Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 56

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 56
MORGUNULAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breyta minni í þús- undum bréfasíma Kostnaður á bilinu 1.100 til 2.700 kr. PÓSTUR og sími hefur sent umsjón- armönnum bréfasíma tilmæli um að breyta símanúmerum í svonefndum nafngjafa tækjanna áður en ný síma- númer taka gildi 3. júní. Eftir þann tíma mun símbréf sem sent er á gamla símanúmerið ekki komast til skila. Ef símanúmerið er í nafngjafan- um kemur það fram í öllum faxtækj- um, bæði hjá sendanda og viðtak- anda sendingar. í bréfi Pósts og síma segir að mjög mikilvægt sé að breyta símanúmerinu í nafngjafanum svo tækin sendi ekki lengur frá sér núm- er sem hætt verður að nota 3. júní. Þetta eigi einnig við um tölvur sem notaðar eru til að senda símbréf. Einnig er bent á að breyta þurfi númerum í minni bréfasíma og ann- arra símtækja. Fagmenn þarf til Það er mismunandi eftir tækjum hve auðvelt er að breyta símanúm- eri í nafngjafa bréfasíma. Hægt er að breyta mörgum tækjum með hlið- sjón af leiðbeiningabæklingi sem fylgir þeim en önnur tæki eru með læsingu og þarf þá að kalla til fag- menn. Hjá viðhaldsdeild Pósts og síma fengust þær upplýsingar að notendum væri bent á að hafa sam- band við þau fyrirtæki sem bréfasím- arnir voru keyptir af. Nokkur þúsund bréfasímar eru í landinu og hefur Póstur og sími sjálf- ur selt um 1.000 þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma þurfa eigendur bréfasíma að greiða 1.100 krónur fyrir að láta breyta símanúm- erum í nafngjafa, ef þeir koma sjálf- 'ir með tækin á verkstæði. Þurfi við- gerðarmaður frá Pósti og síma að koma á staðinn kostar það um 2.700 krónur með akstri. Hjá einkafyrir- tækjum fengust þær upplýsingar að slíkt yrði væntanlega skilgreint sem útseld verkstæðisvinna í klukkutíma sem þyrfti að greiða um 2.000 krón- ur fyrir auk aksturs. ■ Aðeins 12%/C1 Morgunblaðið/Hlynur Ársælsson KARLARNIR á Hólmaborginni voru kampakátir þegar búið var að drekkhlaða skipið af spriklandi síld. Upp úr skipinu komu um 1.570 tonn þegar landað var á Siglufirði í gær. Hólmaborg- in var fyllt í tveimur köstum og á innfelldu myndinni er nótin komin að siðunni með um 850 tonn. Sfldin gæti gefið 2 mfllj- arða í útflutningstekjur SAMTALS var búið að landa um 32.550 tonnum af síld úr norsk- íslenska síldarstofninum á átta löndunarstöðum hér á landi í gær. Veiði íslensk síldveiðiskip um 200 þúsund tonn gæti útflutningsverð- mæti síldarinnar numið um tveimur milljörðum króna. Hólmaborgin landaði í gær um 1.570 tonnum af síld á Siglufirði, sem líklega er mesti afli sem komið hefur upp úr íslensku veiðiskipi. Var þetta í fyrsta skipti í 27 ár sem síld úr þessum stofni er landað á staðnum. Reiknað er með að í hlut íslend- inga af þeim 250.000 tonna veiði- kvóta sem íslensk og færeysk stjórnvöld sömdu um að setja sér einhliða úr norsk-íslenska síldar- stofninum í eigin lögsögu geti kom- ið um 200.000 tonn. í fýrra var landað hér á landi 21.000 tonnum af síld úr stofninum og að sögn Ásgeirs Daníelssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun, var söluverð- mæti síldarafurðanna þá um 210 milljónir króna. Ekkert skip við veiðar í gær Miðað við svipað verð og þá fékkst fyrir lýsi og síldarmjöl ætti því verðmæti hluts íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum að geta orðið um tveir milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að heildarverðmæti loðnuafl- ans á síðasta ári var 10,3 milljarðar króna, og þar af fékkst 6,1 milljarð- ur fyrir mjöl og lýsi. Samkvæmt upplýsingum Til- kynningaskyldunnar eru um 30 ís- lensk skip nú við síldveiðarnar og undanfarna daga hafa þau ein- göngu verið við veiðar í færeysku lögsögunni. í gær var hins vegar ekkert íslenskt skip þar við veiðar, en þau voru öll annaðhvort á heim- leið með fullfermi eða á útleið aftur eftir löndun. Tvö dönsk skip eru sögð hafa verið við síldveiðar í Síld- arsmugunni, og var talið að tíu dönsk skip til viðbótar væru á leið- inni þangað. Í gær hafði mest af síld borist á land í Neskaupstað, en þar hafði þá verið landað 7.500 tonnum. Á Eskifirði hafði verið landað 5.500 tonnum, á Seyðisfirði 5.000 tonn- um, á Reyðarfirði 4.000 tonnum, á Hornafirði og á Þórshöfn hafði ver- ið landað 3.500 tonnum á hvorum stað og á Raufarhöfn hafði verið landað tæplega 2.050 tonnum. Öll síldin hefur farið í bræðslu, en áhugi er á því á ýmsum stöðum að verka síldina þegar áta í henni hefur minnkað. Þannig hefur Bú- landstindur hf. á Djúpavogi t.d. enga síld tekið til bræðslu enn sem komið er, en þar er áhugi á að taka síld til verkunar þegar hún þykir hæf til þess. ■ Hátíðablær á bænum/8 Hundur gerði vart um eld við Þórsgötu í fyrrinótt TÍKINNI Mistý er svo fyrir að þakka að ekki fór verr en raun varð á í fyrrinótt þegar kviknaði í ruslatunnum við Þórsgötu 10. „Klukkan um hálffimm í nótt fór hundurinn að láta mjög ófrið- lega og ég vaknaði og fann að það var eitthvað óeðlilegt á seyði,“ sagði eigandi Mistýjar, Örn Hafsteinn Baldvinsson, í samtali við Morgunblaðið í gær, hund- urinn hljóp geltandi milli hæða í húsi hans. „Ég heyrði snark eins og viður væri að brenna, kíkti út og sá eld- haf. Þá höfðu tvær rusla- tunnur fuðrað upp og eldur farinn að svíða viðarsvalir á húsinu við hliðina." Örn og gestur hans Björn Sveinsson vöknuðu við há- vaðann í tíkinni, hlupu til, vöktu íbúa á efri hæð í næsta húsi þar sem eldurinn var mestur og höfðu að mestu lokið við að slökkva eldinn þegar Fór að láta ófriðlega Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg MISTÝ er tæplega ársgömul blendings- tík. Með henni eru Örn Hafsteinn Bald- vinsson og Björn Sveinsson. slökkvilið bar að. Til þess tæmdu þeir úr tveimur slökkvitækjm og jusu að auki vatni á eldinn. Tunnurnar standa á bak við hús númer 14 við Þórsgötu, sem er bárujárnsklætt timburhús, og undir timbursvölum. Auk sval- anna urðu skemmdir á skúr sem tilheyrir húsi Arnar Hafsteins, Baldursgötu 34. Varðstjóri hjá slökkvilið- inu sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ef nokkrar mínútur hefðu liðið til við- bótar, án þess að nokkuð hefði verið að gert, hefði eldurinn náð að festa sig í húsið. Ljóst er talið að kveikt hafi verið í tunnun- um. Talsverðar reyk- og sót- skemmdir urðu, sérstaklega á efri hæð Þórsgötu 14. Á neðri hæð þess húss er heild- verslunin S.A. Sigurjónsson og urðu miklar skemmdir þar vegna reyks og lyktar. Að sögn Sigurjóns Ara Sigurjóns- sonar varð miiljónatjón í fyrir- tæki hans. Hallgrímur B. Geirsson ráðinn framkvæmda- stjóri Morgunblaðsins Á FUNDI stjómar Ár- vakurs hf., útgáfufé- Iags Morgunblaðsins, í gær var ákveðið að ráða Hallgrím B. Geirs- son, hæstaréttarlög- mann, viðtakandi fram- kvæmdastjóra Morgun- blaðsins og tekur hann við því starfi á næstu mánuðum. Haraldur Sveinsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Morgun- blaðsins frá árinu 1968, lætur jafnframt af því starfi, en hann ára að aldri. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Islands árið 1975, varð héraðs- dómslögmaður árið 1977 og hæstaréttar- lögmaður 1985. Hall- grímur B. Geirsson var kjörinn í stjórn Árvakurs hf. á árinu 1986 og jafnframt formaður stjómar og hefur gegnt því starfí síðan. Hallgrímur B. Geirsson er kvæntur Hallgrímur Geirsson Aðalbjörgu Jakobs- verður sjötugur á þessu ári. dóttur og eiga þau eina dóttur, Hallgrímur B. Geirsson er 45 Ernu Sigríði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.