Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Dýraglens Tommi og Jenni Afi minn segir að það sé metnaður sinn að vera Hvað kallar hann að vera fullkominn afi? Einhver fullkominn afi. sem hefur að minnsta kosti slegið holu í höggi. UJHAT P0E5 HE CALLA PERFECT éRAHPPAREHT? 50MEB0P1/ U)H0 5 MAPEATLEA5T ONE HOLE IN ONE.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Meira um „vaxtaflón“ Frá Gunnari Páli Pálssyni: BANKASTJÓRAR Landsbankans hafa verið stóryrtir í gagnrýni sinni á þá sem þeir telja að tali af van- kunnáttu um banka- og vaxtamál, m.a. í garð viðskiptaráðherra og fulltrúa launa- fólks. í Morgun- blaðinu 3. maí sl. var Halldór Guð- bjarnason, bankastjóri Landsbankans, inntur álits á ræðum verka- lýðsforingjanna við hátíðahöld 1. maí. í máli þeirra kom m.a. fram, að afskriftir vegna tapaðra útlána lánastofnana hafi valdið lakari kaupmætti til launafólks. Halldór segir í fyrrnefndri grein að það rétt sé að útlánatöpin hefðu oft haft áhrif til vaxtahækkunar en hins vegar sé það ekki rétt að launþegum hafi verið sendur reikningurinn vegna þess. Hærri vextir hefðu komið niður á þeim sem skulduðu og stærstu skuldarana væri að finna í atvinnulífinu, en ekki á meðal ein- staklinga." Það er athyglisvert að bankastjór- inn telur að þeir einstaklingar sem hafa þurft að taka lán á undanförn- um árum hafí ekki haft neina byrði af sínum vaxtagreiðslum, þar sem lán þeirra hafa verið svo iág, t.d. í samanburði við skuldir stórfyrir- tækja. Jafnvel í ljósi þess að einstakl- ingar ienda oftar í hærri vaxtaflokk- um en fyrirtæki. Það er einnig at- hyglisvert að bankastjórinn telur að aukinn flármagnskostnaður hafi engin áhrif á möguleika fyrirtækja til að greiða hærri laun og að auk- inn kostnaður atvinnulifsins komi á engan hátt fram í verðlagi á vörum og þjónustu. Þrátt fyrir það vill svo einkennilega til, að vegná aukins kostnaðar lánastofnana við afskriftir útlána hafa þær hækkað verð á sinni þjónustu, þ.e. vexti og þjónustu- gjöld. Það er vonandi að forráða- menn Vinnuveitendasambandsins hafi tekið eftir þessum ummælum og ég óska Sambandi íslenskra bankamanna velfarnaðar í kjara- samningum framtíðinnar. Eftir á að hyggja ætti það kannski ekki að vekja furðu að einn bankastjórinn kallar ráðherra bankamála flón. í ljósi þess að bankastjóri ríkisbankans er vænt- anlega með tvöföld til þreföld laun á við ráðherrann. Öryggi og stór- yrði bankastjóra Landsbankans ættu heldur ekki að vekja furðu í kjölfar þriggja greina lofgjarðar um bankann og starfsmenn hans í Morgunblaðinu í vetur. Þar var ýt- arlega greint frá velheppnuðum aðgerðum við að bjarga því sem bjargað varð í nauðasamningum við Sambandið. Ekki var annað hægt en að dáðst að því hvernig blaða- maður hafði viðað að sér nákvæm- um upplýsingum um málið án þess að bankaleynd væri brotin. GUNNAR PÁLL PÁLSSON, forstöðumaður fjármálasviðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Upplýsingar um Int- ernettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varð- andi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblað- ið á Internetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upp- lýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðs- ins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mosaic- tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. • Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Net- scape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sór rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda l)laðinu efni.til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.