Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 6
6 ÞKIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráðherra segist ósáttur við tvær tilskipanir ESB Takmarka vinnu grunnskólabarna og yfirvinnu Morgunblaðið/Sverrir Afhent verðlaun í ljósmynda- samkeppni fréttaritara III MÓSIH. I.WDS 6 itiiL'tiLjieWjrji HARALDUR Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, afhendir Ágústi Blöndal verðlaun fyrir bestu mynd ljósmyndasamkeppninnar. PÁLI, Pétursson, félagsmálaráðhen’a, segist vera mjög ósáttur við tvær til- skipanir Evrópusambandsins í vinnu- markaðsmálum, sem Island mótmælti við gerð samningsins um Evrópskt efnahassvæði án þess að tekið hafí verið tillit til þess. Páll sagði að þessar tilskipanir væru nú komnar og fjallar önnur þeirra um að lengd vikulegs vinnu- tíma megi ekki fara yfir 48 stundir að meðaltali yfir tiltekinn tíma. „Þetta er nokkuð sem ekki passar inn í ís- lenskar þjóðfélagsaðstæður eins og þær eru núna og ef við þyrftum að undirgangast það að hafa ekki meiri yfirvinnu en þetta þá finnst mér pað alveg augljóst að fjölskyldumar yrðu að fá tekjutapið bætt í hærra kaupi þannig að það myndi gjörbreyta launagerðinni í þjóðfélaginu,“ sagði Páll. Hann sagði að hin tilskipunin væri um vemd báma og unglinga og hún fæli það í sér að þeir mættu ekki vinna fyrr en þeir hefðu lokið grunnskólan- um. Þeir sem væm Í5 ára og yngri mættu ekki bera út biöð, keyra bama- vagna, snúast i sveit eða grípa í vinnu í frystihúsi og yfirleitt ekki taka neina launaða vinnu nema við listviðburði. Ef um tískusýningar eða leikrit væri að ræða mættu börn vinna við það. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur nýlega dæmt 18 ára pilt í 2 ára fang- elsi og 19 ára pilt í 15 mánaða fang- elsi fyrir vopnuð rán sem framin vom í sölutumum í Reykjavik í febrúar sl. auk fleiri brota. Hlutdeildarmaður í öðm ráninu hlaut einnig 10 mánaða fangelsi fyrir að lána hníf, sem notað- ur var við verknaðinn. Fyrra ránið var framið í sölutum- inum Leimbakka 15. febrúar. Þá vom piltamir tveir saman að verki, og ot- uðu hnífum að afgreiðslustúlku og unnusta hennar og komust undan með tæpar 45 þúsund krónur. Seinna ránið var framið í sölutum- inum Ásgarði tveimur dögum síðar. Þá var sá, sem þyngri dóminn hlaut, einn á ferð, ógnaði stúlku með hníf og komst undan með 21 þúsund krón- ur. í það skipti hafði hann fengið lánaðan eldhúshníf hjá 28 ára göml- um manni. Sá var dæmdur fyrir hlut- deild í brotinu og til 10 mánaða fang- elsisvistar fyrir að lána hnífinn enda hafí hann vitað til hvers hinn ætlaði að nota hann. Piltarnir játuðu brot sín greiðlega og kváðust hafa verið undir áhrifum „Ég er líka mjög andvígur þessari tilskipun. Ég held að vinna hafí upp- eldisgildi í sjálfu sér og krakkamir hafí gott af því að vinna, fyrir utan það að þau og ijölskyldur þeirra munar verulega um að þau dragi eitt- hvað í búið eða sér til framfærslu," sagði Páll. Skapar félagsleg vandamál Hann sagði að ef þetta yrði niður- staðan og böm og unglingar yrðu dæmdir til þess að vera iðjulausir myndi það væntanlega kosta það að lengja yrði skólann og eitthvað yrðu kennarar að fá fyrir það. Síðan myndi þetta væntanlega skapa félagsleg vandamál líka og því sæi hann marga annmarka á þessari tilskipun. „Þessar tilskipanir era rannar upp suður í Evrópu og era til þess að deila þeirri litlu vinnu niður sem er fyrir hendi á sem flesta einstaklinga sem er út af fyrir sig kannski rétt- mætt sjónarmið. En þar með er líka búið að viðurkenna að atvinnuleysi sé ástand sem sé eðlilegt og komið til að vera og það stendur í mér að gangast inn á það. Ég tel að við eig- um að stjóma landinu með það fyrir augum að þeir sem vilja vinna og geta unnið eigi að hafa kost á því að vinna,“ sagði Páll Pétursson. fíkniefna við fyrra ránið og framið það m.a. til að afla Qár til kaupa á fíkniefnum. Þeir hafa allir margsinnis verið dæmdir til refsinga fyrir ýmis brot og var tekið tillit til þess við ákvörð- un refsinga. Stal myndbandstæki bróður síns í málinu var sá sem þyngsta dóm- inn hlaut einnig dæmdur fyrir að hafa falsað tugi tékka og fyrir þjófn- aði, m.a. fyrir að hafa stolið mynd- bandstæki frá bróður sínum. Einnig var hann dæmdur fyrir innbrot og þjófnað úr Hólabrekkuskóla en þá var hann á ferð með 24 ára gömlum manni sem hlaut íjögurra mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í þeim verkn- aði. Alls var piltinum gert að greiða um 20 manris skaðabætur fyrir skemmdir og tjón sem hann hafði valdið þeim með afbrotum sínum og var það um að ræða upphæðir frá 3.000 kr til 384 þúsund krónur til hvers tjónþola. VERÐLAUN og viðurkenningar í samkeppni um bestu myndir fréttaritara frá árunum 1993-94 voru afhent við athöfn í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 síðastliðinn laugardag. Okkar menn, Félag fréttaritara Morg- unblaðsins, efndi til samkeppninn- ar í samvinnu við Morgunblaðið. Sextán fréttaritarar fengu við- urkenningar. Mynd Ágústs Blön- dals í Neskaupstað, „Frækilegt björgunarafrek", sem tekin var eftir að björgunarþyrlur varnar- liðsins lentu í Neskaupstað eftir björgun skipverja af Goðanum í Vöðlavík var útnefnd besta mynd keppninnar. Myndirnar hafa verið settar upp á sýningu með yfirskriftinni „Til sjós og lands - ljósmyndir frétta- ritara" og verður hún sett upp á nokkrum stöðum á landsbyggð- inni á næstu vikum og mánuðum. Á efri myndinni eru verlauna- hafar og dómnefnd, f.v.: Sigríður Óskarsdóttir, Jóhanna Jóhanns- dóttir sem tók við verðlaunum Benedikts Jóhannssonar á Eski- firði, Ingibjörg Ólafsdóttir, Frey- steinn Jóhannsson, Sigurbjörg og Auður Gunnarsdætur sem tóku við verðlaunum Gunnars Hallssonar í Bolungarvík, Ulfar Ágústsson á ísafirði, Ellen Kristjánsdóttir sem JEGOR Gajdar, fyrrverandi for- sætisráðherra og einn af helstu forystumönnum rússneskra um- bótasinna, 'sendi Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, bréf á meðan á heimsókn Davíðs til Rússlands stóð í seinustu viku en Davíð var viðstaddur hátíðahöld í Moskvu í tilefni styrjaldarloka í Evrópu fyrir 50 árum. í bréfinu óskar Gajdar tók við verðlaunum Péturs Kristj- ánssonar á Seyðisfirði, Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Höfn, Theód- ór Kr. Þórðarson í Borgarnesi, Gunnar Rúnar Eyjólfsson sem tók við verðlaunum Eyjólfs M. Guð- mundssonar í Vogum, Jónas Er- lendsson í Fagradal, Alfons Finns- son í Ólafsvík, Jón Sigurðsson á Blönduósi, Sigurður Aðalsteinsson eftir samstarfi milli flokks hans, Frjáls lýðræðislegs vals Rússlands, og Sjálfstæðisflokksins. „Hann óskar eftir að taka megi upp góð samskipti og samstarf á milli þessara tveggja flokka. Þeir eru að fóta sig áfram í flokkakerf- inu og eru að leita eftir samstarfi við stjornmáiaflokka á Vesturlönd- um. Ég tel þetta eðlilegt skref í samskiptum flokka og við munum á Vaðbrekku, Agúst Blöndal í Neskaupstað, Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum, Sigurður Sig- mundsson í Syðra-Langholti, Sig- urgeir Svavarsson sem tók við verðlaunum Svavars B. Magnús- sonar á Ólafsfirði, Kári Jónsson sem tók við verðlaunum Sigurðar Jónssonar á Selfossi og Sigtrygg- ur Sigtryggsson. skrifa honum og svara að við vilj- um gjarnan eiga við hann sam- skipti. En flokkamótunin í Rúss- landi er skammt á veg komin og flokkakerfin vanþroskuð, sem eru að mestu byggð upp í kringum einstaklinga. Það ríður á miklu að flokkakerfið þroskist þannig að lýðræðisþróunin geti haldist áfram,“ sagði Davíð. Dæmdir í fangelsi fyrir vopnuð rán Frjálst lýðræðislegx val Rússlands Oskar eftir samskiptum við SjálfstæðisfJokkinn Yfirlýsing VIÐ undirritaðir, bæjarfulltrúar í Hafnarfírði, Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs, og Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri, sendum erindi til félagsmálaráðherra í jan- úar sl., þar sem kærð voru fjár- málaleg viðskipti Hafnarfjarðar- bæjar við fyrirtækið Hagvirki Klett hf. árin 1992-1994. Tilefnið voru upplýsingar sem við höfðum fengið í hendur í störfum okkar við stjórn bæjarins, þess efnis að fyrirsvars- menn hans á þessum tíma hefðu ekki rækt embættisskyldur sínar með þeim hætti sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986 við meðferð á fjármunum bæjarins. Hafði niðurstaðan orðið sú að bæjarsjóður tapaði veruleg- um fjárhæðum vegna þessarar vanrækslu. Sýndist okkur þetta geta verið brot gegn 139. gr. al- mennra hegningarlaga, þar sem lögð er refsing við því ef opinber starfsmaður misnotar stöðu sína til þess m.a. að halla réttindum hins opinbera, í þessu tilviki bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar. Settur félagsmálaráðherra vís- aði erindi okkar frá sér með úr- skurði 11. mars sl. Í úrskurði sagði að efnisatriði vísuðu öll til liðinna athafna sem augljóslega yrði ekki bætt úr. Þetta gerir félagsmálaráð- herra þrátt fyrir að í sveitarstjórn- arlögum séu skýr ákvæði um skyldu hans til að hafa eftirlit með því að sveitarstjórnarmenn gegni skyldum sínum samkvæmt lögum. Hins vegar taldi ráðherrann að ávirðingarnar gætu varðað við refsilög ef réttar væru og væri rannsókn slíkra mála í höndum lögreglu. Þrátt fyrir að við teldum að ráð- herrann gæti fráleitt vísað málinu frá sér á þessari forsendu, fórum við eftir þessari ábendingu og sendum embætti ríkissaksóknara erindi 20. mars sl. þar sem málinu var vísað til opinberrar rannsókn- ar. Með bréfi 9. maí sl. hefur svo ríkissaksóknari hafnað erindinu. Virðist synjunin byggjast á því að pólitískt kjörnum embættismönn- um beri ekki skylda til að gæta þeirra almannahagsmuna sem vik- ið er að í 139. grein almennra hegningarlaga, svo furðulegt sem það kann að virðast. Þá má álykta með vísan til bréfs saksóknara, að hann telji að félagsmálaráðherra hefði átt að úrskurða í málinu þó hann hafi ekki gert það. Ljóst er að hvorugt þessara stjórnvalda tekur á málinu. Þar vísar hvor á annan. íslenskt stjórn- vald virðist því vanmegnugt að gæta hagsmuna almennings gagn- vart gjörðum pólitískt kjörinna fulltrúa við meðferð á almannafé. Við undirritaður höfum gert það sem við töldum okkur rétt og skylt að gera í þessu máli. Frekar mun- um við ekki aðhafast og málinu því lokið af okkar hálfu.“ Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs, Magnús Jón Arnason, bæjarstjóri. Austurbæjarskóli Alfreð hættir ALFREÐ Eyjólfsson, skólastjóri Austurbæjarskóla, hefur sagt starfi sínu Iausu. Nýr skólastjóri tekur við skólanum 1. ágúst. Sigurður Helgason, deildarstjóri í starfsmannadeild menntamála- ráðuneytisins, sagði að Alfreð hefði sagt starfinu lausu á fimmtudag og tæki uppsögnin gildi 1. ágúst. Alfreð verður á launum þar til 1 árs veikindafríi hans lýkur uppúr næstu árarnótum. Alfreð varð yfirkennari við Aust- urbæjarskóla haustið 1976 og skólastjóri þremur árum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.