Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 41 Frábær byrjun unglíngalandsliðsins UNGLINGALANDSLIÐIÐ. Efri rðð frá vinstri: Bergsteinn Einars- son, Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson. Neðri röð: Einar Hjalti Jensson, Haraldur Baldursson og Bragi Þorfinnsson. SKAK Las Palmas, Kanaríeyjum ÓLYMPÍUMÓT SVEITA 15 ÁRAOG YNGRI 6.-15. maí. ÍSLENSKA sveitin á Ólympíumóti 15 ára og yngri í Las Palmas á Kanaríeyjum hefur fengið óskabyij- un. í fyrstu umferð var sveit heima- manna burstuð á öllum borðum 4-0 og síðan tóku íslensku strákarnir forystuna með því að sigra Rússa 2-1. Það var óvæntur og glæsilegur sigur, því Rússar eiga titil sinn að veija í þessum aldursflokki, sigruðu á fyrsta mótinu á Möltu í fyrra. í þriðju umferðinni varð síðan jafn- tefli við Argentínu. Þeir Bergsteinn Einarsson og Björn Þorfinnsson unnu sínar skákir, en Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfínnsson töpuðu á efri borðunum. ísland er því efst ásamt Georgíu með 8 vinn- ing og var þess vænst að sveitirnar myndu mætast innbyrðis í fjórðu umferð. í keppninni við Rússa lenti Jón Viktor Gunnarsson í erfiðu enda- tafli á fyrsta borði og tapaði sinni skák og á þriðja borði gerði Berg- steinn Einarsson jafntefli. En bræð- umir Bragi og Björn Þorfínnssynir áttu frábæran dag og unnu glæsi- legar sóknarskákir með svörtu mönnunum. Það þarf greinilega að halda námskeið í skákskólum Moskvuborgar um það hvernig veij- ast skuli jafn hvassri taflmennsku og þeir bræður beita. Hvítt: Oleg Zudov Svart: Bragi Þorfinnsson Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - b5 6. Bb3 — Bb7 Upphafsleikur hins hvassa Arkhangelsk af- brigðis. 7. Hel - Bc5 8. c3 - d6 9. d4 - Bb6 10. a4 - 0-0 11. Ra3?! Það duga ekki slík vettlingatök í baráttunni um frumkvæðið. Rétt er 11. Bg5 — h6 12. axb5 — axb5 13. Hxa8 — Bxa8 14. Bh4 eins og tveir íslenskir stórmeistarar hafa reyndar gert með góðum árangri. í skákunum Guðmundur Siguijóns- son:Tompa, Harrachov 1967 og Jón L. Árnason-Jón Kristinsson, deilda- keppni SÍ 1987 lék svartur í báðum tilvikum 14. — De7 og stóð lakar eftir 15. Ra3. Betra er 14. — g5! 11. — h6! 12. axb5 — axb5 13. d5 - Re7 14. Be3 - Bxe3 15. Hxe3 - c6 16. dxc6 - Bxc6 17. Bc2 - Rg6 18. Dd2 - Db6! Bragi hefur fengið virka og þægi- lega stöðu útúr byijuninni. Nú er peðið á d6 baneitrað: 19. Dxd6? — Rg4 20. He2 - Rf4 21. Hd2 - Hfd8 og svartur vinnur 19. Heel - Hfd8 20. De3 - Db7 21. Hadl - Rh5!? Svartur leggur út í djarfa áætl- un. Hann tekur vald af d6 reitnum. 21. Rf4 var stöðulegri leikur. Nú er ekki að sökum að spyija. Oleg Zudov hefur lært sína lexíu í rúss- neska skákskólanum og setur strax stefnuna á að sölsa d5 undir sig. 22. Bb3 - Rhf4 23. g3 - Re6 24. Bd5 - Rc5 25. Bxc6 - Dxc6 26. Rc2 - Dd7 27. Rb4 - Hac8 28. Kg2 - f5! Bragi teflir þessa skák mjög skemmtilega og leikur ávallt hvass- asta leiknum. 29. exf5 - Dxf5 30. Hd2 - Hd7 31. Hedl - Re4 32. Hd5?! Reynir að vinna peðið á b5 og vanmetur mótspil svarts. Hvítur átti ekkert betra en að fara til baka með 32. He2. 32. - Hf8! 33. Hxb5? Yfirsést vinningsflétta svarts. Nauðsynlegt var 33. Hel. 33. - Hdf7 34. Hd3 - Dg4 35. h3 35. - Rh4+!! 36. Rxh4 - Hxf2+ 37. Kgl — Dxh3 og hvítur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Sigur Bjöms var öllu meiri ein- stefna. Hann blés snemma til sóknar á kóngsvæng í ítalska leiknum. Þetta kom Rússanum gersamlega í opna skjöldu, hann fann enga vöm og fljótt stóð ekki steinn yfír steini. Undirbúningur sveitarinnar skil- aði sér vel í viðureigninni við Rússa. Byijanaþekking hefur verið veikur hlekkur hjá íslensku unglingunum, þeir hafa iðulega lent í því að vera komnir með óteflandi stöður snemma tafls. Fyrir mótið var hið hvassa Arkhangelsk afbrigði spánska leiksins undirbúið sérstak- lega og það gat Bragi nýtt sér. Þegar hann nær sóknarfærum í miðtafli er hann illviðráðanlegur. Oleg Zudov, andstæðingur Braga er 14 ára gamall og er með 2.105 stig á lista FIDE. Oflugasta sveitin á mótinu er talin vera sú ungverska með yngsta stórmeistara heims í fararbroddi, Peter Leko, sem hefur hvorki meira né minna en 2.570 skákstig. En hann fékk óvæntan skell gegn Svíanum Emanuel Berg í fyrstu umferð. Svíinn stóð sig einmitt vel á Norðurlandamótinu á Laugar- vatni í febrúar og skaut þeim Jóni Viktori og Braga aftur fyrir sig. Leiðrétting Í skákþætti í síðustu viku var greint frá úrslitum á Skólaskák- móti Reykjavíkur. í umfjöllun um yngri flokk kom fram að sigurveg- arinn Davíð Kjartansson hlaut 8 vinning af 9 mögulegum, missti aðeins eitt jafntefli. Rangt var farið það með hver náði jafnteflinu. Það var Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem varð í þriðja sæti. Sumarbúðir Skákskóla Islands Skákskóli íslands stendur fyrir sumarbúðum í Reykholti í Biskups- tungum dagana 18.-23. júní 1995. Aðalkennari verður Helgi Ólafsson, stórmeistari. Einnig verður íþrótta- kennari og fleiri skákkennarar til aðstoðar. Búðirnar eru fyrir börn og ungl- inga á aldrinum 8-15 ára og er aðstaða fyrir allt að 30 þátttakend- ur. Námskeiðsgjald er kr. 14.800 og er innifalið í því ferðir, uppihald, kennsla og kennslugögn. Nemendur þurfa að hafa með sér svefnpoka. Brottför verður frá húsnæði skól- ans, Faxafeni 12, Reykjavík, sunnu- daginn 18. júní kl. 16. Komið verð- ur til baka á sama stað föstudaginn 23. júní kl. 18. Skráning stendur yfír til 2. júní á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 10-13 í síma 5689141 og bréfsíma 5689116. Margeir Pétursson R.JVÐ/4 UGL YSINGAR I I < I ( < ( Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 16. maí 1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Akrar, Snæfellsbæ, þingl.. eig. Elín G. Gunnlaugsdóttir, Þorvarður Gunnlaugsson, Kristján Gunnlaugsson og Ólína Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Munaðarhóll 21, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður V. Sigurþórsson, gerðarbeiðandi Snæfellsbær. Skólabraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sölvi Guðmundsson og Aðal- heiður Másdóttir, geröarbeiðandi Vátryggingafélag (slands. Vísir SH-343, þingl. eig. Hjálmur hf., talinn eig. Arnarnes hf., gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður sjómanna, Sparisjóður önundarfjarðar og Ólafsvíkurkaupstaöur. Ólafsbraut 24, 25,2%, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ólína G. Elísdóttir, gerðarbeiðandi innhelmtumaður ríkissjóðs. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi, 11. maí 1995. Aðalfundur Aðalfundur ORLOFSDVALAR hf. verður hald- inn í Nesvík, Kjalarnesi, föstudaginn 19. maí nk. kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. sam- þykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög um hlutafélög nr. 2/1995. 3. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi hjá stjórn félagsins viku fyrir aðalfundinn. Stjórnin. Útboð Útlögn á malbiki Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir tilboðum í útlögn á malbiki. Um er að ræða ca 8000 m2. Tilboð skulu hafa borist á bæjarskrifstof- una, Gránugötu 24, Siglufirði, eigi síðar en þriðjudaginn 23. maí nk. kl. 14.00. Verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bæjartæknifræðingur. y SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Reykjaneskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins (Reykjaneskjördæmi verður haldinn á morgun, laugardaginn 13. maí nk. kl. 10.00 árdegis í Festi, Grindavík. Fundarstjóri: (var Þórhallsson, form. Sjálfstæðisfélags Grindavíkur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf/lagabreytingar. Önnur mál. Hádegisverður kl. 12.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjordæmi í alþingis- kosningunum eru velkomnir á fundinn. Stjórn kjördæmisráðs. _ SlttQ ouglýsingor I.O.O.F. 12 = 1775128’A =Lf. I.O.O.F. 1 = 1775128A =L.f. Hvftasunnukirkjan Fíladelfía Tónleikar í kvöld með Danny Chambers og hljómsveit. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 20.00. Á morgun verður dagskrá fyrir þig frá kl. 13.30 og fram eftir degi. Við ætlum að koma saman og lofa Guð og fræðast meira um heilagan anda. Léttar veit- ingar verðar seldar gegn vægu gjaldi. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ferftir Ferftafélagsins: 12.-13. maí kl. 20.00 Snæfells- jökull - Snæfellsnes. Gist i svefnpokaplássi á Lýsuhóli. Gengið á jökulinn á laugardag og komið til baka um kvöldið til Reykjavíkur. Farmiðasala á skrifstofu F.i. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Laugardaginn 13. maíkl. 10.00 Fuglaskoðunarferð um Suður- nes í samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag. Vfða verður stansað m.a. á Hafnabergi, þar sem má sjá allar bjargfuglateg- undir landisns. Þaðan sést einnig til Eldeyjar þar sem þús- undir súlna halda sig. Allir taka þátt í skráningu fugla sem sjást. Æskilegt að hafa sjón- auka með og, ef tök eru á, einn- ig fuglabók. Farastjórar: Gunn- laugur Pétursson, Gunnlaugur Þráinsson o.fl. Verð kr. 1.800. Sunnudaginn 14. mai kl. 13.00 Náttúruminjagangan - fjórði áfangi. Elliðavatn - Selgjá. Brottför í dagsferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, og Mörkinnl 6. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS VIÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Árbók F.t.1995 Á Hekluslóðum Fyrstu eintök af árbókinni 1995 eru komin á skrifstofunar. Árbókin er ekki síöur glæsileg en bókin (fyrra (Ystu strandir). Árbókin nefnist Á Hekluslóðum og höfundur er Árni Hjartarson, jarðfræðingur. Hún fjallar ekki eingöngu um eldfjallið sjálft, heldur einnig nágrenni þess, m.a. byggðir fornar og nýjar sbr. nafnið Hekluslóðir. Árbókin fer fljótlega út til félagsmanna, en einnig er hægt að vitja henn- ar á skrifstofunni. Árgjaldið er 3.200 kr. og aukagjald fyrir inn- bundna bók (ekki komin) er kr. 500. Nýir félagar velkomnir. Ferðafélag (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.