Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ■4- Sigurður Guð- * mundsson, mál- arameistari, var Árnesingur að ætt- erni og fæddist 9. nóvember 1912 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 2. maí síðastliðinn. Foreldrar , hans voru hjónin Guð- mundur Guðnason, skipstjóri og út- gerðarmaður, og Mattína Helgadótt- ir húsmóðir. Guð- mundur fæddist 17. júní 1878 i Traðarkoti á Stokks- eyri en ólst upp að Miðfelli i Hrunamannahreppi. Hann lést 26. apríl 1962. Mattina fæddist á Miðfelli, Hrunamannahreppi, 9. ágúst 1873 en lést 11. aprO 1964. Guðmundur og Mattína giftust 21. febrúar 1903 og eignuðust átta börn en eitt lést í æsku. Börnin voru i aldurs- röð: Ólafur Helgi stýrimaður, sem drukknaði með togaranum Apríl 1. desember 1930; Rósa, sem giftist Einari Magnússyni rektor; Gyða, sem giftist Einari Pálssyni deildarfulltrúa; Guð- björg, sem giftist Birni Björns- syni borgarhagfræðingi; Hall- dóra, sem giftist Pétri G. Jónas- syni, skipstjóra hjá Landhelgis- gæslunni; Hulda, sem gift var Jóhanni Hannessyni bruna- verði; og Sigurður sem nú er kvaddur. Systkinin eru öll látin. Hinn 24. nóvember 1934 giftist Sigurð- ur eftirlifandi konu sinni, Ingunni Sig- ríði Elísabetu Ol- öfu, f. 20. septem- ber 1915, dóttur hjónanna Jóns Guð- mundssonar, sem fæddur var að Hamarslandi í Reykhólasveit, A- Barðastrandar- sýslu, sem drukknaði í Hala- veðrinu 7.-8. febrúar 1925, og Gróu Rósinkrans Jóhannsdótt- ur, sem fædd var 25. febrúar 1890 að Álfada! á Ingjaldssandi, sem lést 30.desember 1964. Sigurður og Ingunn áttu fjög- ur börn. Tvö böm dóu í fmm- bernsku, drengur er skírður var Birgir og stúlkubara óskirt. Böm þeirra sem nú lifa föður sinn em: Jóna Gróa, f. 18. mars 1935, maki Guðmundur Jónsson. Böm þeirra em Ingunn, Sigurð- ur, Helga og Auður Björk. Matt- ína, f. 15. mars 1944, maki Sig- uijón Kristjánsson. Böm þeirra em Anna Sigríður, Elisabet og Ríkey. Utför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞAÐ sem mér er efst í huga þegar ég kveð tengdaföður minn, Sigurð Guðmundsson, málarameistara, er þakklæti fyrir öll þau góðu kynni og umhyggju sem ég hef notið í samvist- um við hann og fjölskyldu hans. Fyrir um 42 árum kynntist ég Sigurði og Ingunni, eftirlifandi eig- inkonu hans, er leiðir mínar og eldri dóttur þeirra, Jónu Gróu Sigurðar- dóttur, lágu saman. Við Jóna Gróa stofnuðum til hjónabands og bjugg- um i fyrstu á heimili þeirra í ný- byggðu húsi við Skeiðarvog 153, þar sem við nutum stuðnings og ástríkis þeirra. Sigurður var mikill eldhugi sem aldrei féll verk úr hendi. Hann var vinnusamasti maður sem ég hef kynnst. Hann hætti aldrei við hálfn- að verk. Hann og Ingunn eiginkona hans höfðu mikið yndi af garðrækt og vörðu mörgum stundum í garðin- um sínum í Skeiðarvogi 153 sem skartaði mörgum tugum blómateg- unda og tijáa. Þaðan eigum við margar góðar minningar innan um angan blóma. Eg er þakklátur vegna þeirrar fyr- irmyndar sem Sigurður var mér og bömum okkar hjóna. Alla tíð hefur hann verið boðinn og búinn að fegra og bæta heimili bama og bamabama sinna með aðstoð og umhyggju. Hann var mikill heimilismaður og ákaflega þægilegur í umgengni, mjög ræðinn og skemmtilegur. Hann var víðlesinn og hafði unun af lestri góðra bóka og sérstaklega hafði hann áhuga á mannkynssögunni og þjóðmálum. Hann var mjög fús til að miðla þekk- ingu sinni til annarra. Sigurður var mikill fagmaður í sinni iðngrein og var stétt sinni til sóma. Þess bera merki verk hans hvar sem litið er. Alls staðar skildi hann eftir sig fagurt handbragð. Ég hef átt því láni að fagna að starfa með Sigurði nú hin síðustu ár hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Þar hef ég Maðurinn minn, REYNIR ALFREÐ SVEINSSON skógræktarmaður, Breiðagerðí 31, Reykjavík, lést á heimili sínu 11. maí. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Guðrún E. Bergmann. Af alhug þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við fráfall og útför sonar okkar, bróður og vinar, LEIFS EINARS LEÓPOLDSSONAR. Hjálp ykkar var mikil. Olga, Leópold, systkini, fjölskyldur og vinir. Útför SIGURJÓNS GÍSLA JÓNSSONAR, Lýsubergi 3, Þorlákshöfn, fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Kristín Erlendsdóttir, Kristinn Gísli Sigurjónsson, systkini og mágkonur hins látna. MINNINGAR sem aðrir notið verkkunnáttu hans. Það var ekki að sjá fyrir nokkrum vikum að þar færi 82 ára gamall maður - svo vel bar hann aldur sinn. Þar var sem mun yngri maður væri á ferð með eindæma vinnugleði og starfsvilja. Enn ótrúlegra þótti mönnum að þessi sami maður hafði gengið undir fleiri en eina skurðað- gerð vegna kransæðastíflu - þá 76 ára. Nei - vinnudegi hans var þá ekki lokið. Hann kom til starfa á ný og skilaði fljótlega fullu dags- verki alveg fram á þetta ár. Sigurður og Ingunn hófu búskap í Bergstaðastræti 26a, eftir að þau gengu í hjónaband árið 1934, og bjuggu þar til ársins 1954. Það var fallegt og gott heimili, í nálægð við æskuheimili Sigurðar á sömu lóð. Þau eignuðust fjögur börn. Tvö dóu í frumbernsku, stúlkubarn óskírt og drengur er skírður var Birgir. Böm þeirra sem nú lifa eru Jóna Gróa eiginkona mín, og Mattína gift Sig- uijóni Kristjánssyni. Sigurður og Ingunn reistu sér heimili í Skeiðarvogi 153 og bjuggu þar lengst af sem ætíð var griðastað- ur fjölskyldunnar og minningar um ógleymanlegar samverustundir með fjölskyldunni geymast um það góða og fallega heimili og umhverfi þess sem þau sköpuðu. Þar bjuggu þau hjón allt til ársins 1992 er þau fluttu að Sléttuvegi 13. Á sínum yngri árum hóf hann nám í málaraiðn hjá Kristjáni Möller, málarameistara í Reykjavík, 1928 til 1932 og lauk sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1932. Hann hlaut meistararéttindi árið 1941 og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur við húsamálun í félagi við Jökul Péturs- son 1941-1944 er hann hóf sam- starf við Kjartan Gíslason, Óskar Jóhannsson, Vilhelm Hakansson og Egil Marberg. Frá árinu 1958 unnu þeir Kjartan Gíslason saman í félagi fram á níunda áratuginn er þeir Ágúst Valgeirsson og Magnús Helgason bættust í hópinn. Sigurður var sístarfandi til hinstu stundar, hann var glaður í viðmóti að vanda við viðmælanda sinn þegar hann var að þvo og hreinsa bílinn sinn fyrir utan heimili sitt 21. apríl síðastliðinn og ekkert virtist vera að, en örfáum augnablikum síðar sem hendi væri veifað kom kallið. Hann kom ekki til meðvitundar aftur og lést á Borgarspítalanum 2. maí sl. Nú er hann horfinn á braut. Hann skildi eftir hjá mér þekkingu, skiln- ing, hlýju og minningu um góðan dreng. Elsku Ingunn, tengdamóðir mín, ég votta þér og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Guðmundur Jónsson. í dag kveðjum við afa minn og alnafna, Sigurð Guðmundsson mál- arameistara, sem lést á 83. aldurs- ári. Börnin mín kveðja langafa sinn. Afí fæddist og ólst upp í Berg- staðastræti 26 í reisulegu húsi með samheldinni fjölskyldu. Faðir hans, Guðmundur Guðnason, stundaði sjó- mennsku sleitulaust í 55 ár, fyrst á skútum en síðar á togurum, ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður. Lang- afí var einnig einn af eigendum Njarðarfélagsins er gerði út togar- ann Njörð og hann var skipstjóri á Nirði er skipið var skotið niður við eyjuna St. Kildu hinn 18. október 1918 er fyrri heimsstyijöldin geis- aði. Hann sigldi einnig í seinni heimsstyijöldinni. Mattína, lang- amma mín, var hornsteinn heimilis- ins í Bergstaðastræti. Foreldrar afa voru mikil atorku- og dáðahjón. Afi átti sjö systkini. Eitt lést í æsku og Ólafur Helgi stýrimaður drukknaði með togaranum Apríl 1. desember 1930. Systumar Rósa, Gyða, Hall- dóra, Guðbjörg og Hulda áttu allar AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. góða ævi en eru nú látnar. Afí var yngstur og kveður nú síðastur. Eftir að afí minn giftist elskulegri ömmu minni var heimili stofnað við túnfót „ættaróðalsins" í „litla hús- inu“ að Bergstaðastræti 26a. Margir afkomendur stórfjölskyldunnar hafa einnig byijað þar búskap sinn. í „litla húsinu“ við Bergstaðastræti stofn- uðu foreldrar mínir sitt fyrsta heim- ili og þar hleypti ég heimdraganum sjálfur. Frá æskuheimili afa míns eiga margir í fjölskyldunni sínar ljúf- ustu minningar. Afí og amma byggðu sér fallegt heimili við Skeiðarvog 153 í Reykja- vík, þar sem þau bjuggu allt til árs- ins 1992 er þau fluttust að Sléttu- vegi 13 í Reykjavík. Vinnusemi var afa mínum í blóð borin. Elja hans var slík að menn grunuðu að gangverk hans væri gert með öðrum hætti en annarra. Það er líka sama hvar niður er bor- ið - allt hans líf ber vott um fagurt handbragð. Áður en afí hóf sitt málaranám vann hann við sveitastörf og á varð- skipinu Óðni. Hann lærði málaraiðn hjá Kristjáni Möller í Reylqavík 1928-1932 og lauk prófi frá Iðnskó- lanum í Reykjavík og sveinsprófí 1932. Hann fékk meistarabréf 1941. Afí hóf sjálfstæðan atvinnurekstur við húsamálun o.fl. í félagi við Jökul Pétursson 1941-1944 er hann hóf samstarf við Kjartan Gíslason, Ósk- ar Jóhannsson, Vilhelm Hakansson og Egil Marberg. Það samstarf hélst til ársins 1958. Frá 1958 unnu þeir Kjartan Gíslason saman í félagi allt fram á níunda áratuginn er þeir Ágúst Valgeirsson og Magnús Helgason bættust í hópinn. Nú hin síðari ár starfaði hann á vegum fé- lagsins mest við málningarvinnu fyr- ir Vatnsveitu Reykjavíkur. Síðastliðið haust sagðist afi ætla að hætta að vinna til þess að vera meira heima með ömmu. Hann var á 83. aldusári. Hann hætti þá dag- legum sjálfstæðum rekstri. Frá starfslokum, eins og hann kallaði það, liðu ekki margir dagar þar til hann var mættur með málningar- galiann til bamabarnanna. Ég hafði keypt mér íbúð á síðasta ári og hann krafðist þess að fá að mála fyrir mig. Á síðustu mánuðum málaði hann fyrir systur mínar og hann málaði fyrir allan hinn barnabama- hópinn - frænkur mínar þijár. Við vildum að hann hvíldi sig meir. Það þýddi ekki að spoma á móti - hann mætti bara snemma að morgni með pensilinn og stigann. í apríl síðast- liðnum, skömmu fyrir andlát sitt, sagðist hann vera á leiðinni til mín til að lakka glugga. Heimili afa og ömmu hefur ætíð borið vott um mikla natni og elju- semi. Húsið í Skeiðarvoginum var alltaf sem nýtt og garðurinn svo glæsilegur að eftir var tekið. Bíllinn var ætíð eins og nýkominn úr kass- anum. Afí var að þrífa bílinn fyrir utan heimili sitt hinn 21. apríl síðast- liðinn er kallið kom. Hann komst ekki til meðvitundar og lést á Borg- arspítalanum rúmri viku síðar. Hann hafði kennt sér meins fyrir nokkrum árum og þurfti að gangast undir erfíða uppskurði - þá kominn hátt á áttræðisaldur. Er ég heimsótti hann á spítalann sá ég ekki fyrir mér að hann myndi standa upp. Skömmu síðar var hann þó kominn upg í stiga með pensil í hönd. Ég vann hjá afa í mörg sumur, aðallega við að mála virkjanir í Sog- inu. Fyrirtæki afa, Sigurður og Kjart- an sf., starfaði mikið fyrirLandsvirkj- un. Ég hamaðist oft með pensilinn til þess eins að ganga í augun á afa. Við vorum uppi á þökum og utan á stórum byggingum. Afi vflaði ekki fyrir sér að standa efst í margra metra stigum - jafnvel þegar hann var kominn á níræðisaldur. Ég hefi notið þeirrar gæfu að hafa verið miklum samvistum við afa minn allt frá því ég man fyrst frá tilveru minni. Tilvera hans hefur verið tilvera mín að mörgu leyti. Ég var skírður nafni hans. Eg var kall- Legsteinar Krossar Skildir Málmsteypan kaplahraunis ljm J IV UX 220 HAFNARFJÖROUR XlJUiLL/1 XII. SlMI 565 1022 FAX 565 1587 aður „Siggi litli“ og hann var kallað- ur „Siggi stóri“. Þrátt fyrir að ég yrði snemma mun hærri í lofti en elskulegur afí minn, þá var hann fyrir mér alltaf “Siggi stóri“ og ég var “Siggi litli“. Sem barn svaf ég oft á milli hjá ömmu og afa og síðar deildum við afí oft herbergi þegar við unnum saman við virkjanir. Hjá afa kynntist ég lífspeki sem ég mun leitast við að fara eftir. Afí og amma áttu saman fjögur börn. Tvö þeirra dóu í frumbernsku. Drengur er skírður var Birgir og stúlkubam óskírt. Jóna Gróa, móðir mín, er gift föður mínum, Guðmundi Jónssyni, vélfræðingi hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, og Mattína er gift Sig- uijóni Kristjánssyni, sem rekið hefur Innrömmun Siguijóns. Afí sagði sjálfur að hvað sem tæki við að jarðlífinu loknu, þá myndi hann að minnsta kosti lifa í afkomendum sínum. Það væri altént elífðin. Ég veit að þangað sem hann fer verða fagnaðarfundir með for- eldrum, systkinum og börnum. Hans líf mun líka halda áfram í mér og öðrum afkomendum hans, sem nú eru 22 talsins. Elsku amma, mamma, Mattína og aðrir aðstandendur, ég votta ykk- ur samúð í söknuði ykkar. Með afa mínum, Sigurði Guð- mundssyni málarameistara er horf- inn dáðadrengur og mikill maður. Það á við um hann sem sagt var í eftirmælum um langafa minn og föður hans, að þar færi maður sem lifði tímamót tvenn og óx fyrir manndóm og atorku. Afí var þeim mannkostum búinn, að allir sem honum kynntust fengu mætur á honum og munu jafnan halda minn- ingu hans í heiðri. Sigurður Guðmundsson og böm. Nú er hann afi okkar farinn frá okkur fyrir fullt og allt — svo óvænt. Ekki gat okkur grunað þegar hann var í afmælisveislu hjá börnunum okkar, kátur og brosandi eins og alltaf, að hann myndi deyja aðeins nokkrum dögum síðar. Afa Sigga fylgdi alltaf mikill kraftur. Það var ekki fyrr en um síðustu áramót að afí hætti að vinna fullan vinnudag þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Við bæði kynntumst afa vel með- an við unnum með honum í málning- arvinnu hjá Vatnsveitu Reykjavíkur yfír sumartímann sem unglingar. Við minnumst hans best í hvíta málningargallanum með sixpensar- ann á höfðinu. Hann kenndi okkur báðum að mála, sem gekk nú ekki alltaf þrautalaust fyrir sig, — það var nefnilega ekki alveg sama hvem- ig maður beitti rúllunni og penslin- um. Afi var okkur öllum systkinunum alltaf góður og alltaf var gaman að koma í heimsókn í Skeiðarvoginn og seinna inn á Sléttuveg. Afí var einstaklega góður og laginn við bömin okkar, Andreu Líf og Guð- mund Birgi. í kennaraverkfallinu nú í vetur voru krakkarnir stundum hjá langafa sínum og mátti vart á milli sjá hver þeirra hafði meira gaman af félagsskapnum þau eða langafi þeirra — hann sagði að það stytti svo daginn að hafa þau hjá sér og vom þau alltaf velkomin. Auðvitað veit maður að svona gengur lífið fyrir sig, á endanum deyja allir — líka manns nánustu. Samt er ekkert sem getur búið mann undir það. Það bara skeður og það er eins og maður átti sig ekki á því. Eftir er bara tómarúm sem ekki verður fyllt. Elsku amma, mamma og Mattína frænka, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um afa Sigga mun aldrei gleymast og munum við halda henni við í huga barna okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Auður Björk, Ægir, Andrea Líf og Guðmundur Birgir. Elsku afí og langafí. Við vissum í síðustu viku, elsku afí, að best væri að kallið kæmi, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.