Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska '0. 'eg ■f'lruu oidiSamLeqa. rr Htrv C-artpt u 9C milA. . comm ie‘sV3ú_P 1 Ay sport [Xy CLOTHE«^náVV lmL inanr teUexr- i oi iiuf SPIKE'S HARDWAÍ STORE . X cS3 þaZ er eisis vist og erhkr,ax> rkttar gcihs cr scUtkjöt bcajnlrl^/j Ferdinand Smáfólk Kanínur hlaupa of Um leið og ég sé hratt. eina er hún horfin. Þú ofþreytir sjálfan þig, drengur, fáðu þér tesopa. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þjóðir Balkan- skaga eru leik- soppar heims- valdasinna Frá Þorvaldi Þorvaldssyni: NÚ HEFUR stríðið í Bosníu Herzegovinu staðið í rúm þrjú ár og þar áður næstum ár í Króatíu. Fráleitt sér fyrir endann á þessum ófriði. Þvert á móti er mikil hætta á að hann magnist á næstunni og festist í fari langvarandi hernaðar sem knúinn verði áfram af inn- rásarher NATO. Þetta stríð leggur ólýsanlegar hörmungar yfir þjóðir fyrrum Júgó- slavíu og ábyrgð þeirra er mikil sem hafa komið af stað þessu stríði, kynnt undir því og geta haft áhrif á gang þess. Það gæti því verið fróðlegt að fara nokkrum orðum um inntak stríðsins, aðild íslands að því og hvað þjóð okkar getur gert til þess að sinna skyldu sinni við hið alþjóðlega samfélag. Þótt mikið sé fjallað um Balkan- stríðið í fjölmiðlum er lítið á því að græða því að mestum hluta er umfjöllunin yfirborðsleg upptugga á miðstýrðum og oft fölskum fréttaflutningi sem ætlað er að gefa ranga mynd af málinu og rétt- læta glæpsamlegan málstað sem íslensk stjómvöld hafa hingað til veitt stuðning. Sú mynd sem reynt er að sýna er sú að þjóðir Bosníu og Króatíu heyi hetjulega þjóðfrelsisbaráttu fyrir sjálfstæði þjóða sinna gegn serbneskri útþenslustefnu sem beiti öllum glæpsamlegustu aðferðum til að hindra þennan „réttláta mál- stað“. Ekki skal hér gert upp á milli siðferðis stríðsaðilanna en hitt er ljóst að upplausn Júgóslavíu í fleiri ríki hefur ekkert með frelsi og sjálfstæði að gera. Enda kom frumkvæðið að stofnun þessara nýju ríkja að nokkru leyti erlendis frá en einnig frá hægri öflum og fasistum innanlands. Breyting á ríkjaskipan er alvar- legur hlutur og gefur oft tilefni til stríðs eins og sagan hefur marg- sannað. Þess vegna eru ýmsir hnút- ar sem verður að hnýta áður en til slíks kemur. 1. í fyrsta lagi verður vilji þeirr- ar þjóðar eða þjóða sem ætla að stofna nýtt ríki að liggja ljós fyrir. 2. í öðru lagi verður að liggja fyrir samkomulag þeirra aðila sem málið snertir um landamæri, skipt- ingu skulda og eigna og fleira sem varðar þá hagsmuni sem breytt ríkjaskipan hefur áhrif á. 3. í þriðja lagi verður réttarstaða minnihlutahópa í hinu nýja ríki að vera tryggð. Engu þessara skilyrða var full- nægt við stofnun nýrra ríkja á Balkanskaga og við því átti hið alþjóðlega samfélag óbrigðult ráð. Það var að engin ný ríki fengju alþjóðlega viðurkenningu án þess að þessi skilyrði yrðu uppfyllt. Þannig hefði verið komið í veg fyr- ir stríð. Það er því nærtækt að líta svo á að leiðtogar þeirra ríkja sem viðurkenndu þessi nýju ríki og veittu þeim brautargengi innan Sameinuðu þjóðanna án nauðsyn- legra skilyrða séu helstu stríðs- glæpamenn þessa stríðs. Þýskaland stóð í fararbroddi við að hvetja til upplausnar Júgóslavíu og klauf sig meira að segja út úr Evrópusambandinu til að viður- kenna Króatíu 15. desember 1991. Þannig stillti Þýskaland öðrum Evrópusambandsríkjum upp við vegg sem leiddi til viðurkenningar af þeirra hálfu mánuði seinna. Ein- hver staðar þarna á milli kom viður- kenning frá íslenskum stjórnvöld- um. Hvort það var af heimsku eða sérstökum stuðningi við þýska heimsvaldastefnu er erfitt að vita en full ástæða er til þess að kalla menn til ábyrgðar á heimskupörum sínum jafnt og ásetningsverknaði, sérstaklega þegar afleiðingarnar eru jafn alvarlegar og hér um ræð- ir. Hins vegar er ljóst að efnahagur bæði Bosníu og Króatíu er alger- lega ofurseldur Deutze Bundes- bank um ófyrirsjáanlega framtíð jafnvel þótt tækist að binda endi á stríðið með skjótum hætti. Því er stundum svarað til að þetta sé nú bara gerður hlutur og ekkert sé við því að gera. Þetta sjónarmið er vægast sagt léttúðar- fullt því ef um mistök væri að ræða bæri þessum ríkjum að bæta fyrir mistök sín með því að beita sér fyrir sanngjamri lausn á nýrri ríkjaskipan og ljúka þannig stríðinu með lágmarksáföllum úr því sem komið er. Þess í stað er gjörningn- um fylgt eftir með hernaðaríhlutun NATO-heija gegn-öðrum aðilanum. Nú er hætta á að þessi hernaðarí- hlutun verði aukin stórlega með landher NATO-ríkjanna. Þótt yfirvarpið sé það að verið sér að „skakka leikinn" þá er að- eins um að ræða þátttöku í stríðinu með öðrum aðilanum gegn hinum og það mun ekki binda endi á stríð- ið. Þvert á móti er hætta á að það magnist og dragist á langinn og gæti tekið á sig svipmót Víetnam- stríðsins. Serbar hafa fulla ástæðu til að vantreysta því að þeirra rétt- indi verði virt í ríkjum sem stjórn- ast af ofstækismönnum sem í vax- andi mæli hallast að hefðum Ust- ashi-Króatíu sem kostaði hundruð þúsunda Serba lífið á stríðsárunum. ísiensk yfirvöld verða að taka sig saman í andlitinu og breyta um stefnu í þessu máli. Koma verður í veg fyrir frekari íhlutun NATO í þetta stríð og beita sér fyrir því að á alþjóðavettvangi verði málum miðlað með tilliti til allra aðila. ÞORVALDUR ÞORVALDSSON, Hjaltabakka 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.