Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 56
MORGUNULAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breyta minni í þús- undum bréfasíma Kostnaður á bilinu 1.100 til 2.700 kr. PÓSTUR og sími hefur sent umsjón- armönnum bréfasíma tilmæli um að breyta símanúmerum í svonefndum nafngjafa tækjanna áður en ný síma- númer taka gildi 3. júní. Eftir þann tíma mun símbréf sem sent er á gamla símanúmerið ekki komast til skila. Ef símanúmerið er í nafngjafan- um kemur það fram í öllum faxtækj- um, bæði hjá sendanda og viðtak- anda sendingar. í bréfi Pósts og síma segir að mjög mikilvægt sé að breyta símanúmerinu í nafngjafanum svo tækin sendi ekki lengur frá sér núm- er sem hætt verður að nota 3. júní. Þetta eigi einnig við um tölvur sem notaðar eru til að senda símbréf. Einnig er bent á að breyta þurfi númerum í minni bréfasíma og ann- arra símtækja. Fagmenn þarf til Það er mismunandi eftir tækjum hve auðvelt er að breyta símanúm- eri í nafngjafa bréfasíma. Hægt er að breyta mörgum tækjum með hlið- sjón af leiðbeiningabæklingi sem fylgir þeim en önnur tæki eru með læsingu og þarf þá að kalla til fag- menn. Hjá viðhaldsdeild Pósts og síma fengust þær upplýsingar að notendum væri bent á að hafa sam- band við þau fyrirtæki sem bréfasím- arnir voru keyptir af. Nokkur þúsund bréfasímar eru í landinu og hefur Póstur og sími sjálf- ur selt um 1.000 þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma þurfa eigendur bréfasíma að greiða 1.100 krónur fyrir að láta breyta símanúm- erum í nafngjafa, ef þeir koma sjálf- 'ir með tækin á verkstæði. Þurfi við- gerðarmaður frá Pósti og síma að koma á staðinn kostar það um 2.700 krónur með akstri. Hjá einkafyrir- tækjum fengust þær upplýsingar að slíkt yrði væntanlega skilgreint sem útseld verkstæðisvinna í klukkutíma sem þyrfti að greiða um 2.000 krón- ur fyrir auk aksturs. ■ Aðeins 12%/C1 Morgunblaðið/Hlynur Ársælsson KARLARNIR á Hólmaborginni voru kampakátir þegar búið var að drekkhlaða skipið af spriklandi síld. Upp úr skipinu komu um 1.570 tonn þegar landað var á Siglufirði í gær. Hólmaborg- in var fyllt í tveimur köstum og á innfelldu myndinni er nótin komin að siðunni með um 850 tonn. Sfldin gæti gefið 2 mfllj- arða í útflutningstekjur SAMTALS var búið að landa um 32.550 tonnum af síld úr norsk- íslenska síldarstofninum á átta löndunarstöðum hér á landi í gær. Veiði íslensk síldveiðiskip um 200 þúsund tonn gæti útflutningsverð- mæti síldarinnar numið um tveimur milljörðum króna. Hólmaborgin landaði í gær um 1.570 tonnum af síld á Siglufirði, sem líklega er mesti afli sem komið hefur upp úr íslensku veiðiskipi. Var þetta í fyrsta skipti í 27 ár sem síld úr þessum stofni er landað á staðnum. Reiknað er með að í hlut íslend- inga af þeim 250.000 tonna veiði- kvóta sem íslensk og færeysk stjórnvöld sömdu um að setja sér einhliða úr norsk-íslenska síldar- stofninum í eigin lögsögu geti kom- ið um 200.000 tonn. í fýrra var landað hér á landi 21.000 tonnum af síld úr stofninum og að sögn Ásgeirs Daníelssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun, var söluverð- mæti síldarafurðanna þá um 210 milljónir króna. Ekkert skip við veiðar í gær Miðað við svipað verð og þá fékkst fyrir lýsi og síldarmjöl ætti því verðmæti hluts íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum að geta orðið um tveir milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að heildarverðmæti loðnuafl- ans á síðasta ári var 10,3 milljarðar króna, og þar af fékkst 6,1 milljarð- ur fyrir mjöl og lýsi. Samkvæmt upplýsingum Til- kynningaskyldunnar eru um 30 ís- lensk skip nú við síldveiðarnar og undanfarna daga hafa þau ein- göngu verið við veiðar í færeysku lögsögunni. í gær var hins vegar ekkert íslenskt skip þar við veiðar, en þau voru öll annaðhvort á heim- leið með fullfermi eða á útleið aftur eftir löndun. Tvö dönsk skip eru sögð hafa verið við síldveiðar í Síld- arsmugunni, og var talið að tíu dönsk skip til viðbótar væru á leið- inni þangað. Í gær hafði mest af síld borist á land í Neskaupstað, en þar hafði þá verið landað 7.500 tonnum. Á Eskifirði hafði verið landað 5.500 tonnum, á Seyðisfirði 5.000 tonn- um, á Reyðarfirði 4.000 tonnum, á Hornafirði og á Þórshöfn hafði ver- ið landað 3.500 tonnum á hvorum stað og á Raufarhöfn hafði verið landað tæplega 2.050 tonnum. Öll síldin hefur farið í bræðslu, en áhugi er á því á ýmsum stöðum að verka síldina þegar áta í henni hefur minnkað. Þannig hefur Bú- landstindur hf. á Djúpavogi t.d. enga síld tekið til bræðslu enn sem komið er, en þar er áhugi á að taka síld til verkunar þegar hún þykir hæf til þess. ■ Hátíðablær á bænum/8 Hundur gerði vart um eld við Þórsgötu í fyrrinótt TÍKINNI Mistý er svo fyrir að þakka að ekki fór verr en raun varð á í fyrrinótt þegar kviknaði í ruslatunnum við Þórsgötu 10. „Klukkan um hálffimm í nótt fór hundurinn að láta mjög ófrið- lega og ég vaknaði og fann að það var eitthvað óeðlilegt á seyði,“ sagði eigandi Mistýjar, Örn Hafsteinn Baldvinsson, í samtali við Morgunblaðið í gær, hund- urinn hljóp geltandi milli hæða í húsi hans. „Ég heyrði snark eins og viður væri að brenna, kíkti út og sá eld- haf. Þá höfðu tvær rusla- tunnur fuðrað upp og eldur farinn að svíða viðarsvalir á húsinu við hliðina." Örn og gestur hans Björn Sveinsson vöknuðu við há- vaðann í tíkinni, hlupu til, vöktu íbúa á efri hæð í næsta húsi þar sem eldurinn var mestur og höfðu að mestu lokið við að slökkva eldinn þegar Fór að láta ófriðlega Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg MISTÝ er tæplega ársgömul blendings- tík. Með henni eru Örn Hafsteinn Bald- vinsson og Björn Sveinsson. slökkvilið bar að. Til þess tæmdu þeir úr tveimur slökkvitækjm og jusu að auki vatni á eldinn. Tunnurnar standa á bak við hús númer 14 við Þórsgötu, sem er bárujárnsklætt timburhús, og undir timbursvölum. Auk sval- anna urðu skemmdir á skúr sem tilheyrir húsi Arnar Hafsteins, Baldursgötu 34. Varðstjóri hjá slökkvilið- inu sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ef nokkrar mínútur hefðu liðið til við- bótar, án þess að nokkuð hefði verið að gert, hefði eldurinn náð að festa sig í húsið. Ljóst er talið að kveikt hafi verið í tunnun- um. Talsverðar reyk- og sót- skemmdir urðu, sérstaklega á efri hæð Þórsgötu 14. Á neðri hæð þess húss er heild- verslunin S.A. Sigurjónsson og urðu miklar skemmdir þar vegna reyks og lyktar. Að sögn Sigurjóns Ara Sigurjóns- sonar varð miiljónatjón í fyrir- tæki hans. Hallgrímur B. Geirsson ráðinn framkvæmda- stjóri Morgunblaðsins Á FUNDI stjómar Ár- vakurs hf., útgáfufé- Iags Morgunblaðsins, í gær var ákveðið að ráða Hallgrím B. Geirs- son, hæstaréttarlög- mann, viðtakandi fram- kvæmdastjóra Morgun- blaðsins og tekur hann við því starfi á næstu mánuðum. Haraldur Sveinsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Morgun- blaðsins frá árinu 1968, lætur jafnframt af því starfi, en hann ára að aldri. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Islands árið 1975, varð héraðs- dómslögmaður árið 1977 og hæstaréttar- lögmaður 1985. Hall- grímur B. Geirsson var kjörinn í stjórn Árvakurs hf. á árinu 1986 og jafnframt formaður stjómar og hefur gegnt því starfí síðan. Hallgrímur B. Geirsson er kvæntur Hallgrímur Geirsson Aðalbjörgu Jakobs- verður sjötugur á þessu ári. dóttur og eiga þau eina dóttur, Hallgrímur B. Geirsson er 45 Ernu Sigríði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.