Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 23 Nýjar bækur Ljóðabókin Birta nætur ÚT er komin ljóðabókin Birta nætur. Höfundur er Ásdís Óla- dóttir og er þetta fyrsta verk hennar. Bókin sem er gefin út í hundrað tölusettum eintökum hefur að geyma þrjá- tíu ljóð. Ásdís hefur áður birt efni í Lesbók Morgunblaðsins í tímariti Andblæs og afmælis- riti hressingarskáns. Útgefandi er Andblær. Birta nætur er 40 bls. og fæst í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og í Eymunds- son Austurstræti og kostar um 1.200 krónur. Stensill prent- aði. Ljóðabókin Kyrra vatn ÚT ER kom- in ljóðabókin Kyrra vatn eftir Ólöfu M. Þorsteins- dóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höf- undar. Ólöf M. Þorsteins- dóttir er fædd í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám við HÍ, en hefur starfað hjá bókaforlögum og við blaðamennsku í nokkur ár. Kyrra vatn er 58 bls. Prent- uð í Offsetfjölritun. Bókin kostar 1.026 krónur. • ÍSLENSKi Kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Þorvaldur víðförli er sögu- leg skáldsaga eftir Árna Berg- mann um umbrotatíma í sögu íslands og Evrópu. ísiending- urinn Þorvaldur víðförli, sem var uppi fyrir árþúsundi, slæst ungur í lið með Friðriki trú- boðsbiskupi og lendir í mann- vígum fyrir Hvítakrist á ís- landi. Síðan leitar hann guðs síns í Noregi og Garðaríki, fer með væringjum um víðáttu Rússlands suður til Mikla- garðs, er í hernaði, kemur í konungshallir, gengur í klaust- ur, gerist einsetumaður. Bókin er 302 blaðsíður og kostar 899 krónur. Englar alheimsins er skáldsaga eftir Einar Má Guð- mundsson sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrr á þessu ári. Sagan fjallar um ævi og endalok manns sem lendir í hremming- um geðveikinnar. Aðalpersón- an, Páll, segir sögu sína frá vöggu til grafar; þegar sak- leysi æskuáranna lýkur fellur skuggi geðveikinnar á líf hans og fjölskyldu hans. Bókin er 224 blaðsíður og kostar 899 krónur. Ást ogskuggarer skáld- saga eftir chilönsku skáldkon- una Isabel Allende og hefur nýlega verið gerð eftir henni kvikmynd. Blaðakonan Irene Beltrán og ljósmyndarinn Francisco Leal takast á hendur ferðalag inn í myrkvið þjóðfé- lags undir harðstjóm, þar sem fólk hverfur fyrirvaralaust og er pyntað, drepið og huslað. Eftir því sem innar dregur og skuggarnir taka að lykjast um þau eflist ást þeirra. Berglind Gunnarsdóttir þýddi bókina sem er246 blaðsíður. Hún kostar 799 krónur. Lífið og rýmið MYNDLIST Norræna húsið GRAFÍK/KLIPP HJORDIS JOHANSSON BECKER Opið frá kl. 14-18 alla daga til 18. maí. Aðgangur ókeypis. SÆNSKA listakonan Hjordis Johansson Becker verður að teljast mjög jarð- tengd í verkum sínum, og myndefnið sækir hún öðru fremur til jarðarinnar, rým- isins og lífsins. Um þessa hverfipunkta snúast myndr- aðir hennar, þar sem hún gengur öðru fremur út frá einfaldleikanum og skýrri afmarkaðri hugsun. Hún er sér ákaflega meðvitandi um miðilinn milli handanna, sem í flestum tilfellum er blanda af koparætingu og klippi. Skýr og klár framsetning er viðfangsefnið, þar sem rými og tómarúm bera upp mynd- ferlið eins og í myndröðinni „Rýmið“. Þetta eru aðallega stórar aflangar myndir gerðar á pappír úr berki mórbeijar- trés, sem er einkar mattur og notalegur fyrir augað. Þar vöktu helst athygli mína myndir eins og „Gígur 1“ (4), sykurakvatinta, æting, og „Bið“ (14), æting, blönd- uð tækni, steingervingar. Þróttmikil og skipulögð vinnubrögð einkenna þessar myndir þar sem annars vegar er um mýkt og hraða að ræða, en hins vegar kyrrð og stígandi. Einnig „Utangarðs" (14), æting, chine chollé og klipp, en þar vinn- „Bið“. Blönduð tækni. 1993. ur hún með ferningá á mjög skipulegan hátt, með einfaldri, snjallri skírskotun. Þessar myndir geta talist alveg óhlutlægar þótt tilvísanir til hlutvaktra fyrirbæra séu ótvíræðar, en svo eru það litl- ar myndir í svipaðri tækni sem teljast hlutlægar og eru myndir eins og Vængstífð (16) og Nautshaus (19) ákaf- lega létt unnar og formhrein- ar. Hið einfalda gígaform, sem endurtekið kemur fram í myndum listakonunnar er líka mjög athyglisvert, því þar er frumlagið kannski einungis ein vafflaga blökk lína, en andlagið áferð koparplötunn- ar. Veigurinn í myndheimi Hjordis Jchansson Becker, eru þannig hlutvakin form- ræn mögn í óhlutlægum bún- ingi, því hún ieitar stöðugt til fyrirbæra náttúrunnar og mannanna verka, þótt skoð- andinn skynji það einungis í sjálfri útfærslunni og hinum náttúrulega efnivið sem hún notar og hinni safaríku áferð. Hin tæknilegu vinnubrögð eru svo afar hrein og vönduð og ljóst má vera, að hér er um listakonu að ræða er gjör- þekkir miðil sinn og ber ríka virðingu fyrir handverkinu. Um farandsýningu er að ræða og ákaflega vel að henni staðið, sýningarskráin einföld og hönnun mjög skilvirk. Bragi Ásgeirsson ■ARCADIA, leikrit Toms Stoppards, var valið besta nýja leikrit ársins í at- kvæðagreiðslu félags leik- listargagnrýnenda í New York í síðustu viku. Besta bandaríska leikritið var valið „Love! _ Valour! Compassion! (Ást! Hug- rekki! Samúð!) eftir Terr- ence McNally. Gagnrýnendurnir veittu engin verðlaun fyr- ir söngleiki að þessu sinni og gáfu þar með „Sunset Boulevard“ eftir Andrew Lloyd Webber og fleiri söngleikjum á baukinn. ■KENT Nagano, hljóm- sveitarstjóri óperunnar í Lyon í Frakklandi, fékk i síðustu viku mikla verki í. kviðinn skömmu áður en hann átti að stýra frum- flutningi hljómsveitarinn- ar á óperunni Schliemann eftir Betsy Jolas. Læknir sagði Nagano að um væri að ræða bráða botnlanga- bólgu og vildi skera hann upp strax. Hljómveitar- stjórinn var hreint ekki á því, þar sem flutningur óperunnar er flókinn og vandasamur. Sagði hann engan geta hlaupið í skarðið fyrir sig og lækn- irinn lét undan og sam- þykkti að frésta upp- skurðinum. Þá bar svo við að verk- urinn hvarf. „Nú spyrja þeir mig hvort máttur tón- listarinnar hafi verið að verki, eða hvort tónlistin hafi orsakað botnlanga- bólguna?" segir Nagano. Myndir Friðriks Þórs í Banda- ríkjunum SI^RSTÖK yfirlitssýning á kvik- myndum Friðriks Þórs Friðriksson- ar var hluti af dagskrá einnar helstu kvikmyndahátíðar i Bandaríkjun- um, World Cinema Film Festival, sem nú stendur yfir í borginni Philadelphia. Er þetta fyrsta yfir- litssýning á myndum íslensks kvik- myndaleikstjóra í Bandaríkjunum. Myndirnar sem valdar voru til sýninga eru Rokk í Reykjavík, Hringurinn, Skytturnar, Börn nátt- úrunnar og Bíódagar. Friðrik Þór var heiðursgestur eða „spotlight director“-hátíðarinnar, kynnti myndirnar og tók þátt í umræðum við áhorfendur að sýningum lokn- um. Uppselt var á flestar sýningar og undirtekir mjög góðar, auk þess sem fram fóru blaðamannafundir og viðtöl við fjölmiðla. Dómar um myndirnar birtust í blöðum í Philad- elphia og hlutu þær allar þijár stjörnur af fjórum mögulegum. Undirbúningur að tökum á næstu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjunni eftir handriti Einars Kárasonar, stendur ný yfir. Þessa dagana eru fyrstu braggar leik- myndarinnar að rísa á Seltjarnar- nesi, undir stjórn Árna Páls Jó- hannssonar leikmyndahönnuðar, en byggt verður heilt braggahverfi þar sem helstu atburðir sögunnar ger- ast. Djöflaeyjan verður dýrasta mynd sem gerð hefur verið á ís- landi og hljóðar kostnaðaráætlun upp á um 166 milljónir króna. Tök- ur á Djöflaeyjunni munu heíjast í september. Islondsbanki flytur höfuðstöðvur sínur d Kirkjusand Flutningar á höfuöstöövum íslandsbanka aö Kirkjusandi 2 standa nú yfir og eftirtaldar deildir eru þegar fluttar: Markaös- og þjónustudeild Reikningshald og áœtlanir Tœknideild Þann 19. maí nk. flytja: Hluthafaskrá Rekstrardeild Starfsmannaþjónusta Þann 2. júní nk. flytja: Alþjóöadeild Fjárstýring Þann 23. júní nk. flytur: Lánaeftirlit Útibú íslandsbanka í Kringlunni 7 starfar áfram meö óbreyttu sniöi. ÍSLAN DSBAN Kl - í takt viö nýja tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.