöld þarf versl-
un Baldurs ekki að greiða. Flutn-
ingskostnaður kr. 2.487.534.
Þetta er há tala, þó er þetta hluti
flutningskostnaðar því nokkrir
aðilar greiða þann kostnað til
verslunarinnar.
|þú hjálpa
götubarni á Indlandi
' að eignast heimili?
Við erum 5 bræður sem vorum
svangir og skítugir á götunni eftir að
foreldrar okkar dóu.
Nú höfum við eignast heimili fyrir
hjáip stuðningsforeldra á íslandi.
H J A L PARSTARF
Verslum í heimabyggð — eflum
atvinnu
í matvöruversluninni einni hafa
um 80-100 manns vinnu á svæð-
inu. Það er kaldhæðnislegt að
verkalýðsfélag skuli með þessum
hætti gera aðför að atvinnu þessa
fólks. A árinu 1994 greiddu Vöru-
vals-verslanirnar laun kr.
27.058.974. Lífeyrisgjöld vegna
starfsfólks kr. 1.447.604. Sjúkra-
og orlofssjóður vegna starfsfólks
kr. 244.785. Tryggingagjald, sem
er skattur af greiddum launum,
kr. 2.541.448.
Hjá Vöruvals-verslununum
störfuðu á árinu 1994 um 25
manns.
Siðferði í viðskiptum
Sem betur fer hefur viðskipt-
asiðferði breyst mjög á hinum síð-
ustu misserum. Það eru samt ekki
nema fá ár síðan verslanir sem
státuðu sig af því að selja vörur
undir innkaupsverði lögðu upp
laupana og höfðu þá svikið marga
af sínum viðskiptavinum. Menn
eru sér meðvitaðri nú en áður að
aðgæslu er þörf í verslunarrekstri
eins og öllum öðrum rekstri. Menn
verða að greiða sína skatta og
skyldur. Þannig hefur smásölu-
verslunin farið meir og meir út á
þá braut að staðgreiða sín vöru-
kaup m.a. til þess að geta boðið
viðskiptavinum sínum lægra vöru-
verð sem fæst með staðgreiðsluaf-
slætti.
En hvert er siðferði forráða-
manna Verkalýðsfélagsins Bald-
urs? í mínum huga er það umhugs-
unarefni þegar forystumenn
verkalýðsfélags fara fram með
þessum hætti gegn launafólki. Það
er kaldhæðnislegt að þessir sömu
aðilar eru stjórnarmenn og annar
þeirra meira að segja_ stjórnar-
formaður Kaupfélags ísfirðinga.
Hver er ábyrgð þessara aðila. Nú
má ætla að afkoma þeirrar versl-
unar sé svo góð að hún þoli vel
þessa innreið stjórnarmanna
sinna. Hefði þeim ekki verið í lófa
lagið að lækka verðið í þeirri versl-
un og með þeim hætti efla þá sam-
keppnksem hér er. Nú ætla ég
ekki að fara að gerast talsmaður
Kaupfélags ísfirðinga í þessu sam-
bandi, en maður skyldi ætla að
þetta forystufólk Verkalýðsfélags-
ins Baldurs þurfi að gera hreint
fyrir sínum dyrum gagnvart sömu
stjórnarmönnum kaupfélagsins.
Lokaorð
Ég hef gert þessi mál hér að
umtalsefni því hér er farið rangt
að. Það er ekki sanngjörn krafa
að verð sé það sama á vöru og
þjónustu í dreifðustu byggðum
þessa lands og í ódýrustu afláttar-
verslunum Reykjavíkur. Besta
verðgæslan er hjá neytendum
sjálfum. Þeim er best treystandi
til þess að leggja á það mat hvort
verðlag sé óhagstætt á lands-
byggðinni sé tekið mið af þeim
aðstæðum sem verslun í dreifbýli
býr við. Þá má koma fram að for-
ystufólk verkalýðshreyfingarinnar
skynji það að það verður að sýna
þá ábyrgð í verkum sínum að það
standi vörð um atvinnu fólks í
þessu landi en grafi ekki undan
því eins og hér hefur verið lýst.
Höfundur er formaður
Kaupmannafclags Vestfjarða og
er kaupmaður á ísafirði og í
Bolungarvík.
UNION
FOAJM
PIPU-
EINANGRUN
í sjálflímandi rúllum,
plötum og hólkum.
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & CO
ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640