Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 11 Morgunblaðið/Halldór LANGÞRÁÐU takmarki náð. Fj ölbrautaskólinn í Breiðholti Á þriðja hundrað útskrifast VEL á þriðja hundrað nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti á föstudag. Þar af voru 136 nýstúdentar. Bestum árangri nýstúdenta náðu Laufey Ásgrímsdóttir af tungumálabraut og Ingimar Guðni Haraldsson af eðlis- fræðibraut, bæði með ágætisein- kunnina 9,2. Handíðabraut var starfrækt við skólann í fyrsta skipti í vetur en þar er lögð áhersla á nám í fatasaum og fatahönnun. Níu nemendur luku prófi frá deildinni. Sjö nemendur luku snyrtifræðinámi og 16 luku sjúkraliðanámi og var þijúhundrað- asti sjúkraliðinn þar á meðal. Alls luku 107 nemendur námi frá eins og tveggja ára brautum við skólann og 34 nemendur brautskráðust af tæknisviði eftir þriggja ára nám. Lykill að norrænu samstarfi Danski sendiherrann, Klaus Otto Kappels, flutti ávarp og gerði danska tungu og samstarf dönsku og ís- lensku þjóðanna að umtalsefni sínu. Minnti hann á orð frú Vigdísar Finn- bogadóttur að svokölluð skandinav- íska væri lykillinn að norrænu sam- starfi sem og því að norrænar þjóð- ir geti notið sameiginlegrar menn- ingar. Skólameistari, Kristín Arnalds, minntist „listaskáldsins góða“, Jón- asar Hallgrímssonar, í skólaslita- ræðu sinni en um þessar mundir eru 150 ár liðin frá dauða hans. Gunnar Eyjólfsson, leikari og kennari við Fjölbrautaskólann, flutti kvæði Jón- asar, Gunnarshólma. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HURRA - og húfurnar fara á sinn stað. Fjölbraut við Ármúla 108 brautskráðir FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla var slitið við hátíðlega at- höfn í Langholtskirkju laugardag- inn 3. júní. Brautskráðir voru 108 nemendur en aldrei hafa jafnmarg- ir lokið námi frá skólanum á einni .önn. Dux scholae var Lísa Björk Ingólfsdóttir, stúdent af félags- og sálfræðibraut. Að þessu sinni brautskráðust 17 sjúkraliðar, 16 nuddarar, 8 aðstoð- armenn tannlækna, 4 lyfjatæknar ásamt tveimur læknariturum. Auk þess luku 16 sjúkraliðar framhalds- námi. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta en fyrir hönd 15 ára stúdenta talaði Halldór Lárusson auglýsingateiknari og Heimir Már Pétursson fyrir hönd 10 ára stúd- enta. STÚDENTAR ásamt skólameistara, Kristjáni Bersa Ólafssyni. Flensborg’arskólinn 20 ár frá breytingu FLENSBORGARSKÓLANUM var slitið í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 3. júní. Að þessu sinni voru 44 stúdentar brautskráðir frá skólanum auk þess sem einn lauk verslunarprófi. Bestum árangri náði Guðríður H. Baldursdóttir, stúdent af málabraut. Af félagsfræðibraut brautskráð- ust 18 stúdentar, 10 stúdentar af hagfræðibraut, 8 af náttúrufræði- braut, 4 af nýmálabraut, 3 af íþróttabraut og 1 af eðlisfræðibraut. Kvenstúdentar eru tæplega helmingi fleiri en karlstúdentar eða 28. Þess var minnst að 20 ár eru nú liðin síðan skólanum var breytt úr gagnfræðaskóla í fjölbrautaskóla og frá því fyrstu stúdentarnir kvöddu skólann. Alls hafa rúmlega fimmtán hundruð stúdentar verið brautskráð- ir frá skólanum. Margir nemendur hlutu bókar- verðlaun fyrir góðan námsárangur auk þess sem Hannes Helgason var heiðraður en hann hefur verið valinn til að taka þátt í Ólympíuleikunum í stærðfræði nú í sumar, fyrstur nemenda við skólann. FRETTIR Morgunblaðið/Halldór NÝSTÚDENTAR frá Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ samankomnir við hina nývígðu Vídalínskirkju í Garðabæ þar sem útskrift fór fram. 59 stúdentar útskrifaðir frá FG 59 NEMENDUR voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á föstudag. Athöfnin fór fram í Vídalinskirkju í Garðabæ. Þorsteinn Þorsteins- son skólameistari flutti ávarp og afhenti nemendum prófskirteini. Skólameistari ræddi fram- tíðarhlutverk skólans og í því sambandi sérstakar hugmyndir um eflingu verk- og list- menntunar. Þá nefndi skólameistari að undirbúningur undir byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann væri í fullum gangi. Fyrsta skóflu- stunga var tekin á 10 ára af- mæli skólans í byijun skólaárs. Skólinn verður við Bæjarbraut í austanverðu Arnarneslandi. Útboð stendur yfir og verður fyrsti áfangi tilbúinn haustið 1997. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarsljórnar, flutti kveðjur frá Garðabæ, Ragnheiður Thor- steinsson flutti ávarp fyrir hönd 10 ára stúdenta og Össur Brynj- ólfsson flutti kveðjur frá nýstúd- entum. Gísli Ragnarsson, aðstoðar- skólameistari, Kristín Bjarna- dóttir, áfangastjóri, og deildar- stjórar í einstökum greinum aflientu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Omar Gústafsson var dúx skólans með ágætis- einkunn i 44 námsá- föngum á eðlisfræði- braut — tölvulínu og náttúrufræðibraut. Rotaryklúbburinn Görðum veitti honum viðurkenningu fyrir bestan námsárangur. Kvenfélag Garða- bæjar veitti Sigur- borgu A. Ólafsdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í hand- mennt. Skólinn veitti síðan viðurkenningu fyrir ágætan námsár- angur í mörgum gi-einum. Sérstaka viðurkenningu fékk Þorgils Völundarson fyrir að hafa lokið 200 námseininguin en lág- mark til stúdentsprófs er 140 einingar. Kór skólans söng við athöfnia undir stjórn Laufeyjar Ólafs- dóttur, Marta G. Halldórsdóttir, óperusöngvari, söng einsöng og Örn Magnússon lék með á píanó. Falleg veggklukka Dínó trúðadúkka Fallegur barnarammi margar gerðir Sólblóm Leirhús margar gerðir Leðurfótbolti Myndarammi Stór og flottur leikfangatraktor Trébíll 15cm Trúðasparibaukur Opnunartími til hausts Mánud.-Fimmtud. 9-18 Föstudagar 9-19 Húsgíignahölllnni Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.