Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 4 7 FRÉTTIR Islenska lagið hafnaði í fimmtánda sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Norðmenn sigr- uðu öðru sinni TÍUNDA framlag íslendinga til Evrópusöngvakeppninnar, lagið Núna eftir Björgvin Halldórsson og Ed Welch, fékk 31 stig og lenti í 15. sæti eftir flutning í Dyflinni á írlandi síðastliðið laugardagskvöld. Norðmenn báru sigur úr býtum í annað sinn í keppninni með laginu Nocturne og fengu 148 stig. Fengum stig frá frændþjóðunum Björgvin Halldórsson flutti lagið Núna ásamt bakraddasöngvurun- um, Ernu Þórarinsdóttur, Berglindi Jónasdóttur, Stefáni Hilmarssyni, Eyjólfi Kristjánssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur en textinn er eftir Jón Örn Marinósson. íslenska dómnefndin gaf sigur- laginu 12 stig en íslenska lagið fékk stig frá öllum norrænum frændum sem þátt tóku, tvö frá Noregi, sex frá Svíþjóð og átta frá Danmörku. írar gáfu íslenska laginu sex stig, þijú komu frá Rússum, fjögur frá Austurríki og loks gáfu Frakkar tvö. Þijú fyrstu árin sem íslendingar sendu lög í keppnina lentu þau í 16. sæti en Sigríður Beinteinsdóttir er sá aðalflytjandi sem náð hefur mestum árangri fyrir íslands hönd í söngvakeppninni, ýmist ein eða í félagi við aðra. Hún var 12. sæti í fyrra, 7. sæti árið 1992 og 4. sæti árið 1990. Árið 1993 var lag íslands í 13. sæti, 15. sæti 1991 en hlaut ekkert stig árið 1989 og lenti í 22. sæti. Úr dagbók lögreglunnar Ekkert bókað meðan landsleikur stóð yfir 12. til 15. maí ■ NORÐMAÐ URINN Agnar Westli heimsækir dagana 17.-22. maí ýmsa kristilega söfnuði á land- inu. Hann kemur frá Bergen í Nor- egi og er kennari á biblíuskólanum Levande Ord Bibelcenter þar sem Enevald Fláten er skólastjóri og forstöðumaður safnaðar með sama nafni. Agnar Westli talar og kynnir m.a. starfsemi biblíuskólans í Berg- en í þeim söfnuðum sem hann heim- sækir. Áætlað er að hann verði hjá Hvítasunnusöfnuðinum, Veginum í Keflavík 17. maí, Hvítasunnusöfn- uðinum í Vestmannaeyjum 18. maí, Hvítasunnusöfnuðinum á Ak- ureyri 19. maí, Orði Lífsins í Reykjavík 21. maí kl. 11 og Vegin- um í Kópavogi 21. maí kl. 20. ■ NÚPSVERJAR ÁRG. ’70-’75 ætla að hittast í Lionssalnum, Auðbrekku 25, Kópavogi, mið- vikudaginn 24. maí nk. Húsið opnað kl. 20. Meðal dagskráratriða verður ijallað um átthagaverkefnið Lysti- garðurinn Skrúður en einnig sjá Núpsveijar um skemmtiatriði. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Aðgangseyrir er 800 kr. ■ VORFUNDUR Bifhjólasam- taka lýðveldisins, Snigla, verður haldinn miðvikudaginn 17. maí á Bíldshöfða 14, Reykjavík. Aðal- umræðuefnið verður umferðarslys á mótorhjólum. Boðaðir á fundinn verða fulltrúa LÍA, tryggingafé- laga, Umferðarráðs, lögreglunnar og Ökukennarafélagsins. FÖSTUDAGSMORGUNINN var fremur rólegur. Þó var tilkynnt um innbrot í bát við Grandagarð en úr honum hafði verið stolið GPS-stað- setningartæki að verðmæti 130 þús- und krónur. Um kvöldið varð umferð- arslys á Vesturlandsvegi. Þrennt’ var flutt á slysadeild. Skömmu áður hafði orðið árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Álfheima og Ljósheima. Annar ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og/eða neyslu annarra vímuefna. Glöggt má sjá þess merki að minna virðist fara úrskeiðis þegar lands- menn eru uppteknir við eitthvað sem tekur hug þeirra allan eins og dæmi eru um þessa dagana. Á meðan landsleikur íslands og Kóreu stóð yfir á föstudag er t.d. ekkert fært til bókunar í dagbókina. A föstudagskvöld var tilkynnt um eld í vinnuskúr í Rimahverfi. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Tjón varð töluvert á skúrnum, sem þó hafði ekki verið upp á marga fiska. Um hálftíuleytið varð drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Austurbergi við Norðurfell. Ökumaðurinn mun hafa stöðvað og kannað lítillega með hugsanleg meiðsli drengsins en síðan ekið á brott. Drengurinn fór heim til sín en var síðan fluttur af lög- reglu á slysadeild Borgarspítalans. Meiðsli hans eru talin minniháttar. Bifreiðarinnar var leitað en án árang- urs. Vitað er um skráningarnúmerið, tegund og lit. Á föstudagskvöld þurftu lögreglu- menn tvisvar að aðstoða þyrlu land- helgisgæslunnar við lendingu nálægt Borgarspítalanum. Þyrlan flutti þangað 4 aðila vegna umferðarslyss í Borgarfirði. Aðfaranótt laugardags voru tveir aðilar handteknir eftir að þeir höfðu brotið sér leið inn um glugga á leik- listarskóla við Skúlagötu. I ljós kom að um var að ræða tvo nemendur skólans er höfðu hugsað sér að halda þar samkvæmi. Þeim var sleppt að viðræðum loknum. Um nóttina var einn fluttur á slysadeild eftir að hafa verið laminn af öðrum á Lækjartorgi. Meiðslin virtust minniháttar og var viðkom- andi ekið heim að aðhlynningu lok- inni. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann hefur margsinnis komið við sögu lögreglu vegna hinna ýmsu mála. Um 2.500 manns voru í miðborg- inni þegar flest var. Mjög lítið bar á unglingum. Þó fundu lögreglumenn þijá slíka í nágrenninu og voru þeir færðir í athvarfið þangað sem þeir voru sóttir af foreldum sínum. Á laugardagsmorgun var nokkuð um að kvartað væri yfir hávaða og ónæði frá góðglöðum í heimahúsum. Lítið var af ölvuðu fólki á gangi í bænum þrátt fyrir gott veður. Um hádegið var tilkynnt um lausan eld í húsi við Frakkastíg. Þar hafði ein- hver verið að steikja á pönnu og kviknað hafði í feitinni. Smáskemmd- ir urðu á eldhúsinnréttingum. Um morguninn var tilkynnt um að fundist hefði þýfi í Kolaportinu en einn viðskiptavina hafði veitt at- hygli munum sem horfið höfðu úr sumarbústað hans nokkru áður. Hald var lagt á munina. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um að gangandi vegfarandi hefði orðið fyrir bifreið í Tryggvagötu við Glaumbar. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en ekki er vitað um meiðsli. Á sunnudagsmorgun datt maður af stigapalli, um 6 metra fall. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Síðdegis höfðu lögreglumenn afskipti af óskráðu torfæruhjóii þar sem því var ekið yfir Vesturlandsveg við Hafravatnsveg. í þessari viku munu lögreglan og bifhjólasamtökin funda um samskipti þessara aðila. Aðalefni fundarins verður ökuhrað- inn en eins og kunnugt er mun lög- reglan á Suðvesturlandi beina at- Oruggur sigur Drafnar og Ásgeirs BRIDS Bridshöllin, Þönglabakka ÍSLANDSMÓTPARA f TVÍMENNINGI 1995 13.-14. mai DRÖFN Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson sigruðu nokk- uð örugglega í paratvímenningn- um sem spilaður var um síðustu helgi. Þau tóku forystuna ná- kvæmlega í miðju móti eða 26. umferð og héldu til loka. Alls tóku 52 pör þátt í mótinu víðs vegar að af landinu og spiluðu allir við alla eins og sagt er tvö spil milli para. Þetta er í annað sinn sem Ásgeir og Dröfn vinna þetta mót en þau urðu Islandsmeistarar 1991. Þeim hefir gengið afar vel i vetur og eru m.a. Hafnarfjarð- ar- og Reykjanesmeistarar. Lokastaðan í mótinu: Dröfn Guðraundsd. - Ásgeir Ásbjörnsson 444 Anna ÞóraJónsdóttir - Sverrir Armannsson 366 Esther J akobsdóttir - Aron Þorfmnsson 365 Jakobína Ríkharðsd. - Þorlákur Jónsson 349 Erla Sigurjónsd. - Jakob Kristinsson 271 Guðný Guðjónsdóttir - Jón Hjaltason 241 Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 221 Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 216 Esther Jakobsdóttir má vel við una með lokaúrslitin. Hún varð í þriðja sæti ásamt syni sínum Ar- oni Þorfinnssyni og dóttir hennar Anna Þóra varð í öðru sæti með Sverri Ármannssyni en þau spil- uðu síðari hluta mótsins mjög vel. Keppnisstjóri var Elín Bjarna- dóttir. Kristján Hauksson sá um keppnisstjórn, Trausti Harðarson var reiknimeistari og aðstoðar- konur keppnisstjóra voru Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir og Sigríður Eva Arngrímsdóttir. Guðmundur Sv. Hermannsson varaforseti Bridssambandsins afhenti vet'ð- launin í mótslok. Arnór Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SIGURVEGARARNIR í paratvímenningnum 1995, Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson. hygli sinni sérstaklega að þeim þætti umferðarmála í næstu viku. Bókanir í dagbók helgarinnar voru 444 talsins. 22 ökumenn voru kærð- ir fyrir að aka of hratt en auk þeirra fengu fjórðungshundrað aðrir áminn- ingu vegna slíkra brota. Ellefu öku- menn eru grunaðir um ölvunarakst- ur. Tveir þeirra höfðu Ient í umferð- aróhappi. í 17 tilkynningum um laus- an eld var um sinueld að ræða í 14 tilvikum. Einu sinni var tilkynnt um sinueld í Fossvogsdal og einu sinni í Elliðaárdal. Aðrir sinueldar voru vítt og breytt um borgina. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 ol 5 1 8.217.780 2.^5s sf 4 157.930 3. 4af 5 200 5.440 4. 3af 5 5.177 490 Heildarvinningsupphæö: 12.474.230 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 19. leikvika, 13.-14.maí 1995 | Nr. Leikur: Rödin: 1. Göteborg - Frölunda - X - 2. Hammarby - öster - X - 3. Trelleborg - Örgryte 1 - - 4. örebro - Halmstad 1 - - 5. Liverpool - Blackburn 1 - - 6. Wcst Ham - Manch. Utd - X - 7. Tottenham - Leeds - X - 8. Wimbledon - Notth. For - X - 9. Newcastle - C. Palace 1 - - 10. Chelsea - Arsenal 1 - - 11. Manch. City - QPR - - 2 12. Coventry - Everton - X - 13. Norwich - Aston V. - X - Heildarvinningsupphæðin: 77 milljón krónur | 13 réttir: | 5.118.190 ~j kr. 12 réttir: | 112.080 J kr. 11 réttir: | 8.220 ] kr. 10 réttir: | 1.970 J kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.