Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HANNESKR. hann ekki stuðningsmaður félagsins í sambandi við verndun Bernhöft- .^storfu. Rökin fyrir vemdun hennar þóttu honum ekki vera þess eðlis að hann gæti á þau fallist. Mótbár- ur hans skerptu hug okkar hinna og urðu þess valdandi að við þurft- um að finna leiðir til þess að skil- greina okkar skoðanir betur, sem í sjálfu sér var ómetanleg hjálp. Síðasta blaðagrein Hannesar, sem ég hef rekist á, birtist í Morg- unblaðinu 7. ágúst 1994. Hún nefn- ist „Eftir á að hyggja, fagleg um- ræða og nýbygging Hæstaréttar". Þar snuprar hann kollega sína fyrir að halla réttu máli og telur að um- ■' ræða um þessa byggingu hefði átt að vera á hærra plani. í viðtali sem Ólöf Guðný Valde- marsdóttir, arkitekt, átti við Hannes og birt er í tímaritinu Arkitektúr, verktækni og skipulag, 4. tbl. 1993, er Hannes spurður að því, hver hafi verið helstu verkefnin, sem hann hafi fengist við gegn um tíðina. Þar nefnir hann verk eins og tilrauna- stöðina að Keldum, hús Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, við Dyngjuveg, Skaftahlíð 3, ljórbýlis- hús við Silfurteig 4, verslunarhús við Laugaveg, fjölbýlishús við Ljós- heima 14-18. Yngri verk sem hann tilgreinir em svo Bjarnameskirkja í Hornafírði, apótek í Reykjavík, * Holts-, Garðs- og Vesturbæjarapó- tek, Kjarvalsstaðir, prests- og bisk- upshús við Landakot og kirkja fyrir kaþólska söfnuðinn í Breiðholti. Síð- asta verkið sem hann minntist á í þessu viðtali er Húsgagnahöllin, en um hana segir hann, „það eina sem maður veit fyrir víst um verslunar- hús er að manni er eiginlegast að hreyfa sig í láréttum fleti.“ Hér verður ekki fjallað nánar um byggingar Hannesar, heldur aðeins því slegið föstu, að þær skapa hon- ~*jm stöðu, sem þekktum og mikil- vægum arkitekt í okkar húsagerð- arsögu. Verk hans bera merki um sjálfstæði, öguð og vönduð vinnu- brögð þessa sómamanns og þekk- ingu á viðfangsefninu. Vonandi ber- um við gæfu til að umgangast þess- • ar byggingar þannig í framtíðinni að þær glati ekki gildi sínu. Persónuleg kynni okkar Hannes- ar em orðin býsna löng. Við höfum verið vinir allt frá því að ég gerðist félagi í Arkitektafélagi íslands fyrir að ég held um 27 árum. Við sátum saman í nefndum á vegum félagsins og ég gat alltaf leitað til Hannesar með allt milli himins og jarðar. Hann var sannur vinur, sem alltaf • gaf sér tíma í amstri hverdagsins til að staldra við og hlýða á sam- ferðamanninn, vega og meta mál af ró og rökhyggju. Slíkir menn em ekki á hveiju strái. Ég hef gmn um að yngstu kyn- slóðir íslenskra arkitekta hafi ekki kynnst Hannesi og hans baráttu fyrir okkar stétt. Tel ég það miður því Hannes mun alltaf vera í mínum huga hinn styrki vörður sem hvatti okkur til sjálfsgagnrýni og þess að við leituðum skilnings á viðfangs- efninu og brytum til mergjar eigin- leika efnis og umhverfis í því skyni að nálgast góða byggingarlist. Þegar skráð verður saga íslenskr- ar byggingarlistar mun nafn Hann- - esar Kr. Davíðssonar verða dregið fram fyrir margra hluta sakir. Fyrir hönd sjálfrar mín og Arki- tektafélags íslands votta ég ástvin- um Hannesar hluttekningu. Blessuð sé minning hans. F.h. Arkitektafélags Islands, Guðrún Jónsdóttir ark.faí. Vart er til dýrmætari reynsla ungum arkitektum en það að fá tækifæri til að kynnast í eigin per- sónu þeim mönnum, sem með verk- , wn sínum og viðhorfum hafa átt þátt í að móta framvindu húsagerð- arsögunnar. Það urðu forréttindi þess sem hér skrifar að eiga þess kost að kynnast Hannesi Kr. Davíðs- syni arkitekt, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Bein samskipti mín við Hannes Kr. Davíðsson urðu aldrei mikil í tímans rás, en atvikin höguðu því DAVIÐSSON þannig til að leiðir lágu saman í nokkur skipti, af ólíkum ástæðum. Fyrsta minningin tengist uppvaxt- arárum mínum á Álftanesi á 7. ára- tuginum. Á þeim tíma var Álftanes- ið ennþá sveit og flestir íbúar höfðu atvinnu af sjósókn og landnytjum. Undantekning frá"því voru arkitekt- arnir, en þeir voru þá ekki færri en fjórir sem reist höfðu þar heimili sín. Ekki fór hjá því að nærvera þeirra setti mark sitt á þetta litla sveitarfélag. Að vissu leyti voru þeir forboðar þeirrar þéttbýlisþróun- ar er síðar varð. Vegna menntunar sinnar kunnu þeir betur en aðrir að greina þá fágætu kosti er nesið bauð upp á til búsetu: gnægð land- rýmis, nálægð við sveit og haf og höfuðborgin innan seilingar. Einn hinna framsýnu landnema var Hannes í Þórukoti, sem svo var nefndur meðal sveitunga. Ásamt stéttarbróður sínum, Gunnlaugi Halldórssyni, varð hann einna fyrst- ur til að aka daglega í vinnu frá Álftanesi til Reykjavíkur á fyrstu árunum eftir stríð. Góð kynni voru með Álftnesingum á þessum árum, menn tóku tal saman á förnum vegi en virtu friðhelgi hver annars þess á milli. Hannes í Þórukoti var einn þeirra er setti svipmót á þetta sam- félag. Hann lét sig miklu skipta vöxt þess og viðgang, enda glögg- skyggn á kosti þess og galla. Ef skipulags- og umhverfismál bar á góma á fundum var hann þar ávallt mættur til að taka þátt í umræðum. Við slík tækifæri var hann allra málflytjenda skemmtilegastur, enda fáum betur gefið að orða skoðanir sínar af hnyttni og rökfestu. Næst lágu leiðir okkar saman á vettvangi Arkitektafélags íslands, en í þágu þess vann Hannes mikið og óeigingjarnt starf. Hannes var af þeirri kynslóð arkitekta er leit á starf sitt að mótun bygginga sem lífshugsjón, annað og meira en átakalitla öflun lífsviðurværis. Af viðhorfum hans mátti ráða að frum- leg formsköpun í byggingarlist hefði ein og sér lítið gildi, ef henni fylgdi ekki hugsunin um samfélagslega ábyrgð fagmannsins. Trúr þeirri hugsjón var Hannes ötull við að fylgja eftir skoðunum sínum á þeim málefnum er honum voru hugleikin hveiju sinni. Því til vitnis eru ýmsar greinar í blöðum og tímaritum, þar sem undirtónninn er oftar en ekki krafan um heiðarleik arkitektsins gagnvart list sinni, stéttarbræðrum og samborgurum. Það kom í minn hlut að starfa í nefnd á vegum Arki- tektafélagsins þar sem Hannes átti sæti og var sú samvinna einkar ánægjuleg. Var hann ætíð fús til að miðla okkur yngra fólkinu af faglegri reynslu sinni, ef eftir því var leitað. í starfi mínu á vegum Listasafns Reykjavíkur á undanfömum tveim- ur árum hef ég átt þess kost að kynnast betur en ella tveimur merk- um byggingum eftir Hannes Kr. Davíðsson er undir þá stofnun heyra, annars vegar Kjarvalsstöðum á Miklatúni og hins vegar íbúð- arhúsi Gunnars Gunnarssonar rit- höfundar við Dyngjuveg nr. 8, þar sem nú er gistivinnustofa erlendra listamanna. Fyrstu heimsóknimar í húsið við Dyngjuveg urðu mér mik- il opinberun, einkum þó útfærsla stigans og hin sérstæðu rýmistengsl milli hæða, sem var merkileg nýjung í íslensku íbúðarhúsi á þeim tíma er það var teiknað og byggt, urh 1950. Þetta varð til þess að ég fór að gefa öðrum verkum Hannesar betri gaum. Ég hygg að því hafí verið svipað farið með mig og margt af því yngra fólki sem kynntist Hannesi Kr. Davíðssyni, að fæst gerðum við okkur grein fyrir hversu merkilegur brautryðjandi hann var í íslenskri nútímahúsagerð. Að þessu leyti má segja að persónutöfr- ar mannsins hafi orðið til þess að beina athygli frá verkunum, enda var honum fjarri skapi að miklast af eigin afrekum og eyddi hann jafn- an slíku tali. Ef skoðuð eru tvö af fyrstu íbúð- arhúsunum í Reykjavík sem Hannes teiknaði, Silfurteigur nr. 4 frá árinu 1946 og Skaftahlíð nr. 3 frá árinu 1947, þá virðast þau fljótt á litið hafa verið byggð mörgum árum síð- ar en húsin í kring, en sú var ekki raunin. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar komu heim frá námi nokkrir arkitektar, sem áttu eftir að hafa sterk, mótandi áhrif á fram- vindu íslenskrar byggingarlistar á 6. og 7. áratuginum. í þeim hópi voru m.a. þeir Gísli Halldórsson, Hannes Kr. Davíðsson, Sigvaldi Thordarson og Skarphéðinn Jó- hannsson. í verkum þeirra var áhersla lögð á hreinleika í ytra út- liti og uppbyggingu grunnmyndar, sérhæfða herbergjaskipan, opnari rými og stóra, óskipta gluggafleti. Lágreist, einhalla þök komu í stað valmans sem verið hafði allsráðandi og í stað steiningarmúrs var útveggjum húsa deilt upp í slétt- pússaða steypufleti, sem málaðir voru í sterkum frumlitum. Gjaman var notast við ýmis náttúruefni, sem í endanlegri útfærslu fengu að halda eiginlegri áferð og lit. Allt vom þetta athyglisverðar nýjungar á þeim tíma, sem síðar urðu viðteknar Iausnir í almennri húsagerð. Sú bygging Hannesar Kr. Davíðs- sonar sem flestir þekkja era Kjarv- alsstaðir á Miklatúni, en þess var minnst fyrir nokkru að tuttugu ár voru liðin frá vígslu hússins. Þó að tveir áratugir séu ekki langur hluti af líftíma einnar byggingar vekur athygli hversu vel Kjarvalsstaðir hafa staðist tímans tönn, bæði sem hugverk og efnislegur hlutur. Það má að miklu leyti þakka höfundi hússins, listrænu innsæi hans og staðgóðri þekkingu á eðli og mögu- leikum byggingarefna. Innra skipu- lag hússins er einfalt og skilvirkt og hefur reynst auðvelt að koma við margháttuðum breytingum á innra starfi án þess það hafi kostað meiri- háttar breytingar á húsinu. Fæstir höfundar mikilvægra opinberra bygginga uppskera lof fyrir verk sín í lifanda lífí, en það er spá mín að æ fleiri muni læra að meta kosti þessa húss þegar fram líða stundir. Með Hannesi Kr. Davíðssyni er frá fallinn merkur brautryðjandi og hugmyndafræðingur í íslenskri nú- tímahúsagerðarlist, traustur stétt- arbróðir og góður sveitungi. Fjöl- skyldu hans og ástvinum votta ég hluttekningu, fyrir mína hönd, Listasafns Reykjavíkur og starfs- fólks Kjarvalsstaða. Blessuð sé minning hans. Pétur H. Ármannsson. Við andlát Hannesar Davíðssonar rifjast upp að senn er hálf öld liðin síðan Alþingi setti lög um Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði en fyr- ir þá stofnun vann Hannes sem arki- tekt í áratugi. Svo hratt flýgur tíminn. 'Fljótlega eftir að áðumefnd lög voru sett afhenti ríkisstjómin Tilraunastöðinni bújörðina Keldur í Mosfellssveit og þar skyldi reisa byggingar fyrir starfsemi stofnun- arinnar. Eins og þá tíðkaðist um opinberar byggingar var Skrifstofu húsameistara ríkisins falið að gera teikningar af væntanlegum bygg- ingum og annast skipulag þeirra í samráði við byggingarnefnd. Hannes Davíðsson vann þá hjá húsameistara og mál skipuðust þannig að það kom í hlut Hannesar að annast þetta starf. Sýnir það, út af fyrir sig, hvaða tiltrú Guðjón Samúelsson hafði á þessum unga arkitekt. Hannes gekk að þessu vanda- sama verki fullur áhuga og atorku, og sökkti sér niður í þau vandamál sem leysa þurfti, en á þeim árum var ekki um aðrar byggingar að ræða þar sem um svipaðar kröfur var að ræða. Með þolinmæði og þrautseigju var hindrunum rutt úr vegi og eftir eðlilegan byggingar- tíma voru fuilgerð rannsóknarstofu- hús, einangrunarhús fyrir tilrauna- dýr og íbúðarhús. Talið var af þeim sem til þekktu, að þessi hús stofn- unarinnar væru fyllilega sambæri- leg við það sem fremst gerðist er- lendis á þessu sviði á þeim tíma. Eftir að þessum fyrsta bygging- aráfanga var lokið hélt Hannes áfram störfum fyrir stofnunina, teiknaði nýtt rannsóknarstofuhús, ný einangrunarhús og gripahús m.m. Auk þess var hann jafnan reiðubúinn til aðstoðar ef ráðast þurfti í viðgerðir, breytingar eða endurbætur. Oft vann hann störf þessi um skyldur fram. Ekki skal því heldur gleymt að liðsinni Hannesar var mjög mikil- vægt þegar yfírvöld seildust til yfír- töku; á landi stofnunarinnar fyrir byggingarlóðir. Við sem höfðum skipti við Hann- es á löngum starfsferli geymum í minni trygglyndi hans og hjálpsemi þegar til hans var leitað. Við dáðum oft hugkvæmni hans og úrræðasemi en þó öðru fremur kjark hans og þor til að fara oft á tíðum ótroðnar slóðir og fundvísi hans á rök til að styðja nýbreytni síná. Blessuð sé minning Hannesar Davíðssonar. Páll A. Pálsson. Kveðja frá Hagsmunasamtökum Bessastaðahrepps í dag kveðjum við Hannes Kr. Davíðsson í Þórakoti, nágranna okkar og samstarfsmann. Leiðirnar lágu saman fyrir níu áram þegar hópur fólks með áhuga á sveitar- stjórnarmálum hittist og ákvað að tefla fram lista í fyrstu hlutbundnu kosningunum í Bessastaðahreppi. Hannes var þar á meðal, litríkur maður með merkilegan starfsferil, skemmtilegur og merkur í samtali og einlægur áhugamaður um mál- efni hreppsins. Sér i lagi lét hann náttúruvemd og skipulagsmál til sín taka, bjó þar yfír ítarlegri þekkingu sem kom að góðum notum. Hannes reyndist vera hlýlegur og gáfaður húmanisti sem einatt kom auga á þá óvæntu fleti málanna sem öðrum hafði sést yfir. Hann var kurteis nákvæmnismaður með ríka réttlæt- iskennd, trúr skoðunum sínum og erfítt að hagga honum ef hann hafði öðlast sannfæringu. Hagsmunasamtökin þakka Hann- esi liðveislu og hollráð og votta Auði Þorbergsdóttur eiginkonu hans og öðrum ástvinum innilega samúð. F.h. stjórnar, Þorgeir Magnússon. Nú er kvaddur góður vinur. Lítil stétt íslenskra arkitekta sér á bak virtum starfsbróður og traust- um stéttarfélaga, sem unnið hefur mikið uppbyggingarstarf fyrir stétt- ina. Þegar Hannesar Kr. Davíðsson- ar er minnst koma fyrst upp í hug- ann eiginleikar, sem nutu sín í öllu hans starfí. Hann bjó yfír yfírveg- aðri íhygli, skýrri rökhugsun og traustri yfirsýn yfir samfélag sitt og skilningi á skyldum og hlutverki arkitektastéttarinnar í samtlð og samfélagi. í verkun hans, sem ein- kennast af faglegu uppeldi arkitekta fyrirstríðsáranna nýtast honum vel þessir eiginleikar. Auk þessa átti hann auðvelt með að búa hugsunum sínum skýran búning bæði í töluðu og rituðu máli. Þau eru orðin æði mörg eftirtekt- arverð húsin af teikniborði Hannes- ar. Þó að venja sé að flokka hús í íbúðahús, hálfopinberar og opinber- ar byggingar, virðist réttara að flokka hús Hannesar eftir því hvaða uppgötvanir og nýjungar hann var að glíma við í úrlausnum viðfangs- efnisins hveiju sinni. Það lýsir vel viðhorfí Hannesar til verkefnanna þegar hann segir í viðtali: „Arkitektar ættu að reyna að krylja verkefnin til skilnings, þegar þau berast og kryfja eiginleika byggingarefna svo þau verði arki- tektum undirgefín til lausna. Ef þetta tekst þá held ég að allt ætti að vera í lagi.“ Nefna má tvö einbýlishús í Laugarásnum. Fyrst skal nefna hús Gunnars Gunnarssonar, skálds, sem var mjög vel sniðið að þörfum skáldsins og stendur eins og Hannes sagði „rétt hús í réttu umhverfi". Þá er þar neðar í brekkunni hús Helga Árnasonar, verkfr. Þessi hús era ekki múrhúðuð utan, en á þeim tíma var að verða áhugi á sjón- steypu, sem Hannes glímdi við. I þeim flokki er Langholtsapótek. Þar reyndi hann að nota venjubund- inn mótauppslátt með nýjum hætti. Hann skarsúðarklæddi mótin að utan m.a. til að marka skýrar eigin- leika borðviðarins í mótasmíðinni Við Laugaveg (20 og 26) teikn- aði Hannes tvö hús og leysti verk- efnið með nýstárlegum hætti. Byggt er á þröngum lóðum og fyllt í skörð í götumyndinni. Húsin eru þannig byggð að allur burður hvílir á gafl- veggjunum og reft yfir með bitum milli veggja án súlna. Með því móti urðu hæðarskil all þykk, en það rými nýtist vel til að skapa frjáls- ræði fyrir lagnir á efri hæðum og auðvelda hvers konar innrétting- arfyrirkomulag sem súlulaus gólf- flötur gefpr tilefni til. Útveggir eru léttbyggðir og gluggasetning með því móti frjálsari en ella. Þetta voru algjörar nýjungar á þeim tíma og virðist að ekki hafí orðið framfarir frá þessu bygging- arlagi síðar nema þá í húsi Hús- gagnahallarinnar við Höfðabakka. Það hús teiknaði hann einnig. Eins og fram er komið krufði Hannes til mergjar byggingarefnin, sem notast er við. í því sambandi beindist íhygli hans_ að steypunni og efnum í henni. Á eigin vegum og með samstarfí verkfræðiráðgjafa síns og Byggingarrannsóknanna kannaði hann og gerði tilraunir með rakaheldni sements og steypu. Rit- aði hann grein um þá könnun í tíma- ritið AVS og hvatti til frekari vís- indalegra rannsókna til að unnt yrði að ná tökum á þessu þýðingarmikla byggingarefni okkar. Þessa könnun gerði hann samhliða byggingu íbúð- arhúsa á Landakotstúni fyrir ka- tólsku prestana. Hannes leitaðist við að leysa hvert verkefni rökrétt út frá forsendum þess. Gilti það jafnt um planlausnir, uppbyggingu og útlit. Það var ijarri honum að eltast við fagurfræðilegar tískusveiflur eða að leita að sínum stíl og slá í gegn. Hvert viðfangs- efni laut sínum eigin lögmálum um skipulag, uppbyggingu, efnisval og meðferð efnis. Rekja mætti mörg dæmi þess. Það hús af teikniborði Hannesar, sem mest umtal hefur hlotið, er Kjarvalsstaðir. Sumir listamanna hafa lýst óánægju yfir lofti hússins, að það dragi til sín of mikla at- hygli, en ekki fyrir aðra eiginleika þess. Af því tilefni urðu málaferli, sem enduðu með hæstaréttardómi. Tvær voru megin orsakir mála- ferlanna. Önnur var sannfæring Hannesar um, að hann væri þar að framkvæma rökrétta nýjung með lýsingu í sýningarsölunum. Hin var barátta hans fyrir því að höfundar- réttur okkar arkitekta sé við- urkenndur og virtur að lögum. Um fyrra atriðið er gaman að skýra frá því, að nokkra síðar en Hannes kom fram með fyrirkomu- lagið á lofti Kjarvalsstaða, var sams konar lausn notuð í viðbyggingu Tate-sýningarsalarins í London. Fyrir nokkru var opnuð ný álma, kölluð Richeliu-álma, við Lowre- safnið í París. Breskur arkitektúr- gangrýnandi, Huge Pearmann, rit- aði nýverið grein í menningarhluta Sunday Times og gerði það að um- ræðuefni. Hann rekur þær tilraunir, sem gerðar hafa verið víða um heim með lausnir á þessu vandamáli með misjöfnum árangri. Grein sína endar hann svona í lauslegri þýðingu: „Á 20 árum virðast viðhorfin hafa snú- ist í heilan hring. Listin hvarf um tíma inn í grafhvelfíngar en til allr- ar hamingju snérist einhveijum hugur.“ Hér á hann við að hinn heimsþekkti arkitekt I.M. Pei og verkfræðingurinn Peter Rice opn- uðu á nýjan leik fyrir dagsbirtuna inn í sýningarsalina í Richeliu-álmu Lowre með sömu aðferð og Hannes gerði á Kjarvalsstöðum. Um höfundarréttinn má það segja, að sumir hinna yngri arki- tekta skuldu ekki að þar barðist Hannes fyrir arkitektastéttina sem heild, en ekki aðeins fyrir sjálfan sig. Hann hafði sigur, sem stéttin má vera honum þakklát fyrir. Nú er staðfest með hæstaréttar- dómi svo ekki verður umdeilt að við arkitektar njótum lögverndar höf- undarréttarlaga yfír verkum okkar. Þetta leiðir hugann að starfí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.