Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÁLAFOSSKÓRINN heldur sína árlegu tónleika í Bæjarleikhúsinu. Jónasarsyrpan í Bæjarleikhúsinu ÁLAFOSSKÓRINN heldur sína ár- sálmar og Jónasar-syrpan „lífið er legu tónleika í Bæjarleikhúsinu Mos- lotterí" fellsbæ, sunnudaginn 14. maí kl. Álafosskórinn er á leið til Dan- 20.30. Söngstjóri er Helgi R. Einars- merkur í júní og mun syngja í ýmsum son og undirleikari Daníel Arason. borgum t.d. Álaborg, Hjallerup, Á efnisskránni eru innlend og er- Thisted sem er vinarbær Mosfells- lend dægurlög, ættjarðarlög, negra- bæjar og endar svo í Árósum. V erðlaunamyndir Stuttmyndadaga STUTTMYNDADOGUM í Reykjavík 1995 lauk fimmtudagskvöldið 4. maí. Eftirfarandi myndir unnu til verðlauna: 1. verðlaun: Two little girls and a war eftir Maríu Sigurðardóttir. 2. verðlaun: TF-3BB eftir Gunnar B. Guðmundsson og Einelti eftir Guðmund Karl Sigurdórsson. 3. verðlaun: Ég elska þig, Stella eftir Ragnar Bragason. 4. verðlaun: Klósettmenning eftir Grím Hákonarson og Rúnar E. Rún- arsson. 5. verðlaun:' Kronic eftir Einar S. Einarsson og Erlend Davíðsson. Einnig voru valin sérstök áhorf- endaverðlaun og var myndin Ég elska þig, Stella eftir Ragnar Braga- son hlutskörpust. Ingibjörg Sól.rún Gísladóttir borg- arstjóri afhenti peningaverðlaun fyrir hönd Reykjavíkurborgar. í dómnefnd sátu: Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaieikstjóri, Inga Björk Sólnes framkvæmdastjóri og Þorgeir Gunnarsson aðst. dagskrár- stjóri Sjónvarps. Kynnir hátíðarinnar var ungfrú Reykjavík, Berglind Ólafsdóttir. Það er Kvikmyndafélag íslands í samvinnu við Sjónvarpið, innlenda dagskrárdeild, sem stendur að Stutt- myndadögum og verða verðlauna- myndimar teknar til sýningar í Sjón- varpinu nk. haust. Rúmlega 50 myndir bárust í keppnina sem er töluverð aukning frá því í fyrra. Þetta er í fjórða skiptið sem Stutt- myndadagar í Reykjavík eru haldnir en það er markmið Kvikmyndafélags Islands að þetta verði árlegur við- burður. Fyrir næstu stuttmyndahátíð hefur verið ákveðið að hafa forval á myndunum áður en þær eru teknar til sýninga og auk þess verður lengd myndanna takmörkuð. Breytt fyrir- komulag verður nánar kynnt síðar. I Víðihlíð TONLIST Bæjarlcikhúsinu KÓRTÓNLEIKAR Reykjalundarkórinn flutti íslensk þjóðlög og ýmis erlend lög. Radd- þjálfari: Unnur Jensdóttir Undir- leikari: Hjördís Elín Lárusdóttir Stjórnandi: Lárus Sveinsson NÚ FER kóravertíðinni að ljúka en sá þáttur menningarstarfs er með ólíkindum fjölbreyttur hér á landi, því segja má, að öll átthag- afélög og stærri vinnustaðir hafi sinn kór og eins og einn tónleika- gesta sagði, „ef ekki er hægt að starfrækja, kór þá er stofnaður kvartett“. Listþörf þjóðarinnar brýst ekki aðeins út í ritun bóka og alls konar andlegri iðju, heldur og gerð myndverka, blómlegri leiklist og söng. Ekki verður skólum landsins þakkað allt þetta, því íslenska skylduskólakerfíð er nær alger- lega listlaust samfélag en vera má að einmitt listvöntunin í skó- lauppeldi okkar íslendinga, kalli fram þessa órtúlegu listsvengd, að allir sem vettlingi geta valdið, eru skáld, hugsuðir, málarar, leik- arar og tónlistarmenn. Að Reykjalundi er starfræktur kór og þar hefur Lárus Sveinsson trompettleikari stýrt mönnum til samtaka en raddþjálfunin hefur verið verk Unnar Jensdóttur söng- konu þannig að áhugmennskan nýtur starfskrafta atvinnumanna og því er ýmsu til þokað til betri vegar, sem annars yrði. Heildars- amhljómur kórsins er góðurr sér- staklega sópran- og alt-raddirnar en fáliðaðar karlaraddirnar áttu sinn þátt í þéttum og góðum sam- hljómi kórsins. Fyrri hluti tónleikanna var ein- göngu byggður á íslenskum þjóð- lögum, alls 13 að tölu, er voru í heild ágætlega sungin en bestu lögin voru Vorið langt, Gloría tibi, sem er raddlega nokkuð erfitt fyr- ir kvenraddimar, og síðasta lag syrpunnar, ísland farsældar Frón. Eftir hlé var blönduð efnisskrá. Fyrsta lagið, Sem stormur breki skörðótt ský, fallegt lag eftir Si- belíus, er þó naut sín ekki sem best í flutningi kórsins. Næstu lög voru hins vegar fallega mótuð en það voru þijú vel þekkt lög, Ég beið þín lengi, lengi, eftir Pál ísólfsson, Old Folks at Home, eft- ir Foster og í Víðihlíð en texti þessa einu sinni vinsæla lags er þýddur af Magnúsi Ásgeirssyni. Þá komu tvö verk eftir Mozart, Ave María og Lacrimosa úr sálu- messunni og enduðu tónleikarnir á flörugu, textalausu göngulagi. Éins og fyrr segir var samhljóm- ur kórsins góður, textaframburður ágætur, flutningurinn í heild ör- uggur og sérlega „dynamiskur", stóð vel í Lacrimosa-kaflanum en naut sín best í Old Folks at Home og í Víðihlíð, viðkvæmu lagi er var sérlega fallega sungið. Undir- leikarinn með kórnum var ungur píanóleikari, Hjördís Elín Láms- dóttir, og stóð hún sig með prýði. í heild voru þetta ánægjulegir tón- leikar, þar sem vel fannst á að vel hafði verið unnið. Jón Ásgeirsson MYNDIRNAR í Hafnarborg eru í hinum mörgu litbrigðum af rauðu og eru samsettar úr fleiri einingum. Harpa í Sverrissal HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Sverrissal í Hafn- arborg laugardaginn 13. maí kl. 14. Myndirnar í Hafnarborg eru í hinum mörgu litbrigðum af rauðu og eru samsettar úr fleiri einingum. í myndunum teflir Harpa saman tilvísunum og táknmyndum, sem eru hver á sinn hátt lífstákn. Þetta er tólfta einkasýning Hörpu og stendur hún til 28. maí. Auk sýningarinnar í Hafnarborg opnar Harpa kl. 16 sama dag sýn- ingu á Sólon íslandus á olíumál- verkum og verkum unnum með blandaðri tækni, sú sýning stendur til 30. maí. Síðasta sýningarhelgi Sigrúnar í Norræna húsinu SÝNINGU Sigrúnar Eldjárn í Nor- ræna húsinu lýkur sunnudaginn 14. maí kl. 19. Á sýningunni eru 32 olíu- málverk, máluð á síðustu þremur árum. Þetta er 14. einkasýning Sigrún- ar, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlend- is. Mörg opinber söfn og stofnanir eiga verk eftir Sigrúnu. Hún starfar bæði sem myndlistarmaður og rithöf- undur. Fyrir utan olíumálverk leggur hún stund á grafík, vatnslitun og teikningu. Sýningin er opin frá kl. 14-19 . inn 27. maí ámiðbakka í REYKJAVÍK Dæmt verSur eftir hraSa, nýtingu og gæðum ^ Flakaður verður þorskur,karfi og flatfiskur. Ekkert (oótttökugjald. Skilyrði fyrir þátttöku: Að kunna að flaka. Skráning, upplýsingar og afhending á keppnisreglum í síma 560 9670. Keppendur sem lenda í þremur efstu sætunum hljóta skoðunar- og fræðslu- ferðir til Humber-svæðisins á Englandi í verðlaun. Sýningu Sossu lýkur SÝNINGU á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, í Gallerí Fold, Laugavegi 118, lýkur nú á sunnudag. Á sama tíma lýkur kynningu á verkum Grétu Þórsdóttur í kynningarhorni Foldar. Sossa hefur haldið nokkrar einkasýningar, flestar erlend- is, og tekið þátt í mörgum samsýningum. Gréta stundaði myndlist- arnám í Reykjavík og Helsing- fors í Finnlandi. Hún starfar sem leiktjaldahönnuður og er búsett á Gotlandi. Galleríið er opið alla daga frá kl. 10-18, nema sunnu- daga kl. 14-18. Leyndir draumar LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar var nýlega stofnað, en hópurinn sem stendur að félaginu varð til í Kramhúsi Hafdísar Árnadóttur haustið 1992. Þá stóð Hlín Agnars- dóttir fyrir leiklistamámskeiði fyrir fullorðið fólk. Leyndir draumar hafa þegar sett upp tvær sýningar. Núna eru Leyndir draumar að æfa, í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur, frumsamið verk sem heitir Köttur Schrödin- gers og ijallar um skammta- fræðina, innanhúsarkitektúr og bælingar. Áætlað er að frumsýna verkið í lok maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.