Morgunblaðið - 08.06.1995, Side 13

Morgunblaðið - 08.06.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 13 Slökkvi- bifreið á Hvamms- tanga Hvammstanga - Slökkviliðið á Hvammstanga fékk 3. júní sl. afhenta slökkviðbifreið. Bifreiðin, sem er ekki ný, er af tegundinni IVECO Makiro Deutz, árgerð 1978, innflutt notuð frá Þýskalandi. Bifreiðin er ekin 15 þúsund km og með 190 ha vél. Kaupverðið er um þriðjungur af verði slíkrar bifreiðar nýrrar eða um ljórar og hálf milljón kr. Bifreiðin er öll yfirfarin og að auki með aukabúnaði svo sem 5 kw rafstöð og 11 metra löngum stiga. Hin nýja bifreið leysir af hólmi gamla Bedford-slökkviðbifreið sem er af árgerðinni 1962. Sagt hefur verið til gamans að hún hefði þurft að leggja af stað á brunastað, nokkru áður en útkall bærist. Nýja bifreiðin er öll önnur, bæði hvað afl og tækni- búnað áhærir. Slökkviliðið hefur einn- ig til umráða tækjabireið sem m.a. er kölluð til þegar umferðaróhöpp verða. í tækjabifreiðinni er almennur neyðarbúnaður og klippur til að tjúfa bílflök. Héraðsnefnd Vestur-Húnavatns- sýslu stendur að baki brunavömum sýslunnar og nær þjónustusvæði slökkviliðsins yfír héraðið. I Slökkvil- iði Hvammstanga eru tuttugu menn og er Skúli Guðbjartsson slökkviliðs- stjóri. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson ÓLAFUR B. Óskarsson, for- maður Héraðsnefndar, af- hendir slökkvibifreiðina til slökkviliðsstjóra, Skúla Guð- bjartssonar. Á SKÓLAPLANINU var hægt að ganga á jafnvægisslá og vakti það ánægju yngstu nemendanna. Velheppnuð vorhátíð Grindavík - Vorhátíð Grunnskól- ans í Grindavík var haldin skóla- slitadaginn, síðasta dag maímán- aðar. Nemendur, foreldrar og kennarar lögðust á eitt um að gera síðasta dag skólaársins eft- irminnilegan og þótti tákast vel til. Míargt var til gamans gert á vorhátíðinni. Sýning var á mun- um nemenda úr smiðum, saum- um og myndmennt. Sýning þeirra bræðra, Hafþórs og Hlyns Helgasona, á bátslíkönum vakti mikla hrifningu en þeir hafa smiðað mörg líkön af bátum sem hafa verið í eigu aðila í Grinda- vík. Þar mátti meðal annars sjá Odd V. Gíslason, eldra björgun- arskip björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Skúm GK, Hákon ÞH og fleiri skip. Þeir bræður eiga ekki langt að sækja áhugann á sjóferðum því afi þeirra er Hilmar Rósmundsson, hin fræga aflakló frá Vestmannaeyjum, sem varð aflahæstur ár eftir ár á vetrarvertíðum áður en núver- andi kvótakerfi tók við. Þá voru afhjúpuð verk eftir nemendur smiðju þar sem sýndur er nýi og gamli tíminn í vinnubrögðum við Morgunblaðið/Frimann Ólafsson MYNDVERK nemenda sem skrýðir gafl smíðastofunnar og á að sýna gamalt og nýtt vinnulag við höfnina. höfnina og annað sem er tákn- rænt fyrir skólastarfið. Sýningin er í lystigarði Grindvíkinga við Víkurbraut en það eru 10 steinar á jafnmörgum stöllum ogtáknar hver fyrir sig árin í grunnskólan- um. Léttri tónlist útvarpað Útvarp skólans í umsjón Jóns Gröndals útvarpaði léttri dag- skrá og kynnti dagskrána, söng- ur og hljóðfærasláttur var í Heilsuhælinu. Á skólaplaninu sá Foreldra- og kennarafélag skól- ans um að selja grillaðar pylsur og kennarar brugðu sér í betri fötin og þjónuðu gestum til borðs í alþjóðlegu kaffihúsi sem var starfrækt meðan á vorhátíðinni stóð. Allt þetta lagðist á eitt að gera síðasta skóladaginn eftirminni- legan fyrir nemendur og annað starfsfólk skólans og var kær- komin tilbreyting eftir miklar annir við próf og prófayfirferð undanfarinna daga. Kven- félags- konur í Noregsför Húsavík - 54 konur í Kvenfélagi Húsavíkur lögðu 31. maí sl. upp í skemmtiferð til Noregs og hyggjast dvelja þar í eina viku. Morgunblaðið/Silli KONURNAR í Kvenfélagi Húsavíkur rétt áður en þær lögðu í ferð. Tízkusýning á Hafnarbarnum Þórshöfn - SUMARIÐ virðist loks- ins í sjónmáli hér á norðaustur- horninu og er þá tímabært að leggja til hliðar þungu vetrarflík- urnar og huga að léttari og sumar- legri fatnaði. Þórshafnarbúar hafa úr nægu að velja, eins og sjá mátti á tízkusýningu sem haldin var á Hafnarbarnum fyrir hvítasunnu- helgina. Það var líflegt um að litast á Hafnarbarnum þetta kvöld og úr- valið af sumartízkunni flögraði um gólfið. Sýnd voru föt frá tveimur verzlunum í plássinu; verzlun Sign- ars & Helga og tízkuverzluninni Hjá Jónu og skilaði sýningarfólkið sínu hlutverki með sóma, einkum gerðu herrrarnir lukku hjá áhorf- endum. Herramenn leika fyrir dansi Allir ættu að geta mætt í nýjum sumarflíkum á sjómannadagsballið um næstu helgi en hijómsveitin Herramenn frá Akureyri leikur fyrir dansi og verður byrjað á ungl- ingadansleik fyrrihluta laugar- dagskvölds. Björgunarsveitin Haf- liði, í samvinnu við sjómenn og kvennadeild slysavarnafélagsins, sér um hátíðahöld í tilefni sjó- mannadagsins og er vonast til þess að veðurguðirnir sjái aumur á þessu landshorni á hátíðisdegi sjó- manna. Skemmtiferð í afmælisgjöf í tilefni 100 ára afmælis félags- ins færði Húsavíkurbær félaginu nokkra fjárgjöf með því fororði að þær ættu að njóta þess sjálfar, sem þakklætisvott bæjarins fyrir hið mikla og fórnfúsa starf, sem félagið hefði á liðnum árum sýnt bæjarbúum og byggð og var það hvatinn að þessari skemmtiferð. Óku frá Húsavík Konurnar fóru frá Húsavík að kvöldi undir fararstjórn formanns félagsins, Svölu Hermannsdóttur, og óku um nóttina til Keflavíkur- flugvallar. Um morguninn var lagt af stað til Noregs. Sumarlest- urbarna Selfossi - SUMARLESTUR fer nú fram í þriðja sinn á vegum Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Um er að ræða lestrar- hvetjandi námskeið með það að markmiði að viðhaida þeirri lestr- arkunnáttu sem börnin hafa til- einkað sér í skólanum. Námskeið- ið miðast' við 9-11 ára böm en bæði yngri og eldri bömum er velkomið að vera með. Sumarlest- urinn stendur yfir fram til 28. júní. Hver þátttakandi fær sér- stakt bókasafnsskírteini og bók til að færa inn lesnar bækur svo og dagatal þar sem merktar verða inn uppákomur í tengslum við sumarlesturinn. Þema þessa árs er: Mjólkin okkar. Safnið er skreytt í sam- ræmi við þemað. Meðan á sumar- lestrinum stendur verður teiknuð stór kýr í safninu og fyrir hveija lesna bók verður límt jógúrtlok á kúna og markmiðið er að þekja hana. Á hveijum miðvikudegi verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir þátttakendur, dregið verður í happdrætti þar sem vinningar verða veittir og farið verður í leiki og heimsóknir. Heilsuefling á Klaustri Kirkjubæjarklaustri - EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar eru í gangi verkefni um land allt sem hefur það að markmiði að auka þátt heilsueflingar í starfí heilsugæslustöðva. Af því tilefni var opið hús á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri sl. laugar- dag þar sem starfsfólk bauð upp á fræðslu og umræður um heil- brigða lífshætti. M.a. voru sýnd myndbönd og þá höfðað til ýmissa aldurshópa. Einnig var fólki boðið upp á einfalt þolpróf til að kanna stöðu sína og nýttu nokkrir sér það. Kirkjulistahátíð 1995 í Hallgrímskirkju 8. júní kl. 20.00 Engleskyts Sópransöngkonan Anne-Lise Berntsen og Nils Henrik Asheim organisti frá Noregi flytja gamla alþýðusálma í nýrri útsetningu 9. júní kl. 20.00 Edgar Krapp Orgeltónleikar Edgars Krapp frá Þýskalandi. Leikin eru verk eftir J.S. Bach og rómantísk orgelverk frá Þýskalandi. Miðasala í Hallgrímskirkju. Miðapantanir í síma 551 9918.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.