Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 43 FRÉTTIR SUZUKI Baleno verður frumsýndur um helgina hiá Su7.iiki-hílum hf. Suzuki Baleno frumsýndur SYNING verður á nýjum fólksbíl, Suzuki Baleno, hjá Suzuki-bílum hf. í Skeifunni um helgina. Baleno er stærsti fólksbíllinn sem Suzuki hefur framleitt og er nýkominn á markað í Evrópu. Bíllinn er boðinn sem þrennra dyra hlaðbakur og fernra dyra stall- HJÚKRUNARFRÆÐINGAR efna til Málþings um endur- hæfingarhj úkrun Málþing um endurhæfingar- hjúkrun MÁLÞING um endurhæfingar- hjúkrun verður haldið á Reykjalundi 13. maí kl. 9-15. Á dagskránni verða eftirtalin efni: Endurhæfing hjartasjúklinga. Endurhæfíng helft- arlamaðra. Hæfíng í dag. Ferli lungnasjúklinga í endurhæfingu. Endurhæfingarhjúkrun á geðsviði. Kynning á bakskóla. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í verkjateymi. Fyrirspurnir og umræður í lok hvers fyrirlestrar. Fundarstjóri er Gréta Áðalsteinsdóttir hjúkrunar- forstjóri. Ný fagdeild hjúkrunarfræðinga - stofnfundur Ákveðið hefur verið að stofna fagdeild hjúkrunarfræðinga, sem starfa á endurhæfingar- og tauga- deildum innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stofnfundur verður haldinn að loknu málþingi um endurhæfingarhjúkrun. bakur með tveimur vélarstærðum, 1,3 og 1,6 lítra, 86 og 99 hestafla. Hann er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Baleno kostar frá 1.089.000 kr. til 1.549.000 kr. Sýningin verður opin frá kl. 10-17 á laugardag og 12-17 á sunnudag. Hugur kominn út í sjöunda sinn HUGUR, tímarit Félags áhuga- manna um heimspeki, er komið út og er þetta sjöundi árgangur rits- ins. Sjö greinar eftir jafnmarga höfunda eru í ritinu, sem er 152 síður að stærð, og er meginefni rits- ins að þessu sinni gervigreind. Aðal- fundur Félags áhugamanna um heimspeki verður haldinn á morgun, laugardaginn 13. maí í stofu 101 í Odda. I ritinu er að fínna greinar eftir eftirtalda höfunda: W. V. Quine, Þorstein Gylfason, Alan Turing,' John Searle, Atla Harðarson, Jörg- en Pind og Mikael M. Karlsson. Ritstjórar Hugar eru Ólafur Páll Jónsson og Haraldur Ingólfsson, en formaður Félags áhugamanna um heimspeki er Ágúst Hjörtur Ing- þórsson. Að loknum aðalfundinum á morgun mun Jón Kalmansson flytja fyrirlestur um verðleikahugtakið hjá John Rawls og öðrum fijálslynd- um heimspekingum. Jón er starfs- maður Rannsóknarstofnunar Há- skóla íslands í siðfræði og er með M.A.-próf í heimspeki frá háskólan- um í Bresku-Kólombíu. Verslanir Laugavegs opn- ar lengur í TILEFNI svokallaðra vertíðarloka hafa kaupmenn við Laugaveginn ákveðið að hafa opið til kl. 20 í dag, föstudag og ýmsar vörur verða fáanlegar á tilboðsverði föstudag og laugardag. Ráðstefna í Þykkvabæ um suðurströndina ÁRLEG ráðstefna Oddafélagsins, Oddastefna, verður haldin laugar- daginn 20. maí nk. í Félagsheimili Djúpárhrepps, Þykkvabæ, Rangár- þingi, kl. 13-16. Ráðstefnustjóri verður Friðjón Guðröðarson sýslumaður, en ráð- stefnan hefst með Oddaerindi sem Þór Jakobsson veðurfræðingur heldur að þessu sinni: Um hafís við Suðurland. Fjallað verður um meg- instefni Oddastefnu, suðurströnd- ina, í eftirtöldum fjórum erindum: Dr. Páll Imsland jarðfræðingur: Eðli og þróun sandstrandarinnar. Sigurður Greipsson líffræðingur, Landgræðslu ríkisins: Melgresið. Þórður Tómason, safnvörður í Skógum: Sjósókn við suðurströnd- ina. Pálmi Eyjólfsson fulltrúi, Hvolsvelli: Strönd og skipskaðar. Að lokum erindum verður farið út á ströndina ef færð leyfir. Ráð- stefnugjald er 1.000 krónur þar með taldar kaffíveitingar í umsjón Kvenfélags Djúpárhrepps. RUBY Moon og Margrét Erl- ingsdóttir, forseti Jóru, á stofnskrárfundi á Selfossi. Landsþing ITC hef st á morgun 10. LANDSÞING ITC á íslandi verður haldið á Hótel Loftleiðum dagana 13. og 14. maí. ITC stendur fyrir International Training in Communication og eru þetta alþjóðleg þjálfunarsamtök. Nú eru 17 ITC-deildir starfandi á Islandi og starfa þær vítt og breitt um landið og er fólk mjög áhuga- samt um að nýta sér þá möguleika er þátttaka í ITC-starfinu gefur. Ruby Moon, alþjóðaforseti ITC, verður á þinginu og er með fræðslu kl. 15.40 á laugardag, einnig situr hún fyrir svörum kl. 10.30-11.15 á sunnudag. Ruby Moon var hér á Landsþingi vorið 1993 og fór þá m.a. á stofnskrárfund hjá ITC-Jóru. Dagskrá hefst með skráningu kl. 8.30 á laugardag en þingsetning verður kl. 10 og verður frú Vigdís Finnbogadóttir forseti viðstödd setningu þingsins. Að félagsmálum og hádegisverði loknum er fræðsla í umsjón Harðar Bergmann er nefn- ist Umbúðaþjóðfélagið og Guð- mundur Einarsson flytur erindið Hvað eru sannanir í sáíarrannsókn- um? Á sunnudag kl. 13.05 er fræðsla í umsjón Vésteins Lúðvíks- sonar er hann nefnir Fíkn og með- virkni. Á laugardagskvöld kl. 19 er ræðukeppni en þar koma fram þrír keppendur, einn frá hverju ráði, og að því loknu er kvöldverður og skemmtidagskrá. Þinginu lýkur kl. 16 á sunnudag. Handavinnu- sýning og kaffi- sala á Hlíf HANDAVINNUSÝNING hjá eldri borgurum á Hlíf, íbúðum aldraðra á ísafirði, verður haldin sunnudag- inn 14. maí kl. 15 í salnum á 2. hæð. Þar verður sýnishorn af því sem aldraðir hafa verið að gera í tóm- stundastarfinu á Hlíf og heima í vetur. Einnig verður selt kaffí og vöfflur með ijóma og rennur ágóð- inn í ferðasjóð aldraðra. Fólk er hvatt til að koma og sjá fallega muni og fá sér kaffi og vöfflur og styrkja gott málefni, seg- ir í frétt frá Hlíf. Opinn fundur um fræ- og kornrækt OPINN fundur um fræ- og korn- rækt verður haldinn sunnudaginn 14. maí nk. að Hlíðarenda, Hvols- velli, kl. 15.30 í tilefni þess að þann dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Klemenzar Kr. Kristjánssonar, til- raunastjóra á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum. Á fundinum verður fjallað um ævi og störf Klemenzar. Einnig verður kynnt hvernig hugðarefnum hans á sviði fræræktar og korn- ræktar hafi reitt af og hver þýðing þeirra er í samtímanum. Meðal frummælenda verða dr. Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneyti og forsvarsmenn fundarboðenda. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, Landgræðsla ríkisins, Héraðs- nefnd Rangæinga og Búnaðarsam- band Suðurlands standa að þessum fundi. Reidhjólahjálmar Meðan birgðir endast. Sigtún 9-105 Reykjavík Fax-624055 Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali. II Félag Fasteignasala Kvistaland í Fossvogi. Vorum að fá í einkasölu vandað 220 fm einbýli auk 30 fm bíl- skúrs. Suðurverönd m. heitum potti. Skipti á minni eign koma til greina. Kópavogsbraut 11 Til sölu falleg sérhæð með bíl- skúr. Húsið er mikið endurnýj- að, nýklætt að utan með steni- klæðningu, nýir gluggar og gler, nýl. þak. Stór ióð. Verð 7,4 millj. Þinghólsbraut - Kóp. Mjög gott 165 fm einbýli á tveimur hæðum, mikið endurn. hús á skjólsælum útsýnisstað. Verð 12 millj. Áhv. 2,2 millj. Tjarnarmýri - nýtt raðh. Glæsil. nýtt 267 fm raðhús m. bílskúr til afh. strax. V. 17,4 m. Tjarnarmýri - 4ra herb. Vönduð 4ra herb. íb. á tveim- ur hæðum m. stæði í bílskýli. Góð kjör. Fífurimi - efri sérhæð Ný 4ra herb. efri sérhæð ásamt bílskúr. Sérinng. 3 svefnherb., stofa, eldhús, baðherb. og þvottahús. Alltsér. Áhv. 5,1 m. Hörðaland - Fossvogi 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Húsið næyl. málað að utan. V. 7,4 m. Dalsel - 3ja herb. Ágæt íbúð á 3. hæð m. stækk- unarmögul. í risi. Bílskýli fylgir. Verð 6,5 millj. Áhv. 3 millj. Efstasund Góð 3ja herb. mikið endurn. ris- íbúð. Verð aðeins 5,5 millj. Áhv. 3 millj. byggsj. ÁRSALIR - FASTEIGNASALA S. 5624333 - Opið í dag 10-17. ^------- - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.