Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ u VIÐSKIPTI Samningur Lufthansa og SAS Engin tormerki á samvinnu SAS og Flugleiða Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Lítið fylgi við refsiað- gerðir Genf. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN fær lítinn stuðning innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO), ef hún grípur til refsi- aðgerða gegn Japönum í bif- reiðadeilu þeirra. Bandaríska stjórnin mun einnig eiga erfítt með að sannfæra aðildarríki WTO um að viðskiptahættir Japana heima fyrir komi að miklu leyti í veg fyrir innflutning á bandarískum bifreiðum að sögn stjómarerindreka í Genf. Hins vegar segja þeir að stjórnin í Tokýó standi vel að vígi ef hún haldi því fram að einhliða viðskiptaþvinganir stjórnarinnar í Washington bijóti í bága við reglur WTO. í Tokýó er sagt að strangar viðskiptaþvinganir af hálfu Bandaríkjamanna geti valdið því að hagnaður japanskra bifreiðaframleiðenda á við Toyota og Nissan dragist saman um tugi milljarða jena. Óvíst er talið hve langt Bandaríkjamenn vilji ganga í aðgerðum gegn innflutningi á japönskum lúxusbflum og öðr- um vinsælum bifreiðum, enda geti það kostað marga banda- ríska borgara atvinnuna. UNDIR fánum beggja félaga á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn í gær undirskrifuðu Jan Sten- berg, framkvæmdastjóri SAS, og Jurgen Weber, formaður fram- kvæmdastjórnar Lufthansa, sam- starfssamning félaganna tveggja. Þar með er lagður grundvöllur að viðamestu flugstarfsemi í Evrópu. Á fundinum undirstrikaði Sten- berg að hann sæi enga hindrun á áframhaldandi samstarfí SAS við Flugleiðir og sama sagði Mats Valinger, tengiliður stjórnar SAS við Lufthansa, í samtali við Morg- unblaðið. Ekki er búist við niður- skurði hjá SAS vegna samningsins. Framkvæmdanefnd ESB kemur síðar til sögunnar Jan Stenberg gerði í upphafi fundarins grein fyrir aðdraganda samvinnunnar. Fljótlega eftir að hann tók við stjórn SAS fyrir rúmu ári, hefði hann hitt Jurgen Weber og þeir þá strax séð þá möguleika á samvinnu, sem nú væri staðfest. Fyrir fundinn í gær fundaði Stenberg í Osló með yfirmönnum SAS og kynnt þeim samvinnuna, sem felst í sameiginlegri markaðs- færslu, bókunarkerfí, skráningu farþega, skipulagi flugleiða og flugtíðni, fragt og sölustarfi, auk innkaupa, þjónustu og viðhalds. Eignarhald félaganna verður óbreytt pg þau munu áfram halda sérkennum sínum. Fram kom að framkvæmda- nefnd Evrópusambandsins hefði verið kynntur samningur félag- anna og Stenberg sagðist ekki reikna með að hún hefði alvarlegar athugasemdir fram að færa. Eftir blaðamannafundinn sagði Mats Valinger í samtali við Morgunblað- ið að hugsanlegar kröfur fram- kvæmdanefndarinnar kæmu ekki strax í ljós, en hann ætti erfitt með að ímynda sér að þær myndu varða samstarf SAS við Flugleiði. Lufthansa hefði heldur ekki gert neinar kröfur um að SAS hætti þessu samstarfi. Bæði félögin munu nú taka til endurskoðunar samstarf sitt við Um 200 mismunandi tegundir, stærbir og litir af reibhjólum. Vöndub, traust hjól frá viburkenndum framleibendum. Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reibhjólaverkstæbi. Á okkar hjólum er árs ábyrgb og frí upphersla eftir einn mánub. Herra- og dömustell. 18 gíra, verö frá kr. 20.900, stgr. 19.855. 21 gíra, verð frá kr. 25.900, stgr. 24.605. Topp merkin: GIANT SCOTT BRONCO SCHWINN EUROSTAR DIAMOND ITALTRIKE VIVI Varahlutir og aukahlutir: Hjálmar, barnastólar, bjöllur, brúsar, töskur, dekk, slöngur, hrabamælar, Ijós og flest annab, sem þig vantar á hjólib. DOMUHjOL 3 gíra, verb frá kr. 23.900, stgr. 22.705. 18 gíra meö öllu, verö frá kr. 28.900, stgr. 27.455. ✓ ✓ ÞRIHJOL Verb frá kr. 3.450. Sendum í póstkröfu. l/erslunin /vm Kreditkort og greibslusamnmgar. Ármúia 40 - símar 35320 og 688860 D FULL BÚD AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI! Lufthansa og S4S, ^ nokkrar tölur //// -r sts Lufthansa Fjöldi starfsmanna 21.742 58.044 Eigið fé 87.604 m. kr. 87.386 m. kr. Flugfloti 148 vélar 308 vélar Fjöidi farþega 1994 18.823.000 37.696.000 Fjöldi áætlunarstaða 1994 102 217 Hagnaður fyrir skatt 1994 13.167 m. kr. 14.015 m. kr. önnur félög og þannig mun SAS draga úr samvinnu við Austrian Airlines og hefur þegar sagt upp samvinnu sinni við bandaríska flugfélagið Continental. SAS stendur nú í viðræðum við United Airlines um samvinnu í vesturátt, en það félag er samstarfsaðili Luft- hansa. Annar viðamikill samstarfs- aðili Lufthansa er Thai Airways International. Úndirbúningur undir opna flugmarkaðinn 1997 í samstarfi félaganna tveggja er SAS ljóslega litli bróðirinn, því Lufthansa er á flestum sviðum tvöfalt stærra en SAS og er næst- stærsta flugfélag Evrópu, næst á eftir British Airways. Um hag Lufthansa í samstarfinu sagði Jurgen Weber að þeir tímar væru liðnir að félög gætu starfað ein og óháð. Til að mæta vaxandi sam- keppni í Evrópu áliti félagið óhjá- kvæmilegt að taka upp samstarf við annað félag og þá væri land- fræðileg lega SAS vænleg. Um hag SAS tók Stenberg und- ir orð Webers um samkeppni, auk þess sem Lufthansa væri girnileg- ur samstarfsaðili vegna sterkrar stöðu innan Evrópu og víðtæks flugkerfis um allan heim. Þó árs- reikningar SAS fyrir 1994 sýndu hagnað í fyrsta skipti í fimm ár o g ársfjórðungsreikningar, sem lagðir voru fram á fundinum í gær sýndu áframhaldandi hagnað hefur Stenberg frá upphafi undirstrikað að SAS yrði að fínna sér samstarfs- aðila, ef takast ætti að gera starf- semi félagsins trausta. Um leið hefur hann hafnað samruna við annað félag. Stenberg sagði samvinnuna styrkja stöðu Kastrup-flugvallar, en ýmsir þýskir blaðamenn drógu það í efa þar sem Lufthansa ætl- aði samtímis að styrkja stöðu flug- vallarins í Mtinchen. Náið samstarf SAS við KLM strandaði á sínum tíma meðal annars á hagsmuna- togstreytu Kastrup og Shiphool í Amsterdam, vegna nálægðar vall- anna. í samstarfi við Lufthansa ætti að vera nægilegt svigrúm fyr- ir Kastrup, þar sem Lufthansa lætur af áformum um eflingu Hamborgarflugvallar. Meginflug- vellir félaganna tveggja í Evrópu verða þá Frankfurt og Múnchen auk Kastrup. Bæði Weber og Stenberg undir- strikuðu mikilvægi þess að félögin byggju sig vel undir aukna sam- keppni í Evrópu, þegar flugmark- aðurinn verður endanlega gefinn fijáls 1997. Verð á flugi í Evrópu hlyti að fara lækkandi og samvinna félaganna miðaðist við að mæta þessum breyttu aðstæðum. Ekki væri ætlunin að samvinnan leiddi til hagræðingar með frekari upp- sögnum, heldur ætti að nota hag- ræðingu af samvinnunni til að skapa frekari vöxt beggja fyrir- tækjanna. Á undanförnu rúmu ári hefur SAS sagt upp þijú þúsund starfsmönnum og skorið niður út- gjöld um sem samsvarar þijátíu milljörðum íslenskra króna. Stenberg áréttaði að ekki væri stefnt á sameiningu félaganna, enda væri það enn flóknara mál en náin samvinna vegna mikils stærðarmunar og samþykki hlut- hafa þyrfti fyrir breyttu eignar- haldi. Harald Rytz, svæðisstjóri Flug- leiða í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þó enn væri ekki talað um samruna hlyti samstarf SAS og Lufthansa að stefna í þá átt, þegar fram í sækti, því þegar starfsemin væri orðin mjög samtvinnuð yrði hún ekki aftur í sundur skilin og sam- eining gæti þá orðið rökrétt áfram- hald. Vöruútflutningur 1994 12,0% Stóriðja 1,9% Landbúnaður 2,9% Skip og flugvélar 1,1% Annað Sjávarútvegur 6,6% Annar iðnaður 10,5% Erlendir ferðamenn 5,8% Varnarliðið 1,5% Vaxtatekjur 7,2% Ýmsar tekjur Gjaldeyristekjur 1994 Sjávarútvegur 8,3% Stóriðja 4,6% Annar iðnaður 1,3% Landbúnaður 2,1% Skipogflugv. 6,0% Samgöngur Vörur: 113.472 millj. kr. Þjónusta: 49.202 mlllj. kr. SAMTALS: 162.674 millj. kr. Útflutningur sjávarafurða 1994 Útf lutningur iðnaðarvara 1994 nraoirysiar Saltaðar l 12.710 Ferskar Cl 7.787 Mjöl og lýsi 9 7-346 Hertar i 779 Síld I 833 Annað I 579 króna Milljónir króna SAMTALS: SAMTALS: 85.738 milij. 21.040 millj. Kisiljárn Q 2.689 Lagmeti Q 1-850 Vélar og tæki f. sjávarútv. 01-472 Loðsútuð skinn S 838 Ullarvörur I 403 Kísilgúr I 541 Annað Q 2.414 í ( i I t f. I i f 1 l f f ( ( I | i I ) fi I ! i 1 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.