Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Tæknin og atvinnuleysið Frá Hafsteini Olafssyni: ATVINNUMÁLIN standa nú illa. Atvinnuleysið er komið til að vera og vex með árunum svo lengi sem það tekur að firtna leiðir til úrbóta. Hús eru nú hætt að seljast af því hvað hús eru dýr í byggingu og komin langt fram úr því verðlagi sem boðið verður á næstunni. Hús þessi geta orðið um helmingi ódýr- ari í byggingu — og varanlegri — en nútíma hús. Það þarf sáralitla vinnu fram að leggja til að byggja þessi hús og efniskaupin eru ódýr- ari en í vanaleg hús. Það er nú hægt að framleiða stór og lítil hús úr íslenskum efnum að mestu leyti og hefja útflutning á þessum húsum í stórum stíl. Efni og orka er til og hvergi annars staðar á Norðurlönd- um svo að vitað sé. Það er mikill gjaldeyrir fólginn í þessum fram- kvæmdum, meiri en menn grunar í fyrstu.'Engin vandamál leysast á meðan ekki verður skilíð af hveiju viðkomandi vandi stafi í raun. Örar tækniframfarir Tæknin grípur nú inn í flestar atvinnugreinar — eins og ætlast er til af henni. Hún skilar sífellt meiri sjálfvirkni inn í atvinnulífið. Fiskur- inn fer síminnkandi í sjónum. Frystihúsin úreldast nú hvert af öðru eftir 70 ára tilveru, svo að menn missa vinnu í miklum mæli. Hafin er stórfelld framleiðsla á vél- mennum sem taka eiga við'þeirri vinnu sem við höfum lifað af lengst til þessa. Vélmenni þessi vinna launalaust 24 tíma á sólarhring. Við verðum nú að fara að viður- kenna að það er hrein villa að reyna að koma í veg fyrir þær mestu fram- farir sem átt hafa sér stað á einu bretti svo vitað sé. Þetta breytir svo atvinnuháttum gersamlega. Af- kastagetan eykst verulega með aukinni tækni og eftirspurnin minnkar svo að sama skapi eftir handafli til þeirrar vinnu sem eftir stendur. Af þessu stafar svo at- vinnuleysið. Við auglýsum um allan heim eftir nýjum atvinnugreinum og enn án teljandi árangurs. Sú vinna er einfaldlega ekki til sem kæmi í staðinn fyrir þá vinnu sem tapast hefur. Nauðsynlegar aðgerðir Við erum nú sem aðrir neyddir til að stytta vinnutímann verulega og láta vinna í takt við þá vinnu sem til staðar er á hveijum tíma, sérstaklega ef við ætlum að ráða Framfarir í at- vinnumálum við atvinnuleysið. Á meðan það er stendur allt óbreytt og versnar held- ur en hitt. Við verðum að stytta vinnutímann verulega. Lækka hús- verð og lækka húsaleigu að sama skapi. Ef við sleppum þessum tæki- færum nú úr höndum okkar til ann- arra þjóða og látum þeim eftir að útbreiða þessa hluti út um allan heim er hrein vá fyrir dyrum hjá okkur. Bíða svo eftir því að hér kæmu skip full af þess konar húsum til sölu hveijum sem hafa vildi. Þá yrði of seint í rassinn gripið að fara að reyna að taka þátt í þessum dæmum með heiminn yfirfullan af þessum húsum. Slíkt má alls ekki koma fyrir og til að koma í veg fyrir þetta og til að koma í veg fyrir áframhaldandi atvinnuleysi verðum við nú að stofna félag um þessi mál og fá því allar þær upplýs- ingar sem til eru um málin og láta því eftir að útbreiða þessi mál um allan heim. Ef við gerum þetta ekki erum við að reyna að hefta mikil framfaraspor sem stigin hafa verið til þessa. Uppbygging húsanna Hús þessi eru öll byggð upp tvö- föld með tvo útveggi unna úr gleij- um að mestu, hertum gleijum í ytri útveggjum og þökum og innri útveggir eru límdir upp úr tveimur — eða þremur — sjálfstæðum ör- yggisglerjum. Bilið þar á milli er afar misjafnt og þar eru staðsett burðarvirki úr áli, úr stáli og lím- tijám þar sem það á við. Burðar- virki þessi eru svo studd dregurum og þverbitum í gólfum og loftum. Innan við báða þessa útveggi er svo raðað upp rhissterkum plötum, framleiddum sérstaklega fyrir þessi hús. Þar kemur perlusteinninn inn í þessi dæmi í fyrsta sinn í bygging- arsögunni í slíkum mæli og hér er talað um. Hann býr yfir þeim eigin- leikum að vera afar léttur. Einangr- andi með afbrigðum. Eldtraustur og sjálfberandi svo að ekki þarf neinar grindur í slíkum tilfellum. Perlusteinninn 20-30 faldast að magni til í þar til gerðum verksmiðj- um og kemur inn í dæmið fyrir til- stuðlan líma sem ekki voru til fyrir áratug eða svo. Skipt er um hráefni í húsum þessum. Steinsteypa er lítið notuð og lítið timbur. Gluggar og hurðir eru ekki framleiddar lengur í sama formi og áður. Glerjunin er nýjung og hinum hertu gleijum er raðað upp á rennibrautir utan um húsin og á hveija hæð út af fýrir sig. Þök eru svo fest á sama hátt og gleijum utan um húsin. Gleijunum utan um húsin er svo hægt að ýta til hliðar. Draga þau aftur fyrir og læsa þeim kyrfilega með einu handtaki. Þá tækju inni útveggir við og breyttu húsunum verulega í útliti. Gólf, loft og milliveggir Iímast svo saman og styrkleiki þeirra fer svo eftir því lími sem notað verður. Plötum þess- um er svo raðað upp hverri á sinn stað og hægt er að færa millivegg- ina úr stað eftir á án notkunnar hjálpartækja. Orkunýting hér á landi Ef tekið er rétt á þessum málum nú er hér um að ræða mikla vinnu og við verðum að gera okkur grein fýrir því að við erum ekki fleiri vinn- andi menn í landinu en hægt væri að líkja því við eitt hverfí í stórborg- um erlendis. Það er mikill gjaldeyr- ir fólginn í þessu, meiri en menn átta sig á í fyrstu. Við verðum nú að koma okkur upp verksmiðju til að vinna perslusteininn að fullu. Við eigum næg verksmiðjuhús vítt um landið en okkur vantar vélar til að vinna þessa hluti og þær er hægt að fá á góðum kjörum erlend- is. Við verðum að herða gler í stór- um stíl til útflutnings um heiminn. í þetta þarf mikla orku og við eigum næga orku til í landinu og hægt að margfalda hana ef okkur sýnist svo. Það er fróðlegt að bera þetta saman við þær hugmyndir að flytja út um sæstrengi alla umfram raf- orku til annarra og bera það saman við þann kostnað sem því fýlgir. Það er ólíku saman að jafna. Þess má einnig geta að í landinu er til heilt álver sem vantar alltaf markað fyrir vörur sínar. Hann er hægt að tryggja með áldráttarverksmiðju í Iandinu til að gera álið aftur að verðmætum hlutum. Sjáum hvað setur í þeim efnum. Við verðum nú að fara að flytja út hús í stórum stíl til að bjarga atvinnuháttum í landinu. Ég hef svo látið stimpla þessar hugmyndir hjá sýslumanninum í Reykjavík með „Notarius Publicus" stimpli og hyggst veija þær á þessum forsend- um fyrir dómstólum ef þurfa þykir. Teikningar liggja fyrir. HAFSTEINN ÓLAFSSON, hyggingameistari og hugmyndasmiður Græðum upp landið og sköpum 300-500 ný störf AFKLIPPUFJALL á öskuhaugum. Frá Kristjáni Vídalín: ÉG GET ekki lengur þagað, undan- farin 20 ár hafa garðyrkjumenn og almenningur farið með allan tijá- klippuúrgang á öskuhaugana í Gufunesi. Á ári hvetju hefur mynd- ast þarna geysistórt fjall af afklipp- um, sem hefur verið urðað. Síðasta ár hefur verið gerð tilraun með að kurla það og reynt að gera úr því mojd. Ég verð að benda umhverfis- málaráðherra og reyndar allri ríkis- stjórninni á að þetta er algjört bijál- æði. Þarna er verið að henda tugum milljóna af græðlingum sem hægt væri að nota til að græða upp land- ið og hefta uppfok ef skipulega er unnið að verkinu. Gefa mætti eða selja sveitarfé- lögum, bæjarfélögum, bændum, sumarbústaðaeigendum og almenn- ingi sem reyndar hefur lagt til allt þetta efni með því að klippa garð- ana sína. Þarna finnast allar tegundir af víði; brekkuvíðir, alaskavíðir, viðja, gljávíðir, tröllavíðir, jörfavíðir og aspir. Öllum þessum tegundum er auðvelt að stinga niður í jörðina og láta vaxa sem tré eins og flestir vita. Af því fjalli sem nú er til staðar mætti fá tugi milljóna græðlinga og skapa ekki færri en 300-500 störf við ~að flokka og klippa þetta efni niður í græðlinga. Er ég sann- færður um að þessir græðlingar gefa af sér meiri mold og ódýrari heldur en að kurla þeta efni niður til að gera tilraun með að gera úr því mold. Mig langar til að heyra rökin fyrir því að allt þetta efni fer i til- raunastarfsemi í stað þess að nota það til uppgræðslu á landi sem er að fjúka út á sjó. Það kæmi mér ekki á óvart að yfirmenn Sorpu færu nú að krefjast þess að við garðyrkjumenn færum að greiða gjald fyrir að losa allt þetta efni því slíkt er fjallið orðið. Ég skora á þá aðila sem þetta mál varðar og svo atvinnumál að bregðast fljótt við og gera eitthvað í málinu áður en starfsmenn Sorpu kurla eða farga öllum þessum tug- um milljóna plantna því landið þarfnast þeirra. KRISTJÁN VÍDALÍN, skrúðgarðyrkjumeistari, Barmahlíð 52, Reykjavík. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 45 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Leðurskór á lámarksverði Stærðir: 35-46. Litir: Svart og beige St. 35-46. Litir: Hvitt/blátt & svart/rautt Póstsendum samdœgurs 5% staðgreiðsluafsláttur Verö: 2995,- STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN x/ KRINGLAN 8-12 SÍMI Ó892I2 # / 'Toppskórinn STEINAR WAAGE ^ JLvíLTUSUNDI ■ SÍMI: 21212 SKÓVERSLUN VIÐ IN6ÓLFST0RG EGILSGÖTU 3 SIMI 18519 <P Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 Innlausnardagur 15. maí 1995. 1. fiokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 856.508 kr. 85.651 kr. 8.565 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 756.191 kr. 75.619 kr. 7.562 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.500.654 kr. 150.065 kr. 15.007 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.394.893 kr. 139.489 kr. 13.949 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.155.693 kr. 1.231.139 kr. 123.114 kr. 12.311 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.679.066 kr. 1.135.813 kr. 113.581 kr. 11.358 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS r ^ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 M9505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.