Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LSSTIR
l
Mikill áhugi á starfi
Leikfélags Selfoss
Selfossi - Á síðustu 5 árum hefur
Leikfélag Selfoss frumsýnt sjö leik-
rit þar af sex í fullri lengd. Frá
1958 hefur Leikfélag Selfoss sett
upp 45 leikverk. Á nýliðnum vetri
sýndi félagið þrjú leikrit, tvö fyrir
fullorðna og eitt fyrir börn. Þetta
eru leikritin Beðið eftir Godot, und-
ir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar
og íslandsklukkuna sem Vigdís
Jónsdóttir leikstýrði og Bangsímon
undir leikstjórn Katrínar Karlsdótt-
ur. Mikill áhugi er á starfi leikfé-
lagsins og hefur aðsókn að verkun-
um verið góð og þeim mjög vel tek-
ið. Við uppsetningu íslandsklukk-
unnar komu nokkrir af eldri félög-
um til starfa og vógu þungt í góðri
uppsetningu verksins.
I fréttabréfí Leikfélags Selfoss
segir meðal annars: „Til að leiðrétta
landlægan misskilning skal það
áréttað að þetta er eingöngu áhuga-
starf og enginn fær greitt fyrir
vinnu sína nema leikstjórar og ekki
einu sinni alltaf þeir. Á útlensku
erum við sem í þessu stöndum köll-
uð amatörar sem er réttnefni því
það þýðir, „þeir sem elska" og það
er víst ástæða alls þessa brambolts,
leiklistin er stór ást í lífi áhugaleik-
ara."
Leikfélag Selfoss starfrækir
leikhúsið við Sigtún á Selfossi. Þar
var fyrsti barnaskólinn til húsa
fyrir nokkrum áratugum og Iðn-
skólinn á Selfossi áður en Fjöl-
brautarskólinn á Suðurlandi varð
fullvaxta. Mikill vilji er hjá félaginu
að bæta húsakost leikhússins og
búa vel að leikurum og áhorfend-
um.
40 sm hár er þriggja
ára gamalt í endann
og að meðaltali
hefur það verið
þvegið 600 sinnum
ogburstað2100
sinnum.
Það reynir á
?
Þegar hárið slitnar hverfur náttúrulega
bindiefnið (ceramide) sem límir hornþekjuna
við kjarnann. Hárið hrörnar og missir mýkt,
styrk og gljáa.
A rannsóknastofum L'OREAL hefur lengi verið
unnið að lausn vandamálsins og nú hefur tekist að
þróa nýtt bindiefni sem L'OREAL héfur fengið
einkarétt á - CERAMIDE R* - sem kemur í stað þess
sem glatast. CERAMIDE R* binst hárinu og gefur
því fyrri styrk - glataða æsku - á ný.
Nýja hársnyrtilínan frá L'ORÉAL, FORTIFIANCE, er
sú eina sem inniheldur CÉ.RAMIDE R*. Gagnstætt
öðrum hársnyrtivörum vinnur FORTIFIANCE ekki
utan á hárinu, heldur styrkir það innan frá og
vinnur þannig á móti hrörnun þess. Hárið verður
sterkt, mjúkt og gljáandi á ný.
L'OREAL
FORTIFIANCE
SJAMPÓ OG NÆRINGAR
MEÐ CÉRAMIDE R*
SÝNILEGUR ÁRANGUR Á 3 VIKUM
SLITIÐ HÁR VERÐUR SEM NÝTT!
GUÐMUNDUR Einarsson. Utigönguhöfði 1955.
Vatnslitir á pappír.
Kjarvalsstaðir
Þrjár myndlist-
arsýningar
ÞRJÁR myndlistarsýningar verða
opnaðar á Kjarvalsstöðum laugar-
daginn 13. maí. Yfirlitssýning í
vestursal á vatnslitamyndum eftir
Guðmund Einarsson frá Miðdal, í
tílefni af aldarminningu lista-
mannsins, sýning á teiknimynda-
sögum eftir Bjarna Hinriksson í
vesturforsal og sýning á nýjum
verkum eftir Kristján Steingrím
Jónsson. Sýningarnar verða opnar
daglega frá kl. 10-Í8 og er kaffi-
tería Kjarvalsstaða opin á sama
tíma.
Guðmundur frá Miðdal
Vatnslitamyndir Guðmundar
frá Miðdal eru afmarkaður kafli á
löngum og fjölþættum listferli
hans. Hann fékkst við vatnsliti í
æsku, lagði þá síðan til hliðar í
áratugi, en tók upp þráðinn að
nýju um 1950.
Sýningu Guðmundar frá Miðdal
fylgir sýningarskrá með ritgerð
eftir Kristínu Guðnadóttur list-
fræðing og litmyndum af völdum
vatnslitamyndum eftir listamann-
inn.
Bjarni Hinriksson
„Á síðastliðnum misserum hefur
Listasafn Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum lagt sig fram við að veita
óhefðbundnum listrænum viðburð-*
um sífellt meira rými í starfsem-
inni," segir í tilkynningu. Að þessu
sinni er efnt í fyrsta sinn til einka-
sýningar á teiknimyndasögum eft-
ir Bjarna Hinriksson. Sýndar verða
frummyndir af nýjum teikni-
myndasögum og myndefni sem
fyrst og fremst tengist draumum
listamannsins og persónulegri
reynslu.
í tilefni af sýnin'gu Bjarna hefur
verið gefin út bók með völdum
myndasögum eftir listamanninn
og grein eftir Jón Karl Helgason
þar sem hann fjallar sérstaklega
um sögurnar Tryggðartröll og
Kirkjan í fjallinu.
Kristján Steingrímur
Á undanförnum misserum er
óhlutbundna málverkið á ný komið
í sviðsljósið meðal yngri mynd-
listarmanna. Kristján Steingrímur
Jónsson er einn þeirra listamanna
sem hafa tileinkað sér óhlutbundið
myndmál, en þó með nýjum áhersl-
um þar sem hann notfærir sér
aðferðarfræði og myndhugsun
konsept-listarinnar. Myndverk
Kristjáns Steingríms eru sett sam-
an úr iðnaðarteikningum og
stærðfræðilegum táknum. Þau
bera með sér vísindalegar tilvísan-
ir handan við myndrammann en
miðla um leið ljóðrænni náttúru-
sýn-
I tengslum við sýninguna hefur
verið gefin út sýingarskrá með
ritgerð eftir Ólaf Gíslason gagn-
rýnanda auk fjölda mynda af verk-
um listamannsins.
KÓR Átthagafélags Strandamanna.
Innlend og erlend lög
VORTÓNLEIKAR Kórs Átthaga-
félags Strandamanna verða
sunnudaginn 14. maí í Seljakirkju
og hefjast þeir kl. 17.
Á efnisskránni eru innlend og
erlend lög. Einig leikur Malcolm
Holloway á trompet.
Kór Átthagafélags Stranda-
manna hefur starfað nær óslitið
síðan 1958 og eru kórfélagar nú 36.
í desember gaf kórinn út geisla-
plötu með úrvali af því efni sem
kórinn hefur flutt á síðustu árum.
Annast kórfélagar sjálfir dreifingu
hennar.
Stjórnandi Kórs Átthagafélags
Strandamanna er Erla Þórólfs-
dóttir og píanóleikari er Laufey
Kristinsdóttir.
Listnemar
heimsækja
Olafsfjörð
og Dalvík
ÞAR sem nemendur Mynd-
listarskólans á Akureyri
koma víðsvegar að, hefur í
ár verið ákveðið að brydda
upp á þeirri nýjung að vera
með farandsýningu í ná-
grannabæjum Akureyrar.
Nemendur fornámsdeildar,
fyrsta og annars árs grafí-
skrar hðnnunar og málunar-
deildar sýna þar verk sín.
Laugardaginn 13. maí
verður sýningin haldin í
Barnaskólanum á Ólafsfirði
og sunnudaginn 14. maí í
Safnaðarheimilinu á Dalvík,
báðar sýningarnar hefjast kl.
14 og standa til kl. 18. Á
staðnum verður kaffísala og
auk kynningar á starfsemi
skólans og gefst sýningar-
gestum kostur á að fá teikn-
aðar af sér andlitsmyndir.
„Með lífið í
lúkunum" á
Vopnafirði
LEIKFÉLAGAR á Vopnafírði
frumsýna leikritið „Með lífið
í lúkunum", trylli í tveim þátt-
um eftir Ira Levin, í félags-
heimilinu Miklagarði í kvöld
kl. 20.30.
Önnur sýning verður 14.
maí og hin þriðja 15. maí.
Allar sýningarnar hefjast kl.
20.30. Þá er fyrirhuguð ;sýn-
ing á Borgarfirði eystrá
laugardaginn 20. maí.
Leikstjóri er Aldís Bald-
vinsdóttir.
Símakórinnfc
Seljakirkju
SÍMAKÓRINN, kór félags
íslenskra símamanna, heldur
vortónleika í Seljakirkju á
laugardag 13. maí kl. 17.
Auk hans koma fram á
tónleikunum kór MFA, menn-
ingar og fræðslusamband al-
þýðu og Karlakór Reykjavík-
ur, eldri félagar.
Stjórnendur kóranna eru
Kjartan Sigurjónsson og
Kjartan Ólafsson, en undir-
leikari Hólmfríður Sigurðar-
dóttir.
Græná
smiðjan
HANDVERKSHÚSIÐ
Græna smiðjan, Breiðumörk
26, í Hveragerði heldur upp
á eins árs afmælið sunnudag-
inn 14. maí. Þá gefst kostur
á að fylgjast með handverks-
fólki að störfum og sjá meðal
annars pappírsgerð og körfu-
gerð, boðið verður upp á ís-
lenskt jurtate og gulrótar-
kökur.
I handverkshúsinu eru til
sýnis og sölu handunnir mun-
ir unnir úr hráefni sem feng-
ið er úr jurtaríkinu, svo sem
skartgripir, tréleikföng, leir-
munir, þurrskreytingar,
kransar, vefnaður, kort og
tágakörfur, auk ýmissa
óvenjulegra afurða úr ís-
lenskum jurtum svo sem jurt-
asápur, nuddolíur, leirmask-
ar, jurtatre, kryddolíur og
fleira.
Allir eru velkomnir.
i
:
I
\
í