Morgunblaðið - 12.05.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.05.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ 'FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 15 VIÐSKIPTI Norræni fjárfestmgarbankinn færir út kvíarnar Markaðsskrifstofa í Singapore NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB opnaði nýlega markaðsskrif- stofu í Singapore og tengist sú ákvörðun miklum og vaxandi áhuga norrænna fyrirtækja á markaði í Asíu. Yfir 400 norræn fyrirtæki hafa nú þegar aðstöðu fyrir starfsemi í Singaþore og staðsetning markaðs- skrifstofu NIB í Singapore er því mikilvægur þáttur í þjónustu bank- ans. Tilkoma markaðsskrifstofunnar mun efla tengsl og þjónustu bankans við norræn fyrirtæki á þessum mark- aði. Útlán NIB til Asíu nema nú rúm- lega helmingi af útlánum bankans til landa utan Norðurlanda eða sem svarar til ríflega 10% af heildarútlán- um bankans, sem alls nema um ECU 4,5 milljörðum (ISK 378 milljarðar). Alþjóðlegar lánveitingar NIB eða sk. verkefnafjárfestingarlán eru veitt til fjármögnunar verkefna með nor- rænni þátttöku, m.a. í Asíu, Suður- Ameríku og Mið- og Austur-Evrópu. Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri NIB, opnaði hina nýju markaðsskrif- stofu NIB formlega, en Jorgen D. Ilsee, aðstoðarbankastjóri NIB , mun hafa aðseturí Singapore og veita hinni nýju skrifstofu forstöðu. Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er í eigu Norðurlanda og eru höfuðstöðvar hans í Helsingfors. Bankinn veitir langtímalán til fjár- mögnunar fjárfestinga innan sem utan Norðurlanda. NIB nýtur besta mögulega lánstrausts til öflunar fjár- magns á alþjóðlegum fjármagns- markaði AAA/Aaa samkvæmt mati hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja Standard & Poor’s og Moody’s. Morgunblaðið/Kristinn Bónus- tölvur opn- aðar í dag TÆKNIVAL hf. opnar í dag eina stærstu tölvuverslun lands- ins á Grensásvegi 3 undir nafn- inu Bónustölvur. Forráðamenn Bónustölva stefna að því að bjóða almenn- ingi og minni fyrirtækjum tölvubúnað á mun hagstæðara verði en áður hefur þekkst hér á landi. Fyrirtækið hefur fengið umboð fyrir bandaríska Pack- ard Bell margmiðlunartölvur með „Navigator" hugbúnaði. Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals hf., sagði að fyrirtækið hefði upp- haflega fyrst og fremst lagt áherslu rekstrarvörur, fylgi- hluti og stakar tölvur. Síðan hefði starfsemin þróast út í að bjóða fyrirtækjum heildarlausn- ir í vélbúnaði og hugbúnaði og því hefði dregið úr vægi heimil- ismarkaðarins. „Það er hins vegar fyrirsjáanlegt að mikill vöxtur verði á tölvunotkun heimila á næstu árum. Aætlað er að um helmingur af tölvusölu um aldamót verði til heimila. Við viljum koma til móts við þessa viðskiptavini og bjóða þeim tölvur á hagstæðu verði með lágmarksþj ónustu. “ Starfsmenn verslunarinnar eru Hjörtur Vigfússon,, Atli Rúnar Arngrímsson, Jakob Jón- asson, Anna Björg Björnsdóttir, Ólöf María Jóhannsdóttir og Jón Steingrímsson. Með þeim á myndinni er Henrik Oystein Wolff Helgesen, sölustjóri Pack- ard Bell á Norðurlöndum. Dollar upp þrátt fyrir ugg London. Reuter. DOLLARINN hækkaði í gær þrátt fyrir ugg um viðskipta- stríð milli Bandaríkjamanna og Japana, meðal annars vegna þess að hagstæðar hagtölur voru birtar. Verðbréf hækkuðu í verði í Evrópu, mest í London. Þar hækkuðu hlutabréf um tæp- lega 1% og verð þeirra hefur ekki verið hærra í 14 mánuði. Dollarinn hækkaði um rúmlega 3 pfenninga og 2 jen, þótt bandarísk stjórnvöld hafi hótað háum refsitollum á innflutning frá Japan. Staða dollars styrktist þar sem tölur sýna að fram- leiðsluvöruverð í Bandaríkj- unum hækkaði um 0,5% í apríl eftir kyrrstöðu í marz og þar sen bandarísk ríkis- skuldabréf hafa hækkað í verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.