Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 11 FRÉTTIR SAMKOMA Hjálpræðishersins í Austurstræti árið 1982. FYRSTA húseign Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðishersins á íslandi og í Færeyjum, og heimsækja þau flokksforingja út um land og í Færeyjum og eru andlegir hirðar þeirra auk þess að fylgjast með starfinu á hveijum stað. Þá er Daníel ritstjóri Herópsins og sér um skipulagningu starfsins í heild. „Ég lít jákvætt á framtíðina, en starfið hefur verið að eflast mjög í Reykjavík undanfarið og margir nýir komið í Herinn og til að sækja fundina okkar. Líknar- starfið er heilmikið og hefur það verið að aukast bæði um jólin og allt árið um kring og ég fínn að það er þörf fyrir Herinn. Það er bæði ungt fólk og fullorðið fólk innan vébanda Hjálpræðishersins, þannig að ég er bjartsýnn á fram- tíðina og tel að Hjálpræðisherinn hafí enn starf að vinna hér á ís- landi á meðan enn eru einhveijir sem þurfa á drottni Jesú að halda og það verður alltaf,“ sagði Daníel Óskarsson yfírforingi. DANÍEL Ósk- arsson yfirfor- ingi Hjálpræð- ishersins á ís- landi og Fær- eyjum fyrir framan Her- kastalann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herinn eiginlega félagsmálastofn- un Reykjavíkur. Fyrir utan gisti- húsið erum við svo með Bjarg í samvinnu við Ríkisspítalana, en það er heimili fyrir fólk með geð- ræn vandamál. Síðan höfum við ætíð verið með úthlutun á fatnaði ,og í dag erum við með flóamarkað í Garðastræti 6. Þá erum við auðvitað alltaf með allskonar útisamkomur og útifundi á elliheimilum og víðar. Fólk held- ur að samkomumar á Lækjartorgi hafí eitthvað dregist saman, en það er ekki svo og höfum við aðal- lega verið þar á sunnudögum á sumrin og svo hefur verið í þessi 100 ár,“ sagði Daníel. Margir nýir komið í Herinn í Hjálpræðishernum á íslandi eru starfandi 10-12 foringjar, en síðan eru margir starfsmenn, her- menn og aðrir, og í gistihúsinu og á Bjargi eru rúmlega 20 launað- ir starfsmenn. Daníel og Hanne G. Óskarsson eiginkona hans eru yfirstjórn Gunnar Ingi Gunnarsson fulltrúi í stjórnamefnd Ríkisspítala Ovænt viðbrögð læknaráðsins Stöðunefnd taldi Þorvald Veigar hæfastan GUNNAR Ingi Gunnarsson, læknir, sem á sæti í stjómamefnd Ríkisspít- ala, segir að sér komi viðbrögð lækn- aráðs Landspítala við skipun Þor- valds Veigars Guðmundssonar í emb- ætti framkvæmdastjóra lækninga við Ríkisspítalana sérstaklega á óvart. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að mikil óánægja ríki meðal lækna á Landspítalanum með skip- unina og í atkvæðagreiðslu læknar- áðsins um hvort læknar styddu skip- unina var mikill meirihluti því and- snúinn. „Það sem gerir mig kannski fyrst og fremst hissa er að fyrir nokkmm ámm var Þorvaldur Veigar kjörinn formaður læknaráðs Landspítala. Hann á að baki afskaplega góðan og glæstan feril innan spítalans og hefur verið þar í forsvari fyrir lækna," sagði Gunnar Ingi. Hann sagði að læknar sem gegna ábyrgðarstörfum innan stofnunar- innar væru skipaðir í embætti eftir að hafa verið metnir sömu stöðu- nefnd og taldi Þorvald Veigar Guð- mundsson hæfastan til að gegna þessu starfi. „Hins vegar mun lækn- aráð Landspítalans hafa fundið hjá sér ástæðu til að gera eigið mat á umsækjendum og valdi til þess að- ferð sem útilokaði Þorvald Veigar sem hugsanlegan kandídat í þetta starf. í sjálfu sér er stórmerkilegt að það skuli vera hægt að fínna að- ferð til að velja milli umsækjenda sem kemur í veg fyrir að hægt sé að velja þann hæfasta að mati stöðu- nefndarinnar,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði augljóst þegar horft væri á myndina í heild að stöðunefnd hefði valið Þorvald Veigar hæfastan vegna þess að hann hefði flest til bmnns að bera til að gegna starfan- um. Hann ætti glæstan feril að baki sem fonnaður læknaráðs Landspítal- ans og sem formaður Læknafélags Islands og hefði verið vinsæll í sínu starfi til þessa. Það væri ósköp eðli- legt að veldi slíkan mann til starfans. „Það kann að vera að einhver átök innan læknahópsins komi fram í þessum viðbrögðum læknaráðs. Hins vegar verður læknaráð að gera sér grein fyrir því að þeirra viðhorf er ekki úrslitaatriði. Þeir eru umsagna- raðilar og í þessu tilfelli er mjög auðvelt að veija þetta val, eins og ráðherrann hefur gert, og ég skil í raun og veru ekki hvers vegna lækn- aráð sættir sig ekki við þessa af- greiðslu," sagði Gunnar Ingi að lok- um. Atakið Stöðvum unglingadrykkju Segja lögregluembætti láta lögbrot óátalin FRAMKVÆMDASTJÓRI átaksins Stöðvum unglingadrykkju, Valdimar Jóhannesson, hefur sent dómsmála- ráðherra bréf með kröfu um að ráðu- neytið hafi afskipti af aðgerðaleysi lögregluembætta, eins og það er orð- að. Tilefnið er áfengisauglýsingar á HM í handbolta. í bréfinu segir að lögregluemb- ætti, þar sem leikir HM ’95 fari fram, taki ekki með afgerandi hætti á brotum á lögum og reglugerðum um bann við áfengisauglýsingum. og hafi látið framkvæmdanefnd HM ’95 komast upp með að draga dár að sér með því að bæta orðinu létt- öl með örsmáu letri við nafn bjórteg- undar á auglýsingaskiltum í íþrótta- húsunum þó að reglugerðin segi ljós- lega að orðið verði að vera með jafnáberandi letri og nafn merkisins ef á annað borð er unnt að leyfa auglýsinguna. Þá er minnt á að all- ir leikmenn í mótinu séu merktir með áfengisauglýsingum og sumir með merkjum fleiri áfengisframleið- enda. Valdimar Jóhannesson segir að verði þetta látið óátalið bresti allar varnir í áfengisauglýsingum í land- inu. Nú hafí menn auglýst bjór í útvarpi og lögreglan hafí tekið niður tvær auglýsingar sem settar hafí verið upp aðfaranótt fimmtudags. Greinilegt sé að flóðbylgja skelli yfír verði ekki tekið á þessu strax. Hann telur ljóst að lögregluembætti þori ekki að taka á þessum málum af ótta við stjórnmálamenn sem fulltrúa stöðuveitingavaldsins. Aðgerðaleysi lögregluembætta sé sláandi dæmi um kjarkleysi sem stafi af slíku. Hann segir jafnframt að Geir Haarde, formaður framkvæmda- nefndar, skuldi þjóðinni skýringar á athæfi nefndarinnar. Meiriháttar laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Einstakt tllboð á laugardegi: I . Á dagskrá: í tilefni dagsins bjóðum við þér hið viðurkennda GVC mótald, 14.400 bps. innbyggt — Við kynnum allt sem snýr að Internet-tengingum, hugbúnaði og áskrift ; ásamt hinum viðurkenndu GVC mótöldum sem tryggja öruggan gagnaflutning. Misstu ekki af Internet-kynningu Tæknivals. ^\1 á aðeins — — — — kr. 14.400 stgr. Gildir aðeins þennan eina iaugardag! Hátækni til framfara Tæknival Allt um Internet í Tæknivali: Við bjóðum úrval bóka og blaða um Intemet s.s. eins og "Internet Business" j og "The whole Internet". o Vinsælar bækur um þessa * einstæðu samskiptabyltingu útumallan heim. Opið til 14.00 á laugardögum Skeifunni 17 > Simi 568-1665 • Fax 568-0664 Internet + mótöld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.