Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 .39 + Karl Kristjáns- son var fæddur í Hriflu í Ljósa- vatnshreppi 17. apríl 1937 og andað- ist 12. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Júlíus Jóhannesson bóndi og kona hans Kristjana Sigvalda- dóttir. Faðir Karls lést þegar hann var á öðru ári og móðir hans þegar hann var tólf ára, og ólst hann eftir það upp hjá föðursystur sinni, Kristjönu Jóhannesdóttur í Álftagerði í Mývatnssveit, og SORGARFRÉTTIR berast okkur árla skírdagsmorguns. Karl Krist- jánsson hefur verið í olíuflutningum frá Húsavík til Þórshafnar og Vopnafjarðar daginn áður, en á heimleið hreppir hann hið versta veður, snjókomu og storm, og bíllinn festist í ófærð uppi á heiði. Hann hefir samband við konu sína sem bíður hans heima og segir henni hvernig ástatt er, og kveðst hann munu reyna að kalla á vegagerðar- menn til hjálpar. Margir bílar lenda í sömu vandræðum, og björgunar- sveitir frá Vopnafirði halda af stað til hjálpar. En þegar þeir koma að olíubílnum er Karl látinn, hann fínnst fyrir utan bílinn með skóflu í hendi. Hann var vanur því frá blautu barnsbeini að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig. Hann hafði ætlað að reyna sjálfur að losa bílinn, en veðrið og áreynslan orðið honum ofurefli, enda hafði hann ekki gengið heill til skógar um nokk- urt skeið. Karl fæddist í Hriflu 17. apríl 1937, sonur Kristjáns Júlíusar Jó- hannessonar sem þar bjó þá og konu hans Kristjönu Sigvaldadóttur. Kristján hafði verið ráðinn til að koma þar á fót og stjórna tilrauna- búi fyrir Ljósavatnshrepp, en Jónas Jónsson ráðherra hafði gefið hreppn- um jörðina í þessu skyni. Kristján Júlíus var búfræðingur frá Hólum og hafði stundað búskap á Tjörnesi og jarðrækt hér og þar í Þingeyjar- sýslu, en einnig verið barnakennari í Reykjadal, á Tjörnesi og austur á Héraði. Hann hafði átt ærið áfalla- sama ævi og misst tvær eiginkonur sínar frá ungum börnum. Dæturnar tvær hafði hann borið nýfæddar í fóstur, og synirnir tveir voru einnig að miklu leyti hjá systrum hans í bernsku sinni. í Hriflu var reist nýtt íbúðarhús ásamt nauðsynlegum útihúsum og tekið til starfa af miklum dugnaði. Kristján tók til sín syni sína tvo - Andrés, sem síðar var lengi blaða- maður og ritstjóri Tímans, og Snæ- björn sem er smiður og húsameist- ari á Laugum. En dæturnar höfðu fest rætur hjá góðum fósturforeldr- um - Sveinbjörg hjá ömmu sinni í Mýrarkoti á Tjörnesi og Sigríður hjá hjónunum Aðalbjörgu Pálsdóttur og Agli Þorlákssyni kennara á Húsavík og síðar á Akureyri. Tveim árum eftir að Kristján flutt- manni hennar Jón- asi Einarssyni. Frá 1973 starfaði hann hjá Olíusölu Kaupfé- lags Þingeyinga á Húsavík. Kona hans var Hrefna Stein- grímsdóttir, og eru synir þeirra tvíbur- arnir Hrafn og Þór- ir. Stjúpbörn Karls frá fyrra hjóna- bandi Hrefnu eru Ásgeir, Ásdís, Stein- grímur, Margrét og Gunnhildur Jóns- börn. Barnabörnin eru 12. Útför Karls fór fram frá Húsavíkurkirkju 22. apríl. ist í Hriflu gekk hann að eiga ráðs- konu sína, Kristjönu Sigvaldadóttur frá Fljótsbakka, en sá bær stendur andspænis Hriflu á eystra bakka Skjálfandafljóts. Og vorið 1937 fæddist þeim sonur sem heitinn var í höfuðið á einkabróður Kristjönu, Karli á Fljótsbakka; en ekki töldu menn að það mundi hafa dregið úr nafnvalinu að drengurinn var jafn- framt alnafni Karls Kristjánssonar síðar alþingismanns, sem var bæði náfrændi, mágur og tryggðavinur Kristjáns í Hriflu. Nú virtist lífíð brosa við Kristjáni í þriðja sinn. En það stóð ekki lengi. Þegar Karl litli var nýfæddur veikt- ist Kristján af illkynjaðri meinsemd innvortis. Rannsóknir og læknisráð voru ófullkomnari þá en nú, og and- aðist hann árið eftir, 1938, löngu fyrir aldur fram. Nú varð að leysa upp heimili hans í þriðja sinn. Krist- jana fluttist með soninn sinn unga austur í Daðastaði í Reykjadal og gerðist ráðskona og síðan eiginkona Jóns Kjartanssonar bónda þar. En hún varð ekkja í annað sinn eftir fárra ára sambúð. Þó hélt hún áfram búskapnum á Daðastöðum, og þar ólst Karl upp til 11 ára aldurs. Þá veiktist móðir hans af krabbameini og dó árið eftir, 1949. Með Jóni hafði hún eignast tvö böm, Kjartan og Hólmfríði. Eftir lát Kristjönu fóru þau til Karls á Fljótsbakka, móður- bróður síns, og Sigrúnar konu hans og ólust þar upp. Karl Kristjánsson hafði alltaf náið samband við þessi yngri systkini sín, bar umhyggju fyrir þeim og fylgdist vel með ævi þeirra og athöfnum. En við lát móð- ur þeirra fór hann sjálfur upp í Álfta- gerði til föðursystur sinnar Kristjönu og manns hennar Jónasar Einars- sonar frá Reykjahlíð, og hjá þeim og Gesti syni þeirra og Kristínu konu hans átti hann síðan athvarf fram á fullorðinsár. Hjá Kristjönu og Jónasi hafði Snæbjörn bróðir hans verið í fóstri eftir að hann árs- gamall missti móður sína.. Það var sem Kristjana í Álftagerði hefði ávallt nóg rúm og breiddan faðm handa þeim smælingjum sem á þurftu að halda. Þau hjónin ólu ekki aðeins önn fyrir þeim Snæbirni og Karli, heldur áttu fleiri börn athvarf hjá þeitn, svo sem Andrés bróðir þeirra þegar þess var þörf, þótt hann væri raunar meira hjá Pálínu föður- systur sinni og Karli Kristjánssyni á Húsavík. - í Álftagerði átti Karl síðan heimili í meir en 20 ár. Hann lauk prófí frá Héraðsskólanum á Laugum 1954 og búfræðiprófí frá Búnaðarskólanum á Hólum 1958. Um 11 ára skeið var hann tækja- stjóri hjá Ræktunarsambandinu Smára sem hafði aðalstöð í Reykjad- al, og var þá annað heimili hans hjá Snæbirni bróður hans og Helgu Jós- epsdóttur í Laugabrekku. En um 1970 settist hann að á Húsavík, og 1973 hóf hann störf hjá Olíusölu Kaupfélags Þingeyinga og gegndi þeim störfum til dauðadags. Aðal- starf hans var að annast olíuflutn- inga frá Húsavík til Mývatnssveitar og austur um til Raufarhafnar og Vopnaíjarðar. Jafnframt annaðist hann viðgerðir á tönkum og viðhald í birgðastöð á Húsavík. Um skeið var hann í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur. Karl kvæntist 8. desember 1974 Hrefnu Steingrímsdóttur á Húsavík. Þau eignuðust tvíbura, drengina Hrafn og Þóri, sem nú eru á tvítugs- aldri. En fyrir átti Hrefna fimm börn frá fyrra hjónabandi, og má segja að Karl hafí gengið þeim öllum í föður stað og reynst þeim sem hinn besti fóstri og félagi. Og á seinni árum hafa svo barnabörnin bæst í hópinn. Karl átti ekkert alsystkini, en fjögur hálfsystkini af tveimur fyrri hjónaböndum föður síns og tvö af seinna hjónabandi móður sinnar. Börn Kristjáns Júlíusar hittust að- eins einu sinni öll saman - ásamt fjölskyldum sínum, á hundrað ára fæðingardegi hans 31. júlí 1983. Sá fundur fór fram í túninu á Lauga- seli sem stendur á heiðinni fram og upp af Reykjadal, en þar ólst Krist- ján upp hjá foreldrum sínum í sárri fátækt. Andrés sagði fróðlega og fallega frá ævi föður síns, en Kalli stóð fyrir veitingum á grasbalanum. Nú er Laugasel löngu komið í eyði eins og flestir bæir þarna á heið- inni, og víst mun ekki hafa verið neitt sældarbrauð að búa þar í harð- indum og snjóþyngslum á seinna hluta 19. aldar. En allt slíkt var langt að baki á þessari fagnaðarstundu frænda og vina. Heiðin, þetta mikla flæmi, er eitt hið fegursta gróður- svæði á landi hér, og skiptast á kafloðnir grasflákar og lyngi vaxnir ásar. Sunnangolan andaði og sólin bakaði okkur af heiðum himni meðan við gæddum okkur á hákarlinum og harðfískinum hjá Kalla mági mínum. Karl Kristjánsson var hið mesta prúðmenni, hægur í fasi og hvers manns hugljúfi. Hann var eljusamur og handlaginn og vann vel allt sem honum var til trúað. Hann var einn hinna kyrrlátu verkamanna í vín- garðinum, og við fráfall hans var ljóst hve hann var mikils metinn af vinnuveitendum sínum og samverka- mönnum. Hrefna og börnin eiga nú á bak að sjá góðum dreng og trygg- um lífsförunaut. Börnin hændust öll að þessum trausta, rólega og góð- lynda manni, og eiga nú vissulega margs að minnast og margs að sakna. Hlýhugur og þakklæti fjöl- margra vina fylgdi honum frá hinni fögru Húsavíkurkirkju yfír móðuna miklu. Skarð hans er stðrt og autt eftir skyndilegt fráfall, en huggun er það að eiga góðar minningar að ylja sér við um ókomna tíma. Öllum ástvinum hans sendir fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Jónas Kristjánsson. KARL KRISTJÁNSSON KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR + Kristín Kjartansdóttir fæddist á Staðastað á Snæ- fellsnesi 2. apríl 1925. Hún lést í Borgarspítalanum 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 11. maí. MIG LANGAR að minnast fyrrver- andi tengdamóður minnar, Kristínar Kjartansdóttur, í fáum orðum. Þegar ég kynntist Stínu var ég fyrst hálffeimin við þessa stórglæsi- legu konu en feimnin bráði af mér fljótt því Stína tók mér hlýlega og bauð mig velkomna. Stína var ákaf- lega gestrisin kona og naut þess að fá ættingja og vini í heimsókn. Það var alveg sama hvenær gesti bar að garði, alltaf gat Stína töfrað fram kökur og annað bakkelsi og búið til veislur á augabragði. Stína var mjög listelsk og bar heimilið hennar gott vitni um það. Hún var listræn í sér og allt lék í höndunum á henni. Flest allt sem hún vann í höndunum hannaði hún sjálf og þá skipti ekki máli hvort hún var að pijóna peysu, skera út í við, vefa, föndra með ömmubömunum eða hvað annað sem hún gerði. Stína var alveg sérstaklega natin og góð við ömmubörnin sin, Kidda og Ástu og sérstaklega bar hún hag Kidda fyrir bijósti. Þær eru ófáar ferðirnar sem hún fór niður að sjó eða út á Granda til að sýna Kidda bátana eða leyfa honum að dorga. Hún varði löngum stundum í að aðstoða og hjálpa þeim við að föndra og skapa eitthvað skemmtilegt. Ég man eftir þegar Stína hjálpaði Kidda að búa til brúðuleikhús þegar hann lítill strákur og var svo aðstoðar- kona hans við uppfærsluna á leikrit- inu. Einnig þegar Ásta kom heim fyrr í vetur með fínar brúður sem hún og amma Stína höfðu búið til saman. Nú er kominn tími ti! að þakka fyrir samfylgdina og allt sem Stína gerði fyrir okkur, Astu og Kidda. Kæru Pétur, Gulli og Kiddi minn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elísabet. HANS ERNIR VIÐARSSON + Hans Ernir Viðarsson fæddist 10. nóv- ember 1974. Hann lést af slys- förum 28. apríl sl. Foreldrar hans eru Guðrún ísfold Johansen og Við- ar Ernir Axels- son. Fósturfaðir hans og eigin- maður Guðrúnar er Ingi Þór Þór- arinsson og eiga þau tvö börn, Guðna, f. 8. ian- úar 1985, og Osk, f. 9. nóvem- ber 1987. Eiginkona Viðars er Sigríður Lovísa Gestsdóttir og eiga þau fjóra syni: Axel Erni, f. 20. desember 1979, Þröst Emi og Elmar Erni, f. 29. desember 1982, og Gest Erni, f. 14. desember 1993. Þau em búsett í Bol- ungarvík. Hans Ernir ólst upp í Reykjavík og Kópa- vogi til 15 ára ald- urs, þá fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Þorlákshafn- ar. Hans Ernir stundaði ýmsa verkamannavinnu. Unnusta Hans Ernis er Þóra Gunnlaug Briem. Hans Ernir var jarðsunginn frá Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn laug- ardaginn 6. maí sl. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 28. apríl barst okkur sú harmafregn að elskulegur sonur okkar og bróðir, hann Hansi, hefði látist af slysför- um. Hvað getur maður sagt, þegar ungur drengur í blóma lífsins er svo skyndilega hrifinn burt? Við sem áttum eftir að segja og gera svo margt. Samverustundimar voru alltof fáar, en það er svo margt sem þú skilur eftir. Þú sem varst búinn að reyna svo margt og vildir miðla því til annarra. Við viljum kveðja þig með þessum orð- um Freysteins Gunnarssonar: Tímamir líða sem hverfandi hvel. Hugurinn reikar til komandi tíða. Enginn má vita, hvað vor kann að bíða, vermandi sól eða bitrasta él. Liðin að sinni’ er vor samverustund, síðustu kveðjur með andblænum líða. Velkomin aftur, er sjáumst vér síðar, sólnanna drottinn oss blessi þann fund. Minningar um góðan dreng lifa áfram í huga okkar og hjarta. Pabbi, Sigríður, Axel, Elmar, Þröstur og Gestur. Nokkur kveðjuorð til æskuvinar míns sem kvaddi allt of fljótt. Svo fljótt að enginn tími gafst til að kveðja hann hinsta sinni. Við Hansi vorum leikfélagar í Snælandshverfi þegar hann var 5-9 ára en ég árinu eldri. Hann fór oftast með frumkvæðið í uppá- tækjum okkar og gat stundum farið svolítið mikið fyrir honum. Ekki það að hann væri ódæll, meira í þá átt að honum lægi örlít- ið meira á en öðrum. Eftir níu ára aldurinn flutti hann í Árbæinn og samfundum okkar fækkaði óðum uns þeir urðu engir. Einhvern veginn háttaði því þannig að við höfðum aldrei samband eft- ir það. Hittumst í mesta lagi á förnum vegi og köstuðum kveðju á hvorn annan. En svo birtist hann nýlega í fréttunum vegna smávandræða og ég man hve mikil undrun mín varð í ljósi þess hve indæll strákur hann gat verið. Þá ákvað ég að leita hann uppi svo við gætum rifjað upp gömul kynni og jafnvel end- urnýjað þau, en kaldhæðni örlag- anna tók hann Hansa í burt og ekkert varð úr endurfundunum. Manni liggur of mikið á til að gefa sér tíma í að virða fyrir sér mann- perlumar sem eru allt í kring, en eru því miður ekki eilífar. Þannig vil ég minnast Hansa, sem einnar af þessum vandfundnu perlum. Þvi miður hittumst við ekki aftur áður en yfir lauk, eins og trú mín hafði ætíð verið. Hugg- un mín verða þær stundir sem við áttum saman í bernsku, og fyrir þær vil ég þakka Hansa innilega. Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. Þeirra missir er mun nærtækari en minn. Megi Guð hjálpa þeim að sefa sorg þeirra. Edvard Kristinn Guðjónsson. BRIPS IJmsjón: Arnór R. Ragnarsson Bridskvöld byrjenda Þriðjudaginn 9. maí var Brids- kvöld byijenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S riðill: Þórdís Einarsdóttir—Birgir Magnússon 104 Björk Lind Óskarsdóttir - Amar Eyþórsson 94 Einar Einarsson - Einar Pétursson 79 A/V riðill: Hjördís Jónsdóttir - Soffia Guðmundsdóttir 91 Stefán Hjaltalín - Einar Daði Reynisson 79 Markús Ulfsson - Apar Guðjónsson 79 Á hverjum þriðjudegi kl. 19.30 gengst Bridssamband Islands fyrir spilakvöldi sem ætlað er byrjendum og bridsspilurum sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spil- aður er ávallt eins kvölds tvímenn- ingur og spilað er í húsnæði BSI á Þönglabakka 1, 3 hæð, í Mjóddinni. Bridsfélag Reylqavíkur Sl. miðvikudag, 10. maí, voru spilaðar tíu umferðir í Aðaltví- menningnum og er staðan eftir 38 umferðir þessi: SverriArmannsson-JónasP.Eerlingsson 698 J akob Kristinsson - Matthás Þorvaldsson 688 Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 527 Öm Ámjwrsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 508 Hæstu skor fjórða kvöldið fengu þessi pör: Guðmundur Páll Amarson - ÞorlákurJónsson 237 Öm Arnþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 213 Sverrir Ármannsson - Jónas P. Erlingsson 212 Jakob Kristinsson - Matthías Þorvaldsson 197 Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 8. maí, lauk Stef- ánsmótinu og urðu úrslit eftirfar- andi: Dröfn Guðmundsson - Ásgeir Ásbjömsson 146 Sigurður Sigurjónsson - Kristján Hauksson 128 Trausti Harðarson - Ársæll Vignisson 119 Atli Hjartarson — Þorsteinn Halldórsson 74 Hæstu skor fjórða kvöldið hlutu þessi pör: Sigurður Siguijónsson - Kristján Hauksson 68 Dröfn Guðmundssdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 61 Trausti Harðarson - Ársæl! Vignisson 57 Atli Hjartarson - Þorsteinn Halldórsson 44 Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 9. maí var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Howell- tvímenningur með forgefnum spil- um. 8 pör spiluðu 28 spil og meðal- skor var 84. Efstu pör voru: Ámi St. Sigurðsson - Birgir Ólafsson 102 Bergljót Aðalsteinsdóttir - Björgvin Kjartansson99 Guðm. Sigurbjörnsson - Guðmundur Þórðarson 98 Sturla Snæbjömsson - Þórir Guðjónsson 97 Sjðasta spilakvöld Bridsfélags SÁÁ verður næstkomandi þriðju- dag 16. maí. Spilaður verður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tví- menningur með forgefnum spilum. Félagið spilar á þriðjudögum í Úlf- aldanum og mýflugunni í Ármúla 17a og byrjar spilamennska kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.