Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg NEMENDUR Smáraskóla héldu upp á 40 ára afmæli Kópavogs- kaupstaðar í gær með því að borða afmælisköku úti við. Hátíðahöld í tilefni 40 ára afmælis Kópavogskaupstaðar Nágrenni Kópavogskirkju verði menningarsvæði FJOLBREYTT dagskrá var í Kópavogi í gær í tilefni 40 ára afmælis kaupstaðarins. Hátíðin hófst siðasta laugardag og verður haldið upp á afmælið á ýmsan hátt langt fram eftir ári. Bæjar- stjórn ákvað á hátíðarfundi að umhverfi Kópavogskirkju, svokall- aður Vesturbakki, verði menning- arsvæði og þar rísi engar bygging- ar sem ekki hýsi starfsemi tengda menningu. Að sögn Sigurðar Geirdals bæjarstjóra stóð til að reisa ráðhús á svæðinu en frá því hefur verið horfið með ákvörðun bæjarstjórn- ar. Svæðið í kringum Kópavogs- kirkju verður eingöngu notað fýrir menningu og listir. Þar á að reisa menningarmiðstöð, sem hýsa á tónlistarsal og bókasafn. Hugað að listum á afmælinu Sigurður segir að bæjarstjómin . hafí alltaf notað afmælisdaginn til að huga sérstaklega að listum í bænum. Það var einnig gert í gær og var listhópum og -stofnunum sem hafa þjónað bænum vel og Morgunblaðið/Krissý RÓBERT Amfinnsson er heiðurslistamaður Kópavogs 1995. lengi veitt sérstakt framlag í við- urkenningarskyni. Þetta eru Sam- kór Kópavogs, Skólahljómsveit Kópavogs, Tónlistarskóli Kópa- vogs, Leikfélag Kópavogs, Mynd- listarskóli Kópavogs og skólakórar bæjarins. A hátíðarsamkomu í Gerðar- safni síðdegis í gær voru lista- mönnum veittar viðurkenningar. Róbert Amfinnsson er heiðurs- listamaður Kópavogs í ár. Hann hefur búið í áratugi í Kópavogi og á 50 ára listamannsafmæli á þessu ári. Hann hefur leikið yfir 200 leiksviðshlutverk fyrir utan a.m.k. 600 hlutverk í útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum. Aðrir listamenn sem fengu viðurkenningar í gær eru Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Nanna Ólafsdóttir, ballettdansari og danshöfundur, Kristín Geirsdóttir myndlistarmaður, Hafdís Ólafs- dóttir myndlistarmaður, Anna Sig- ríður Siguijónsdóttir, myndlistar- maður og myndhöggvari, og Ólaf- ur Kjartan Sigurðsson baritón- söngvari. Lag og ljóð til bæjarins Sigurður Geirdal segir að bæn- um hafi borist fjöldi blómakarfa og kveðja í tilefni afmælisins en nefndi sérstaklega að Ingibjörg Þorbergs hefði komið til sín í gær og fært sér lag og ljóð, tileinkað Kópavogi á 40 ára afmæli bæjarins. Morgunblaðið/Krissý FIMM listamenn fengu viðurkenningar í tilefni afmælis Kópa- vogskaupstaðar á hátíðarsamkomu í Gerðarsafni í gær. Morgunblaðið/Krissý BÆJARSTJÓRN Kópavogs hélt hátíðarfund í gærmorgun og ákvað þá m.a. að svæðið við Kópavogskirkju yrði í framtíð- inni helgað menningu og listum. í gær var opið hús í leikskólum Kópavogs, Taflfélag Kópavogs hélt atskákmót i íþróttahúsinu Digranesi og í gærkvöldi voru hátíðartónleikar í Digraneskirkju. Þar komu fram ýmsir tónlistar- menn, eldri og yngri, m.a. úr Skólahljómsveit Kópavogs, úr Kársneskórnum, Strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs og fleiri. Gjábakkadagur Hátíðahöldin í dag fara fram undir yfirskriftinni Gjábakkadag- ur. Hann er tileinkaður eldri borg- urum. í Gjábakka, félagsmiðstöð aldraðra, verður samfelld dag- skrá. M.a. verður opnuð sýning á málverkum Sigfúsar Halldórsson- ar auk þess sem hann heldur tón- leika ásamt Friðbirni Jónssyni. Þá verður bókmenntadagskrá þar sem lesið verður úr verkum Jóns úr Vör. í íþróttahúsinu Digranesi verð- ur tónlistardagskrá Kórs eldri borgara og leikfimisýning aldr- aðra. í Félagsheimilinu forsýnir leikhópur aldraðra Fullveldisvof- una, leikrit eftir Þóri Steingríms- son. Að leiksýningunni lokinni verður spilakvöld og dans eldri borgara í Félagsheimilinu. Friðlýsing Kópavogsleiru í tengslum við afmælið hefur verið lagt til að friðlýsa Kópavogs- leiru, en hún er meðal helstu óspilltu leirusvæða sem eftir eru í þéttbýli á innnesjum. Á Kópa- vogsleiru, sem er hluti af Álftanes- svæðinu, eru mikilvægar varp- og dvalarstöðvar 30 staðbundinna fuglategunda og svæðið er mikil- vægur viðkomustaður um 10 teg- unda umferðarfugla. Sigurður Geirdal segir að bæjar- ráð hafí tekið jákvætt í tillöguna en haft verði samráð við Garðabæ vegna þess að hluti leirunnar sé í landi hans. Kópavogsleiran verður kynnt á Leirudegi á sunnudag. Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Húsavík gerir tillögur um sölu hlutafjár í SH Gengið verði að tilboði ÍS-hópsins Hætt við sameiningu Á FUNDI bæjarráðs Húsavíkur í gær voru lagðar fram tillögur meirihluta bæjarstjómar til stjóm- ar Framkvæmdalánasjóðs bæjarins um að taka tilboði íslenskra sjávar- afurða hf. um kaup á hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Mál- ið var ekki afgreitt á fundinum, sem var frestað til kl. 17 í dag að beiðni fulltrúa minnihlutans, sem vildu kynna sér tillögumar. Skv. tillögunum er þannig geng- ið frá kaupunum að eignarhalds- fyrirtæki ÍS, Trygging hf. og Olíu- félagið hf. munu kaupa hlutabréf fyrir 13 milljónir á genginu 1 og fyrir 62 milljónir á genginu 1,25. Ekkert verður af sameiningu FH við útgerðarfélögin Höfða og íshaf. í samningi ÍS og stjómenda FH er gert ráð fyrir að eignarhaldsfé- lag ÍS, Olíufélagið og Trygging kaupi hlutafé fyrir 75 milljónir á nafnverði. Gengið er út frá því að Framkvæmdalánasjóður Húsavík- ur, sem fer með hlut bæjarins í FH, og Kaupfélag Þingeyinga muni einnig neita forkaupsréttar. Fyrirtækin þijú munu jafnframt kaupa hlutabréf af Framkvæmdal- ánasjóði fyrir 40 milljónir að nafn- verði á genginu 1,25. Þau munu sömuleiðis kaupa hlutabréf af Kaupfélagi Þingeyinga á sama gengi. Bærinn missir meirihluta Með kaupunum missir Fram- kvæmdalánasjóðurinn meirihluta í FH. Sjóðurinn átti 54% hlutafjár, en hlutur hans fer niður í 45%. Einnig er gert ráð fyrir að hlutur Kaupfélagsins minnki, en það á 26% í félaginu. Forsenda fýrir hlutafjárkaupun- um er að afurðasölusamningur ÍS og FH haldist og að gerðir verði samningar um sölu afurða útgerð- arfyrirtækjanna Höfða hf. og ís- hafs hf., en þau eru í eigu sömu aðila og eiga Fiskiðjusamlagið. ÍS setur sömuleiðis það skilyrði að gerðir verði viðskiptasamningar við Tryggingu hf. og Olíufélagið hf. um sölu olíu og vátrygginga. ÍS heitir því á móti að tryggja að flutningar á afurðum FH og útgerðarfyrirtækjanna fari um Húsavíkurhöfn. Samskip hf. ann- ast þessa flutninga í dag, en afurð- irnar eru fluttar til Akureyrar þar sem þær eru settar um borð í skip. Með samningnum fellur ÍS frá fýrri kröfu um að FH verði samein- að útgerðarfyrirtækjunum Höfða og íshafi. Kristján Ásgeirsson, oddviti G-listans og framkvæmda- stjóri íshafs og Höfða, var andvíg- ur sameiningu. Vegna kröfu hans hefur meirihluti bæjarstjórnar fall- ið frá því að sameina fyrirtækin. SH þakkaður áhuginn Skv. tillögunum sem lagðar voru fyrir bæjarráð í gær er gert ráð fyrir að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna verði sent bréf þar sem þeim yrði skýrt frá niðurstöðu málsins og þakkað fyrir áhuga sem samtökin hefðu sýnt Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. SH bauðst til að kaupa hlutafé fyrir 100 milljón- ir á genginu 1,25 og vildi jafn- framt kaupa hlut Framkvæmdal- ánasjóðs í FH. í bókun sem forystumenn meiri- hlutaflokkanna, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags og óháðra, lögðu fram í bæjarráði segir: „Meirihlutinn er sammála um að tilboðin verði ekki metin út frá upphæðunum einum og sér heldur verði að skoða framtíðar- möguleika fyrirtækisins með tilliti til framleiðsluverkefna og mark- aðsmála. Þegar atriði eins og sér- vinnslusamningur við Covee í Belgíu, sölumöguleikar á afurðum úr tvífrystum físki, markaður fyrir rækju og kostnaður sem óhjá- kvæmilega leiðir af því að skipta um söluaðila og breyta fram- leiðsluaðferðum er metin er meiri- hlutinn sammála um að tilboð IS sé farsælli kostur.“ Fundur er boðaður í bæjarstjórn Húsavíkur nk. þriðjudag þar sem búist er við að gengið verði frá málinu með formlegum hætt. Nýr bisk- upsritari l.ágúst SÉRA Bald- ur Kristjáns- son, sókn- arprestur á Höfn í Hornafirði, tekur við starfi bisk- upsritara 1. ágúst næst- komandi. Hann tekur við starfinu af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, sem gegnt hefur því síðastlið- in fimm ár, en hann tekur aftur við starfi sóknarprests á Borg á Mýrum. Séra Baldur Kristjánsson lauk guðfræðinámi árið 1984, en áður hafði hann lokið BA-prófi í almennum þjóðfé- lagsfræðum. Hann stundaði framhaldsnám í guðfræði í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.