Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 30.000 gestir á Bygg- ingadögum MIKIL þátttaka var á Bygg- ingadögum um síðustu helgi sem Samtök iðnaðarins stóðu að annað árið í röð. Segir Guð- mundur 6uðmundsson hjá Sam- tökum iðnaðarins að hátt í 30 þúsund gestir hafi sótt dagana. Jöfn þátttaka var hjá öllum sýn- endum og hafa fyrirtækin lýst mikilli ánægju með árangurinn. Guðmundur segir að með kynningu af þessu tagi þjónusti byggingaiðnaðurinn sína við- skiptavini betur. „Með sam- ræmdu kynningarátaki fá við- skiptavinirnir upplýsingar um það sem þeim liggur á hjarta og geta borið saman ólíka val- kosti. Fyrirtækin opna og kynna sina starfsemi svo þetta er afar fróðlegt fyrir marga,“ sagði Guðmundur. Áhugi á framkvæmdum Hann sagði að mikill áhugi hefði verið meðal almennings fyrir framkvæmdum við bygg- ingar. „Hér áður fyrr unnu flestir einhvern tíma í bygg- ingaiðnaði en því er öðru vísi farið nú og margir sem hafa aldrei starfað við þetta. Það er því heilmikill áhugi fyrir fram- kvæmdunum sem slíkum en einnig hefur átakið mikið aug- lýsingagildi og reynslan sýndi það á Byggingadögum í fyrra að sumir hafi selt allt að 3-4 íbúðir,“ sagði Guðmundur. Sérstök dagskrá um viðgerð- ir og viðhald húsa var í Húsa- skóla og sóttu hana nokkur hundruð manns. Þar voru einn- ig fluttir fyrirlestrar um klæð- ingar og viðgerðir. Efnt var til ýmissa getrauna- leikja á sýningastöðum og með- al vinninga var m.a. 100 þúsund kr. útborgun í nýja íbúð og út- tektir í byggingaefnum. Um 40 fyrirtæki í sex sveitarfélögum tóku þátt í Byggingadögum, þ.e. Akureyri, Mosfellsbær, Reykja- vík, Hafnarfjörður, Selfoss og Vestmannaeyjar. „Það var ánægjulegt að hafa landsbyggðina með núna en hún var ekki með í fyrra og ég held að ánægja manna á meðal sé mikil,“ sagði Guðmundur. í REYKJAVÍK gátu menn skoðað alls konar framleiðslu fyrir garðinn. SELFYSSINGAR skoða nýja íbúð. UNGIR sem aldnir tóku þátt í Bygginga- dögum í Vestmannaeyjum um helgina. Opinn fundur með borgarstjóra í Grafarvogi Mikil óánægja með að- komuleiðir í hverfið BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, hélt borgarafund með íbúum Grafarvogs og Borgar- holts í Fjörgyn á fimmtudagskvöld og var hann vel sóttur. Borgar- stjóri gerði grein fyrir helstu fram- kvæmdum í hverfinu á þessu ári, svaraði fyrirspurnum og tók við ábendingum. Auk borgarstjóra svöruðu Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags, og Sigrún Magn- úsdóttir, borgarfulltrúi og formað- ur skólamálaráðs, fyrirspurnum. í máli fundargesta kom glöggt fram hversu óánægðir íbúar Grafarvogs og Borgarholts eru með tengingu hverfanna við Vestur- landsveg. I hverfunum búa nú yfir 10 þúsund manns og sagði einn fundarmanna fáránlegt að á Gullin- brú væri ein akrein í hvora átt og ekkert annað hverfi borgarinnar þyrfti að búa við slíkt. Þá var teng- ingin um Víkurveg gagnrýnd fyrir það hvað vegurinn lægi lágt og hve snjóþyngsli væru þar mikil. Ingibjörg Sólrún upplýsti að Gullinbrú væri þjóðvegur og breikkun hennar því á vegum rík- isins. Hún sagði að á vegaáætlun sem Alþingi hefði staðfest á síð- asfa ári til fjögurra ára væri gert ráð fyrir að framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar hæfust árið 1998. Stefán Hermannsson sagði að reynt hefði verið að gróðursetja tré við Víkurveg til að draga úr því að snjó skæfi inn á hann og gera hann þannig snjóléttari. Vegna gagnrýni á að Borgarvegur væri einnig snjóþungur sagði hann að þegar svæðin í kringum hann byggðust upp kæmi það að sjálfu sér að snjóþyngd þar myndi minnka. í máli Friðriks Hansen Guð- mundssonar, formanns íbúasam- taka Grafarvogs, kom m.a. fram að íbúum fyndist lítið að hafa tvo póstkassa í hverfinu og fyndist langt að þurfa að fara yfir voginn í pósthús. Hann fór þess á leit við borgarstjóra að hann legði íbúum lið við að knýja á um að sett yrði upp póstafgreiðsla í hverfinu eða a.m.k. að póstkössum yrði fjölgað. Borgarstjóri sagðist myndu hitta samgönguráðherra innan tíð- ar og lofaði þá að taka þessi mál upp við hann. IMorræn menningarhátíð á Spáni Meiri sambönd eru helsti ávinningurinn NORRÆNA menn- ingarhátíðin á Spáni, Undir pól- stjörnunni, var sett 30. mars síðastliðinn með því að forseti íslands opnaði myndlistarsýningu í Madrid þar sem m.a. eru sýnd verk eftir Þórarin B. Þorláksson og Ásgrím Jónsson. Hátíðin er liður í auknu samstarfi þjóða í Evrópu og mun hún standa fram í júlí. Er þetta umfangsmesta norræna menningarhátíðin sem haldin hefur verið í Evrópu og stendur ekki langt að baki sýningunni Scandina- via Today sem haldin var í Bandaríkjunum 1982- 1983 cg Japan 1987- 1988. Að baki þessum hátíðum stendur stjórnarnefnd um nor- rænar menningarkynningar er- lendis en formaður hennar er nú Þorgeir Ólafsson. Auk há- tíðarinr.ar á Spáni stendur fyrir dyrum að halda sýningu tileink- aða norrænum landkönnuðum og munu Leifur Eiríksson og Vilhjálmur Stefánsson verða framlög íslands til hennar. Einn- ig hafa komið fram hugmyndir um að halda kynningar í Kanada, Póllandi og í Eystra- saltsríkjunum á næstu árum. Þorgeir segir að undirbúning- urinn fyrir hátíðina á Spáni hafi tekist vel þrátt fyrir að mjög skammur tími hafi verið til stefnu en undirbúningur hófst í ársbyrjun 1994. - En hvernig hefur svo tekist til með hátíðina? „Allar þær fréttir sem ég hef fengið af henni eru mjög já- kvæðar, satt að segja miklu já- kvæðari en við þorðum að vona. Sérstaklega segja mínir heimild- armenn á Spáni að fjölmiðlar hafi sýnt hátíðinni mikinn áhuga, þeir voru seinir að taka við sér en hafa síðan gert mikið úr þessu. Ekki síst spænska sjónvarpið sem gerði fimm þætti um öll Norðurlöndin. Nú, ein útvarpsrásin hefur haft beinar útsendingar frá tónleikum á há- tíðinni og blöðin hafa haft frétt- ir á forsíðu af sýningunni.“ - Hvernig viðtökur hafa ís- lensku þátttakend- urnir fengið? „Við erum mjög ánægð með það að Magnús Kjartansson myndlistarmaður, sem heldur sýningu í Madríd og Barselónu, hefur fengið mjög góða kynningu í dagblöðunum, hefur t.d. verið mælt sérstaklega með þessari sýningu í E1 Pais en gagnrýni hefur hins vegar ekki verið skrif- uð. Magnúsi hefur svo í kjölfar þessarar sýningar verið boðið að sýna á Norðurlöndunum, það hafa a.m.k. tvö gallerí í Madrid sett sig í samband við hann og eitthvað hefur hann selt. Síðan var Caput, sem er fjórt- án manna hljómsveit, að spila í Madríd, m.a. í Auditori Nationa- le, en þangað komu um 400 gestir sem er algjört einsdæmi þegar um tónleika með nútíma- arið 19561 Reykjavik. Hann er stúdent frá Menntaskólan- um í Kópavogi og listfræðing- ur frá Stokkhólmsháskóla síð- an 1984. Þorgeir hóf störf hjá RÚV að loknu námi, fyrst sem dagskrárgerðarmaður og dagskrárfulltrúi en í sex ár var hann dagskrárstjóri þar. Árin 1991-1992 starfaði hann sem deildarstjóri í Listasafni íslands en frá 1992 hefur hann gegnt starfi deildarsér- fræðings í lista- og safnadeild menntamálaráðuneytisins. Þorgeir hefur verið formaður stjórnarnefndar norrænna menningarkynninga erlendis frá því í ársbyrjun 1994. Þor- geir er ókvæntur og á þrjú börn. tónlist er að ræða. Forráðamenn þessarar tónlistarhallar urðu mjög hissa þegar þeir urðp vitni að þessum viðtökum en þetta var einstaklega vel heppnað. Þess má geta að við erum í sam- starfi við stofnun á Spáni sem sérhæfir sig í kynningu á nú- tímatónlist og því er Caput kom- in í mjög góð sambönd þarna úti og raunar í innsta hring.“ - Hin ýmsu sambönd af þessu tagi eru kannski helsti ávinning- urinn af svona hátíð? „Já, þau eru það örugglega en það að við skulum einungis vinna með lykilstofnunum á hverju sviði eins og í þessu tilviki hjálpar mjög til við að kynna okkar listamenn og koma þeim að á rétt- um stöðum. Við erum ekkert að leigja ein- hvern sal út í bæ, ef við erum að sýna nútímalist erum við með hana í sal sem er þekktur fyrir nútímalist. Við vorum t.d. með nokkrar brúðuleiksýningar í Sala San Pol í Madríd, sem er stærsta barnaleikhús á Spáni og alltaf fyrir fullu húsi. Eg held því að megi segja að kynning á íslenskum listamönnum hafi gengið mjög vel á þessari hátíð. Það er raunar með ólíkindum hvað hátíðin hefur tekist vel miðað við þann stutta tíma sem við höfðum til undlrbúnings. Það má segja að þetta sé gott dæmi um vel heppnað norrænt sam- starf." Þorgeir Ólafsson ►Þorgeir Ólafsson fæddist Stærsta barnaleikhús- iðáSpáni fylitist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.