Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 9 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Oselt fyrir næst- um 200 milljónir „ÉG ER ekki hissa á því að tilboðinu í Norðurá hafi verið hafnað þegar ráðgjafar veiðifélagsins leggja fram álit sitt með þeim formerkjum sem greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Vel má vera að finna megi eitthvað í tilboðinu sem ekki sé gerlegt fyrir landeigendur að samþykkja eða þurfi að ræða nánar. En að hafna góðu boði af þessu tagi án þess að einu sinni ræða málið kemur hins vegar á óvart. Það er eitt að ganga til samninga, annað að ræða málin. Málin voru ekki einu sinni rædd. En ég er að taka saman greinargerð þar sem málið er 'gert upp, lið fyrir lið, af minni hálfu,“ sagði Pétur Pétursson verslunar- maður í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Pétur sagði enn fremur, að hann hefði ekki notið sannmælis á ýmsan hátt í umræðunni, en hvernig sem á málið væri horft-, þá færi ekki á milli mála hvað hann ætlaði sér. „Það er staðreynd að það voru óseld veiðileyfi upp á hátt í 200 milljónir króna í íslenskum laxveiðiám á síð- asta sumri. Við erum að missa af lestinni. Það er aukning á aðsókn til Alaska, til Rússlands og írar voru að fá milljarð í styrk frá EB til að hífa upp ferðaþjónustu sína í tengsl- um við stangveiði. Við erum að tala um þá ferðamenn sem borga lang- mest og ég hef aðgang að góðri evrópskri söluskrifstofu. Það þarf að breyta ýmsu, til dæmis þyrfti að auka á samvinnu leigutaka í millum. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig meira að svo stöddu, en það mun allt koma fram í greinargerð sem ég hef tekið saman og birtist í vik- unni,“ segir Pétur. Ný veiðibúð... Ný verslun með sportveiðivörur hefur verið opnuð í Síðumúla 11. Heitir verslunin Veiðilist. Á verslun- ina hefur verið hengdur titillinn „Pro Shop“, sem Aðalsteinn Pétursson verslunarstjóri og einn eigenda segir merkja, að auk þess að vera hefð- bundin verslun á þessu sviði, sé deild fyrir atvinnumenn í greininni, s.s. leiðsögumenn og skyttur. Annars erum við með þetta hefðbundna frá þekktum merkjum, s.s. Orvis, auk nýjunga og má þá nefna amerískar stangir frá Scott og Cortland, og stangir og fatnað frá þýska merkinu RST. Aðalsteinn sagði fleira í um- ræðunni, ekki síst taumefni úr nýju efni, Spectra 2000, en efnið hefði verið notað í eldflaugaodda og væri firnasterkt. „Þetta er fínofin lína og svo sterk, að sverleiki venjulegs taumefnis sem þolir 6 punda þunga þolir 20 punda þunga með Spectra 2000. 20 punda taumur úr gamla efninu samsvarar 100 punda styrk úr nýja efninu," segir Áðalsteinn. Munið að í maí tökum við gamlan Maxi Cosi stól upp í nýjan á 2.500 kr., (önnurmerkiá 1,500 kr), Ef þú kaupir stól, færðu alla fylgihluti, s.s. poka, skyggni, og höfuðpúða, með 20% afslætti. ALLT FYRIR BÖRNIN Klapparstíg 27, sími 551 9910. - innflutningur Nýir bílar Pickup Grand Cherokee Flestar USA-tegundir bíla Nýi Blazerinn Mini van Ýmsar tegundir Suzuki-jeppar EVBÍLAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf.Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200. Aðalfundur VSÍ Kynnt stefna í mennta-, umhverfis- og samkeppn- ismálum AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands íslands er haldinn í dag, þriðjudaginn 16. maí 1995 í þingsal 1 á hótel Loftleiðum og hefst hann klukkan 11.30. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra mun ávarpa fundinn, en auk þess verður kynnt stefnu- mótun Vinnuveitendasambandsins í mennta-, umhverfis- og sam- keppnismálum. Aðalfundurinn hefst með ræðu Magnúsar Gunnarssonar, fráfar- andi formanns VSÍ og að loknum hádegisverði heldur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, ræðu. Þá verður kynnt stefna . Vinnuveitendasam- bandsins í mennta-, umhverfis- og samkeppnismálum. Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri Sólar hf. hefur framsögu undir heitinu Hand- afl og hugvit, Bjarni Snæbjörn Jónsson, markaðsstjóri Skeljungs hf., hefur framsögu um Umhverfi og auðlindir og Bogi Pálsson, fram- kvæmdastjóri P. Samúelssonar hf. hefur framsögu undir heitinu Abyrgð, samkeppni og siðferði í viðskiptum. Að loknum framsögu- ræðum verða umræður og fyrir- spurnir. Aðalfundinum lýkur með hefð- bundnum aðalfundarstörfum. Kjör- in verður ný stjórn sambandsins. Framboðsfrestur er útrunninn og hefur kjörnefnd skilað tillögu um að Ólafur B. Ólafsson verði kjörinn næsti formaður VSÍ og lista yfir tuttugu manns til viðbótar í nýja framkvæmdastjórn sambandsins. Ný sending Franskar dragtir og kjólar TESS - Verið velkomin - neðst við Opið virka^daga Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. lyftingameistarar sem létta þér störfin. HANDKNUNIR OG RAFKNÚNIR STAFLARAR. Auðveldir ocj liprir í meðförum. NÝIR OG ENDURBÆTTIR HANDLYFTIVAGNAR. Margar gerðir. Lyftigeta 2500 kg. Littu við og taktu á þeim. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295 Útbob ríkisbréfa o§ ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 17. maí RIKISBREF Um er að ræða 1. fl. 1995 með gjalddaga 10. apríl. 1998. Útgáfudagur: 19. maí 1995. Gjalddagi: 10. apríl 1998. Ríkisbréfin eru eingreiðslubréf án verðtryggingar og nafnavaxta. Ríkisbréfin verða gefin út í þremur verðgildum: 100.000, 1.000.000 og 10.000.000 kr. að nafnviröi. Ríkisbréfin eru seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisbréfin skv. tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarkstilboö er kr. 5.000.000 að nafnvirði. RIKISVIXLAR Um er aö ræöa 10. fl. 1995 í eftirfarandi verðgildum: 500.000, 1.000.000, 50.000.000, 10.000.000 og 100.000.000 kr. Ríkisvíxlarnir eru til 3ja mánaða með gjalddaga 18. ágúst 1995. Ríkisvíxlarnir eru seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiölurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á aö gera tilboð í ríkisvíxlana. Lágmarkstilboð skv. tiltekinni ávöxtunarkröfu er kr. 5.000.000 og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er kr. 1.000.000. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf og ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilbobsgerö fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt aö bjóða í vegiö meðalverð samþykktra tilboða ríkisvíxla (meðalávöxtun vegin með fjárhæð), en Seölabanka íslands er einum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða í ríkisbréf. Ríkisbréfin og ríkisvíxlarnir veröa skráðir á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra. Öll tilbob í ríkisbréf og ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14 á morgun, mibvikudaginn 17. maí. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.