Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRA
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Þóra Halldórs-
dóttir fæddist á
Eldjárnsstöðum í
Blöndudal í Austur-
Húnavatnssýslu 20.
febrúar 1906. Hún
lést í Reykjavík 5.
maí sl. Foreldrar
Þóru voru Guðrún
Gísladóttir og Hall-
dór Jóhannes Hall-
dórsson, bóndi á
Eld(jámsstöðum. Af
átta börnum þeirra
er Sólveig Guðrún,
fyrrverandi hjúkr-
unarfræðingur, ein
á lífi. Þóra gerðist vinnukona
hjá hjónunum Sigurlaugu M.
Jónasdóttur og Jónasi Þor-
bergssyni, fyrsta útvarpsstjóra
Ríkisútvarpsins, tók við af syst-
ur sinni, Sólveigu Guðrúnu,
sem hélt til Danmerkur árið
1938 og lærði
hjúkrun. Þóra Hall-
dórsdóttir hóf störf
við móttöku og
símavörslu hjá Rík-
isútvarpinu 1943 og
starfaði þar óslitið
til ársins 1976, en
vann við afleysing-
ar hjá stofnuninni í
tvö sumur eftir það.
Þóra Halldórsdótt-
ir giftist aldrei en
eignaðist eina dótt-
ur, EIsu Heiðdal,
sem ólst upp hjá
Sigvalda Halldórs-
syni og Steinunni Elísabetu
Björnsdóttur, á Stafni í Svart-
árdal, og býr þar nú. Þóra verð-
ur jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 15.00.
ÞEGAR vorið kallaði allt til lífs og
vaxtar lét Þóra Halldórsdóttir undan
kalli dauðans og kvaddi lífið, þreytt
orðin og kvalin. Þessi gamla vinkona
mín og næstum fóstra hafði tilheyrt
fjölskyldu minni alveg frá fyrstu
dögum mínum. Systir hennar, Sól-
veig Guðrún, kom í hús foreldra
minna á Akureyri og nokkrum árum
síðar kom Þóra í vist til þeirra í
Reykjavík, þegar Sólveig fór til
hjúkrunamáms í Danmörku, en þar
var hún öll stríðsárin. Þóra sló sterk-
um rótum niður í foreldrahúsum
mínum og tilheyrði okkur öllum.
Allt hennar líf snerist um það eitt
að þjóna og vera til gagns og frá
henni streymdi sá kærleikur sem
kemur aðeins frá jarðarenglum. Sá
> kærleikur var án allra skilyrða og
var okkur öllum auðlegð og orku-
lind.
Ég man ekki nokkum dag æsk-
unnar án þess að hafa vitað af nánd
þeirra systra, þó einkum Þóru á
meðan Sólveig var erlendis. Þóra
bjó á heimili okkar og hefði svo sem
mátt kalla hana vinnukonu en hún
var bara meira, hún varð vinur for-
eldra minna og svo kær okkur systk-
inum að ég varð í raun alveg undr-
andi þegar ég áttaði mig á því að
þær systur vom alls óskyldar okk-
ur. Þær tóku þátt í lífi Qölskyldunn-
ar, okkar sorg varð þeirra sorg,
okkar gleði þeirra fögnuður, okkar
fjölskylda varð þeirra fjölskylda.
Ef einhvert okkar veiktist vom
þær ævinlega fyrstar á vettvang og
þær létu ekkert tækifæri ónotað til
að gleðja og umvefja okkur kær-
leiksríkum hugsunum og fyrirbæn
um alla tíð.
Þegar Sólveig kom frá hjúkmn-
arnámi og störfum í Danmörku
gerðist hún hjúkmnarkona á Kleppi.
og vann þar á erfiðum deildum.
Þegar líða tók á ævina eignuðust
þær systur íbúð og bjuggu saman,
en nýlega fluttu þær í litla íbúð í
Seljahlíð, vistheimili fyrir aldraða,
og þar andaðist Þóra 5. maí sl.
Þóra Halldórsdóttir var Húnvetn-
ingur, hennar fólk bjó að Stafni í
Svartárdal og þar býr nú Elsa, dótt-
ir hennar, ásamt frænda sínum, Sig-
ursteini. Þóra giftist aldrei.
Hún byijaði snemma að starfa
hjá Ríkisútvarpinu og vann þar, allt
til þess að hún lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Það er erfitt að þurfa að átta sig
á því að allt tekur enda, líka líf
þessarar gömlu elsku okkar allra.
Eftir situr Ijúf minning, heit og
elskufull, og þakklæti mitt og minna
fylgir Þóm yfír í þá veröld sem hún
trúði að tæki við.
Það er ég viss um að himnaríki
verður nú enn betri staður þegar
svo kærleiksrík sál er þangað kom-
in, fús eins og fyrrnm að líkna og
gleðja.
Jónas Jónasson.
Þeir kveðja nú einn af öðram,
gamlir samstarfsmenn og vinir og
líður naumast sú vika að eigi hverfí
úr hópnum einhver, sem vekur
minningar um „veröld sem var“.
Þess var nýlega minnst í fjölmiðl-
um að hálf öld væri liðin frá falli
Berlínar. Þá rifjaðist upp atvik er
varð minnisstætt og tengdist Þóm
Halldórsdóttur. Ég rifjaði upp þátt
hennar í skráningu fréttar, sem les-
in var að kvöldi dags 1. maí 1945.
Rómaði rithönd hennar og stillingu.
Mér hafði þá ekki borist frétt um
andlát hennar, en hún hafði kvatt
fáum dögum fyrr af þeirri hóg-
værð, sem ætíð einkenndi líf henn-
ar.
Þóra Halldórsdóttir var tengd
Ríkisútvarpinu langa tíð. Hún mun
hafa komið þangað til starfa á
fyrstu ámm fjórða áratugar. Tók
við starfí af Halldóri Laxness, er
annast hafði móttöku gesta, sem
komu í útvarpið til þess að flytja
erindi, syngja, leika á hljóðfæri, eða
flytja eitthvert það efni, sem á dag-
skrá var hveiju sinni. Halldór lýsti
starfí þessu í samtali og kvaðst eiga
margar góðar minningar frá þeim
tíma. Þórarinn Guðmundsson fíðlu-
leikari var sérlundaður maður og
um margt líkur móðurbróður sínum,
séra Áma Þórarinssyni. Hann var
gamansamur maður og ólgaði af
flöri og gáska. Af hugkvæmni sinni
fann hann upp heiti á starfí því sem
Halldór gegndi hjá útvarpinu. Kall-
aði hann „snagavörð“. Halldór tók
við yfirhöfnum gesta er komu.
Leiddi þá til útvarpssala og leið-
beindi þeim að hljóðnema og bar
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ALMA SIGURÐARDÓTTIR,
Aðalgötu 6,
Keflavík,
lést miðvikudaginn 10. maí í Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Magnús B. Karlsson,
Sigurður B. Gunnarsson, Bára Benediktsdóttir,
Skúli Þór Magnússon,
Magnús B. Magnússon,
María Magnúsdóttir, Sölvi Þ. Hilmarsson
og barnabörn.
MINNIIMGAR
þeim drykk. Er Þórarinn hafði
spaugað og sprekað um stund og
látið ýmis stóryrði falla við feiminn
og hlédrægan höfund tókst með
þeim vinátta er skáldið rétti tón-
skáldinu nýútkomna ljóðabók. Frá
þeim tíma er lag Þórarins við ljóð
Halldórs:
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar,
sú stund kemur aldrei aftur
sem einu sinni var.
Þóra Halldórsdóttir, sem tók við
starfí Halldórs minnti um margt á
sögupersónu Halldórs í sögunni um
brauðið dýra. Slík var skaphöfn
hennar og trúmennska. Þögul og
fáskiptin. Góðviljuð og ávarpsgóð.
Þannig stígur hún fram í ljósi minn-
inga.
Þegar litið er yfír farinn veg
koma ótal minningar og kveðja
dyra. Fjölmennar gestasveitir
ganga fram. Þóra eyddi mannsaldri
í þjónustu Útvarpsins. Hún fylgdist
með lífí og starfí fjölda er gat sér
frægðarorð og setti svip á þjóðlífið.
Jónasi Þorbergssyni útvarps-
stjóra var mikill vandi á höndum
er hann réð starfslið Ríkisútvarps-
ins. Hann var geðríkur og stórlát-
ur. Svo var einnig um marga aðra
starfsmenn. Þegar á allt er litið
má segja að vel hafí tekist til og
hvert rúm hafí verið vel skipað.
Þóra gekk um ganga og sinnti
mörgum störfum. Hvert sem litið
var um bekki sat einhver, sem auk
starfa er sinnt var í þágu stofnunar-
innar hafði einnig annað í huga. I
fréttastofu sat séra Sigurður Ein-
arsson. Hann kvað um þessar
mundir:
Hvert gróandi strá, sem úr grjótunum brýst,
flytur gieðiboðskap og óð
um framtíðardraum þinn - fullræktað land
og frjálsa og menntaða þjóð.
Handan gangsins, í aðalskrif-
stofu, grúfði skrifstofustjórinn Sig-
urður Þórðarson tónskáld sig yfír
höfuðbækur og skjöl. Það var hann,
sem samdi lag við hátíðarljóð Dav-
íðs Stefánssonar: Sjá, dagar koma,
ár og aldir líða og enginn stöðvar
tímans þunga nið...
Einmitt um þær mundir sem
Þóra kemur til starfa hjá Ríkisút-
varpinu verða ýmsar merkar nýj-
ungar í starfí stofnunarinnar. Þóra
fylgist vel með öllu, tekur virkan
þátt á mörgum vettvangi og vandar
vel til allra verka sem henni em
falin. Öllu efni er „útvarpað í beinni
útsendingu“, eins og nú er tekið til
orða, þegar hvað mest er haft við.
Kennsluútvarp er að hefjast árið
1932. 36 skólar telja það æskilegt
og hafa 12 þeirra þá þegar útvegað
sér tæki. Útvarpið er tæki hins
nýja tíma og auglýsir „æðaslátt
þjóðlífsins, hjartaslög heimsins".
Þóra vísar tungumálakennumm,
sem útvarpið ræður til starfa, til
sætis við hljóðnema. Af meðfæddri
hógværð og hlédrægni kýs hún að
fara hvergi með hávaða né stóryrð-
um, en kappkostar að hafa vakandi
auga, nema og njóta.
Það kom í hlut Þóm að fagna
hverjum gesti sem að garði bar.
Heilsa þeim, sem koma áttu fram
í kvölddagskrá útvarpsins. Fylgja
þeim að hljóðnema, hvort heldur
var til fyrirlestrar, upplestrar, ein-
söngs eða hljómleika. Mæla hug-
hreystingarorð væri þess þörf. Sefa
kvíða og tempra taugaveiklun.
Þóra fylgdist með þróun útvarps
og lífi og starfi þeirra sem þar unnu.
Hún varð vitni að því er ungur
sænskur óperasöngvari nam á brott
þuluna ungu, sem Helgi Hjörvar
kallaði „prinsessu útvarpsins". Þóra
hlýddi á píanóleik Emils Thorodds-
ens er hann lék fimum fíngram á
flygilinn svo undurblítt að ómar
töfmðu. Og hrygg í huga hlustaði
hún á frásögn um örlög tónskálds-
ins, sem ofkældist á lýðveldishátíð-
inni er sungin voru verðlaunalög
tvegja útvarpsmanna, Emils og
Þórarins. Emil, þessi undramaður í
heimi listanna. Og Þórarinn, sem
um var sagt af tónlistarkennara
hans í Kaupmannahöfn er hann var
á barnsaldri, að hann væri „mesta
violin-talent", sem þá væri í Höfn.
Hann gæti spilað allt sem hann sæi
frá blaði, en vantaði auðsjáanlega
þroska". Svona voru samstarfs-
menn Þóm. Hún þekkti þá alla og
las óskir þeirra.
Þóra leiddi til sætis við hljóðnem-
ann Áma Pálsson prófessor er hann
las þýðingu sína:
Við óðum saman straum og streng
og stóðumst bylgjufall,
en seinna hafrót mæðu og meins
á millum okkar svall...
Og hún hefði viljað taka undir
með Theodóm Thoroddsen er skáld-
konan aldna kvað og las:
Gömul, lúin, kreppt og köld
kenni ég þrá í hjarta,
að vera ung og eiga völd
á eldinum heita og bjarta.
Meðal þeirra gesta er Þóra fylgdi
í útvarpssal var norska leikkonan
Gerd Grieg. Þóra fór mjúkum hönd-
um um fagra flík, sem leikkonan
bar af virðuleik á herðum sér og
vafði skinnkraganum að hvítum
hálsi. Frú Gerd Grieg kom til að
stjóma leikritum í útvarpi. Þrátt
fyrir stærðarmun og ólíkan uppruna
var Þóra vandanum vel vaxin og
hlaut bros og vinsamleg orð að laun-
um.
Það er ekki sökum þess að ég
telji að Þóra þurfí að styðja sig við
stórmenni að ég nefni nöfn nokk-
urra þeirra er hún bar drykk til
þess að bergja á ef varir þornuðu
við sagna- eða ljóðalestur. Hrein-
læti hennar og vel unnin verk, alúð
og umhyggja þurftu einskis skrauts
við.
Mér kemur í hug að Þóra hafí
tekið á móti fleiri gestum, sem er-
indi áttu í útvarp, en nokkur annar
úr flokki starfsmanna. Þegar gullin-
borðar og glæsimeyjar heiðmðu
útvarpssali með návist sinni þá var
Þóra þar einhvers staðar með fram-
rétta hjálparhönd. Friðrik krón-
prins, Ingiríður krónprinsessa, Jón
biskup Helgason, eða hvað þeir
hétu veraldarhöfðingjar eða geist-
legrar stéttar menn: Þóra gerði sér
engan mannamun. Hákon bóndi í
Borgum og Jón Lámsson kvæða-
maður fengu sömu aðstoð og við-
mótshlýju.
Hún Þóra sótti aldrei um inn-
göngu í Blaðamannafélag eða sam-
tök fréttamanna. Stjama hennar
ljómaði heldur ekki hátt á launa-
himni útvarpshvelfíngar. Þó kom
það í hennar hlut að skrásetja frétt
aldarinnar. Þá frétt skráði hún
ským letri á einfaldan og óbrotinn
pappírsrenning í auglýsingastofu
útvarpsins, á 4. hæð í Landsíma-
húsi við Austurvöll. Þóra sat óhagg-
anleg í sæti sínu og hlýddi á rólega
rödd Jóns Magnússonar frétta-
stjóra, sem hringt hafði frá heimili
sínu við Langholtsveg, þar sem
hann sat og hlýddi á kvöldfréttir
breska útvarpsins að kvöldi 1. maí
1945. Jón las Þóm fyrir „frétt ald-
arinnar" um sjálfsmorð Hitlers og
Evu Braun og greindi frá ávarpi
Dönitz flotaforingja. Fréttina skráði
Þóra með velydduðum blýanti.
Skrift hennar var skýr. Hvert orð
var auðlesið. Inni í leiklistarsal var
fjölmennur flokkur leikara að flytja
leikrit Nordahls Griegs, „Ósigur-
inn“. Helgi Hjörvar skrifstofustjóri
útvarpsráðs hugðist stöðva leikritið
og lesa fréttina, sem Þóra hafði
skráð. Urðu um það nokkrar þræt-
ur. Síðan afhenti Helgi mér fréttina
og sagði: „Það er vissara fyrir þig
að lesa þetta vandlega yfír. Hún
Þóra skráði fréttina í flýti“. Þess
vkr engin þörf. Letur Þóm var klárt
og kvitt. Það stóð sem stafur á
bók. Þannig vom öll hennar verk.
Einn þeirra upplesara, sem vom
tíðir gestir á starfstíð Þóm, var Jón
Sigurðsson frá Kaldaðamesi, sem
las ritverk Knuts Hamsuns í frá-
bærri eigin þýðingu. Þóra bar hon-
um svaladrykk. Jón var sjálfur
skáld gott. Það er við hæfí að kveðja
Þóm með ljóðlínu Jóns:
„Sofðu blíðlega og rótt
undir rósanna gnótt."
Pétur Pétursson.
ARNIELIASSON
+ Árni Elíasson
fæddist í Hóls-
húsum, Gaulverja-
bæjarhreppi í Flóa
í Árnessýslu, 11.
apríl 1917. Hann
lést í Reykjavík 6.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðrún Þórð-
ardóttir, f. 29.8.
1885 í Hólshúsum,
d. 9.3.1969, og Elías
Árnason, f. 31.12.
1884 í Vöðlakoti í
sömu sveit, d. 25.9.
1966. Þau bjuggu
alltaf í Hólshúsum. Börn þeirra
voru níu: 1) Margrét Ingibjörg,
f. 25.8. 1914; 2) Þórður, f. 8.10.
1915; 3) Árni, semhér er kvadd-
ur; 4) Guðrún Júlía, f. 2.7. 1918;
5) Elín, f. 7.2. 1920, d. 1.6. 1992;
6) Júlía Svava, f. 20.1. 1922; 7)
Guðrún, f. 29.4. 1923, d. 2.6.
1990; 8) Bjarni, f. 10.7. 1926,
d. 30.4. 1927; 9) Guðlaug Bjarn-
ey, f. 13.9. 1927.
Árni giftist 3. júlí 1943 Ás-
laugu Hafberg, f. 12.5. 1921.
Foreldrar hennar voru Bjarney
Anna Guðmundsdóttir Haf-
berg, f. 26.7. 1895 á Hrauni í
Keldudal í Dýrafirði, d. 20.2.
1938, og Helgi Sigurgeir Haf-
berg kaupmaður í Reykjavík,
f. 2.11.1886 á Grænhóli á Álfta-
nesi, en ólst upp í Hafnarfirði,
d. 6.6. 1948. Böm Áslaugar og
Árna eru: 1) Elías Árnason, f.
25.12. 1943, sölumaður, maki
Jette S. Jakobsdóttir, f. 4.1.
1945, póstfulltrúi. Börn þeirra
eru þrjú og barnabörn fimm;
2) Helgi Sigurgeir Hafberg
Árnason, f. 9.9. 1946, verslun-
armaður, d. 18.9. 1994, maki
Guðlaug Björg Björnsdóttir, f.
11.2. 1950, lyfjafræðingur. Þau
eiga eitt barn og tvö barna-
böm; 3) Gunnar Viðar Hafberg
Ámason, f. 18.3. 1951, málari
og sölumaður,
maki Bjarnveig
Valdimarsdóttir, f.
7.2. 1942, húsmóð-
ir. Þau eiga eitt
barn saman en hún
á tvö böm frá
fyrra hjónabandi
og fjögur barna-
börn; 4) Bjarney
Anna Árnadóttir,
f. 18.1. 1955, hús-
móðir, maki Frið-
finnur Halldórs-
son, f. 17.3. 1950,
bifvélavirki. Þau
eiga þijár dætur.
Útför Ama fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ELSKU afí, við vissum alltaf að sá
tími mundi koma að þú færir frá
okkur, en þó var okkur mjög bmgð-
ið þegar sá tími kom. Síðustu ár
gastu ekki tjáð þig um tilfinningar
þínar, en lítið bros og glöð augu
sögðu sitt. Elsku afí, það var gott
að vita af þér í höndum góðs fólks
á hjúkmnardeild Grundar, konurn-
ar þar vora svo góðar við þig.
Élsku afi, sárt munum við syst-
urnar sakna þín, en við vitum að
hjá Guði bíður Helgi frændi, sem
við söknum sárt og við vitum að
tekur á móti þér með útbreidcjdan
faðm og gætir þín.
Hver minning er dýrmæt perla
aö liðnum lífsins degi.
Hin ljúfu og hljóðu kynni
af alhug þökkum vér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
(Davíð Stefánsson)
Elsku amma, mikill er missir
þinn. Við biðjum Guð að styrkja þig
í sorg þinni.
Verna, Áslaug og
Maríanna Friðfinnsdætur.