Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ( í £ Flóð í Rússneskir stj órnarandstæðingar ræða við Bill Clinton Lousiana BILL Clinton Bandarikjaforseti lýsti í gær þau svæði í Lousiana og Mississippi hörmungasvæði, sem verst hafa orðið úti í fellibylj- um, ofsaroki og flóðum. Vatnsyfir- borð hækkaði mjög skammt frá New Orleans vegna úrhellis og voru um 1.000 manns flutt frá heimilum sínum. I gær hafði úr- koma þar mælst rúmir 60 sm frá því á mánudag. Stjóm Clintons hefur lofað því að fólki á flóða- svæðunum berist fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera en talið er að skemmdir á götum og opinberum byggingum nemi aðminnsta kosti 76 milljónum dala. Á myndinni sést vel hvemig ástandið er í einu úthverfa New Orleans. Kvartað yfir tóm- læti í g-arð Rússa Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR stjómarandstöðuleiðtogar sögðu á morgunverðarfundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær að mörgum Rússum fyndist að Vesturlandabúar kærðu sig kollótta um efnahagsþrengingar þeirra. Clinton ræddi við tíu stjómarandstöðuleiðtoga áður en hann hélt til Úkraínu eftir þriggja daga heimsókn til Moskvu, en hann hunsaði þjóð- emissinnann Vladímír Zhírínovskíj og bauð honum ekki til fundarins. Mike McCurry, fréttafulltrúi Bandaríkjaforseta, sagði að Jegor Gajdar, leiðtogi stærstu fylkingar- innar í neðri deild þingsins, hefði tjáð Clinton að „stór hluti rússnesku þjóðarinnar hefði neikvæð viðhorf til Bandaríkjanna". „Hann sagði að fólki fyndist að Vesturlandabúar og Bandaríkjamenn kærðu sig kollótta um þá erfíðleika sem Rússar standa frammi fyrir... skilji ekki hvers konar fómir þeir hafi þurft að færa.“ Á meðal annarra stjórnmála- manna sem sátu fundinn voru Gríg- oríj Javlínskíj, sem hefur beitt sér fyrir umbótum og er líklegur til að gefa kost á sér í forsetakosningun- um á næsta ári, og kommúnistaleið- toginn Gennadíj Zjúganov, einn af hörðustu andstæðingum Borís Jeltsíns forseta. Clinton sagði á blaðámannafundi að hann teldi ekki að Jeltsín væri andvígur því að hann ræddi við leið- toga stjórnarandstöðunnar. Rúss- neski forsetinn hefur stundum látið í ljós óánægju með viðræður er- lendra gesta við stjórnarandstöð- una. Kosningum frestað? Reuter Um 100 manns fórust í námaslysi í Suður-Afríku Krömdust tíl bana eftir 500 m fall Orkney. Reuter. UM 100 manns fórust í námaslysi í Suður-Afríku í fyrrinótt. Vildi það þannig til, að málmgrýtislest féll niður um lyftuop og ofan á tveggja hæða lyftu, sem féll síðan 500 metra. Þar lagðist hún saman og þegar björgunarmenn komu á vett- vang var aðkoman skelfilegri en orð fá lýst. Frá 1911 til 1994 hafa 69.000 manns týnt lífi í s-afrísku námunum og meira en milljón manna slasast. Slysið varð í Vaal Reefs-gullnám- unni, sem 150 km suðvestur af Jó- hannesarborg, og var lyftan á niður- leið með um 100 menn þegar lestin, hlaðin gullgrýti og 12 tonna þung, féll á hana. Hafði þá margs konar öryggisbúnaður brugðist og lestin farið inn á ranga teina en lestarstjór- inn gat kastað sér af henni í tíma. Aðeins kramdar líkamsleifar Þegar björgunarmenn komust nið- ur á botn lyftuganganna, 2,3 km undir yfírborði jarðar, blasti við þeim hryllileg sjón. Tveggja hæða lyftan hafði lagst gjörsamlega saman og varla var hægt að tala um lík ein- stakra manna, aðeins kramdar lík- amsleifar. Voru þær bomar upp í plastpokum. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð á slysinu en framkvæmdastjóri námafyrirtækisins sagði, að stálbit- ar, sem hefðu átt að hafa komið í veg slysið, hefðu ekki verið á sínum stað. Eins og fyrr segir hafa 69.000 manns, aðallega blökkumenn, týnt lífi í s-afrísku námunum frá 1911. Á síðasta ári fórust 485 í níu slysum og 586 1993. Mesta manntjón í einu slysi var þegar 177 manns fómst í Kinross-gullnámunni 1986. Sergej Glazjev, atkvæðamikill þingmaður, líkti efnahagsþrenging- um Rússa við kreppuna í Bandaríkj- unum á fjórða áratugnum. Nokkrir rússnesku fundarmannanna létu í ljós áhyggjur af því að Jeltsín kynni að fresta þingkosningunum, sem eiga að fara fram í desember, eða minnka völd þess. Fréttafulltrúi Clintons sagði að Jeltsín hefði rætt kosningarnar en ekki gefið til kynna að þeim yrði frestað. Volker Rúhe, varnarmálaráð- herra Þýskalands, fagnaði í gær þeirri ákvörðun Rússa að undirrita samninginn við Atlantshafsbanda- lagið um samvinnu í þágu friðar og sagði hana til marks um að Rússar væm reiðubúnir til sam- starfs við Vesturlönd þrátt fyrir nokkur ágreiningsmál. Viktor Míkhaílov, kjarnorku- málaráðherra Rússlands, kvaðst í gær búast við að Rússar myndu selja írönum kjarnakljúf þótt Jeltsín hefði samþykkt á fundinum með Clinton á miðvikudag að vísa deil- unni til sameiginlegrar nefndar ríkj- anna. Jeltsín samþykkti hins vegar á fundinum að hætta við sölu á hátæknigasskilvindum, sem Banda- ríkjamenn segja að íranir gætu notað til að framleiða kjarnavopn. Viðræður um N-Irland að komast í hnút Krafa um afvopmm sögð óaðg'engileg’ Belfast. Reuter. MARTIN McGuinness, einn helsti forsprakki Sinn Fein, stjórnmála- arms írska lýðveldishersins (IRA), sagði í gær, að kröfur bresku stjóm- arinnar um afvopnun IRA væm óraunhæfar og útilokað að verða við þeim. McGuinness gaf út þessa yfirlýs- ingu í framhaldi af fyrstu viðræðum ráðherra úr bresku stjórninni við Sinn Fein í 23 ár, en fundur þeirra fór fram í fyrradag. „Krafan er óaðgengileg og ég held að breska stjómin viti það betur en nokkur annar hvers vegna,“ sagði McGuinness. Hann bætti við, að IRA léti ekki vopn sín fúslega af hendi og afar ólíklegt væri að samkomulag um afvopnun væri raunhæft fyrr en herinn þætt- ist hafa fengið fulla vissu fyrir því að samkomulag um framtíð Norður- írlands yrði viðunandi. Þessi ummæli þykja til marks um að viðræður um framtíð Norður- írlands séu komnar í harðan hnút. Fulltrúar Sinn Fein kröfðust enn- fremur að komið yrði fram við sam- tökin til jafns við önnur stjórnmála- samtök sem boðin hefði verið aðild að samningum um framtíð Norður- írlands. Reuter Bíll Mussolinis á uppboð STARFSMENN uppboðsfyrir- tækis bóna Alfa Romeo 6C 2300 sem var í eigu ítalska fasista- leiðtogans Benitos Mussolinis áður en bifreiðin var boðin upp í Lundúnum. Var búist við að allt að 13 miHjónir kr. fengjust fyrir gripinn en hann hefur ekki sést opinberlega í fimmtíu ár. Vilja leyfa gæslulið- um sjálfs- vörn VÆNTANLEG ríkisstjórn í Frakklandi vill að gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í lýð- veldum gömlu Júgóslavíu verði leyft að endurgjalda árásir með því að skjóta á móti. Alain Juppé utanríkis- ráðherra, sem margir telja að verði forsætisráðherra í næstu stjóm, skýrði frá þessu í gær. Hann taldi þetta geta komið í stað þess að draga herliðið á brott eins og Frakk- ar hafa hótað takist ekki að koma á vopnahléi. Fellir DNA- rannsókn Simpson? FLOKNAR litningarannsóknir hafa leitt í ljós, að blóð, sem fannst á morðstað í Los Ang- eles þar sem Nicole Brown Simpson og vinur hennar voru myrt, hafí verið úr fótboltahetj- unni O.J. Simpson. Sérfræðingur sem stjómaði DNA-rannsókn- inni, hélt þessu fram við rétt- arhöld í máli Simpsons. Þá leiddi rannsóknin í ljós, að blóð sem fannst á sokkaleista heima hjá O.J. Simpson daginn eftir morðið hafí verið úr Nic- ole Simpson. Sinnisveikur rænir ferju SINNISVEIKUR maður, vopnaður veiðibyssu, rændi í gærmorgun lítilli feiju á Kat- tegat. Farþegunum 22 hélt hann sem gíslum fram eftir degi, áður en hann féllst á að fara í land. Ránið var ör- þrifaráða í kjölfar deilna vegna uppsagnar og krafðist maðurinn þess að fá aftur vinnuna og embættisbústað sinn. Maðurinn vann áður sem stýrimaður á ferjunni en var sagt upp fyrir rúmu ári. Banna pínu- pils STJÓRNVÖLD í strandhérað- inu Anzoategui í Venezúela hafa bannað opinberum starfsmönnum að klæðast ör- stuttum pilsum, svonefndum pínupilsum. „Það er óveijandi að starfsmenn stjómarinnar komi allt að því naktir í vinn- una,“ var haft eftir háttsett- um embættismanni úr röðum kvenna. Ebóla-veira breiðist út ALÞJÓÐLEG sveit lækna segir að veira, sem banað hefur tugum manna í borginni Kikwit í Afríkuríkinu Zaire, sé svonefnd Ebóla-veira en ekki er til þekkt lyf við henni. Læknamir telja að veikin hafi ef til vill stungið sér niður í annarri borg, Masengo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.