Morgunblaðið - 04.06.1995, Page 21

Morgunblaðið - 04.06.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 21 — Telur þú að stjómvöld viðkom- andi lands þurfi að marka ákveðna stefnu í ferðamálum? „Stjórnvöld verða í það minnsta að hafa hönd í bagga með þeim aug- lýsingum sem birtast um landið er- lendis. Það er líka nauðsynlegt fyrir þá sem vinna í ferðaþjónustu að vita hvert yfirvöld stefna í ferðamálum. Að öðrum kosti hugsar hver og einn aðeins um eigin hagsmuni.“ Hamele segir að flestar ríkisstjóm- ir í Evrópu hafi það markmið að stuðla að grænni ferðamennsku. En hver er þá stefna Þýskalands í þeim efnum? „Það hefur engin stefna verið mörkuð í ferðamálum fyrir Þýska- land í heild, enda varla framkvæm- anlegt fyrir ríki sem telur um 80 milljónir íbúa. Einstök sambandsríki hafa þó markað stefnu í ferðamálum. Sachsen, til að mynda, hefur mótað stefnu þar sem markmið grænnar ferðamennsku eru höfð að leiðar- ljósi. í Austurríki, og þá einkum í Tírol, nýtur ferðaþjónustan ekki stuðnings yfirvalda nema hún geti lagt fram ákveðna stefnu í ferðamál- um og gefið upp ljölda þeirra gesta sem hótel geta hýst hveiju sinni.“ — Hvert fara Þjóðveijar í frí? „Þjóðveijar hafa ferðast til sömu staðanna síðustu tuttugu árin og virðast lítið breyta út af venjum sín- um í þeim efnum. Rúmlega 30% þeirra eyða fríinu heima í Þýska- landi, 60% fara til Austurríkis, Ítalíu eða Spánar og 10% fara til landa eins og Tyrklands, Frakklands, Grikklands eða Bandaríkjanna svo að nokkur lönd séu nefnd. Þegar Þjóðveijar fara í frí til ann- arra landa horfa þeir fyrst og fremst til verðlags í viðkomandi landi. Þeir kjósa að eyða sumarleyfi sínu í lönd- um þar sem verðlag er gott. Þess utan eru svo ákveðnir staðir í tísku á hveijum tíma og það hefur oft áhrif á val þeirra, svo og umhverfis- sjónarmið. Þegar mengunin var hvað mest við strendur Ítalíu fyrir fimm árum dró mjög úr ferðum Þjóðveija þangað. Það sannast því það sem eitt ljóð- skáldið okkar í Þýskalandi sagði um ferðamenn. Hann sagði að þegar við værum búin að leggja einn ferða- mannastað í rúst færum við á þann næsta, og þegar við værum búin að leggja eigið land í rúst færum við utan í frí.“ Drykkjarvatnsstríð Hvert liggur ferðamannastraum- urinn svona almennt séð og hvaða lönd eða staðir eru í hættu vegna fjöldaferðamennsku? „Ferðamenn eru flestir á strönd- inni við Adríahafið og í Ölpunum. Ströndin milli Feneyja og Rimini á Ítalíu tekur við gífurlegum fjölda ferðamann ár hvert en á móti kemur að Italir eiga að baki hundrað ára gamla hefð í ferðaþjónustu. Þar gegna lítil fjölskyldufyrirtæki og gistihús stóru hlutverki og það er að mínu áliti mjög hagstætt fyrir ferðaþjónustuna þar. Ákveðnir staðir á Spáni eru fremur illa famir af völdum ferðamanna eins og til að mynda Majorka, Benidorm, Torremolinos, Costa Brava og fleiri staðir. Til Majorka, þessarar litlu eyju sem hefur um 500 þúsund Ma, koma árlega um 12 milljónir ferðamanna, eða jafnmargir ferðamenn og Grikk- land allt tekur við ár hvert. Þetta er uggvænleg þróun og það er nokkuð víst að innan tíðar munu eiga sér þar stað alvarlegar vistfræðilegar breyt- ingar. Yfirborð gmnnvatns mun síga og saltvatn þá aukast, sem þýðir að landið verður saltara. Mörg vandamál munu þá skjóta upp kollinum og meðal annars verður drykkjarvatn sífellt minna á eynni. Skortur á drykkjarvatni er að verða vandamál í mörgum löndum og drykkjarvatns- stríði er spáð strax á næstu öld.“ Lykillinn að ferðamennsku ' í Evrópulöndum þar sem fjöldi ferðamanna skiptir milljónum hafa menn áhyggjur af mikilli vatns- og orkunotkun, en áhyggjur íslendinga snúast að mestu, enn sem komið er, um viðkvæmar náttúruperlur. Það gerist ekki ósjaldan að sumri til að langferðabílar koma í röðum allir í einu að vinsælum ferðamannastað og út stíga hundruð ferðamanna sem vaða yfir viðkvæman gróður og skilja eftir rusl og úrgang. Hvemig telur Hamele að hægt sé að koma í veg fyrir slíkt? Þegar yIó er- um búin aö leggja einn feróamanna- stad í rúst förum vió á þann næsta og þegar vió erum búin aö leggja eigiö land í rúst förum viö utan í frí Þaó eina sem hefur áhrif á feröamanna- iónaöinn eru tekjurnar sem til skipta koma „Það er hægt að koma í veg fýrir skemmdir af þessum sökum ef menn átta sig tímanlega á því hversu marga ferðamenn staðurinn þolir hveiju sinni og hleypa þá aðeins þeim Qölda að. Á fjölmörgum vinsælum stöðum er þess gætt vandlega að tala gesta fari aldrei yfir ákveðið mark. Eg yil nefna sem dæmi höll Lúðvíks kon- ungs í Bayern, Neuschwanstein. Þangað koma þúsundir ferðamanna með langferðabílum dag hvern og allir vilja þeir komast inn á sama tíma. Það er hins vegar aðeins tak- markaður fjöldi sem kemst að í einu og hinir verða einfaldlega að bíða. Ferðamaðurinn sjálfur er oftast sátt- ur við það, hann vill frekar skoða safn eða náttúrufegurð með fimmtíu öðrum ferðamönnum heldur en fimm hundruð." Við skulum segja að tveir hópar ferðamanna komi til íslands. Fyrri hópurinn ástundar græna ferða- mennsku, notar gististaðina um- hverfisvænu, borðar mat bænda og sjómanna, ferðast með langferðabíl- um og notfærir sér þjónustu ís- lenskra leiðsögumanna. Hinn hóp- urinn kemur með matinn með sér og aflar sér engra upplýsinga á staðnum. Nú getur vel farið svo að báðir hópamir eyði jafnmiklu fé meðan á dvöl þeirra stendur, en heimamenn hagnast töluvert meira á fyrri hópnum, það er ekki ósenni- legt að dvöl hans skili 16 þúsund þýskum mörkum á móti 12 þúsund frá seinni hópnum. Auk þess veldur fyrri hópurinn síður skaða því hann nýtur leiðsagnar." — Nú koma ferðamenn hingað í stórum stíl á eigin bílum og með skottið fullt af matvælum. Hvað gera bændur í slíkri stöðu? „Það er afleitt og eiginlega óþol- andi. Mér fyndist eðlilegt að yfir- völd og þeir sem starfa að ferðamál- um ræddu þann vanda. Þetta er landið ykkar og þið eruð gestgjaf- arnir.“ ísland verður vinsælt Þegar Hamele er spurður hvort hann telji að ísland eigi möguleika á að stunda græna ferðamennsku segir hann að það fari eftir því hversu marga ferðamenn íslendingar vilji og ætli sér að fá. „Ég tel það mikilvægt að yfírvöld og þeir sem að ferðaþjónustu standa geri sér grein fyrir því hversu mikinn fjölda ferðamanna landið þolir og að tekið verði tillit til félagslegra, menn- ingarlegra og efnahagslegra sjón- armiða í því sambandi. Líklega kem- ur það sér best fyrir flugfélag ykkar að fá sem flesta ferðamenn sem dvelja stutt í hvert sinn, en fyrir aðra aðila og fyrir íbúa landsins tel ég að það komi sér betur að fá ferða- menn sem dvelja lengi í senn. Það veldur minni röskun." — Hvers konar ferðalög eru vin- sælust núna meðal ferðamanna al- mennt? „Það virðist vera tilhneiging hjá ferðamönnum núna að fara í stuttar ferðir til annarra landa og ferðalög flugleiðis aukast stöðugt Það ætti að koma sér vel fyrir íslendinga. Áhugi Þjóðveija til dæmis á óspilltri náttúru hefur aukist mjög síðustu árin og þar sem þeir hafa flestir ferð- ast mjög mikið eru margir farnir að líta til landa sem þeir hafa ekki áður komið til, eins og til.að mynda ís- lands. Við það bætist að þeir verða æ fleiri sem sækjast eftir kyrrð og friði. Ferðalögum Þjóðveija til fjar- lægra landa hefur fækkað en þegar þeir ferðast á þann hátt vilja þeir fá eitthvað fyrir snúð sinn og dvelja lengi í viðkomandi landi eða í minnst þijár vikur. Ég tel því að ísland eigi mikla möguleika á að verða vinsælt sum- arleyfisland fyrir Þjóðveija og aðrar Evrópuþjóðir í framtíðinni. Með framtíðarferðamáta evr- ópskra ferðamanna í huga hafa ís- lendingar því einstakt tækifæri til að skipuleggja ferðaþjónustu sína. Ég held að ekkert annað land, nema ef til vill Noregur, hafi fengið annað eins tækifæri. Það tekur minnst tíu ár að skipuleggja og byggja upp góða ferðaþjónustu, en það er vitan- lega of seint að byija á því þegar ferðamennimir eru komnir." Náttúrugjald „Ferðamönpum fylgja vandamál," heldur Hamele áfram. „Maðurinn skilur alls staðar slóð eftir sig og því verður að gera ráð fyrir viðgerð- arkostnaði þegar ferðaþjónusta er skipulögð. Það er rétt að ferðamenn greiði sjálfir fyrir þann skaða sem þeir ef til vill valda og því hefur það tíðkast í áratugi í mörgum vinsælum ferðamannalöndum í Evrópu að ferðamenn greiði ákveðið dvalar- gjald, eða „kurtaxe". Það er ekki skattur, heldur gjald sem ferðamenn eða gestir verða að greiða aukalega fyrir hveija nótt sem þeir gista í við- komandi landi og er það þóknun fýr- ir það sem landið hefur upp á að bjóða, náttúru eða söfn, sem eru ekki í eigu einstaklinga. Þetta dval- argjald, eða náttúrugjald eins og það væri best að nefna það hér hjá ykk- ur, verður að vera hið sama alls stað- ar á landinu, Þetta gjald gæti verið um hundrað krónur á mann. Ef þið fengjuð til dæmis 200 þúsund erlenda ferða- menn á næsta ári og sérhver þeirra mundi gista í tíu daga, þýddi það samanlagt um tvær milljónir gisti- nátta. Upphæðin sem þið fengjuð þá með innheimtu náttúrugjalds yrði um 200 milljónir króna. Fyrir það fé væri hægt að fastráða um tuttugu menn til að sjá um nauðsynlegt við- hald og viðgerðir á helstu ferða- mannastöðum, auk þess sem hægt væri að ráðast í ýmsar framkvæmd- ir tengdar ferðaþjónustunni. Þetta náttúrugjald yrði innheimt um leið og gisting er greidd og best væri ef ferðamaðurinn fengi í staðinn lítið gestakort. Þetta gestakort mundi heimila honum aðgang að ýmsum stöðum, sem hann fær hvort eð er frítt, eins og til dæmis að þjóð- görðum og einstökum söfnum, og svo fengi hann frían aðgang að salemum í þjóðgörðum. Sá hópur sem hefur hvað mestan áhuga á að ferðast til landa eins og íslands er millistéttin og sú stétt hefur sífellt meira fé milli handanna. Henni finnst það sjálfsagt og eðlilegt að greiða ákveðið náttúrugjald og kann vel að meta að fá gestakort í staðinn. Ég held þegar á allt er litið að græn ferðamennska mundi henta Islendingum afar vel og í raun verð- ið þið að hugsa á grænu nótunum með alla þessa náttúrufegurð. En það verður engin þróun í grænni ferðmennsku ef að ekki kem- ur til grænn landbúnaður, grænar samgöngur, grænn iðnaður og svo framvegis. Græn ferðamennska er græn pólitík og til að hún geti orðið að veruleika tel ég að yfirvöld verði að móta ákveðna ferðamálastefnu og setja sér langtíma markmið." VIÐ ERUNITILBUIN! 5555 ^——- 511 <2> SAMTÓK IÐNAÐARINS Sumarskólinn sf. Starfræktur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Sumarönn frá 6. júní-5. júlí 1995 Yfir 60 framhaldsskólaáfangar í bobi Námið er yfirleitt matshæft í alla framhaldsskóla Skráning í anddyri FB mánudag-föstudag frá kl. 16:00-18:00 SAGA Sjómannadagurinn í Hajharfirði stendurfyrir Sjómannadagshófi í Súlnasal Hótel Sögu á Sjómannadaginn 11. júni. Dagskrd kvöldsins: Fordrykkur Veislukvöldverður Skemmtiatriði: Ríó Saga Skemmtidagskrá með hinu óviðjafnanlega Ríó tríói Jóhannes Kristjánsson eftirherma Húsið opnar kL 19.00 Opinn dansleikur hefst að loknu borðhaldi um kl. 23.00 með hinni vinsælu hljómsveit Saga Klass Verð á dansleik kr. 850 kr. Pantanir í síma 552 9900 W 8 ií.’ < Q O >■ -þín saga!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.