Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Foreldrar rninir, þaís uar 'ÍM M KWst, l/ °,jú, Ohíar, ÞIÍLjOS&\ jtshj Sihnurrt fSussist t>ii OQ ) « Sftttnt ettir J SrncLvrqis < " á. gr&nTn q I ' } ! ' ( Aíe4 idi töizumst. ! XUyýulepa c henctur^ !' t ,, Kn-MM A\ r\ y'n. ~ry s</ II / 4-2? 'f/ Ferdinand Fljót, Magga... er „Rétt“ Af því ég lærði heima Vá! fyrsta spurningin Hvernig veistu? og las fyrir prófið... „rétt“ eða „rangt“? Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 HJÚKRUN er ákaflega ánægjuríkt og gefandi starf, en um leið mjög krefjandi. Að velja hjúkrun - hjartans, hugans og handarinnar fræði og list Frá Sigríði Halldórsdóttur: HJÚKRUNARFRÆÐINÁM er fjögurra ára háskólanám sem lýkur með BS-gráðu. Sú gráða er alþjóð- lega viðurkennd og eru möguleikar á atvinnu að námi loknu, svo og á framhaldsnámi, mjög fjölbreyttir. Vegna mikils fjölda þeirra sem vilja læra hjúkrunarfræði á móti þeim verknámsplássum sem Háskóli ís- lands (HÍ) og Háskólinn á Akureyri (HA) hafa til umráða hefur orðið að taka upp samkeppnispróf (num- erus clausus) og eru 25 nemendur sem komast áfram á vormisseri 1. árs við HA. Umsóknarfrestur við Háskólann á Akureyri er til 1. júní. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstétt lands- ins. Mikil eftirspurn er eftir hjúkr- unarfræðingum, sérstaklega þeim sem lokið hafa framhaldsnámi. Hin stöðuga eftirspum eftir vel mennt- uðum hjúkrunarfræðingum ein- kennir flest lönd. En hvað er það þá sem hjúkrunarfræðingar gera? Hvers vegna eru þeir svo mikilvæg stétt? Hvar starfa þeir og hvernig? Hvar og hvernig starfa hjúkrunarfræðingar? Ef litið er á íslenskt þjóðfélag kemur í ljós að starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga er ótrúlega víð- feðmur. Það er ef til vill ekki undar- legt þegar hugleitt er hversu þörf fólks fyrir hjúkrun er víðfeðm. Hjúkrunarfræðingar nota þekkingu sína og faglega færni til að annast þá sem þarfnast hjúkrunar og eru á þann hátt oft hönd hins hand- vana, styrkur hins máttvana og lífs- löngun þess er enga hefur. Hjúkr- unarfræðingar starfa á öllum svið- um heilbrigðisþjónustunnar og eru stundum eini fulltrúi heilbrigðis- stétta á staðnum, t.d. á sumum heilsugæslustöðvum úti á lands- byggðinni. Þar sér oft sami hjúkr- unarfræðingurinn um mæðra- og ungbarnavernd, skólahjúkrun, öldr- unarhjúkrun, heimahjúkran og slysahjúkrun, ásamt tengdri heil- brigðisfræðslu í fyrirbyggjandi til- gangi. Á þéttbýlli svæðum er hjúkr- unarþjónustan oftast sérhæfðari þ.e. hjúkrunarfræðingurinn velur sér að starfa t.d. við geðhjúkrun, gjörgæsluhjúkrun, barnahjúkran, handlækningahjúkrun eða heilsu- gæsluhjúkrun, svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig velur hjúkrunar- fræðingurinn sér starfsvettvang innan sérsviðsins, t.d. við gjörgæslu ungbama eða fullorðinna. Þá vinna hjúkrunarfræðingar í auknum mæli við bráðahjúkrun og áfallahjálp. Framlag íslenskra hjúkranarfræð- inga til hjálparstarfa erlendis er einnig vel þekkt. Ánægjulegt og gefandi starf Flestum hjúkrunarfræðingum ber saman um að hjúkrunarstarfið sé ákaflega ánægjuríkt og gefandi, jafnframt því að vera mjög krefj- andi. Það krefst þess að hjúkrunar- fræðingurinn leggi sig allan fram og gefí af sjálfum sér. Til þess að búa hinn verðandi hjúkrunarfræð- ing undir slíkt er eðlilegt að hjúkr- unarfræðinámið sé afar krefjandi. Kenndar era námsgreinar sem hjálpa hinum verðandi hjúkrunar- fræðingi að skilja fólk betur, líkama þess, huga og sál, og jafnframt hvað hafa þarf í huga ef hjálpa á öðram þannig að þeir haldi fullri reisn. Raungreinar eru grunnur námsins t.d. lífeðlisfræði, líffæra- fræði og líkamsmat, en jafnframt eru kenndar greinar eins og vöxtur og þroski bama og unglinga, sálar- fræði og heilsufélagsfræði. Höfuð- áherslan í náminu er þó á hjúkrun- argreinarnar, sem fyrst eru almenn- ar (á 1. og 2. ári), en síðar sérhæfð- ar (3. og 4. ári) t.d. fæðingarhjúkr- un, barnahjúkran, bráðahjúkrun og heilsugæsluhjúkrun. Nútíma tækni og vísindi gera hjúkrunarstarfið mun flóknara í dag en það var áður fyrr. Því má þó aldrei gleyma að við erum fyrst og fremst að hugsa um einstakling- ana en ekki tæknina og raunveruleg umhyggja fyrir einstaklingnum verður ávallt innsta eðli góðrar hjúkranar, en hjúkrun er allt í senn hjartans, hugans og handarinnar fræði og list. Sem forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Ak- ureyri vil ég taka fram að lokum að þeir stúdentar sem hafa staðið sig vel í námi, hafa í hjarta sér umhyggju fyrir náunganum og vilja gjarnan vinna með fólki og fyrir fólk, eru sérstaklega velkomnir umsækjendur um hjúkrunarfræði- nám við Háskólann á Akureyri. Umsóknarfrestur er sem fyrr segir til 1. júní nk. SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.