Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þeir vilja afnema allt þrælahald hjá okkur í LÍU . . .
Bætt aðstaða og opnun skjalasýningar í Safnahúsi
Aukið
lestrarrými
á Þjóð-
skjalasafni
STARFSEMI Þjóðskjalasafnsins
hefur nú nýjan lestrarsal til um-
ráða en salurinn þjónaði áður
notendum Landsbókasafns. Við
breytinguna hefur aðstaðan nær
tvöfaldast og hægt verður að
færa þjónustu safnsins til nú-
tímahátta.
Eftir að Safnahúsið við Hverf-
isgötu í Reykjavík tók til starfa
árið 1909 áttu þar inni fjögur
þjóðsöfn. Þjóðminjasafnið fór í
eigið húsnæði árið 1950, Nátt-
úrugripasafnið árið 1959 og árið
1994 flutti Landsbókasafn í Þjóð-
arbókhlöðu. Það var því oft
þröngt um þá aðila sem vildu
nýta sér þá þjónustu sem Þjóð-
skjalasafnið hefur haft upp á að
bjóða, að sögn Ólafs Ásgeirsson-
ar Þjóðskjalavarðar.
Forráðamenn safnsins bíða nú
eftir nýju húsnæði á Laugavegi
162 en vænta má að það verði
tekið í notkun eftir fjögur til
fimm ár. Endanleg ákvörðun um
framtíð Safnahússins hefur hins
vegar ekki verið tekin.
Fjölmargir Islendingar hafa
lagt leið sína á Þjóðskjalasafnið
í gegnum tíðina en mest hefur
borið á nemendum á síðari stig-
um háskólanáms, fræðimönnum
og grúskurum af ýmsu tagi.
Starfsmenn safnsins hafa einnig
orðið áþreifanlega varir við auk-
inn ættfræðiáhuga meðal íslend-
inga.
Með eigin hendi
í tilefni þess að 30 ár eru frá
opnun Forvörsludeildar Þjóð-
skjalasafns Islands hefur verið
opnuð sýning sem ber yfirskrift-
ina Með eigin hendi.
Yfirskriftin vísar til þeirrar
Morgunblaðið/Sverrir
STJÓRNARNEFND Þjóðskjalasafns íslands. Frá vinstri eru
Sverrir Kristinsson útgefandi, Kristjana Kristinsdóttir, forstöðu-
maður forvörsludeildar, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður,
Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Björk Ingimundardóttir, for-
stöðumaður þjónustudeildar Þjóðskjalasafns.
MEÐ EIGIN HENDI er yfirskrift sýningar sem opnuð var í gær
í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Á myndinni eru Ólafur Ásgeirsson
þjóðskjalavörður og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir.
staðreyndar að forvörsludeildin
fæst að mestu við handskrifuð
skjöl, sem rituð voru á handunn-
inn pappír. Á deildinni er m.a.
handgert við gömul skjöl sem
þarfnast endurbóta, oft vegna
rakra húsa og slæmrar umhirðu.
Að sögn Áslaugar Jónsdóttur,
forstöðumanns forvörsludeildar,
er sýningunni ætlað að gefa inn-
sýn í þau störf sem heyra undir
forvörslu í handritasöfnum.
Mikil áhersla er lögð á varð-
veislu sögulegra heimilda enda
eitt höfuðverkefnið í Þjóðskjala-
safni íslands.
Rekstur Islenskrar málstöðvar í járnum
„Fjárveitingar
þurfa að hækka“
IÁRSSKÝRSLU ís-
lenskrar málstöðvar
fyrir seinasta ár kemur
fram að húsnæði hennar
er nú fullnýtt og raunar
orðið of lítið. Meðal annars
vantar bókastofu, funda-
herbergi og geymslurými,
auk þess sem skrifstofu
málstöðvarinnar er þröngur
stakkur sniðinn. Tölvu-
búnaður stöðvarinnar hefur
verið að ganga úr sér og
sum tækin orðin ónýt, og
án veglegrar gjafar Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík
væri tækjakostur stöðvar-
innar í algjörum ólestri.
„Rekstur íslenskrar mál-
stöðvar er herfilega bág-
borinn, því hún nærist ein-
göngu á fjárveitingum frá
Alþingi og þær hafa ekkert
hækkað að undanförnu," segir
Baldur Jónsson. „Það sem af er
þessu ári höfum við fengið rétt
rúmar 500 þúsund krónur í
rekstrarfé fyrir utan laun starfs-
manna, eða 15 þúsund krónur i
janúar, ekkert í febrúar, 500 þús-
und krónur í mars, ekkert í apríl
og ekkert í maí og árið er að
verða hálfnað. Þetta er skelfilegt
ástand og ef Mjólkursamsalan í
Reykjavík hefði ekki gefið stöð-
inni tölvukerfi að andvirði 1,7
milljónir króna í fyrra væri tölvu-
kerfið jafnframt ónýtt með öllu
og við sennilega verklausir þess
vegna.“
- Hvaða leiðir sérðu helstar til
úrbóta?
„Við þurfum að fá meira frá
Alþingi í ijárlögum, því að þær
tekjur sem við getum haft utan
þeirra eru afar stopular. Við gef-
um að vísu út bækur og seljum
en þarna eru engar gróðabækur
BaldurJónsson
► ÍSLENSK málstöð tók til
starfa 1. janúar 1985 og er
rekin í sameiningu af Háskóla
Islands og Islenskri málnefnd.
Stöðin hefur mörg járn í eldin-
um og er ekki hægt að gera
öllum verkefnum hennar tæm-
andi skil í stuttu máli. Þó má
nefna að hún er skrifstofa
málnefndarinnar og miðstöð
þeirrar starfsemi sem nefndin
annast, samstarfsvettvangur
nefndarinnar og HI og starfar
jafnframt að hagnýtum rann-
sóknarverkefnum á vegum
forstöðumanns. Stöðin svarar
fyrirspurnum um íslenskt mál,
veitir ráð og leiðbeiningar um
málfarsleg efni og les yfir rit-
smíðar af ýmsum toga. Baldur
Jónsson er forstöðumaður ís-
lenskrar málstöðvar og pró-
fessor í íslenskri málfræði í
heimspekideild HI.
á ferð, auk þess sem við tökum
að okkur eftir því sem unnt er
að lesa yfir handrit, aðallega fyr-
ir opinberar stofnanir. Tekjur af
þessari vinnu geta hlaupið á
nokkrum tugum þúsunda, en það
hefur stundum farið svo að ég
hef þurft að taka þá vinnu með
mér heim um helgar til að kom-
ast yfir slík verkefni og fæ ekki
greitt fyrir sjálfur. Alverst er þó
að hafa ekki að minnsta kosti einn
starfsmann til viðbótar, en fast-
ráðnir starfsmenn eru þrír. Við
höfum í mörg ár óskað eftir tveim-
ur nýjum stöðum og ástandið
skánaði til muna þótt við fengjum
ekki nema aðra, þ.e. málfræðing
til starfa, sem er alger nauðsyn
til að hægt sé að styðja orðanefnd-
irnar eins og stöðinni er ætlað að
gera. Nefndirnar eru um þtjátíu
talsins á skrá hjá okkur, en við
getum ekki aðstoðað nema fáein-
ar þeirra og þá jafnvel þær sem
eru duglegastar að bjarga sér
sjálfar: Eins þyrftum við að geta
gefið meira út af ritum og haldið
úti útgáfu Málfregna, auk þess
að sinna íðorðastarfseminni. Við
eigum að reka íðorðabanka en
höfum aldrei getað komið honum
á laggirnar sem skyldi.
Ekki vantar að heil-
mikið efni er til en
meðan við fáum ekki
fjármuni til að ráða
fleiri starfsmenn, eru
hendur okkar bundnar. Við höfum
farið fram á um 13,8 milljónir
króna í ársframlag en fáum í ár
rúmar 8 milljónir króna, sem er
lækkun frá fyrra ári um rúmar 2
milljónir króna og allt of lítil íjár-
veiting."
- Ertu bjartsýnn á aukinn
skilning ráðamanna á rekstri
stöðvarinnar?
„Því er vandsvarað. íslensk
málstöð á sér enga andstæðinga
mér vitanlega, en hins vegar get-
ur verið að stjórnvöld átti sig
ekki á hvers er þörf til að árang-
ur náist. Útgáfa íðorðasafna er
t.d. gífurlega erfitt og vandasamt
starf, svo mjög að þeir sem hafa
ekki fengist við slíka útgáfu geta
sjaldnast ímyndað sér það. Fólk
getur ekki lagt fram margra mán-
aða eða jafnvel ára vinnu án þess
að fá greitt fyrir, og úr því að svo
er kallar öll starfsemin á peninga.
Ég veit ekki til að hækkuð fram-
lög séu í vændum á þessu ári,
þannig að við gerum vel ef rekst-
urinn helst á floti svo lengi.“
- Hvað rís hæst í starfsemi
stöðvarinnar á seinasta ári, þrátt
fyrir þröngan kost?
„Ætli við höfum nokkuð afrek-
að á seinasta ári fyrir utan að
halda okkur á floti, því að við
gáfum ekkert nýtt út. Mér fannst
sérstaklega leitt að stöðin gat
ekki haldið áfram í fyrra að gefa
út tímaritið Málfregnir, frekar en
árið þar á undan. Alltaf er þó
mikið leitað til stöðvarinnar og
eftirspurn eftir málfarslegri ráð-
gjöf virðist vaxa jafnt og þétt.
Talsverður tími fór
einnig í að reka áróður
fyrir Málræktarsjóð,
enda var okkur um-
hugað um að koma
honum á fót. Einnig
má nefna baráttu þá sem við tók-
um þátt í til að beijast fyrir rétti
íslenskra bókstafa á alþjóðavett-
vangi. Þar var um sókn að ræða,
því umheimurinn veit lítt af þess-
um bókstöfum og þeir eiga sér
ekki vísa vist í vitund fólks ann-
ars staðar en hérvá landi. Við
háðum því mikla baráttu fyrir að
koma Þ-inu á blað sem bókstaf á
alþjóðavettvangi sem hluta af lat-
nesku stafrófi og það tókst."
Nauðsyn
aðfá fleiri
til starfa