Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjónarhorn Innlent grænmeti - græðandi jurtir Margir virðast álíta að grænmeti hafí ver- ið óþekkt hér á landi þar til á allra síðustu tímum. Margrét Þor- valdsdóttir telur að um misskilning sé þar að ræða. YÐ höfum stórlega van- metið reynsluþekkingu formæðra okkar og for- feðra. Skúli Guðjónsson næring- arfræðingur, sem ritaði bók um mataræði ísiendinga til foma, kemst að'þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kannað fombókmenntim- ar, að hörgulsjúkdóma hafa verið fátíðir hjá íslendingum til foma, sem bendir til að þeir hafi lifað á talsvert nær- ingarríku fæði. Laukur: í Laxdælu segir að Guðrún Ósvífusdóttir hafí kallað á syni sína til fundar við sig í laukagarð sinn. Á því má sjá að laukur hefur verið þekktur hér til foma. Skúli segir að laukur hafi m.a. verið notaður til að veija mat skemmdum og koma í veg fyrir að ígerðir mynduð- ust í sámm. Bakteríudrepandi eiginleikar lauks hafa snemma verið þekktir og laukur hefur því verið mikils virði áður en sýklalyf komu til sögunnar sem sjá má á því að í báðum heimsstyijöldun- um var hvítlaukur lagður á sár til að koma í veg fyrir að ígerðir og drep. (The new age Herbalist.) Ætihvönn: Hvannir voru ræktaðar hér í hvannagörðum við bæi frá fomu fari. Talið er að Norður-Evrópubúar hafí lært að nýta hvannir af Eng- ilsöxum og þeir aftur af Róm- veijum. Villtar hvannir voru einnig notaðar til manneldis og var þeim safnað í miklu magni að vori í vetrarforða fyrir heimilin. Ræturnar þóttu bestar væru þær grafnar upp fyrst á vorin áður en jurtin fór að blómstra. Hvönn inniheldur Qölþætt bætiefni . Fólki hefur snemma verið kunnugt um græð- andi áhrif jurtarinnar, sjúklingum með næma sjúkdóma var ráðlagt að tyggja oft þurrkaða hvanna- rót. Jurtin var borðuð öll, rót, stönglar, blöð og fræ er borðað hrátt, ysta himnan var flysjuð af stönglinum og þóttu þeir góðir með físki. Nú em þeir meðhöndl- aðir með sykri og borðaðir sem sælgæti. Seinni tíma rannsóknir hafa sýnt fram á að jurtin inni- heldur efni sem vinna gegn bakt- eríum og sveppum, hún er sögð heppileg við sjúkdómum í öndun- arfæram, maga og meltingarvegi og vera lystaukandi. Fræin eru sögð góð gegn krabbameini (ís- lenskar lækningajurtir). Lystauk- andi þátturinn er sagður ástæða þess að bannað var að borða hvannir víða á Norðurlandi á síð- ustu öld. Þær ærðu upp í manni sultinn. (íslenskir þjóðhættir.) Þurrkuð hvannarót var einu sinni notuð sem kakó-líki og því kölluð súkkulaðirót.(Medical plants.) ■ Fjallagrös: Hér vora íjallagrös mjög mikið til notuð, bæði til matar og sem lyf, allt fram á þessa öld. Grösin innihalda 40-70 prósent kolvetni eða álíka mikið og kornmeti enda voru þau notuð í stað koms eða með korni og þóttu þau dijúgt búsílag. Grösin voru fínsöxuð í brauð og slátur þar sem mjöl var af skomum skammti, þau vora einnig notuð í grauta og súpur og soðin með mjólk í seyði við kvefí. Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að fjal- lagrös innihalda m.a. járn og kal- íumsölt og bakteríudrepandi efni. Erlendis vora þau gefín við berkl- um, því var trúað að þau gætu drepið berklabakteríuna. Grasa- læknar nota grösin enn gegn asma og kvillum í öndunarfæram. Túnfífill: Þessi jurt er sögð vera eitt merkasta náttúralega lyfíð. Rótin inniheldur A, B, C og D vítamín, kalíum og járn. Laufín era notuð í salat, þau eru vatnslosandi en líkaminn missir lítið af kalíum vegna þess að kalíummagnið í jurtinni bætir lík- amanum það strax upp aftur. Jurtin öryar meltinguna og þykir góð við þróttleysi. Franskir sjó- menn, sem veiddu við landið á HVÖNN, rót, stilkur með blómi, lauf og fræ. ELFTING, forðahnúðar á jarðstöngli, t.h. síðustu öld, fóra í land á vorin í túnfífílleit sem þeir notuðu í sal- at. Túnfífilblöðin hafa frá fomu fari verið borðuð á íslandi á vor- in, þau vora einnig sett í grauta, rótin var borðuð hrá eða hún var steikt á pönnu og borðuð með smjöri. Fíflarætur þurrkaðar og brenndar hafa verið notaðar í stað kaffís. Elfting: Þessi fíngerða jurt, sem fjarlægð er af natni úr görð- um er sögð hlaðin mikilvægum steinefnum, m.a. kalsíum, og því talin mjög góð við flestum sjúk- dómum, þar á meðal lungnasjúk- dómum. Hún var áður gefín við berklum. Hnúðát sem era forða- búr á stöngli þessarar áhugverðu jurtar voru kallaðir gvöndarber eða sultarepli og voru borðaðir hér á landi áður fyrr. Ung elfting var stundum soðin með mjöli í graut. (íslenskir þjóðhættir.) Te af elftingu á að vera gott við brotgjörnum nöglum, líflausu hári og hvítum blettum í nöglum sem álitið er að orsakist af ójafnvægi í kalkbúskap líkamans. Jurtin er sögð örva upptöku kalsíum í lík- amanum, hún er einnig sögð sam- dragandi og því mikilvæg m.a. í meðferð magasára. (New age Herbalist.) Þessar villtu græðandi jurtir era aðeins lítill hluti af því villta græn-meti sem var ómissandi þáttur í fæðu forfeðranna. í næsta þætti verða kannaðir- „leyndardómar blómagarðsins. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Aðfinnslur Víkverja á HM ’95 1. VÍKVERJI telur hand- boltafréttir og lýsingar í Morgunblaði og sjónvarpi yfírgengilegar og á kostn- að áskrifenda. Allar lýsingar í sjón- varpi era greiddar og vel það af „sponsorum" en ekki úr pyngju Víkveija. Auglýsingatekjur Morg- unblaðsins vegna HM ’95 skipta milljónum króna, tekjur sem sjá til þess að laun starfsmanna Mbl. þ.á m. Víkveija séu greidd. Ef Víkveiji hefur áhuga á siglingum á hann að fínna „sponsor" fyrir lýsingum á Ameríkubik- arnum í siglingum. Dæmi, Myllan borgar allar lýs- ingar á ameríska NBA körfuboltanum. 2. Víkveiji telur ísland ekki verðugan vettvang fyrir HM ’95. Rétt er, að Geir H. Haarde hefur staðið sig frábærlega sem formaður HM ’95. Hann hypjaði mál upp, sem forveri hafði misst niður eða hafði ekki leyst af hendi. En óvirðing Víkveija á starfí 600 sjálfboðaliða vegna HM ’95 á sér engin takmörk. Sjálfboðaliðar hafa séð til þess að HM ’95 á íslandi verður til fyrirmyndar á flestum sviðum. 3. Víkveiji óttast skattaá- þján vegna HM ’95. Staðreyndin er, að skuld HM ’95 til skatt- greiðenda mun endur- greiðast margfalt á skömmum tíma. Skv. upplýsingum ferðamála- ráðs eru ferðamannatekj- ur vegna HM ’95 um 300 milljónir króna og reiknað er með 500 ferðamönnum til viðbótar þegar nær dregur úrslitum. Erlendir ferðamenn hefðu orðið mun fleiri ef gírugir hótelhaldarar hefðu kunnað sér hóf, en þeir stofnuðu til hringa- myndunar síðla árs 1994 með himinháu gistingar- verði sem leiðréttist of seint. Skv. upplýsingum frá bændasamtökum eru margföldunaráhrif grunntekna fimmföld, munu íslenskir skatt- greiðendur því fá sitt framlag ríflega til baka. Trúlega er útreikningur bænda ekki fjarri lagi, því skv. dönskum fréttum, þá kostaði ráðstefna Þriðju- ríkja heims sem haldin var nýlega í Kaupmannahöfn, danska skattgreiðendur um 3 milljarða króna. M.ö.o. danski fjámmla- ráðherrann setti 3 millj- arða í þessa ráðstefnu, en hann áætlaði líka að fá þessa fjárhæð fímmfalt til baka. 4. Fróðir menn segja Vík- veija, að lítill áhugi sé á handbolta í heiminum. Stjómmálamenn hafa tekið sér svipuð orð í munn, en hafa aldrei upp- lýst hverjir þessir fróðu menn væru. Ef fróðir menn fyrirfinnast hjá Víkveija hljóta þeir að vera menn, sem starfa að íþróttum og ef svo er þá era þeir einfaldlega öf- undsjúkir. Staðreynd er, að millj- ónir manna leggja ástundun á handknattleik og ísland hefur iðulega verið meðal 6 bestu í heiminum. Svo virðist, að eitthvað sé í genum fs- lendinga viðvíkjandi handbolta, því það er hreint ótrúlegt að svona fámenn þjóð geti næstum árlega ungað út hand- boltamanni á heimsmæli- kvarða. Svipað á sér stað í skákheiminum, íslenskir skákmenn hafa marg- sannað sitt ágæti - ekki ætlar Víkveiji að setja útá lítinn skákáhuga í heimin- um eða hvað. Einn munur er þó á þessum ágætu íslensku íþróttamönnum, skák- maður þarf aðeins að sanna sitt ágæti einu sinni sem A-flokksmaður í heiminum til að vera met- inn af ríkinu, og komast inná launakerfi þess, en handboltamaður marg- sannar sig sem A-flokks- maður í heimi íþróttanna og er ekki einu sinni met- inn af Víkveija. Dulnefni ritara er dreg- ið af ameríska hemaðar- orðinu „countersnipe", en ritari áskilur sér rétt til að skrifa undir dulnefni eins og Víkveiji. Launsáturs- varnarmaður. SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinn- ur Staðan kom upp í fyrstu umferð á atskákmóti Intel og PCA í Moskvu um dag- inn. Ungi Búlgarinn Vesel- in Topalov (2650) hafði hvítt og átti leik gegn Eng- lendingnum Jonathan Spe- elman, sem var að leika 19. — f7-f6? í erfíðri stöðu. 20. dxe6! — fxe5 (Eða 20. - Dxe5 21. exd7 - Hd8 22. Bf4 og svarta drottn- ingin fellur) 21. e7+! og Speelman gafst upp, því eftir 21. - Kxe7 22. Dxg7+ er hann óveijandi mát. Englendingurinn lét þó ekki þessar ófarir buga sig, heldur jafnaði hann metin í annarri skákinni og í úr- slitahraðskák vann hann með hvítu mönnunum og sló Topalov út. COSPER ÞETTA er búinn að vera stórkostlegur dagur, það er leiðinlegt að hann skuli vera liðinn. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI vill ekki láta hjá líða að lýsa yfír ánægju sinni með framkvæmd Heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik. Hún hefur tekist framar- vonum. Þá ber að þakka fjölmiðlum fyrir ítarlega og góða umfjöllun. RUV hefur sýnt þijá leiki á dag í beinni útsendingu, landsmönnum til mikillar ánægju. Nöldur hefur heyrst frá einstaka mönnum um að of mikið væri sýnt frá keppninni I sjónvarpi. Því er til að svara að þessar útsendingar eru klukkan 15 og 17, en á þeim tíma er ekki sjónvarpað öllu jöfnu. Leik- ir Islands era svo sýndir á kvöldin, en það hefur sýnt sýnt að þeir eru geysivinsælt sjónvarpsefni. Því er ástæðulaust að kvarta yfír sjón- varpinu. Þá má benda nöldurseggj- um á það að á öllum sjónvarpstækj- um eru takkar til að slökkva á tækjunum. xxx LÁGVAXINN kunningi Víkveija sendi honum fyrir nokkra bók- arútdrátt, sem birst hafði í banda- rísku tímariti. í þessum útdrætti era færð rök fyrir því hvers vegna það er æskilegt að vera lágvaxinn. Höfundur bókarinnar, Thomas T. Samaras, bendir á að flestir séu sannfærðir um ágæti þess að vera hávaxinn, enda sé sú trú útbreidd að hávaxið og stórvaxið fólk sé duglegra, störf þess árangursríkari og það sé betur gefið. Hins vegar sé hægt að sýna fram á með vís- indalegum rökum, að mannkynið þurfi að líta stærð sína gagnrýnum augum. Víkveiji ætlar að drepa á helstu atriði í rökstuðningi höfund- arins, lágvöxnum og hávöxnum les- endum til fróðleiks. xxx ÖFUNDUR bendir á, að allir geri sér grein fyrir aukinni orkunotkun og matvælaþörf eftir því sem mannkyninu fjölgi, en fáir hugsi til þess að þeim mun stærri sem hver einstaklingur sé, þeim mun meiri eyðsla á þessu sviði. Notkun á heitu vatni aukist, enda þurfí meira vatn til að þrífa stóran líkama. Eftir því sem fólk stækki, þeim mun stærri vörur þurfí það. Hávaxið fólk þurfí stærri húsgögn, gleraugu, verkfæri, meiri sápu og klæði í föt. Orkan, sem fari í fram- leiðslu þessara hluta og annarra sé mikil. Lágvaxið fólk þarfnist mun minna af þessu öllu og taki því minni toll af umhverfínu, en njóti samt sem áður sömu lífsgæða. Þá séu einnig ýmis efnahagsleg rök fyrir því að fóik ætti að vera lág- vaxnara. Haldi fólk áfram að lengj- ast og þyngjast þurfí að stækka neytendaumbúðir. Meiri neysla og stærri pakkningar af t.d. osti, morgunkorni, sultu og kexi þýði meiri framleiðslu og pökkun, og flutnings- og geymslukostnaður stóraukist. xxx NÚ ÞEGAR heimsmeistara- keppnin í handbolta stendur sem hæst er athyglisvert að bókar- höfundur bendir á að stórvaxið fólk auki kostnað á öðru sviði. Það þurfi nefnilega stærri sæti í íþróttahöll- um, því komist færri þar fyrir og miðaverð haldist hátt. Sama eigi við um leikhús, kvikmyndahús og flugvélar. Höfundur mælir því með, að tekið verði á þessum vanda með því að breyta mataræði barna svo þau nái ekki sömu hæð og nú, en þetta verði auðvitað að gera án þess að þau líði skort sem komi niður á andlegum hæfíleikum þeirra eða heilsu. Þrátt fyrir að flestir vilji verða hávaxnir sé engin ástæða til að örvænta, því ungt fólk sé afar móttækilegt fyrir nýjum hugmynd- um. Ef þeirri fyrirmynd væri haldið að ungu fólki að smátt væri æski- legt myndi það taka slíkum breyt- ingum vel. Og nú er bara að sjá hvort bókarhöfundurinn bandaríski hefur erindi sem erfiði við að breiða út þessa skoðun sína!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.