Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 41 Hannesar í arkitektafélaginu. Hann var formaður, þegar féiagið hét Húsameistarafélag íslands. Hann tók þátt í að breyta nafninu í Arki- tektafélag íslands. Sú breyting var mjög eðlileg vegna ruglings sem ágerðist með hugtökin húsameist- ari, byggingameistari, húsasmíða- meistari. Einn er ómetanlegur þáttur í starfi Hannesar fyrir arkitektafé- lagið. Hann lagði ómælda vinnu í að afla gagna um erlenda skóla í byggingarlist, námsefni, námslengd og prófgráður. Þar sem arkitektafé- lagið er umsagnaraðili ráðuneytisins um menntun þeirra er samkvæmt lögum mega nota arkitektsnafnið sem starfsheiti, er nauðsynlegt að traustur grunnur sé fyrir mati og umsögn félagsins í þeim efnum. Þann grunn lagði Hannes öðrum fremur, sem formaður menntamála- nefndar félagsins um árabil. Fyrir skemmstu, á 40 ára af- mæli Ljóstæknifélags íslands, var Hannes gerður að heiðursfélaga. Hann ásamt öðrum vann að undir- búningi að stofnun félagsins. Hann var svo einn af stofnendum þess og sat þó nokkur ár í stjórninni á þeim tíma, sem félagið var hvað virkast. í þessu sambandi má minna á áhuga hans á dagsbirtu og lýsingu, svo sem sjá má á úrlausn þeirra þátta á Kjarvalsstöðum. Tengt þessu sama má sjá í húsi tilrauna- stöðvarinnar að Keldum. Þar glímdi Hannes við að stjórna dagsbirtunni á tilraunastofum, er snúa mót suðri. Húsið er að auki merkilegt fyrir stiga, sem þar er. Stiginn olli stærðfræðingum miklum heilabrotum, vegna þess að þeir voru ráðþrota um hvemig stiginn yrði reiknaður m.t.t. burðarþols- fræðinnar. í upphafsorðunum er þess getið að Hannes hafði trausta yfirsýn yfir samfélag sitt og skilning á skyldum og hlutverki arkitektastétt- arinnar í samtíð og samfélagi. 011 hans störf í arkitektafélaginu og afskipti hans í opinberu lífi mót- uðust af því að arkitektastéttinni ber í ljósi réttinda sinna og mennt- unar að rækja hugmyndafræðinleg- ar skyldur við samfélag sitt. Hann ritaði greinar um híbýla- hætti og húsagerð, skipulag og margt fleira. Þar gagnrýndi hann og benti á hvað betur mætti fara. Hann var forystumaður við að bjarga Thor Jensen-húsinu frá tor- tímingu og forða okkur frá skipu- lagsslysi á horni Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar. Fyrirhuguð Seðla- bankabygging, sem þar skyldi rísa, var flutt á annan stað. Um skeið starfaði hann í húsfrið- unarnefnd og beitti rökvísi sinni í umræðum um meðferð mála. Þá varð okkur tíðrætt um skort á hlut- lægum viðmiðunarreglum til að meta rökrænt varðveislugildi húsa, byggðar og annarra mannvirkja. Hann var fulltrúi arkitektafélags- ins í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og gegndi þar for- mennsku um árabil við góðan orð- stír. Hin síðari ár dró úr starfi hans í arkitektafélaginu, sem eðlilegt var. Þó tel ég, að yngri arkitektar hafi skilið hug hans og stéttvísi, þegar hann lét þar til sín taka. Engu að síður fullyrði ég, að margt væri á betri vegi statt í félaginu, ef áhrifa hans hefði gætt betur og lengur. Hér skal lokið minningum mínum um starf og starfshætti Hannesar. Á þessum tímamótum er ástæða til að kynna það þeim sem þurfa að vita, til að meta starfsferil hans. Persónulega vináttu og samskipti okkar Hannesar á ég bágt með að ræða í dagblaði. Það geymist í huga mínum ásamt þakklæti fyrir öll þau kynni. Kæra Auður, Tanni og Gunna, þið hafið misst mikið. Við vissum það öll, að allt stefndi að þessum lokum og þökkum fyrir hve friðsæl þau voru. Ég bæti ykkur ekki soknuðinn með mærðartali. Megi ykkur og okk- ur sem töldum til vina hans vera hughreysting af því, að vita að geng- inn er góður drengur, sem skilaði þjóð sinni dijúgu heillaríku lífsverki. Skúli H. Norðdahl, ark. FAÍ. KRISTJÁN S. ARNGRÍMSSON + Kristján S. Arn- grímsson fædd- ist á Höfða í Eyrar- sveit 30. ágúst 1910. Foreldrar hans voru Arn- grímur Magnússon bóndi og Anna S. Kristjánsdóttir. Systkini Kristjáns voru sex og var hann næstyngstur, en Kristensa elst, þá Óskar, Magnús, Oli Jóhann, Vil- helmina og Ingólf- ur. Eru þau öll látin nema Vilhelmína. Kristján kynntist eiginkonu sinni, Aðal- heiði Sigurrós Friðriksdóttur, f. 27. maí 1914, d. 13. júní 1984, á Akranesi. Hún var frá Mela- leiti í Melasveit og voru foreldr- ar hennar Friðrik Bergsson og Margrét Guðmundsdóttir. Kristján og Aðalheiður giftu sig í Dómkirkjunni 2. janúar 1941 og hófu sinn búskap í litlu her- bergi á Seljavegi í Reykjavík. Síðan bjuggu þau á Skeggja- götu til ársins 1946, en keyptu í DAG kveðjum við afa minn, Krist- ján S. Arngrímsson verkamann, sem lést á 85. aldursári á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Nú þegar vor er í lofti eftir langan vetur kveður þú þennan heim. Þú hefur reyndar komið okkur öllum á óvart með hversu sterkur lífsandi þinn var, því oft töldum við að andi þinn yrði bugaður þegar þú lagðist veikur síðastliðin fimm ár. í minningunni varstu ákaflega dulur maður og þegar ég hugsa til baka þá er ljóst að það hefur verið erfitt fyrir hvern sem var að kynn- ast persónu þinni, því ekki varstu að bera tilfinningar þínar á torg. Ég minnist þín sem ákaflega vinnu- sams manns því ef þú varst ekki í vinnunni þá varstu heima annað- hvort að ryksuga, moka snjó, slá garðinn, taka upp kartöflur, setja niður kartöflur, taka upp rabar- bara, mála og svo mætti lengi telja. Við barnabörnin fengum að hjálpa þér við útiverkin. „Hversu mikil sem sú hjálp var, man ég hversu stolt og ánægð við vorum eftir vel unnið verk er við settumst síðan inn í eld- hús til ömmu og borðuðum heitar pönnukökur með sykri og drukkum ískalda mjólk með. Ég bar mikla virðingu fyrir þér. Þú hefur örugglega verið strangur uppalandi og orð þín voru sem lög. Þú þoldir ekki slæma umgengni og er mér minnisstætt hversu mikil- vægt þér var að halda stofunni ykkar ömmu fínni. Þú þurftir ekki annað en að líta á mig þegar ég var eitthvað að læðupokast við stofuhurðina, þá var ég fljót að finna mér eitthvað annað til dund- urs. Eftir að amma dó fór parkin- sons-sjúkdómur þinn að ágerast og að lokum varðstu að flytjast á síðan íbúð á Njáls- götu 86 og bjuggu þar til ársins 1952. Þá fluttu þau í Breiðagerði 10. Kristján og Aðal- heiður eignuðust fjögur börn sem eru öll lifandi: Mar- grét, f. 20. október 1940, maki Hannes Thoranrenssen, þau eiga þrjú börn; Öskar, f. 14.maí 1942, maki Birna Árnadóttir, þau eiga fjögur börn; Anna, f. 3. júlí 1947, maki Hjálmar Diego Arnórsson, eiga þau þrjú börn; og Kristleifur, f. 12. desember 1955, maki Bjarnveig Bjarnadóttir, þau eiga tvo syni. Kristján starfaði sem verka- maður til sjós og Iands en mest- alla starfsævi sína vann hann hjá Sveinbirni Sigurðssyni verktaka. Útför Kristjáns fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. hjúkrunarheimilið Skjól. Þú varst ekki alveg sáttur við að þurfa flytj- ast inn á slíka stofnun sem Skjól er, flytjast burt af heimilinu sem þér var svo annt um. Ég get alveg skilið að það hljóti að hafa verið erfítt því í raun er maður sviptur eigin forræði. Þú áttir afskaplega erfitt með að sætta þig við að geta ekki boðið gestum þínum upp á kaffi og meðlæti. Nú undir það síð- asta er við heimsóttum þig, ég og synir mínir, varstu orðinn ansi lé- legur til heilsunnar. Við vorum að reyna að tala við þig, þú vildir ekki opna augun, en vildir þó taka í hendur okkar. Laugardagsmorgun- inn 6. maí er við fjölskyldan vorum að koma okkur á fætur segir litli hnokkinn okkar allt í einu: „Nú er langafi kominn til guðs. Er hann þá ekki engill?“ Við hin sem ekkert vissum vorum að reyna að skýra út fyrir honum að langafi væri bara veikur að hann væri ekki enn dá- inn. Litli hnokkinn var enn ekki sáttur og spurði því: „Er hann þá ennþá i rúminu sínu?“ Áðeins tveim- ur tímum seinna var okkur tilkynnt andlát hans. Elsku afi, nú ertu laus við allar þjáningarnar og kominn til ömmu og systkina þinna hjá Guði. Mig og fjölskyldu mína langar til að kveðja þig með þessu ljóði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dirama dauðans nótt. (V. Briem) Aðalheiður Diego og fjölskylda. + SVAVA FELLS, Andaðist í Landspítalanum 5. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. Lokað í dag vegna jarðarfarar EGGERTS G. ÞORSTEINSSONAR. Þosteinn Eggertsson hdi. Lögmannsstofan, Síðumúla 31. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, HARALDUR SIGURJÓNSSON fyrrverandi kaupmaður, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 14. maí. Klara Guðmundsdóttir, Sturla Haraldsson, Anna Ólafsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Rannveig Jónsdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Ólafur Skúlason, Ingimar Haraldsson, Halldóra Björk Jónsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, STEFÁN RAFN ÞÓRÐARSON, Smyrlahrauni 25, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum þann 14. maí. Guðrún Sigurmannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, ARI GÍSLASON Vesturgötu 138 Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Helga Helgadóttir, Salvör Aradóttir, Inga Guðmunda Aradóttir. + Utför ástkærs eiginmanns míns, föður, bróður og mágs, GUÐBJARTS JÓNSSONAR frá Bakka, Bergþórugötu 33, Reykjavík, fer frarh frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Kálfatjarnarkirkjugarði. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Margrét D. Betúelsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jóhann Ólafur Jónsson, Kristjana J. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Hrauntungu 19, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Unnsteinn Stefánsson. Kristín Unnsteinsdóttir, Stefán Unnsteinsson, Einar Unnsteinsson, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, TAGE AMMENDRUP dagskrárgerðarmaður, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Marfa M. Ammendrup, Páll Ammendrup, Guðrún Ammendrup, Axel Ammendrup, Guðbjörg Benediktsdóttir, María J. Ammendrup, Ólafur Hermannsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.