Morgunblaðið - 12.05.1995, Page 6

Morgunblaðið - 12.05.1995, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg NEMENDUR Smáraskóla héldu upp á 40 ára afmæli Kópavogs- kaupstaðar í gær með því að borða afmælisköku úti við. Hátíðahöld í tilefni 40 ára afmælis Kópavogskaupstaðar Nágrenni Kópavogskirkju verði menningarsvæði FJOLBREYTT dagskrá var í Kópavogi í gær í tilefni 40 ára afmælis kaupstaðarins. Hátíðin hófst siðasta laugardag og verður haldið upp á afmælið á ýmsan hátt langt fram eftir ári. Bæjar- stjórn ákvað á hátíðarfundi að umhverfi Kópavogskirkju, svokall- aður Vesturbakki, verði menning- arsvæði og þar rísi engar bygging- ar sem ekki hýsi starfsemi tengda menningu. Að sögn Sigurðar Geirdals bæjarstjóra stóð til að reisa ráðhús á svæðinu en frá því hefur verið horfið með ákvörðun bæjarstjórn- ar. Svæðið í kringum Kópavogs- kirkju verður eingöngu notað fýrir menningu og listir. Þar á að reisa menningarmiðstöð, sem hýsa á tónlistarsal og bókasafn. Hugað að listum á afmælinu Sigurður segir að bæjarstjómin . hafí alltaf notað afmælisdaginn til að huga sérstaklega að listum í bænum. Það var einnig gert í gær og var listhópum og -stofnunum sem hafa þjónað bænum vel og Morgunblaðið/Krissý RÓBERT Amfinnsson er heiðurslistamaður Kópavogs 1995. lengi veitt sérstakt framlag í við- urkenningarskyni. Þetta eru Sam- kór Kópavogs, Skólahljómsveit Kópavogs, Tónlistarskóli Kópa- vogs, Leikfélag Kópavogs, Mynd- listarskóli Kópavogs og skólakórar bæjarins. A hátíðarsamkomu í Gerðar- safni síðdegis í gær voru lista- mönnum veittar viðurkenningar. Róbert Amfinnsson er heiðurs- listamaður Kópavogs í ár. Hann hefur búið í áratugi í Kópavogi og á 50 ára listamannsafmæli á þessu ári. Hann hefur leikið yfir 200 leiksviðshlutverk fyrir utan a.m.k. 600 hlutverk í útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum. Aðrir listamenn sem fengu viðurkenningar í gær eru Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Nanna Ólafsdóttir, ballettdansari og danshöfundur, Kristín Geirsdóttir myndlistarmaður, Hafdís Ólafs- dóttir myndlistarmaður, Anna Sig- ríður Siguijónsdóttir, myndlistar- maður og myndhöggvari, og Ólaf- ur Kjartan Sigurðsson baritón- söngvari. Lag og ljóð til bæjarins Sigurður Geirdal segir að bæn- um hafi borist fjöldi blómakarfa og kveðja í tilefni afmælisins en nefndi sérstaklega að Ingibjörg Þorbergs hefði komið til sín í gær og fært sér lag og ljóð, tileinkað Kópavogi á 40 ára afmæli bæjarins. Morgunblaðið/Krissý FIMM listamenn fengu viðurkenningar í tilefni afmælis Kópa- vogskaupstaðar á hátíðarsamkomu í Gerðarsafni í gær. Morgunblaðið/Krissý BÆJARSTJÓRN Kópavogs hélt hátíðarfund í gærmorgun og ákvað þá m.a. að svæðið við Kópavogskirkju yrði í framtíð- inni helgað menningu og listum. í gær var opið hús í leikskólum Kópavogs, Taflfélag Kópavogs hélt atskákmót i íþróttahúsinu Digranesi og í gærkvöldi voru hátíðartónleikar í Digraneskirkju. Þar komu fram ýmsir tónlistar- menn, eldri og yngri, m.a. úr Skólahljómsveit Kópavogs, úr Kársneskórnum, Strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs og fleiri. Gjábakkadagur Hátíðahöldin í dag fara fram undir yfirskriftinni Gjábakkadag- ur. Hann er tileinkaður eldri borg- urum. í Gjábakka, félagsmiðstöð aldraðra, verður samfelld dag- skrá. M.a. verður opnuð sýning á málverkum Sigfúsar Halldórsson- ar auk þess sem hann heldur tón- leika ásamt Friðbirni Jónssyni. Þá verður bókmenntadagskrá þar sem lesið verður úr verkum Jóns úr Vör. í íþróttahúsinu Digranesi verð- ur tónlistardagskrá Kórs eldri borgara og leikfimisýning aldr- aðra. í Félagsheimilinu forsýnir leikhópur aldraðra Fullveldisvof- una, leikrit eftir Þóri Steingríms- son. Að leiksýningunni lokinni verður spilakvöld og dans eldri borgara í Félagsheimilinu. Friðlýsing Kópavogsleiru í tengslum við afmælið hefur verið lagt til að friðlýsa Kópavogs- leiru, en hún er meðal helstu óspilltu leirusvæða sem eftir eru í þéttbýli á innnesjum. Á Kópa- vogsleiru, sem er hluti af Álftanes- svæðinu, eru mikilvægar varp- og dvalarstöðvar 30 staðbundinna fuglategunda og svæðið er mikil- vægur viðkomustaður um 10 teg- unda umferðarfugla. Sigurður Geirdal segir að bæjar- ráð hafí tekið jákvætt í tillöguna en haft verði samráð við Garðabæ vegna þess að hluti leirunnar sé í landi hans. Kópavogsleiran verður kynnt á Leirudegi á sunnudag. Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Húsavík gerir tillögur um sölu hlutafjár í SH Gengið verði að tilboði ÍS-hópsins Hætt við sameiningu Á FUNDI bæjarráðs Húsavíkur í gær voru lagðar fram tillögur meirihluta bæjarstjómar til stjóm- ar Framkvæmdalánasjóðs bæjarins um að taka tilboði íslenskra sjávar- afurða hf. um kaup á hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Mál- ið var ekki afgreitt á fundinum, sem var frestað til kl. 17 í dag að beiðni fulltrúa minnihlutans, sem vildu kynna sér tillögumar. Skv. tillögunum er þannig geng- ið frá kaupunum að eignarhalds- fyrirtæki ÍS, Trygging hf. og Olíu- félagið hf. munu kaupa hlutabréf fyrir 13 milljónir á genginu 1 og fyrir 62 milljónir á genginu 1,25. Ekkert verður af sameiningu FH við útgerðarfélögin Höfða og íshaf. í samningi ÍS og stjómenda FH er gert ráð fyrir að eignarhaldsfé- lag ÍS, Olíufélagið og Trygging kaupi hlutafé fyrir 75 milljónir á nafnverði. Gengið er út frá því að Framkvæmdalánasjóður Húsavík- ur, sem fer með hlut bæjarins í FH, og Kaupfélag Þingeyinga muni einnig neita forkaupsréttar. Fyrirtækin þijú munu jafnframt kaupa hlutabréf af Framkvæmdal- ánasjóði fyrir 40 milljónir að nafn- verði á genginu 1,25. Þau munu sömuleiðis kaupa hlutabréf af Kaupfélagi Þingeyinga á sama gengi. Bærinn missir meirihluta Með kaupunum missir Fram- kvæmdalánasjóðurinn meirihluta í FH. Sjóðurinn átti 54% hlutafjár, en hlutur hans fer niður í 45%. Einnig er gert ráð fyrir að hlutur Kaupfélagsins minnki, en það á 26% í félaginu. Forsenda fýrir hlutafjárkaupun- um er að afurðasölusamningur ÍS og FH haldist og að gerðir verði samningar um sölu afurða útgerð- arfyrirtækjanna Höfða hf. og ís- hafs hf., en þau eru í eigu sömu aðila og eiga Fiskiðjusamlagið. ÍS setur sömuleiðis það skilyrði að gerðir verði viðskiptasamningar við Tryggingu hf. og Olíufélagið hf. um sölu olíu og vátrygginga. ÍS heitir því á móti að tryggja að flutningar á afurðum FH og útgerðarfyrirtækjanna fari um Húsavíkurhöfn. Samskip hf. ann- ast þessa flutninga í dag, en afurð- irnar eru fluttar til Akureyrar þar sem þær eru settar um borð í skip. Með samningnum fellur ÍS frá fýrri kröfu um að FH verði samein- að útgerðarfyrirtækjunum Höfða og íshafi. Kristján Ásgeirsson, oddviti G-listans og framkvæmda- stjóri íshafs og Höfða, var andvíg- ur sameiningu. Vegna kröfu hans hefur meirihluti bæjarstjórnar fall- ið frá því að sameina fyrirtækin. SH þakkaður áhuginn Skv. tillögunum sem lagðar voru fyrir bæjarráð í gær er gert ráð fyrir að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna verði sent bréf þar sem þeim yrði skýrt frá niðurstöðu málsins og þakkað fyrir áhuga sem samtökin hefðu sýnt Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. SH bauðst til að kaupa hlutafé fyrir 100 milljón- ir á genginu 1,25 og vildi jafn- framt kaupa hlut Framkvæmdal- ánasjóðs í FH. í bókun sem forystumenn meiri- hlutaflokkanna, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags og óháðra, lögðu fram í bæjarráði segir: „Meirihlutinn er sammála um að tilboðin verði ekki metin út frá upphæðunum einum og sér heldur verði að skoða framtíðar- möguleika fyrirtækisins með tilliti til framleiðsluverkefna og mark- aðsmála. Þegar atriði eins og sér- vinnslusamningur við Covee í Belgíu, sölumöguleikar á afurðum úr tvífrystum físki, markaður fyrir rækju og kostnaður sem óhjá- kvæmilega leiðir af því að skipta um söluaðila og breyta fram- leiðsluaðferðum er metin er meiri- hlutinn sammála um að tilboð IS sé farsælli kostur.“ Fundur er boðaður í bæjarstjórn Húsavíkur nk. þriðjudag þar sem búist er við að gengið verði frá málinu með formlegum hætt. Nýr bisk- upsritari l.ágúst SÉRA Bald- ur Kristjáns- son, sókn- arprestur á Höfn í Hornafirði, tekur við starfi bisk- upsritara 1. ágúst næst- komandi. Hann tekur við starfinu af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, sem gegnt hefur því síðastlið- in fimm ár, en hann tekur aftur við starfi sóknarprests á Borg á Mýrum. Séra Baldur Kristjánsson lauk guðfræðinámi árið 1984, en áður hafði hann lokið BA-prófi í almennum þjóðfé- lagsfræðum. Hann stundaði framhaldsnám í guðfræði í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.