Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 16

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Góður afli hjá trillukörlum víða um land Rótarafli hjá Alla Vill „HÉR er rótarafli, mok í gær og dag,“ sagði Oddur Hannesson á Alla Vill frá Suðureyri í samtali við Morgunblaðið í gær. Hánn og fleiri smábátar frá Suðureyri lentu mikl- um afla norður í Álkanti, utan við ísafjarðardjúp. Fréttir hafa borist af góðum afla smábáta víða um land, m.a. á Sel- vogsbanka og utan við Þórshöfn. Starfsmaður á hafnarviktinni á Suðureyri sagði að aflinn hjá bátun- um þar væri misjafn, allt frá 4,3 tonnum hjá Alla Vill og Rakel Mar- íu niður í ekkert eða sáralítið. Fjórt- án trillur róa frá Suðureyri, allt heimabátar. Þar var einnig verið að landa 50 tonnum úr Hrungni frá Grindavík, aðallega steinbít. Alli Vill heitir eftir afa Odds og á hann því ekki langt að sækja aflasældina því hafnarvörðurinn segir að Alli Vill hafi verið mesti skakari norðan Barða. Þegar blaðið ræddi við Odd í gær var hann að fylla bátinn á 10 bölum, var kominn með 3,5 tonn og þurfti að fara með það í land. Ætlaði hann að fara aftur út til að ljúka þessu enda helgarfrí framundan. Þá sagðist hann hafa lóðsað annan bát á veiði- staðinn og væri hann farinn full- hlaðinn í land. Sagði Oddur að ágætis afli hefði verið, allt frá því loðnan gekk yfir veiðisvæðið, en síðustu tveir dagar væru þó ævin- týri líkast.ir. 70 smábátar í Grindavík Sjötíu bátar hafa að undanförnu landað í Grindavík, megnið af því aðkomubátar því venjulega róa að- eins 15-20 smábátar frá Grindavík. Hafa þeir verið að fá ágætis afla á Selvogsbanka, samkvæmt upplýs- ingum hafnarvarðar, allt upp í þijú tonn á dag. Vel gengur að landa úr bátunum. Yfirleitt þurfa menn ekki að bíða lengi eftir löndun enda er verið að landa úr bátunum mest allan sólarhringinn. Reuter Santer í Austurríki JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, iauk opinberri heimsókn sinni til Austurríkis í gær. Austurríki varð aðiii að ESB um áramótin. Hann útilokaði þar í ræðu að hvikað yrði frá markmið- unum um peningalegan samruna ESB-rílqunum. Það væri stórhættulegt að taka upp Maastricht- sáttmálann að nýju. Hann sagði erfiðasta vandamál- ið framundan vera bar- áttuna við atvinnuleysið. Hér sést Santer ásamt Thomas Klestil, Austur- ríkisforseta. Morgunblaðið/AIbert Kemp Beitir NK endurbættur Stefnir í danska aðild að VES VIÐAMIKLAR endurbætur standa nú yfir á Beiti NK, skipi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað, í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Verið er að setja nýja brú á skipið, eins og sést á myndinni sem tekin var í skipasmíðastöðinni. Margvísleg- ar aðrar breytingar og endur- bætur eru gerðar. Nefna má að sjókælikerfi og ískælikerfi fyrir loðnu og síld er sett í miðlestina, nýr hvalbakur er settur á skipið og ný flotvinda. Áætlað hefur verið að breytingunum Ijúki um miðjan næsta mánuð. Botnfiskafli 13þúsundt minni í apríl HEILDARAFLI íslenskra físki- skipa var liðlega 70 þúsund tonn í aprílmánuði sem er lítið eitt meira en í apríl á síðasta ári er aflinn var 67 þúsund tonn. Botnfiskaflinn hefur hins vegar minnkað úr 54 þúsund tonnum í 41 þúsund tonn en á móti kemur að meiri loðnu- afli var núna í apríl en í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu minnkaði botnfiskafli togaraflotans meira en annarra skipa, eða úr 35 þúsund tonnum í fyrra í 25 þúsund tonn nú. Botn- fiskafli bátaflotans minnkaði úr tæplega 17 þúsund tonnum í tæp 15 þúsund tonn. Hins vegar jókst afli smábátanna lítillega, eða úr tæpum 4 þúsund tonnum í rúm 4 þúsund tonn. Þar af veiddu króka- bátar 2.882 tonn, 600 tonnum meira en í apríl í fyrra. Samdráttur á fiskveiðiárinu Botnfiskaflinn hefur minnkað nokkuð það sem af er fiskveiðiár- inu miðað við það síðasta. í lok apríl voru komin á land 296 þús- und tonn miðað við óslægðan fisk á móti 336 þúsund árið áður. Síld- araflinn hefur aukist úr 103 þús- und tonnum í 132 þúsund tonn en loðnuaflinn minnkað úr 728 þús- und tonnum i 553 þúsund tonn. Meira hefur veiðst af úthafsrækju, eða 41 þúsund tonn á móti 28 þúsund tonnum á síðasta fiskveið- iári og innfjarðarrækjan hefur einnig aukist nokkuð, eða úr tæp- um 7 þúsund tonnum í 8 þúsund tonn. Þannig hefur heildaraflinn minnkað úr 1211 þúsund tonnum fyrstu átta mánuði síðasta fisk- veiðiárs í 1041 þúsund tonn í ár. Megin skýringin á samdrættinum er minni loðnuafli, eins og fram hefur komið. -----» ♦ ------ Fáskrúðsfjörður Fimm Norð- lendingar sama daginn Fáskrúðsfirði - Fimm norðlenskir togarar lönduðu sama daginn á Fáskrúðsfírði, á þriðjudag. Aflinn var 170 tonn, aðallega grálúða og karfi, og fór hann í gáma til útflutn- ings. Algengt er að norðlenskir togar- ar landi á Fáskrúðsfirði enda er höfnin góð og þjónusta. Hins vegar er óalgengt að fimm togarar landi sama daginn. Af skipinum fímm voru þijú úr Skagafírðinum, Drangey, Skafti og Skagfírðingur, en auk þeirra lönd- uðu Rauðinúpur frá Raufarhöfn og Björgvin frá Dalvík. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin hyggst hugleiða aðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES), þar sem sambandið stefnir ekki í að verða Evrópuher heldur friðargæslusamband, er gæti tekið að sér aðgerðir, sem Atlantshafs- bandalagið með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar hafa ekki áhuga á að styrkja. Þetta sjónarmið um þróun sam- bandsins kemur fram í skýrslu dan- skrar nefndar um öryggis- og af- vopnunarstefnu, sem lögð var fram í vikunni. Danir höfnuðu aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu 1993 og ef breyting verður á danskri stefnu í þessum efnum verður hún að hljóta samþykki í nýrri þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem hugsanlega gæti orðið í haust. Óvissa um framtíð Vestur-Evr- ópusambandsins varð til þess að Danir kusu að standa utan þess, þar sem þeir voru hræddir um að það yrði gert að Evrópuher, utan Átl- FRAMHALD norrænnar samvinnu á vettvangi ýmissa alþjóðlegra stofnana var aðalviðfangsefni fund- ar utanríkisráðherra Norðurland- anna í Kaupmannahöfn fyrr í vik- unni. Jafnframt fjölluðu ráðherr- arnir um evrópsk utanríkis- og ör- yggismál og ræddu tengingu Norð- urlandasamstarfsins við Schengen- samkomulagið. Ráðherrarnir samþykktu skýrslu um norrænt samstarf í alþjóða- stofnunum, sem forsætisráðherrar Norðurlanda höfðu óskað eftir. Þar kemur fram að formlegu og óform- legu samráði Norðurlandanna á vettvangi ýmissa alþjóðastofnana verði haldið áfram. Talið hefur ver- ið að draga myndi úr eindrægni Norðurlanda á alþjóðavettvangi, með því að þijú ríki af fimm eru nú í Evrópusambandinu og taka af- stöðu með öðrum ESB-ríkjum innan viðkomandi stofnana. í skýrslunni kemur hins vegar fram að sam- starfsformin verði að vera sveigjan- leg og taka tillit til þátttöku Norður- landanna í ýmiss konar samstarfí, meðal annars samstarfí Evrópu- sambandsríkja og Evrópska efna- hagssvæðinu. Ráðherrarnir vísa sérstaklega til antshafsbandalagsins. Framtíðar- hlutverk þess mun væntanlega skýr- ast á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins á næsta ári. Nú virðist helst stefna í að kjarn- inn í starfi Vestur-Evrópusam- bandsins verði friðargæslustarf, sem Atlantshafsbandalagið myndi ekki sinna. Þar með er brostinn forsenda Dana fyrir að standa utan Vestur-Evrópusambandsins, enda sagði Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra í kjölfar útkomu skýrslunnar að kominn væri grund- völlur til að taka málið til athugun- ar á ný. Jafnaðarmenn vilja bíða úrslita ríkjaráðstefnunnar 1996 til að, fá endanlega skorið úr um framtíð Vestur-Evrópusambandsins, meðan Vinstriflokkur (Venstre) Uffe Elle- mann-Jensens og Mið-demókrata- flokkurinn, sem situr í stjórn, vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu strax í haust um aðild. þess samkomulags, sem orðið hefur á milli EFTA-ríkjanna, sem aðild eiga að EES, og Evrópusambands- ins um samráð um utanríkismál- efni, sem snerta hagsmuni beggja. Þegar hafa ísland og Noregur tekið þátt í diplómatískum mótmælum eða tilmælum ESB til stjórnvalda í Tyrklandi og íran. Þess er vænzt að EES-ráðið, þ.e. ráðherrafundur ESB og EFTA, samþykki hinn 30. maí næstkom- andi sameiginlega yfirlýsingu um pólitískt samráð. Viðræður við Schengen-ríkin Utanríkisráðherrarnir fögnuðu viðurkenningu Schengen-ríkjanna á pólitískri þýðingu tengsla við Norð- urlönd. Þeir lýstu jafnframt ánægju sinni með að Belgía, sem fer nú með formennsku í Schengen, hefði lýst yfir áhuga á viðræðum við Norðurlönd og sögðu öll norrænu ríkin reiðubúin til viðræðna, sem hefðu það að markmiði að vega- bréfsfrelsi ríkti á meðal Schengen- ríkjanna sjö og Norðurlandanna fimm. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á samráð Norðurlandanna innbyrðis í þeim viðræðum, sem eiga að hefj- ast fljótlega. - HOLTS APÓTEK - Snyrtivöruverslunin GLÆSIBÆ - APÓTEK KÓPAVOGS - ANDORRA Hafnarfirði - APÓTEK KEFLVÍKUR - KRISMA ísafirði - AMARÓ Akureyri - HILMA Húsasavík - SNVRTIHÚSIÐ Selfossi. Utanríkisráðherrar Norðurlanda Aherzla á áfram- haldandi samráð í alþjóðastofnunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.