Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 39 HANNES KR. DA VÍÐSSON + Hannes Krist- inn Davíðsson fæddist í Reykjavík 3. september 1916. Hann lést á heimili sínu á Álftanesi 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Guð- mundsdóttir og Davíð Jónsson lög- regluþjónn. Eftir- lifandi eiginkona Hannesar er Auður Þorbergsdóttir lög- fræðingur og eru börn þeirra tvö: Kristinn Tanni, verkfræðingur, f. 1963, og Guðrún Þorbjörg, tölvunarfræðingur, f. 1965, gift Árna Guðmundssyni og eiga þau eitt barn, Eyrúnu Fríðu. Dóttir Hannesar aí fyrra hjóna- bandi var Kristín Erla, f. 1943, d. 1962. Hannes lauk sveins- prófi í múrverki 1938 og prófi í arkitektúr frá „Det Kongelige de sknnnc Kunster" í Kaupmannahöf n 1945, en frá 1950 var Hannes sjálf- stætt starfandi arkitekt. Hann var formaður _ Arki- tektafélags Islands 1952 til 1955 og í stjórn Ljóstæknifé- lags íslands frá stofnun þess 1954 til 1968. Þá var hann forseti Banda- lags íslenskra lista- manna frá 1967 til 1975. Meðal fjölmargra. bygg- inga sem Hannes hannaði eru byggingar Tilraunastöðvarinn- ar að Keldum, presta- og bisk- upshús í Landakoti, Kjarvals- staðir og sóknarkirkja á Bjarna- nesi i Hornafirði. Utför Hannesar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÁRIÐ 1972. Þátturinn átti að fjalla um listina og ríkið, sköpunarandann og valdið. Hannes var forseti sam- taka listamanna. Ég var ungur há- skólakennari, uppreisnarmaður í pólitík, þáttagerðarmaður hjá ný- stofnuðu sjónvarpi. Ég vildi fá spennu í samfélag kyrrstöðunnar þar sem flest var reyrt í viðjar hins flokkslega valds; ijölmiðlarnir, bókaforlögin, rithöfundasamtökin, sjávarútvegurinn, smásöluverslun- in, bensínsalan og nánast allt ann- að. Hannes var í huga mér einn af fáum sem fús var að ögra, ögra valdinu, ögra kerfinu, ögra stílleys- inu, ögra samtryggingunni, ögra litlu ættarveldunum sem vildu hafa samfélagið í greip sinni. Við höfðum lítillega talast við á fundum en aldrei í einrúmi. Kannski var hann tortrygginn gagnvart þessum unga háskólakennara sem nýkominn var frá Bretlandi og þeg- ar með annan fótinn innan dyra flokkakerfisins, en hinn í gerð and- ófsþátta í svarthvítu sjónvarpinu. Samt vildi hann koma koma fram í þættinum. Sagði mér að sækja sig á teiknistofuna og svo færum við að gamla tugthúsinu á Skólavörðu- stíg sem Hannes taldi hæfa sem baksvið ádrepu sinnar um sambúð ríkisvalds og lista. Á leiðinni upp á hæðina að sækja Hannes réðust örlög mín í lyftunni. Brosandi og frjálsleg kom hún á eftir mér. I hendinni ávaxtakaka úr bakaríinu þarna á Laugavegin- um, á leið til fundar við mág sinn, arkitektinn. Með ögrandi glampa í augum horfði hún á mig og hló, hló að mér og Hannesi í senn. Ríkisvald- ið og listin, uppreisnin og kerfið gleymdust þarna í lyftunni, í staðinn settist ég að ávaxtakökunni með Búbbu og Hannesi og auðvitað skynjaði hann að ég hafði fengið meiri áhuga á konunni með ögrun í augunum heldur en hólmgöngu- ræðu hans um kerfið og listina. Hannes skemmti sér vel yfir óvænt- um leik lífsins dísa að karli Qg konu sem leidd voru saman í lyftu á leið til fundar við hann. Og nú nær aldarfjórðungi síðar er komið að kveðjustund. Kannski hafa árin öll verið í anda hinnar fyrstu samverustundar sem síðar gerði okkar Hannes samheija í því vandaverki að vera tengdasynir ættmóðurinnar á Bræðraborgar- stígnum. Eiginmenn sjálfstæðra systra sem fengið höfðu jafnrétt- iskröfuna í blóðið löngu áður en hún varð lykilorð í opinberri umræðu um stöðu kynjanna. Á sumardaginn fyrsta þetta sama ár keyrði ég svo Búbbu í fyrsta sinn í Þórukot þar sem Hannes og Auður ásamt Gunnu og Tanna buðu Ijöl- skyldunni allri til samveru og leiks. Það var aftur á sumardaginn fyrsta, nú í apríl, sein Hannes var með vin- um og fjölskyldu í síðasta sinn í góðum fagnaði (Þórukoti. Vissulega hefur margt breyst á Álftanesi á þessum árum. En Þórukot er enn eitt og sér á túninu stóra í nálægð við hafið og fjöruna með allan fjalla- hring höfupborgarinnar sem útsýn- isskraut. Á vissan hátt einskonar tákn um sjálfstæði Hannesar, sér- stöðu og lifsstíl. Hann var fóstraður á hörðum árum kreppunnar, braust til mennta í Danmörku, sótti nám í listaaka- demíunni á hemámsárum nas- istanna, starfaði heimkominn hjá Guðjóni húsameistara, en varð síðan sjálfstæður arkitekt. Hann teiknaði Keldur og Kjarvalsstaði, hús Gunn- ars í Reykjavík þegar skáldið flutti frá Skriðuklaustri, kirkjuna í Bjamanesi, bústað biskupsins í Landakoti, bensínstöðvar í nýjum stíl og íbúðarblokkir sem mfu hinn hefðbundna íslenska ramma. Hannes var kröfuharður og hlífð- arlaus við sjálfan sig og aðra. Hann var arkitekt sem taldi að mælikvarði listanna væri eina lögmálið sem taka mætti gilt við úrskurð og dóma. Hann var fulltrúi þeirra sem telja listina öllu æðri; fordæmdi og fyrirle- it í senn alla þá sem vegna annar- legra hagsmuna gerðu málamiðlun gagnvart listænum kröfum. Hannes var því engan veginn allra og sjálf- sagt hefur hreinskilni hans og háð oft verið uppspretta andstöðu hjá þeim sem frekar kusu vemdarvæng valdsins og sérhagsmunanna. En Hannes var óhræddur að standa einn, einn með samvisku sinni, heið- arleik og faglegum kröfum. íslenskir listamenn vissu að í honum bjó bjarg. Þeir kusu hann forseta sinn oftar en nokkurn ann- an. Á miklum umbrotatímum var Hannes í átta ár forseti Bandalags íslenskra listamanna. Arkitektinn sem málararnir, skáldin, leikaramir, ballerínurnar og tónlistarfólkið gerðu að oddvita sínum. Hann var í hópi brautryðjendanna sem fyrir rúmum tveimur áratugum gerðu Listahátíð í Reykjavík að glæsileg- um vettvangi, einskonar sjálfstæð- isyfirlýsingu smárrar þjóðar í lista- samfélagi veraldarinnar. Hannes var í áratugi djarfur, sterkur, víðsýnn og einbeittur full- trúi þeirra hefða sem mæla íslenska list eingöngu á stiku þess besta sem heimurinn getur boðið. Á þann hátt einan gæti lítil þjóð við nyrsta haf haldið reisn og sannað tilvemrétt sinn. Að slá af hinum ýtrustu kröf- um væri hið sama og játa sig sigrað- an. Hann var í þessum efnum sálu- félagi skáldbændanna á Gljúfra- steini og Skriðuklaustri, meistar- anna í heimi lita og tóna, Jóns Leifs og Kjarvals. fsland gæti aldrei sætt sig við að bjóða annað en það besta. Á síðustu árum ævinnar horfði hann oft undrandi á leik tískunnar í heimi listanna, stílleysi i mann- virkjagerð og hönnun, létt tök og Iágkúru sem væru arftökum meist- aranna nánast hversdagsleg iðja. Hvar væri nú sú ögrun sem skapað gæti nýjar hæðir í heimi anda og stíls, gæti um ókomna tíð tryggt lítilli þjóð sæti með höfðingjum í heimi sköpunarinnar? Hannes háði harða baráttu við erfið veikindi og sannaðist þá á ný að sterkur vilji var það aðalsmerki sem hæst bar í skaphöfn hans. Að vilja er að geta. Að skapa er að vera. í minningu okkar sem tengdust fjölskyldunni í Þómkoti var Hannes þó fyrst og fremst höfðingi hátíð- anna. Hannes á jólum. Hannes á páskum. Hannes á sólbjörtum sum- arnóttum. Hannes í heimsókn. Hannes í samspili systranna. Hann- es í samræðum barnanna. Hjá okkur á Barðaströndinni kveðja allir vin sinn. Við þökkum þá veislu lífsins sem fólst í samvist- um við Hanries. Ólafur Ragnar Grímsson. Það var hann Hannes sem kenndi mér á klukku; það breytti slætti klukkunnar í stofunni hjá ömmu á Bræðraborgarstígnum. Þar birtist hann mér fyrst, en mér finnst ég alltaf hafa þekkt hann. Þetta var á þeim tíma þegar fólk borðaði saman hádegismat í heimahúsum. Amma eldaði, það var grautur eða sætsúpa í eftirrétt og það var mikið reykt, Chesterfield og Pall Mall. Þíema Hannes, hann hafði hætt áður en aðrir vissu af óhollustunni. Hann var öðrum vitrari. Þegar hann var í arkitektúrnámi í Kaupmannahöfn fékk hann magasár og læknaði sig sjálfur; borðaði bara soðna rauð- sprettu í heilt ár. Hannes var ekki frændi minn, mér bara fannst það. Hann var maðurinn hennar Auðar, en hún er móðursystir mín, einnig guðmóðir og mikil uppáhaldsfrænka. Hann var eldri en hún, eldri en hinir hjá ömmu, nema amma sjálf sem var elst, en aldur er ekki endilega tengd- ur árum; Hannes var ungur, yngst- ur og lifandi í hugsun. Ég var bam og hann var afar barngóður; hann talaði við böm eins og manneskjur, litlar manneskjur. Hann sagði mér hvernig jörðin snýst í kringum sólina og um sjálfa sig. Ljósakrónan yfir borðstofuborðinu var sólin sem fíng- urinn snerist í kringum, hring eftir hring í tóbaksreyknum og tilveran var undur. Hannes og Auður giftust og fluttu út á Álftanes. í byijun sjötta áratugarins hafði Hannes keypt þar jörð með túnum og fjöru. Hann byggði Þórukot á gmnni gamla bæjarins. Húsið er fúnksjónellt, tjargað að utan, með blómastofu og útsýni yfir jökulinn. Þar hafa stöð- ugt verið framkvæmdir í gangi, allt eftir þörfum. Að vera með Hannesi og Auði var hluti af prinsessulífinu. Það voru helgarheimsóknir, sundleiðangrar, Mokkaferðir og bíltúrar. Bílarnir og ferðimar em sérkapítuli; Moskow- itchinn með einu stefnuljósi og handapati, Volvo PV Station, sífellt verið að aðstoða fólk, gera við og bjarga eða ná í bensín í brúsa. Svo kom Lurkurinn, - tmkkurinn, - til sögunnar; hann var gerður upp og ævintýrin urðu meiri. Hannes var tengdur landinu. Mest unni hann Kerlingarfjöllum, a.m.k. er eins og ferðinni hafi verið heitið þangað hvert sumar; sólin skín nefnilega ekki alltaf á Kili, en sá sem hefur séð fjöllin þar böðuð birtu dreymir um að sjá slíka fegurð aftur. Hannes og Auður eignuðust Tanna og Gunnu með stuttu milli- bili og ég fékk að vera hjá þeim sumarlangt sem barnapía. Þá var Hannes farinn að iðka jóga upp á eigin spýtur. Hann keypti sér bækur og stúderaði þær. Eins og með allt sem hann tók sér fyrir hendur, þá gerði hann það af heilum hug. Á morgnana var setið í lótusstellingu, það var andað, staðið á haus, augun- um hvolft og hann rak út úr sér tunguna og gerði fleiri æfingar. Hannes var heilbrigður. Það kom fyrir að hann færi í sjóinn; þá fannst honum óþarft og ástæðulaust að fara í sundskýlu og sagðist mega vera nakinn á eigin strönd. Hann hafði næma kímnigáfu og var glett- inn. Einu sinni sendi hann mig til nágrannans með suðandi fiskiflugu í eldspýtustokk; ég átti að afhenda Sveinbimi bónda á Sólbarði fluguna með fyrirmælum frá Hannesi um að flugan væri ættuð þaðan og að við værum að skila henni til heima- haga. Eftir það forðaðist barnapían að ryksuga járnsmiði; það var aldrei að vita hveijir þeir væru né hvaðan. Hannes kunni að fílósófera og hann samhæfði hugsanir og gjörðir. Hann var víðlesinn, hafði djúpa hugsun og skarpa athyglisgáfu. Hannes var um skeið forseti Bandalags íslenskra listamanna. Hann er arkitekt Kjarvalsstaða. Á sínum tíma sá ég hjá honum fyrsta líkanið af byggingunni, en fyrir mér hafa Kjarvalsstaðir jafnframt verið Hannesarstaðir. Hannes var mjög vandvirkur. Hann lagði ómælda vinnu í verk sín og fylgdist vel með tilurð bygginga sinna. Hann vissi hvernig hann vildi hafa hlutina og hann fylgdi því eftir. Seinna, þegar farið var að hrófla við Kjarvalsstöð- um og til stóð að breyta, þá urðu málaferli. Hann vann þau og úr- skurðurinn er fordæmi fyrir að höf- undarlög um byggingar gilda hér eins og annars staðar. Þegar farið var með Hannesi vissi maður aldrei hvar væri komið við. Hann var sennilega einn af þessum tímalausu mönnum, en hann var líka einn af þeim sem gefa örlátlega af tíma sínum. Hann var ekki að flýta sér, spjallaði við fólk og vasaðist á undarlegum stöðum, í byggingum og húsgrunnum. Einhverntíma um það leyti sem SÚM var í burðarliðn- um, fór ég með honum í Ásmundar- sal og var Jón Gunnar Ámason þar við vinnu. Þá var ég fyrst kynnt fyrir nútímalistaverki: herra Guð- mundi. Það var farið með karlinn í Þómkot. Herra Guðmundur flutti inn í stofu, stóð þar með bindi um hálsinn og Volkswagen bjöllu inni í hausnum í heilastað, en bíllinn sner- ist þegar verkið var sett í samband. Hannes veiktist fyrir fjórum ámm. Hann lét ekki bugast þrátt fyrir kreijandi veikindi. I ljós kom sjálf- saginn sem hann hafði tamið sér. Þegar heilsan leyfði hélt hann áfram framkvæmdum, bara hægar en áður og með góðri aðstoð sinna nánustu. Síðast hitti ég hann á kosningadag, við opnun á Kjarvalsstöðum. Ég geymi góðar minningar sem ég á með öðmm, aðallega Auði, Gunnu og Tanna. Samveran við þau hefur einkennst af heilindum, hlýju og hlátri. Minnið sorterar sig sjálft, það sem máli skiptir blífur. Maður kynnist mörguni kennurum, en þeir em fáir sem hafa þau heilindi til að bera sem verða manni fyrir- mynd. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Sú hugsun bjó með mér að það gæti verið gott að iðka jóga þegar maður yrði fullorðinn. Kannski er kominn tími á að læra að standa á haus; það er nefnilega gott fyrir blóðrásina og getur verið hollt að bijóta vanann og horfa öðrum aug- um á heiminn. Erla Þórarinsdóttir. „Hús em einn af mörgum ávöxt- um hugans og eitt mikilvægasta tæki mannsins í baráttunni fyrir til- verunni.“ Þessi orð eru úr erindi sem Hannes Kr. Davíðsson hélt á Iðnsýn- ingunni sem haldin var hér í borg árið 1952, en erindið var birt í Morgunblaðinu 16. október sama ár. Yfirskrift greinarinnar í Morg- unblaðinu er „íbúðarhúsin séu gróðrarstöðvar til mannræktar. Hugleiðingar um byggingar og sam- band manna við umhverfið." Arkitektinn Hannes Kr. Davíðs- son hafði þá afstöðu, sem hér kem- ur fram til starfs síns. í 50 ár vann Legsteinar Krossar Skildir Málrrrsteypan kaplahhaunis TJPT T Á 220 HAFNARFJÖRDUH riijiLij/1 111. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587 . Krossar TTT áleiði I viSprtit og mábSir. Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Slmi 91-35929 og 35735 hann að því að móta þessa ávexti hugans og lagði allan sinn metnað í það að gera þetta tæki þannig úr garði að það gæti gagnast mönnum sem best í baráttunni fyrir betra og. fegurra mannlífi. Fátt var honum óviðkomandi enda snertir starf arkitekts, sem þannig hugsar, flest svið mannlífs- ins og í mótun mannvirkja felst sí- felld leit að því sem mótandinn telur vera farsælast fyrir hag einstakl- ingsins og þar með heildarinnar. Hannes var ötull í starfí sínu fyrir Húsameistarafélag íslands, sem síð- ar varð Arkitektafélag íslands, en í þessum félögum var hann frá árinu 1945 til dauðadags. Hann gegndi stöðu formanns á árunum 1952-1954 og meðstjórn- anda 1955-1956. Allar helstu nefndir félagsins fengu að njóta starfskrafta Hannesar, en lengst sat hann í laganefnd félagsins og menntamálanefnd. Þá var hann full- • trúi Arkitektafélags íslands í stjórn Bandalags íslenskra listamanna um langt árabil og reyndar formaður bandalagsins í tæpan áratug. Öll störf sín fyrir Arkitektafélag íslands rækti hann af vandvirkni og kostgæfni. Hann var meðvitaður um hina samfélagslegu ábyrgð félags- manna og þreyttist aldrei á því að hvetja okkur félagana til dáða og umræðu um mikilvæg mál. Voru umræður oft snarpar á fundum því sitt sýndist hveijum, en rökhyggja A Hannesar og skýr framsetning víkk- aði sjóndeildarhringinn og menn vissu innst inni að þar fór maður, sem ekki var að hugsa um eigin hag heldur byggingarlistarinnar í land- inu. Auk mikillar þátttöku í störfum Arkitektafélags Islands ritaði Hann- es greinar í blöð og tímarit um -ýmis mál, sem voru honum hugleik- in. Árið 1968 ritaði Hannes grein í Dagblaðið Vísi sem ber heitið „Því skal ei bera höfuð hátt í heiðursfá- <a tækt þrátt fyrir allt“. Fjallar sú grein um íbúðarhús Thor Jensen, Fríkirkjuveg 11. í greininni leggst Hannes gegn áformum Seðlabanka íslands um að rífa húsið og byggja á lóðinni nýtt bankahús. Þar segir m.a.: „Því verður vart á móti mælt, þrátt fyrir viðleitni samtíðarandans til að jafna öll manngildi, að bygg- ingar eiga oftast uppruna sinn að þakka þeim, sem ákveður að reisa hús og setur því hinar íjárhagslegu skorður, og með því leggur hann sinn skref til menningarinnar, merkilegan eða ekki eftir því sem hann er maður til og fjárhagur hans leyfír.“ Á öðrum stað í greininni segir svo: „En ef borgin, fyrir fá- tæktarsakir, ætlar að láta undan áleitninni og versla við Seðlabank- ann með hús Thor Jensens, þá ættu að vera auðskildar forsendur þeirra manna sem fyrr á öldum skáru handrit okkar í skæði og reyndust óverðugir þess hlutskiptis, sem þeir höfðu fengið, „að gæta menningar- verðmæta“.“ Hannes hafði betur í viðureign sinni við yfirvöld í það skiptið. Hann beitti sér fyrir undirskriftasöfnun sem hafði þau áhrif að bankinn vék frá áformum sínum og flutti sig um set. Þótt Hannes hefði óskir varðandi verndun Fríkirkjuvegar 11 þá var SJÁ NÆSTU SÍÐU 1 Erfidrykkjur Glæsileg leaffi- hlaðborð, faJlegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUCLEIDIR hHtel loptleibir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.