Morgunblaðið - 04.06.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.06.1995, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ afgerandi áhrif á hann, það hafí verið þessir miklu og sterku straumar í þjóðfélaginu. Þegar hann var að ljúka menntaskóla komst hann í kynni við Jónas Ámason og hreyfingu lista- manna, sem stofnuðu samtökin Friðlýst land. Farið var í fundaferð um landið. Hann var á fundum með Jónasi og sr. Rögnvaldi Finnboga- syni um allt Austurland og Norðurland. Síðan fór hann með Jóni Baldvin og Jónasi um Vest- fírðina. „Þetta var mín eldsktm í pólitíkinni. Ég verð síðan einn af stofnendum Samtaka hemámsandstæðinga 1960 og ritstjóri Fijálsrar þjóðar um eins árs skeið. Þetta leiddi hvað af öðru. Eftir að vera kominn á kaf í stjómmálabar- áttuna var ég kallaður til framboðs fyrir Alþýðu- bandalagið á Norðurlandi vestra, þá 23 ára gamall. Ekki var ég þó í neinum tengslum við það kjördæmi þegar þeir ári fyrir kosningar báðu mig að fara þar í framboð." Ragnar hafði byijað í háskóla í Svíþjóð, las heimspeki og bókmenntir. Lenti svo í tveimur risastómm gengisfellingum 1960, erlendur gjaldeyrir hækkaði í verði um rúmlega 100% á einu ári, svo hann sá að það gengi ekki upp fjárhagslega, segir hann. Hann innritaðist í lögfræði og hellti sér út í pólitíkina á íslandi, en fór ekki að læra fyrir alvöru fyrr en eftir að hann hafði náð kosningu og var kominn á þing. Þessar gengisfellingar hafa því verið af- drifaríkar í hans lífi. RAGNAR Arnalds, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. Morgunblaðið/Kristinn miimsm ím TÍMINN fyrir viðtalið var dæmigerður fyrir störf Ragnars, milli ófyrirséðs aukafundar í þinginu og leikhúsferð- ar þeirra hjóna í Nemendaleikhúsið um kvöldið, því Ragnar reynir að sjá allar leik- sýningar, enda leikritagerð hans aðaláhugamál utan stjómmálanna. Þegar við erum sest á heimili þeirra Hallveig- ar Thorlacius í Laugarásnum, með víðu útsýni yfir Laugardalinn, segir Ragnar að hann hafí alltaf haldið tryggð við Laugamesið frá því hann fluttist þangað 8 ára gamall úr Yestur- bænum. Eftir að hann varð þingmaður hafa þau hjónin átt annað heimili í kjördæminu, fyrst í Siglufirði og síðan hús í Varmahlíð í Skaga- firði, en höfðu hér vetursetu Fyrsta spuming sem brann á vömm blaða- mannsins eftir að hafa litið yfír æviágrip Ragn- ars Amalds og uppmna hans: Hvemig í ósköp- unum fórst þú, Ragnar, að því að verða svona ungur það sem við þá kölluðum „kommi“, kom- inn af höfðingjum í marga ættliði, stórkaup- mönnum, æðstu embættismönnum í allar áttir og dáðum þjóðskáldum og uppalinn í svo borg- aralegu umhverfi? En faðir Ragnars Amalds er Sigurður Amalds fyrrv. stórkaupmaður og útgefandi í Reykjavík og móðir hans Guðrún Laxdal kaupkona, afarnir Ari Amalds mála- flutningsmaður, alþingismaður, sýslumaður og bæjarfógeti og hins vegar Jón Laxdal verslunar- stjóri og útgerðarmaður á ísafírði, stórkaup- maður og tónskáld, en ömmumar Matthildur Einarsdóttir Kvaran, dóttir Einars H. Kvaran skálds, og Elín Matthíasdóttir Jochumssonar. „Ég man fyrst eftir að ég fengi pólitískan áhuga í forsetakosningunum 1952. Studdi þá Ragnar Amalds er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Hann byrjaði líka 24 ára gamall, næstyngst- ur þeirra sem kjömir hafa verið á þing. Elín Pálma- dóttir ræddi við Ragnar um þennan snemmboma frama og langa reynslu í stjómmálum. Hann telur t.d. hóp alþingismanna orðinn óeðlilega einslitan. Ásgeir Ásgeirsson. Hreifst bara af því að hann var að beijast gegn kerfínu, hafði báða stóm flokkana á móti sér. Þá um haustið var verið að selja blað á götunum sem hét Fijáls þjóð. Ég keypti það og hreifst af boðskapnum," svar- ar Ragnar þessari spumingu. „Við vomm nokkrir áhugamenn um stjóm- mál í sama bekk í Laugamesskólanum, þá 13-14 ára gamlir. Jón Báldvin var sessunautur minn og í bekknum voru Styrmir Gunnarsson og Halldór Blöndal. Jón Baldvin var auðvitað í mestuin beinum tengslum við pólitíkina gegn- um pabba sinn, sem var formaður Alþýðuflokks- ins. í öðmm bekk háðum við miklar rökræður og stofnuðum málfundafélag. Þetta voru svo pólitískir tímar. Fyrstu stórmálin, sem við deild- um um, voru hersetumálið og bjórmálið. „Frá stríðslokum höfðu sjálfstæðismálin ver- ið aðaldeilumálið í íslenskum stjómmálum. Þá er ég ekki að tala um deilur um hvort við ætt- um að velja kommúnisma eða kapitalisma, held- ur spurðu menn síg hvort sjálfstæði okkar væri meiri hætta búin af því að verða gleypt af Rússum eða af hinu að það yrði étið upp af vinum og vemdurum. Ég get fullyrt að stór hluti menntamanna og listamanna óttaðist frek- ar það síðamefnda á þessum tfma. Fólk hafði meiri áhyggjur af því að íslendingar mundu farga þessu nýja sjálfstæði sínu með of nánum samskiptum við sína nánustu nágranna og vemdara í vestri heldur en af hinu, að Rússar skelltu sér að heiman og tækju hólmann okk- ar. Auk þess fannst mönnum að herstöðin á Miðnesheiði væri fremur byggð til að verja Bandaríkin en ísland og myndi kalla yfir land- ið kjarnorkuárás til eyðingar herstöðinni.“ Eldskírnin í pólitík Ragnar segir að Fijáls þjóð og Þjóðvam. flokkurinn, sem hann gekk í strax og hann \ stofnaður 1953 ásamt fleiri skólabræðrum, h haft veruleg áhrif á margt fólk. Hann neit því að nokkur ákveðin manneskja hafi haft j Var Ragnar kannski farinn að skrifa og hugðist feta í fótspor hinna frægu forfeðra sinna Einars H. Kvaran og Matthíasar Jochums- sonar, þegar hann lenti svona í pólitíkinni? Hann kveðst hafa skrifað smásögur í mennta- skóla og var vissulega dálítið með hugann við að skrifa leikrit. En pólitíkin varð ofan á og það var ekki fyrr en hann var orðinn fjármála- ráðherra 20 árum síðar að hann tók til við að skrifa leikrit. Hann kveðst hafa verið svo hepp- inn að hafa frábæran kennara í barnaskóla, Skeggja Ásbjamarson, og var einn af þeim sem þá fékk leiklistarbakteríuna, enda var leikið tvisvar á ári. Hann var líka aðeins farinn að leika sem bam í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hann lék af krafti í menntaskóla. í bamaskóla skrifaði hann fyrsta leikritið, byggt upp af fyrir- lestrum á þremur útvarpsstöðvum, einn um hirðingu fjósa, annan um kvenréttindi og þeim þriðja um stjómmál. Hlustandi var alltaf að skifta á milli og varð af absúrd samsetningur. Kannski ekki svo absúrd nú á margrásaöld? „Ég lenti einu sinni í því í Landinu gleymda eftir Davíð Stefánsson í Þjóðleikhúsinu að sagt var að nú hefði drengur forfallast og „þú verð- ur að leika hlutverkið hans“. Ég lék annan son Hans Egede og nú varð ég að leika hans hlut- verk líka. Það þekkti ég ekki nema að litlu leyti, en Baldvin Halldórsson leiddi mig um sviðið og hvíslaði að mér hvað ég átti að segja. Þetta hefur valdið mér martröð oft síðan. Mér finnst að ég sé á leiksviði og hafi ekki hugmynd um hvað ég eigi að gera eða segja." Hefur það þá nokkum tíma komið fyrir hann á sviði stjómmálanna að vita ekki hvað hann á að segja eða gera? „Nei, yfirleitt getur mað- ur nú áttað sig á hlutverkinu áður en maður gefur sig í það.“ Strákurinn komst á þing Ragnar var nýkominn heim frá Svíþjóð, korn- ungur námsmaðurinn, þegar hann var kallaður til framboðs með árs fyrirvara, sem hann segir hafa verið ómetanlegt. Hann hugðist þá setjast að á Siglufirði eða Sauðárkróki sem kennari. Hafði aðeins fengist við kennslu hér syðra. „Ég sótti um laust kennarastarf á Siglufirði, var eini umsækjandinn, en þegar þeir fréttu að ég væri væntanlegur frambjóðandi Alþýðubanda- lagsins vildu þeir heldur vera kennaralausir. Eins fór á Sauðárkróki. Það varð því ekkert af því að ég fengi vinnu í kjördæminu. í þessum kosningum var Alþýðubandalagið að tapa fylgi um allt land og því afar tvísýn barátta. Þama hafði verið uppbótarþingsæti, sem einhver ann- ar gat auðvitað náð. Jafnframt var ég að reyna að fella Björn Pálsson, þriðja mann á lista Fram- sóknar. Gat munað örfáum atkvæðum. Það tókst ekki, en ég varð landskjörinn þingmaður. Á framboðsfundum kallaði Bjöm mig aldrei annað en strákinn og hélt því áfram eftir að ég var kominn á þing, en hlaut vítur fyrir.“ Sama sumar og Ragnar varð alþingismaður giftu þau sig hann og samstúdent hans Hall- veig Thorlacius brúðuleikari og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Helgu og dótturdótturina Söm. Nú er Ragnar búinn að vera á Alþingi í 30 ár, nema hvað hann vantaði 11 atkvæði 1967 og var fjögur ár varaþingmaður. Hann var engu að síður á fullu í stjómmálunum, því 1968 var hann kosinn formaður Alþýðubanda- lagsins, þá þrítugur að aldri. Fábreyti alþingismanna Hveijar hafa orðið helstu breytingamar á Alþingi þennan tíma? „Ég vil fyrst nefna að þá var aðeins ein kona á þingi, Auður Auðuns, en frá 1987 hafa þær verið 13-15. í öðru lagi er skifting á þingmönnum miklu örari nú en áður var. I kosningunum 1963 og 1967 komu aðeins 17 nýir þingmenn, en 1991 og 1995 komu 40 nýir. Þetta var því óneitanlega dálítið Á leiksviðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.