Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Ráðherrann vill ekki ræða kjama málsins ÁSTÆÐA er til að vekja sérstaka athygli manna á viðbrögðum Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra við ásökunum mínum um áð hann hafi ekki gætt almannahags- muna við setningu skaðabótalaganna nr. 50/1993. Hann reynir ekkert að svara því meginatriði málsins, hvort reikniregla lag- anna mæli mönnum fullar bætur fyrir fjár- tjón. Hann segir bara Jón Steinar að íslensku lögin hafi Gunnlaugsson verið gerð að danskri fyrirmynd. Þetta er dæmigert fyr- ir öll þau viðbrögð, sem ábending- ar okkar fimm lögmanna við efni laganna frá árinu 1993 hafa feng- ið hjá honum og öðrum „verjend- Eftir því sem tíminn lengist með lögunum óbreyttum fjölgar þeim tjónþolum, segir Jón Steinar Gunnlaugs- son, sem líða fyrir mis- fellur laganna. um“ þeirra. Aldrei er neitt vikið að þessum einfalda kjarna máls- ins: Felur reiknireglan í sér fullar bætur fyrir fjártjón? Það skal rifjað upp að í fram- söguræðu sinni fyrir lagafrum- varpinu 28. febrúar 1992 sagði ráðherrann: „Reynt var að gera reglur frumvarpsins þannig úr garði að tjónþoli fái almennt auk hæfilegra miskabóta fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla.“ Alltaf var sagt að þetta væri mark- mið laganna enda hefði annað fyr- irkomulag þýtt byltingarkennt frá- vik frá meginreglum skaðabóta- réttar um ákvörðun skaðabóta. Danska fyrirmyndin íslendingar hafa fyrir nokkrum áratugum hlotið sjálfstæði frá Dönum. í því felst m.a. að við setjum okkar eigin lög sjálfir. Vel má þó vera að það kunni að henta að leita fyrirmyndar til danskrar löggjafar við lagasetningu hér á landi, ef menn gera það að vel yfirveguðu ráði. Það hefur reyndar oft verið gert. Ef menn ætluðu í þessu dæmi að styðjast við dönsk lög, var það lágmarkskrafa að fyrst yrði aflað nákvæmra upplýs- inga um rétt danskra tjónþola til bóta úr danska almannatrygg- ingakerfinu. Þetta var ekki gert. Ef í ljós hefði komið við slíka at- hugun að danskir tjónþolar nytu ekki fullra bóta fyrir fjártjón hefð- um við íslendingar þurft að taka um það „meðvitaða" ákvörðun, hvort við vildum að íslenskir tjón- þolar yrðu látnir búa við sama kost. Eg met það svo að í því falli hefðum við hafnað danska for- dæminu. Eftir á að hyggja blasir það við að danska fordæmið hafi verið notað að málinu óathuguðu vegna þess að það hentaði hags- munum íslensku vátryggingafé- laganna vel. Kemur m.a. fram í grein stjórnarformanns Sjóvár- Almennra trygginga hf. í frétta- bréfi félagsins í mars 1992, að Samband íslenskra tiyggingafé- laga hafi haft frumkvæði að því við dómsmálaráðherra að samið yrði nýtt frumvarp að skaðabóta- lögum. Hundsa álit sinnar eigin nefndar Það er ekki nokkur vandi að gera útreikn- inga á því hversu fjár- hagslegt tjón vegna örorku nemi hárri fjár- hæð, þegar búið er að finna rétt örorkustig. Athugasemdir okkar lögmannanna byggj- ast á slíkum útreikn- ingum. Það er allt í lagi að setja í lögin tilbúna reiknireglu, eins og gert er, en hún verður þá að vera þannig úr garði gerð að hún mæli mönnum fullar bætur fyrir þann tekjumissi, sem búið er að sanna að hætti laganna að þeir verði fyrir. Það gerir reikni- regla laganna ekki. Um þennan kjarna málsins fæst ráðherrann ekki til að tala. Hvers vegna ekki? Eftir að við lögmennimir fimm gerðum athugasemdir við efni lag- anna skipaði dómsmálaráðherra að beiðni allsheijamefndar Al- þingis nefnd til að athuga rétt- mæti athugasemdanna. Þessi nefnd skilaði áliti í júní 1994. í því áliti var af meiri hluta nefndar- manna fallist á athugasemdir okk- ar og lagt til að margföldunarstuð- ullinn 7,5 yrði hækkaður í 10. Niðurstaðan var ítarlega rökstudd. Af hveiju var verið að skipa nefnd- ina ef ekki átti að fara að tillögum hennar? Ætluðu dómsmálaráð- herrann og formaður allsheijar- nefndar bara að gera það ef nefnd- in hefði ekki tekið undir ábending- ar okkar? Hvers vegna? Var það vegna þeirra almannahagsmuna, sem þeim ber að gæta? Vom þau kannski að gæta einhverra ann- arra hagsmuna? Tekið skal fram, að á fundi Lögmannafélagsins sl. fimmtudag kom m.a. fram hjá formanni örorkunefndar, sem skipuð var eftir hinum nýju skaða- bótalögum, að nauðsynlegt væri að gera umræddar breytingar á stuðlinum. Engu hefur verið svarað Dómsmálaráðherrann segir að athugasemdum okkar hafi verið svarað, m.a. af Vátryggingaeftir- litinu. Það er rétt hjá ráðherranum að mikið er búið að leggja á sig til að reyna að andæfa ábending- um okkar. Öll þessi svör eru þann- ig að í þeim er vikist undan að fjalla um kjarna málsins, þ.e.a.s. hvort reiknireglan reikni fullar bætur fyrir fjártjón. Um þetta fjallaði ég ítarlega á fundi Lög- mannafélagsins. Það er of langt mál að endurtaka það hér. Eg skora á dómsmálaráðhe'rra að mæta mér á opinberum vettvangi til að ræða efni þessa máls. Hann má hafa með sér alla þá sérfræð- inga sem hann vill, m.a. forstöðu- mann Vátryggingaeftirlitsins sem undirritaði umsagnir þess. Hættir siðaðra þjóða Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra hafnar því að fjölskyldu- tengsl hans við yfirmann hjá einu vátryggingarfélaganna, sem þar fer með þennan málaflokk, hafí skipt máli fyrir viðbrögð hans. Hvorki ég né nokkur annar maður veit hvort þetta er rétt. Hitt liggur ljóst fyrir, að ráðherrann hefur ekki með nokkrum hætti skýrt ástæðurnar fyrir furðulegum og ofsafengnum viðbrögðum sínum í málinu. Og það liggur líka ljóst fyrir, að hann víkur sönnuðum hagsmunum tjónþolanna til hliðar fyrir þá hagsmuni sem hann sjálf- ur hefur kosið að þjóna. Við Sólveigu Pétursdóttur al- þingismann segi ég aðeins í tilefni af viðtali Morgunblaðsins við hana sl. laugardag, að hún þarf ekki að skilja við sinn góða ektamann Kristin Björnsson. Það er nóg að hún hætti að hafa afskipti sem trúnaðarmaður almennings af þeim málum, þar sem þau hjónin hafa beinna fjárhagsmuna að gæta. Það er satt að segja rauna- legt, að hún, lögfræðingurinn sjálfur, skuli ekki skilja þetta. Menn geta reynt að gera sér í hugarlund hvernig litið yrði á það hjá öðrum þjóðum ef þingmaður með slík hagsmunatengsl væri lát- inn hafa fyrirsvar fyrir opinbera hagsmuni í máli. Það er löngu tímabært að við íslendingar temj- um okkur hætti siðaðra þjóða í þessu efni. Brýnar endurbætur Það er afar brýnt að reikniregla skaðabótalaganna verði lagfærð sem fyrst. Stafar það af því að ekki er unnt að gera slíka breyt- ingu á lögunum með afturvirkum hætti. Eftir því sem tíminn lengist með lögunum óbreyttum, fjölgar því þeim tjónþolum sem verða að líða fyrir misfellur laganna. Ekki varð annað séð en að þeir alþingis- menn sem sóttu fund Lögmanna- félagsins sl. fimmtudag skildu efni málsins vel og hefðu hug á að lagfæringum yrði komið á. Vekur það vonir um að úr verði bætt við fyrsta tækifæri. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Nú er rétti tíminn til að sinna viðkvæmri grasflötinni með ábur&i og gróðurkalki, og huga aá útsæði fyrir uppskeru haustsins. Þess vegna bjóðum við þessar vörur, ásamt öllum garðverkfærum á afar góðum kjörum út vikuna. Og gleymið ekki ráögjöf sérfræöinga. Gras- og trjááburöur 5 kg 295 kr., 10 kg 545 kr. [_ Gróöurkalk 10 kg 390 kr.# 25 kg 750 kr. Grænmetisáburöur 5 kg 295 kr., 10 kg 545 kr. Allar tegundir útsæöis 5 kg 475 kr. 20% Opið laugardag kl.10-18 og sunnudag kl.13-16 afsláttur á öllum garðverkfærum. Garðyrkjufélagið kynnir nýútkomna bók sína, ,Garóurinn, hugmyndir aö skipulagi og efnisvali laugardag kl.13-17. f If' ) Ráðgjöf sérfræSinga um garö- og g ró&u rrækt jr GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAG5 GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100 AROUS 4 ÖRKlN/Sl'AGVOtO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.