Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 27 AÐSENDAR GREINAR Launakjör for- seta Alþingis Salome Þorkelsdóttir LAUNAKJOR for- seta Alþingis hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og umræð- an um þau farið út um víðan völi. í þeim hefur kjarni málsins að mestu leyti farið fyrir ofan garð og neðan og ýmis- legt verið fullyrt, sem á sér litla stoð eða bygg- ist á vafasömum for- sendum. Því þykir mér hlýða enn á ný að gera nokkra grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem ég hef alla tíð haft að leið- arljósi í þessum efnum, um leið og éjg svara nokkrum spurn- ingum sem Olafur G. Einarsson bein- ir til mín í Morgunblaðinu í gær. Alþingi er ein af meginstoðum rík- isvaldsins og í þeim orðum, sem ég hef látið falla um þetta mál, hef ég ávallt lagt á það áherslu — og ekk- ert legið á þeirri skoðun minni — að embætti forseta Alþingis skuli skipa þann virðingarsess sem því ber, sem eins æðsta embættis þjóðarinnar, og njóta launakjara í samræmi við það. Um þetta þarf ekki að fjölyrða svo sjálfgefið sem það er. Þrátt fyrir þetta er staðreyndin sú að launakjör forseta Alþingis, samkvæmt því launakerfi sem gildir um æðstu embættismenn þjóðarinn- ar og úrskurðuð eru af Kjaradómi, Sé öllum greiðslum til skila haldið má segja að kjör forseta Alþingis séu sambærileg við launakjör ráðherra, seg- ir Salome Þorkelsdótt- ir í svari til Ólafs G. Einarssonar. eru ekki í neinu samræmi við stöðu embættisins í stjórnskipulegu tilliti og hafa algerlega setið á hakanum. Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað verið vakið máls á því innan þings að á þessu þyrfti að ráða bót, ekki eingöngu launakjörum forseta Alþingis heldur og einnig launakjörum alþingismanna al- mennt, en hingað til hefur ekki tek- ist að hrinda málinu í framkvæmd. Mér er m.a kunnugt um það að Ólaf- ur G. Einarsson gerði um það tillögu í stjórnarskrárnefnd 1990-1991 að forseti Alþingis nyti sömu launakjara og ráðherra en ekki hlaut tillagan brautargengi. Þegar svo breytingar voru gerðar á skipulagi og starfs- háttum Alþingis vorið 1991, sem fólu það m.a. í sér að umsvif forseta- embættisins jukust til mikilla muna, upphófst enn á ný umræða um það að láta nú til skarar skríðar í eitt skipti fyrir öll, en ekki náðist um það full samstaða. Það má því e.t.v. segja að við alþingismenn höfum verið sjálfum okkur verstir í þessum efn- um. Sumarið 1992 ákvað Kjaradóm- ur í úrskurði sínum að embætti for- seta Alþingis skyldi staðsett í kerfínu við hlið forseta Hæstaréttar. Blekið var varla þornað af úrskurði Kjara- dóms þegar hann var ógiltur með bráðabirgðalögum svo að allt fór í hið fyrra far. Og þannig standa málin í dag. Samkvæmt úrskurði Kjaradóms eru mánaðarlaun forseta Alþingis kr. 195.898,- á mánuði. Að auki fær forseti greiddar samtals kr. 75.000,- á mánuði, sem eru sérstakar álags- þóknanir fyrir stjórnunarstörf, en þær voru ákveðnar fyrir mína tíð sem forseta Alþingis, fyrst 1987 og síðan hækkaðar 1990. Samtals gerir þetta kr. 270.898,- á mánuði. Til þess að koma til móts við óskir Ólafs G. Ein- arssonar um samanburð skal upplýst að allir þingmenn, aðrir en ráðherr- ar, eiga rétt á svonefnd- um starfskostnaði, sem er íjárhæð úrskurðuð af Kjaradómi, og ætluð til að standa undir ýms- um kostnaði við störf þingmanna. Fjárhæð þessi er mismunandj eftir kjördæmum. I Reykj aneskj ördæmi eiga þingmenn rétt á svokölluðum ferða- kostnaði, sem er 24 þús. kr. á mánuði og þeir sem búa utan Reykja- vikursvæðisins rétt á dagpeningum að fjár- hæð 25 þús. kr. á mán- uði. Þessar greiðslur falla niður ef þingmenn verða ráðherrar, en í stað þess eiga þeir þá rétt á fullum afnot- um af bifreið í eigu ríkissjóðs. Sé öllum þessum greiðslum til skila haldið, má til sanns vegar færa að þær séu sambærilegar við þau launa- kjör sem ráðherrar njóta, enda hef ég aldrei haldið því fram að svo væri ekki. I mínum huga hefur þetta mál ekki snúist um það hvað forseti Alþingis telur upp úr launaumslagi sínu og hvaða sporslur hann fær, heldur hvar honum er skipaður sess í röðum æðstu embættismanna ríkis- ins. Mér þykir það mjög leitt að per- sóna mín og Ólafs G. Einarssonar skuli hafa verið dregnar inn í þessa umræðu. Staða og launakjör forseta Alþingis eiga ekki að snúast um per- sónur heldur embættið sem slíkt, hver sem því gegnir, kona eða karl. Hins vegar hef ég oft sagt það, þó ekki á prenti fyrr, að umræða um stöðu forseta Alþingis mundi koma upp að nýju um leið og karl veldist í embættið. Þá var ég alls ekki að skírskota til þess að útborguð laun yrðu hækkuð — heldur til stöðu embættisins í ríkiskerfinu og þeirra launakjara sem forseti Alþingis á að njóta sem handhafi eins æðsta og virðulegasta embættis þjóðarinnar. Ég fagna því ef þetta mál fær far- sæla lausn, því að það er löngu orð- ið tímabært, en harma það hins veg- ar hvernig umræðan hefur þróast. Mál er að linni. Ég vil að lokum senda vini mínum og samstarfsmanni í rúm 15 ár, Ól- afi G. Einarssyni, bestu kveðjur og góðar óskir um farsæl störf í mikil- vægu embætti. Ég veit að hann mun verða góður forseti og auka veg og virðingu þingsins með störfum sínum. Höfundur er fráfamndi forseti Alþingis. bj om@centrum .is EKKERT var að því að sitja við hlið hins nýja menntamálaráð- herra á Alþingi á síð- asta löggjafarþingi, þó að vart verði um hann sagt að hann sé tiltakanlega ræðinn eða gamansamur. En á því er nú skýring. Honum láðist alveg að segja mér í upphafi kynna að hann kysi heldur að hafa sam- band við fólk um tölvupóst en að taka þátt í innihaldslitlu skrafi. Þetta kom fyrst fram í Morgun- blaðinu í gær. Ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr svo að ég þreytti hann ekki með óþarfa masi í dágs- ins önn. Það er þó ljóst að bjorn@centr- um.is, öðru nafni Björn Bjarnason Á þessu skipulagi, segir Guðrún Helgadóttir, er bara einn smágalli. menntamálaráðherra, nýtur ómældra vinsælda landsmanna. Óralangir biðlistar hafa myndast á viðtalaskrá ráðherrans, svo að hann telur kjörtimabilið ekki end- ast til að hitta allt þetta fólk sem áhuga hefur á mennt og menningu þjóðarinnar. Hann segir því í Morgunblaðinu 10. maí sl. og þetta má líka lesa á Internetinu: „Fljót- legasta og einfaldasta leiðin er hins vegar sú að senda tölvubréf. Á meðan mér endist kraftur til að opna tölvuna og sjá það sem hún hefur að geyma mun ég lesa bréfin og leitast við að svara þeim. Þetta krefst ekki neinna formleg- heita og á að tryggja skjót og milliliðalaus samskipti.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Mis- fríðir milliliðirnir eru aðeins til leið- inda á biðstofu ráðherrans og ástæðulaust að eyða vinnutíma þeirra og hans í að hanga þar. Miklum mun er eðlilegra að þeir setjist við tölvuna að loknum vinnudegi og skrifi ráðherra sínum í trausti þess að honum „endist kraftur til að opna tölvuna“ að morgni. Og vissulega má spara Guðrún Helgadóttir dýrmætt starfsþrek ráðherrans, því að þetta getur hann gert heima í rúmi. Á þessu skipulagi er aðeins einn smá- galli. Til er fólk - eða svona milliliðir - í landinu sem annt er um íslenska menn- ingu, en hefur aldrei vanist tölvuskriftum. Því fólki fer þó fækk- andi og mikill fjöldi manna hefur fjárfest í heimilistölvu og kann að nota hana. En ekki nægir að eiga tölvu til að skrifa ráðherran- um, heldur þarf einnig að festa kaup á viðbótarhlut sem kallaður er mótald og hann kostar ein- hverja tugi þúsunda. Þetta er nauðsynlegt að menn viti sem áhrif vilja hafa á mennta- og menningarmálastefnu ráðherrans. Ekki er að efa að öll ríkisstjórn- in á eftir að fara að dæmi mennta- málaráðherrans, svo og Alþingi allt, og losa sig þannig við sauð- svartan almúgann sem vílar ekki fyrir sér að trufla þingmenn og ráðherra í tíma og ótíma með ólík- legasta kvabbi og hafa skoðanir á öllum málum. Það er dagljóst að kraftar þingmanna duga miklu betur ef þeir þurfa aldrei að sjá kjósendur sína í eigin persónu sína eða eyða tíma sínum í að hlusta á rausið í þeim en geta þess í stað einbeitt sér við að „leitast við að svara“ bréfum. Milliliðalaus sam- skipti manna er það sem koma skal. Og þegar grannt er skoðað geta svona samskipti orðið reglulega persónuleg. Nú þegar ég á þess ekki kost að hitta fyrrverandi sessunaut minn bjom@centrum.is daglega og sakna þess svolítið, get ég bara sest við tölvuna og boðið honum góðan daginn og sagt honum hvað mér finnst hann í raun geðugur maður. Og því þarf ekkert að svara. En - ég á ekki ennþá mótald. Það_ ætla ég að kaupa þegar hann Ólafur G. fær þingforsetalaunin og ég launa- uppbótina fyrir þingforsetastörf mín um árabil. Þá get ég verið í daglegu sambandi við alla strák- ana í ríkisstjórninni og stappað í þá stálinu svo að þeir haldi kröft- um. Það væri frekast að ég talaði við hana Ingibjörgu beint, hún er CIVIC DX Nú með vökvastýri og loftpúðum fyrir ökumann og farþega ! ftt. 1.195.000 svo spræk og óþreytt, enda reynslulaus. Kæri bjom@centrum.is. og þið allir. Þið heyrið frá mér innan tíð- ar. Og takk fyrir árin öll. Rétt að lokum: Þetta centrum í nafninu hans Björns. Er það ekki dálítið framsóknarlegt? Höfundur er alþingismaður. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 M. Benz 190E '93, svarturm sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. Bíll í sérflokki. V. 2.650 þús. Nissan Sunny SLX Station 4x4'93, vín rauður, 5 g., ek. 33 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.250 þús. BMW 316i '90, 5 g., ek. 72 þ. km. Reyk- laus. Toppeintak. V. 950 þús. Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 2i> þ. km V. 780 þús. Sk. ód. Toyota Hi Lux D Cap SR 5 m/húsi '93, 5 g., ek. 49 þ. km., 33“ dekk, álfelgur, brettakantur. V. 2.090 þús. Sk. ód. Nissan Primera 2000 SLX diesel '92, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.220 þús. Sk. ód. Hyundai Pony LS '94, 4ra dyra, vínrauð- ur, 5 g., ek. 25 þ. km. V. 780 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '93, 5 g., ek. 43 þ km., rafm. í rúðum, central. o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. Renault Twingo '94, 5 g., ek. 12 þ. km V. 850 þús. Sk. ód. Hyundai Accent LS '95, grænsans., 5 g. ek. aðeins 4 þ. km., 2 dekkjag. Sem nýr. V. 990 þús. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesil árg. '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Sórstakur bfll: Audi 4000 S '86, blás- ans., 5 g. ek. 100 þ. mílur, ABS bremsur, sóllúga, rafm. í öllu o.fl. Toppeintak. V. 1.090 þús. Toyota 4Runner V-6 '91, steingrár, 5 g. ek. 99 þ. km., rafm. í rúðum. álfelgur o.fl Gott eintak. V. 1.980 þús. Sk. ód. Fiat Uno 45 '92, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 530 þús. Ford Econoline 150 4x4 '84. „Innréttaður ferðabíir 8 cyl. (351), sjálfsk., ek. 119 þ. km. Tilboðsverð 980 þús. Mazda 323 LX Sedan '91, blásans sjálfsk., ek. 75 þ .km. V. 690 þús. Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93 sjálfsk., ek. 30 þ. km. V. 1.250 þús. Subaru Legacy 1.8 4x4 Station '90, 5 g. ek. aðeins 64 þ. km. V. 1.160 þús. Nissan Sunny 1.4 LX Sedan '92, 5 g. ek. 55 þ. km. V. 790 þús. Hyundai Elantra 1.8 GT Sedan '94, 5 g. ek. aðeins 3 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Toyota Landcruiser langur (bensín) '90, 5 g., ek. 65 þ. km., læstur aftan og fram an, 38“ dekk. V. 2,5 millj. Nissan Sunny 1.6 SR '93, 5 g., ek. 32 þ. km, rafm. í rúðum, spoiler. V. 990 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4 '95, sjálfsk., álfelgur, rafm. í rúöum o.fl, V. 2,5 millj. Toyota Corolla Liftback '92, hvítur, 5 g. ek. 41 þ. km V. 980 þús. Suzuki Swift GL '88, 3ja dyra, sjálfsk. ek. aðeins 68 þ. km. V. 360 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, græn sans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km., leður innr., álfelgur, geislasp., einn með öllu Sem nýr. V. 4.550 þús. Honda á íslandi - Vatnagörðum 24 • Sími: 568-9900 -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.