Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ✓ KYIKMYNDIR/Refflibofflnn frumsýnir nýsjálensku kvikmyndina Once Were Warríors sem vakið hefur mikla athygli um allan heim, en í myndinni er fjallað um heimilisofbeldi á opinskáan hátt. Aðalleikkona myndarínnar verður viðstödd forsýningu hennar á morgun Astarfjötrar ofbeldísins EIGINMAÐUR Beth er ofbeldisfullur og lendir iðulega í slagsmálum. BETH er ástfangin af manni sínum en verður SLAGSMAL eru tíð meðal maoríanna í fátækra- að gjalda þess dýru verði. hverfum stórborga Nýja-Sjálands. að þótti sæta nokkrum tíðind- um í kvikmyndasögunni þegar ný-sjálenska kvikmyndin Once Were Warriors sló aðsóknar- met „Jurassic Park“ þar í landi í byijun ársins, en myndin sern kostaði um 100 milljónir króna í framleiðslu hefur síðan verið sýnd við mikla aðsókn um allan heim. Myndin er gerð eftir skáldsögu eftir nýsjálenska rithöfundinn Al- an Duff, en bókin, sem er frum- raun hans, kom út árið 1990. Hlutu bæði bókin og höfundurinn margvísleg verðlaun og metsölu í heimalandinu. Aðalpersóna mynd- arinnar er Beth Heke (Rena Ow- en), kúguð eiginkona atvinnulauss hrotta, en hún reynir hvað hún getur að forða fjölskyldunni frá splundrun og bömum sínum frá því að lenda á glapstigum. Sögusviðið er fátækrahverfi maoría, frumbyggja Nýja-Sjá- lands, í óskilgreindri stórborg þar í landi. Fjölskyldufaðirinn er drykkfelldur og sturtar daglega í sig bjór með félögunum. Hann lendir hvað eftir annað í áflogum og stofnar gjaman til veisluhalda á heimili sínu um miðjar nætur. Beth er svolítið fyrir sopann sjálf og hefur gaman að því að skemmta sér og hún er greinilega hrifínn af eiginmanni sínum en verður hins vegar að gjalda þess. Þegar hann er dmkkinn á hann nefnilega vanda til þess að lemja hana sundur og saman, en senni- lega hefur heimilisofbeldi af þessu tagi aldrei fyrr verið gerð jafn skilmerkilega skil á hvíta tjaldinu. Myndin snýst að miklu leyti um þá viðleitni Beth að losna úr viðj- um ofbeldisins og halda í hefðir maoría, en álagið sem hvílir á fjöl- skyldunni á hliðstæður um víða veröld. Þannig sagði kvikmynda- gagnrýnandi í Suður-Afríku um kvikmyndina að hún væri stór- kostlegasta mynd um S-Afríku sem aldrei hefði verið gerð í S- Afríku. Hæfileikamenn frá Eyjaálfu Það hefur vakið athygli hve miklum vinsældum fjöldi leik- stjóra og leikara frá Eyjaálfu hef- ur náð í Evrópu og Bandaríkjun- um á undanförnum árum. Þeirra á meðal má nefna Sam Neill, Judy Davis, Peter Weir og Gillian Arm- strong, en kannski ber þó hæst nafn leikarans og leikstjórans Mels Gibsons, sem öðlaðist heims- frægð í áströlskum kvikmyndum. Meðal þeirra sem gáttir Holly- wood eru að ljúkast upp fyrir þessa dagana er einmitt Lee Tamahori, hinn 44 ára gamli leik- stjóri „Once Were Warriors". Hann er nú að leikstýra myndinni „Mulholland Falls“ með Nick Nolte í aðalhlutverki og í bígerð er að hann geri mynd um ævi Edgars Allans Poe. „Once Were Warriors" er fyrsta myndin í fullri lengd sem Tamahori gerir, en framað því hafði hann getið sér gott orð fyrir gerð auglýsinga- mynda og hlotið margvísleg al- þjóðleg verðlaun og viðurkenning- ar fyrir þær. Annar leikstjóri frá Nýja-Sjá- landi sem slegið hefur í gegn upp á síðkastið er Peter Jackson sem fyrst vakti athygli fyrir grínhryll- ingsmyndina „Dead Alive“, sem gerð var 1993. Hann sló svo í gegn svo um munaði fyrir mynd- ina „Heavenly Creatures", sem gerð var í fyrra og tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir besta kvikmyndahandritið, en myndin var sýnd í Regnboganum í vor. Þriðji leikstjórinn úr Eyjaálfu sem nýverið hefur slegið í gegn er svo P.J. Hogan, en hann er leikstjóri „Muriel’s Wedding“, sem sýnd verður á næstunni í Háskóla- bíói. Sú mynd er meðal mest sóttu myndanna í Evrópu um þessar mundir og einnig hefur hún gert það gott í Bandaríkjunum. Fangavistin tuktaði hana NÝ-sjálenska leikkonan Rena Owen, sem leikur aðalhlutverk- ið í kvikmyndinni „Once Were Warriors", er nú stödd hér á iandi, en hún verður viðstödd forsýningu myndarinnar í Regnboganum á morgun. For- sýningin er tileinkuð Kvennaat- hvarfinu, sem mun fá allan ágóða af sýningunni. Hlutverk Renu Owen í mynd- inni er aðeins annað kvikmynda- hlutverk hennar, en fyrsta reynsla hennar á hvíta tjaldinu segir hún að hafi verið „lítið en safaríkt" hlutverk í kvikmynd- inni „Rapa Nui“, sem Kevin Reynold leikstýrði. Framleið- andi „Rapa Nui“ var Kevin Costner, en með aðalhlutverk í myndinni fór Jason Scott Lee (Dragon, Jungle Book). I mynd- inni er sögð saga frumbyggja á Páskaeyju i Kyrrahafi og kom hún út á myndbandi hjá Skíf- unni í mars síðastliðnum. Rena Owen á maorískan föð- ur en hvíta móður og ólst hún upp við menningu maoría. Leik- listin varð snemma ástríða hennar og 15 ára gömul steig hún fyrst á svið í skólaupp- færslu á söngleiknum „South Pacific". í upphafi sjötta ára- tugarins var ekki litið á leiklist sem framtíðarstarf á Nýja-Sjá- landi og þá allra síst fyrir unga maoríska stúlku úr sveitinni. Rena lærði þess vegna hjúkrun, en fékk svo útrás í pönkbylgj- unni í upphafi níunda áratugar- ins. Eirðarleysi hennar skilaði henni brátt til London þar sem hún reyndi fyrir sér bæði í leik- list og tónlist, en þar ánetjaðist hún illilega eiturlyfyum og hlaut að lokum 8 mánaða fangelsis- dóm í Englandi. „Fangelsisvistin tuktaði mig rækilega til og kenndimér margt um sjálfa mig. Ég er sannfærð um að innilokunin bjargaði lífí mínu. Leikarar sem kynnst hafa þannig lífsreynslu eiga örugglega betur með að túlka djúpar tilfinningar," segir leikkonan. Skömmu eftir að Rena losnaði úr fangelsinu fékk hún hlutverk með ný-sjálenskum leikflokki í London, en einnig hóf hún af krafti störf með Clean Break- leikhópnum, sem einbeitir sér að kynningu og uppsetningu leikverka í kvennafangelsum. Hún flutti svo aftur til Nýja-Sjá- lands árið 1988 og er hún nú búsett í höfuðborginni Welling- ton, þar sem hún starfar sem leikari í leikhúsum og sjón- varpi. Þá hefur hún einnig skrif- að og leikstýrt nokkrum leikrit- um. Rena telur að konur um allan heim geti sett sig í spor Beth í kvikmyndinni „Once Were Warriors". „Beth er greind kona og viljasterk, en fer samt út i lífið með stjörnur í augunum. Raunveruleikinn er þó allur annar og ofbeldið setur fljótt mark sitt á hjónaband hennar. Þótt Beth líti út fyrir að vera sterk og yfirgefi að lokum eig- inmann sinn er hún sviðin og mörkuð djúpum sárum. Hún á mikla baráttu fyrir höndum og verður að rífa sig upp, ekki ein- göngu hennar sjálfrar vegna heldur bamanna ekki síður,“ segir Rena. I kjölfar velgengni „Once Were Warriors" hefur Rena ferðast heimshoma á milli og víða heimsótt kvennaathvörf og rætt við þolendur heimilisof- beldis ogkynferðislegs ofbeldis. Hún segir marga hafa sagt sér að þeir þekki persónur úr mynd- inni af eigin raun og raunveru- leikinn sé oft grimmari en fram kemur í myndinni. Þá hafi hún einnig heyrt að myndin hafi hjálpað konum til að rísa upp og losa sig úr samböndum þar sem ofbeldi er daglegt brauð og segir leikkonan að það hafi glatt sig nýög. „Once Were Warriors" hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir lýs- inguna á stöðu maoría á Nýja- Sjálandi, en flestir leikaranna í myndinni em maoríar. Þeir hafa á ýmsan hátt átt undir högg að sækja og segir Rena að hún vitfi veg kynþáttar síns meiri. „Margir vom á þeirri skoðun að ekki ætti að draga upp svona mynd af maoríum, en þeir sem vijja ekki horfast í augu við (jót- leika eigin kynþáttar staðna og komast ekkert áfram. Við emm öll bæði slæm og góð, við erum mannleg og enginn er fullkom- inn. En ofbeldisþáttur myndar- innar gæti gerst hvar sem er. Þótt fátækt sér bakgrunnurinn í myndinni hef ég komist að raun um að margir verstu of- beldisseggir heimsins em klæddir í sérsniðin jakkaföt. Þetta gerist í öllum þjóðfélags- hópum,“ segir hún. Frammistaða Renu Owen í „Once Were Warriors“ hefur orðið til þess að stærstu kvik- myndaframleiðendur Banda- ríkjanna og Bretlands hafa bor- ið víurnar í hana, en hún hefur hins vegar ýtt frá sér öllum kvikmyndahandritum úr þeim áttum og þótt þau klisjukennd og léttvæg. Segist hún aðeins vera til viðræðu um „alvömhlut- verk“ sem komi til móts við list- rænan metnað hennar, en engu að síður kitli peningamir því leikarar á Nýja-Sjálandi ríði ekki feitum hesti frá leiklistinni. Næsta kvikmynd Renu verður tekin í Astralíu og heitir hún „Your Man from Venus“, en í myndinni leikur Rena karlmann sem fer í kynskiptiaðgerð. Leik- syóri myndarinnar er landi hennar Stewart Main, en hann leikstýrði einnig hinni sérstæðu kvikmynd „Desperate Remedi- es“, sem sýnd var í Regnbogan- um síðastliðið haust. Sjá viðtal bls. 6B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.