Morgunblaðið - 28.05.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28.MAÍ1995 37
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Mískunnsemi
Frá Eggerti E. Laxdal:
MARGT er að gerast í þjóðfélag-
inu, sem valdið hefur deilum og
umræðum, bæði meðal almennings
og manna í æðstu stöðum. Sumir
gerast dómharðir og leggja allt
kapp á að svipta fórnarlömb sín
frama og æru, vegna misferlis, sem
mönnum er borið á brýn. Engin
refsing er talin of þung, til þess
að fullnægja kröfum um siðferði
og réttlæti. En er nokkur maður
syndlaus, ef grannt er skoðað, og
ber ekki að taka orð meistarans frá
Nasaret alvarlega, þegar hann
sagði, „sá yðar, sem syndlaus er,
kasti fyrsta steininum".
Það er eitt orð í íslensku máli,
sem vonandi finnst ennþá í íslensk-
um orðabókum, en þar á ég við
um orðið miskunnsemi, sem er að
missa meira og meira úr áhrifa-
mætti sínum, og kemur það glöggt
fram í öllum samskiptum manna á
meðal. Dómharka og refsigleði eru
aftur á móti orð sem sífellt virðast
vera að ná auknu vægi í þjóðfélag-
inu, þegar krafist er harðari refs-
inga fyrir meint brot, þá eiga slík-
ar kröfur greiða leið inn í æðsta
stjórnkerfi landsins og eru umsvifa-
laust gerðar að lögum.
Ég veit ekki hvort orðið mis-
kunnsemi finnst í lögbókum, eða í
hugum þeirra, sem kveða upp
dóma, en óttast þó, að lítið muni
fara fyrir því á þeim vettvangi.
Verði menn uppvísir að misferli,
sem að vísu getur talist ámælis-
vert, geta þeir átt það á hættu að
missa starf sitt og eigur sínar og
lenda loks í fangelsi um lengri tíma.
Þetta þykir þó stundum ekki nóg,
heldur eru þeir sviptir ærunni ævi-
langt, óalandi og ófeijandi alls
staðar i þjóðfélaginu. Hvað bíður
svo refsifanga, þegar refsivist lýkur
og þeim er sagt, að nú séu þeir
frjálsir menn. Margir útskrifast
allslausir, heimilislausir og ofaná
allt, atvinnulausir og eiga hvergi
höfði sínu að halla. Eitthvert afdrep
mun vera til fyrir þessa menn, en
það er ófullkomið og varla sæm-
andi lifandi mönnum. Þar eru vist-
mönnum settar reglurnar, því að
frelsi má ekki ríkja á slíkum stöð-
um. Meðal annars er þeim gert að
vera komnir heim innan tiltekins
tíma á kvöldin. Verði misbrestur á
þvi, er þeim úthýst og gert að
mæla göturnar næturlangt í öllum
veðrum. Á slíkum stöðum þyrfti
að hengja upp boðskap á veggina,
sem fjallar um miskunnsemi.
Þekkingarskortur á þýðingu
þessa orðs kemur fram í samskipt-
um manna og þjóða um allan heim,
bæði í þróuðum sem vanþróuðum
ríkjum. Menn leita réttar síns með
ofbeldi og misþyrmingum, telji þeir
að gert sé á hluta þeirra. Stundum
gengur þetta svo langt, að það kost-
ar mannslíf, og í vesta tilfelli styij-
aldir, þegar þjóðir deila, með öllum
þeim hörmungum, sem þeim fylgja.
í slíkum tilfellum skortir ekki fé
til þess að kaupa vopn og allskonar
drápstæki. Hermennirnir fá nógan
mat, en biðji sveltandi almúginn
um brauðbita, er honum synjað.
Það er tillaga mín til allra
manna, að auka vægi orðsins mis-
kunnsemi, og láta það fá meira
rými í öllum störfum sínum og
ákvarðanatökum, sem snertir hag
og velferð fólksins í landinu, meðal
allra þjóða.
EGGERT E. LAXDAL,
Box 174, Hveragerði.
Meiriháttar
sumarkjólar
frákr. 1.990
Rósóttir kjólar,
hlýrakjólar,
stuttir kjólar,
síðir kjólar,
stutt pils
Full búð af
sjóðheitum
sumarvörum
■
NECESSITY,
Borgarkringlunni, sími 588-4848. SendUm i póstkröfu
dýrmætt
Oryggifc
VW Golf skutbíll m/útvarpi, tilbúinn á götuna kostar aÖeins frá
HEKLA
-tí/Aei/iía/ A&it/
Laugavegi 170-174, sími 569 5500
Volkswagen
Oruggur á o//a vegul