Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 43 MIIMNIIMGAR GUÐJON ASGEIR JÓNSSON + Guðjón Ásgeir Jónsson var fæddur á Brodda- dalsá í Stranda- sýslu 25. desember 1914. Hann andað- ist 7. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jónsdóttir, hús- móðir, og maður hennar Jón Brynj- ólfsson, bóndi þar. Systkini Guðjóns sem látin eru: Ragnheiður (1897- 1994), Brynjólfur (1899-1992), Ingunn Stefanía (1902-1904), Stefán (1904- 1980), Hjörtur (1906-1987), El- ísabet (1909-1985), Gunnar (1912-1933) og Valgerður (1917-1981). Halldór, bóndi á Broddadalsá (f. 1913) og Hall- fríður, húsfreyja á Undralandi (f. 1916), eru eftirlifandi systk- ini Guðjóns. Guðjón kvæntist eftirlifandi eiginkonu 'sinni, Lilju Pétursdóttur frá Akra- nesi, árið 1948 og bjuggu þau að Höfðabraut 6 þar í bæ. Þau eignuðust fimm börn: Gunnar, matreiðslumann á Akranesi, Guð- björgu, sem er hús- móðir og fóstra í Reykjavík, Helga Pétur, verkamann í Bolungarvík, Sæv- ar, húsasmið á Akranesi, og Guð- jón, sem er rafvirki á Akranesi. Fyrir átti Lilja soninn Sigurbjörn Trausta, rafvirkja í Kópavogi. Barnabörn þeirra hjóna eru fjórtán. Guðjón gekk í unglingaskóla að Laugum 1938- 39 og í Vélskólann 1939- 40. Frá unga aldri stund- aði hann sjómennsku, fyrst á róðrabátum og seinna á Akra- borginni. Utför Guðjóns fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst útförin kl. 14.00. TENGDAFÖÐUR mínum kynntist ég fyrst sumarið 1971 á íþrótta- kappleik á Akranesi. Þar var hann með yngsta syni sínum, Guðjóni, og fleirum að fylgjast með heimal- iði sínu ÍA leika við Fram frá Reykjavík, en ég hafði komið á Skagann til að hvetja þá til sigurs. Þar vorum við stuðningsmenn hvor síns liðsins en í lífinu sjálfu vorum við góðir félagar og vinir. Um þetta leyti hafði ég kynnst dóttur hans og því fór komum mínum á heimili Guðjóns að fjölga og kynnin þar með að aukast. Guðjón og kona hans, Lilja, tóku mér þegar í stað vel og Guðjón reyndist hinn besti félagi, traustur og barngóður tengdafaðir. Hann var heimakær fjölskyldumaður og I sinnti fjölskyldu sinni vel. Áhuga- mál hans voru velferð fjölskyldunn- ar og heimsóknir á Strandirnar, en | þaðan var hann ættaður. Seinna gerðumst við Guðjón ferðafélagar til útlanda og fórum við saman, fjölskyldurnar til Hol- lands sumarið 1989. í framhaldi þeirrar ferðar ókum við Guðjón saman í gegnum Þýskaland, til Austurríkis, til að hvetja íslenska knattspyrnulandsliðið. Sú ferð var | okkur báðum kær og eftirminnileg, þó ekki hefðu íslendingar sigur í það skiptið. Vil ég biðja góðan guð I að styrkja okkur öll í sorginni um leið og ég þakka Guðjóni samfylgd- ina. Hans er sárt saknað af þeim sem til hans þekktu. Birgir Sigdórsson. Áttatíu ár er hár aldur í hugum okkar margra en einhvern veginn fannst mér það ekki eiga við Guð- jón Jónsson tengdaföður minn. Allt til hinstu stundar tók hann þátt í daglegu lífi á við margan yngri mann og daginn fyrir andlátið ók hann til Reykjavíkur til að vera í afmæli hjá barnabarni sínu og eiga stund með fólkinu sínu þar. Þessa síðustu daga hefur hugur- inn dvalið við ýmsar minningar honum tengdar. Fyrir rúmum tutt- ugu árum kom ég fyrst á heimili tengdaforeldra minna og kynntist þá í fyrsta sinn heimilisföður sem tók þátt í heimilisstörfum til jafns við konu sína sem var óalgegnt um karlmenn af hans kynslóð og það var Guðjón sem sá um kvöldmatinn þennan daginn. Þá átti ég eftir að sjá að börnin hans voru honum mjög nákomin og var hann alltaf til staðar fyrir þau. Átti það líka við um okkur tengdabörn hans. Barnabörnin áttu afa sinn sem kæran vin og munu þau búa að þeim tengslum um ókomna tíð. Guðjón stundaði sjómennsku mestan sinn starfsferil, var á vertíðum að vetrinum og fyrstu árin í sínum búskap vann hann á sumrin í vegavinnu og fyrstu árin í sínum búskap vann hann á sumr- in í vegavinnu á sínum bernsku- slóðum norður á Ströndum. Elsti sonur hans fékk oft að dvelja þar með honum í vegavinnutjöldum ungur að árum og oft sátu þeir feðgar og rifjuðu upp skemmtileg- ar stundir sem þeir áttu þar. Eins og sjá má var hann oft langdvölum að heiman og var Lilja konan hans því mikið ein heima með börn og bú. Þau áttu því láni að fagna að vera samhent og samrýnd hjón og er því missir hennar mikill við frá- fall hans. Nú að leiðarlokum kveð ég kæran tengdaföður með þakklæti í huga og bið þess að okkur í fjölskyld- unni, ásamt Hallfríði systur hans, takist að halda uppi þeim anda sem hann átti svo ríkan þátt í að skapa í okkar hópi. Elsa Jónasdóttir. Hann afi er dáinn. Þessi yndis- legi góði maður sem aldrei gerði nokkrum neitt illt. Ég er ekki enn alveg búin að átta mig á hvað hef- ur gerst og ég mun líklega aldrei gera það. Aldrei get ég gleymt því hvað það var gott að koma heim á Höfða- brautina og að vera hjá ömmu og afa. Eða þegar við fórum í Undra- land til Fríðu frænku. Allar stundir sem ég átti með afa lifa enn í minn- ingunni og munu ávallt gera. Nú þegar afi er dáinn skil ég fyrst hvers virði hann var mér. Að heyra að hann væri dáinn er versta tilfinning sem ég hef nokkum tím- ann fundið og alveg jafnslæmt var að sjá hann liggjandi hreyfingar- lausan í rúminu á spítalanum. Eitt mun ég aldrei skilja en það er af hveiju hann þurfti að deyja. Af hveiju er hann ekki ennþá hér? Þetta eru spurningar sem hvorki ég né nokkur annar maður getur svarað og mun líklegast aldrei vera svarað. Afi mun samt alltaf lifa í hjarta mínu og allra í fjölskyldunni. Amma mín, lífið heldur áfram og mundu að þú hefur alltaf mig og ég hef alltaf þig. Það eina sem ég get gert er að kveðja afa og reyna að halda áfram að lifa. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér, hvar sem þú ert. Barnabarnið þitt að eilífu. Benedikt. Mig langar til að kveðja þig afi í nokkrum orðum. Elsku afi minn. Þegar mér var sagt að þú hefðir yfirgefið heiminn okkar þá fannst mér ég vera svo tóm, allt svo hljótt. Eg hélt ég mundi aldrei líta glaðan dag framar því þú varst farinn. Þín verður sárt saknað. Líf mitt verður aldrei eins á ný og nú lifír maður á minning- unni einni. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst í heimsókn og gladdir mig með gjöfum, tali eða framlagi. Þú varst svo góður afi og þó ég hefi ekki alltaf verið eins og ætlast er til af mér þá þykir mér nú samt vænt um þig. Sunnudagurinn 7. maí gleymist seint því þú afi yfirgafst heiminn okkar og ég hélt ég mundi aldrei verða glöð á ný. Þá verð ég að hjálpa ömmu í gegnum sorgina og þó að þú sért dáinn þá líður þér ábyggilega vel hjá Guði en samt verður tómlegt þegar ég kem í heimsókn því að þá verður þú ekki þar. Afi, ég þakka þér innilega fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og bræður mína, og amma, vonandi hjálpar Guð þér í gegnum sorgina. Þá bið ég þess á hveiju kvöldi að Guð sé með þér og styrki þig í sorg- inni. Afi, þín verður sárt saknað en samt þakka ég þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og bræður mína og Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín sonardóttir, Lilja. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Crfisdrykkjiir 'VeRÍAgohð/ið GAPi-mn Sími 555-4477 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. : S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ii t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES INGÓLFSSON skipstjóri, Látraströnd 28, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Gyða Ásdis Sigfúsdóttir, Ingólfur Jóhannesson, Hulda Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jökull Jóhannesson, Sigrún Jóhannesdóttir, tengdadætur og barnabörn. t Ástkær dóttir okkar, móðir, tengda- móðir, systir og mágkona, JÓHANNA SVEINSDÓTTIR bókmenntafræðingur og rithöfundur, sem lést af slysförum í Frakklandi mánudaginn 8. maí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Sveinn B. Hálfdánarson, Gerða R. Jónsdóttir, Álfheiður Hanna Friðriksdóttir, Jónas Þorbjarnarson, Hjalti Jón Sveinsson, Jóhanna S. Sigþórsdóttir, Óttar Sveinsson. t Eiginmaður minn, faðir og afi. SIGURÐUR GÍSLASON, Suðurgötu 74, Hafnarfirði, sem lést í Borgarspítalanum 4. maí sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Jóhanna Hinriksdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Jóhanna Árnadóttir, Sigurður Árnason. t Elskulegur föðurbróðir minn, mágur og fósturfaðir okkar, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON frá Skárastöðum, sfðast til heimilis á Nestúni 4, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun 17. maí kl. 13.30. Unnur Sveinsdóttir, Ása Sigríður Stefánsdóttir, Herborg Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Pétur Seastrand. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, KRISTÍNAR KJARTANSDÓTTUR, Rekagranda 6, Pétur Bárðarson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Ólafur Pétursson og barnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar til kl. 13 í dag, 16. maí vegna jarðarfarar EGGERTS G. ÞORSTEINSSONAR fyrrverandi forstjóra. Tryggingastofnun ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.