Morgunblaðið - 08.06.1995, Side 16

Morgunblaðið - 08.06.1995, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Þröng í Grundarfjarðarhöfn TVEIR erlendir togarar komu til Grundarfjarðar verkfalls sjómanna voru fjórir togarar við í vikunni með á fjórða hundrað tonn af fiski. byrggjuna fyrir og hefur það aldrei gerzt áður mest karfa. Togarinn Bremen kom með tæp 200 að 6 togarar liggi við bryggju á Grundarfirði í tonn og Ocean Hunter með svipaðan afla. Vegna einu. „Saunleiksgildi slíkra yf- irlýsinga verði kannað“ Yfirlýsing frá Greenpeace MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Greenpe- ace til britingar. Hún er til komin vegna ummfjöllunar íslenzkra fjöl- miðla um heimsókn fulltrúa banda- ríksu samtakanna Alliance for America hingað til lands í maímán- uði síðstliðnum: „íslenskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af heimsókn fulltrúa banda- rísku samtakanna „Alliance for America“ til íslands. Þar sem ekki kom skýrt fram hvers konar samtök um er að ræða vilja Greenpeace taka fram eftirfarandi: „Alliance for America" voru stofnuð 1991. Um er að ræða regn- hlífarsamtök um 500 samtaka sem teljast vera yst á hægri væng bandarískra stjómmála eða þeirra sem betjast gegn strangari löggjöf um umhverfisvernd. Sum aðildarfé- laganna eru studd fjárhagslega af skógarhöggsfyrirtækjum, námufyr- irtækjum og hagsmunafélögum nautgriparæktenda, sem telja um- hverfísverndarsamtök ógna hags- munum sínum.1 Hægri öfgasamtök Hægri-öfgasamtökin „American Freedom Coalition“ eiga einnig að- ild. Talsmaður þeirra, Ron Arnold, lýsti því yfir í viðtali við norska blaðið Verdens Gang þann 11. maí sl. ár, að hans samtök hafi kostað fyrirlestrarferðir Magnúsar Guð- mundssonar til Bandaríkjanna. Árlega standa „Alliance for Am- erica“ fyrir fundarhöldum í Wash- ington sem nefnast „Fly in for Free- dom“. „Fly in for Freedom“ var síðast haldið í september sl. ár. Magnúsi Guðmundssyni var boðið þangað sem fyrirlesara og var hann þar í félagi við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf. Sannleiksgildið verði kannað í fréttaflutningi af íslandsheim- sókn talsmanna „Alliance for Amer- ica“ kom fram að afstaða Banda- ríkjamanna til hvalveiða væri nú að breytast. Meiri stuðningur væri nú fyrir hendi í bandaríska þinginu o.s.frv. Greenpeace skora á íslenska fjölmiðla að kanna sannleiksgildi slíkra yfírlýsinga rækilega. Greenpeace skora einnig á ís- lenska fjölmiðla að kanna hvaða öfl búa að baki þeim bandamönnum sem Magnús Guðmundsson,2 kvik- myndagerðarmaður, hefur aflað ís- Ienskum hvalveiðisinnum í félagi við Krisján Loftsson. Er ekki full ástæða til að efast um að slík sam- tök styðji stefnu íslands í umhverf- isverndarmálum almennt? Lýsir það ekki málefnalegu gjaldþroti ís- lenskra hvalveiðisinna að þeir leiti nú í búðir „Alliance for Ámerica“ eftir pólitískum stuðningi? Sam- rýmist það hagsmunum eða mark- miði Fiskifélags íslands eða Lífs og lands að beijast gegn umhverfis- verndarsamtökum? Stuðningsmenn Alliance for America 1. Meðal þeirra sem styðja Alliance for America með fjárframlögum eru: American Freedom Coalition, American Mining Congress, Amer- ican Petroleum Institute, American Pulpwood Association, Chemical Manufacturing Association, Nati- onal Rifle Association, Rocky Mo- untain Oil og Gas Association. 2. Sbr. frétt Ríkissjónvarpsins þann 19. maí, kl. 20.00. Fiskifélag Islands, Líf og land og Sjávarnytjar: Ekki svaraverður mál- flutningur Greenpeace MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynning frá Fiskifé- lagi íslands, Lífi og landi og Sjávar- nytjum til birtingar: „AÐ GEFNU tilefni (yfirlýsingu frá Greenpeace, dags. 22. maí 1995) vilja ofangreind félög koma eftirfarandi á framfæri: Fiskifélag íslands, umhverfis- samtökin Líf og land og Sjávarnytj- ar eru einhuga í stefnu sinni um nauðsyn sjálfbærrar nýtingar lif- andi sjávarauðlinda, hvort sem um er að ræða fiskistofna eða sjávar- spendýr. Stefnuskrá bandarísku samtakanna „Alliance for America" er í fullu samræmi við okkar stefnu í þessum málum og er vert að þakka veittan stuðning tugmilljóna með- lima þeirra við sjónarmið íslendinga um nýtingu náttúruauðlinda á vís- indalegum forsendum. Ofangreindir aðilar geta á engan hátt verið sam- mála því þrönga sjónarhorni Gre- enpeace varðándi nýtingu náttúru- auðlinda og þá algeru dýrafriðunar- stefnu sem þau samtök hafa rekið, og því síður verið sammála þeim aðferðum sem Greenpeace-samtök- in hafa kosið að beita, þ.e. lagabrot- um og sjálfteknu valdboði og beit- ingu ofbeldis við að vekja athygli á málum sínum. Einnig virðast sam- tökin stunda þá iðju að kasta fram fullyrðingum um „staðreyndir" sem við nánari skoðun reynast tóm rök- leysa og með öllu ósannar, sbr. „yfirlýsingu frá Greenpeace um „Alliance for America““, dags. 22. maí 1995. Slíkur málflutningur er ekki svaraverður og dæmir sig sjálf- ur. Þau samtök sem að þessari til- kynningu standa eru tilbúin til málefnalegrar umræðu um náttúru- vernd og eðlilega nýtingu auðlinda jarðar, bæði hafs og lands, við hvaða samtök sem er og hvenær sem er, en þau frábiðja sér mál- flutning eins og Greenpeace virðist stunda, sbr. fyrrnefnda yfirlýs- ingu.“ Fiskifélag íslands Bjarni Kr. Grímsson fiskimálastjóri Líf og land Páll Björgvinsson formaður Sjávarnytjar Þórður Hjartarson stjórnarmaður FRÉTTIR: EVRÓPA Fiskveiðisamningar við Marokkó Bonino segir stuðning við Spán þverrandi Madríd. Reuter. EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í viðtali við spænska ríkisútvarpið í gær að stuðningur almennings í ESB við málstað spænskra sjó- manna færi þverrandi. Sjómenn hafa gripið til margvíslegra mót- mælaaðgerða vegna þess að enn hefur ekki tekizt samkomulag um endurnýjun fiskveiði- samnings ESB við Ma- rokkó og meðal annars hindrað fisk- innflutning frá Marokkó. „Enginn vafi leikur á að ofbeldis- verk snúa almenningsálitinu í Evr- ópu gegn Spánverjum," sagði Boni- ono. „Við verðum að hafa í huga — Andalúsíumenn öðrum fremur — að við höfum ekki sjálfvirkan rétt til að veiða í lögsögu annarra landa.“ Ólöglegar aðgerðir Sjómenn í Andalúsíu segjast munu halda áfram að stöðva allan inn- flutning sjávarafurða frá Marokkó þar til samkomulag hefur náðst um nýjan fiskveiðisamning. Talsmenn sjómanna segjast aldrei munu sætta sig við jafnmikinn niðurskurð veiði- heimilda og Marokkómenn fara fram á. „Þetta eru ólöglegar aðgerðir, sem að mínu mati er alls ekki hægt að una við,“ sagði Bon- ino. „Það er spenna í loftinu og það gerir framkvæmdastjórn- inni ekki auðveldara fyrir.“ Bonino mun eiga fundi með Felipe Gonzales forsætisráð- herra Spánar og Luis Atienza sjávarútvegs- ráðherra í Madríd á morgun. Þar er búizt við að hún reyni að fá Spánveija til að gefa eftir og samþykkja umboð til fram- kvæmdastjórnarinnar að koma lengra til móts við kröfur Marok- kómanna, en þeir vilja skera kvóta ESB-skipa niður um 30-65%. ESB hefur hingað til aðeins léð máls á 10-30% niðurskurði kvóta. Nútímavæðing sjávarútvegs Bonino hvatti spænskar útgerðir til að sækja á önnur mið, þar sem ESB á veiðiheimildir, þar til deilan leystist. Hún sagði jafnframt að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi yrðu að horfast í augu við nýja tíma. „Sjávarútvegurinn þarf á nú- tímavæðingu að halda, og athyglin þarf að beinast að viðskiptum með sjávarafurðir ekki síður en aflanum. Menn verða að horfast í augu við heimsmarkaðinn,“ sagði Bonino. „Sjómenn verða að átta sig á að heimurinn er breyttur.“ Emma Bonino Evrópuþingið áminnir Tyrki Brussel. Reuter. RENZO Imbeni, varaforseti Evr- Erdal Inonu, utanríkisráðherra ópuþingsins, segir öruggt að þingið Tyrklands, sagðist á þriðjudag vera samþykki ekki samning Evrópu- fullviss um að þingið samþykkti sambandsins við Tyrki um tolla- tollasamninginn í haust. Samninga- bandalag ef Tyrkir bæti ekki viðræður stóðu yfir í tvo áratugi frammistöðu sína í mannréttinda- og það var ekki fyrr en í mars að málum. utanríkisráðherrar ESB og Tyrk- „Ég vil minna tyrknesku stjórn- lands gátu undirritað samning. ina á að hótanir þingsins eru ekki Inonu sagði að ríkisstjóm Tyrk- innantómar. Við munum hafna lands myndi á næstu dögum leggja samningnum ef Tyrkir uppfylla umfangsmiklar umbótatillögur fyrir ekki þau skilyrði sem við höfum þingið og stefna að því að fá þær sett,“ sagði Imbeni á blaðamanna- samþykktar fyrir lok mánaðarins. fundi. Ekki yrði gengið frá samn- Imbeni sagði skref Tyrkja í lýð- ingnum fyrr en kúrdískum sam- ræðisátt aftur á móti ekki nægilega' viskuföngum hefði verið sleppt úr sannfærandi og mjög ólíklegt að haldi og veigamiklar breytingar Evrópuþingmenn myndu falla frá gerðar á stjórnarskrá landsins. frekari kröfum. ESB fær ekki aðild að bifreiðaviðræðum Genf. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hafnað beiðni Evrópusambandsins um þátttöku í samningaviðræðum Bandaríkjanna og Japan um bíla og varahluti. Greindi háttsettur evr- ópskur embættismaður frá þessu í gær. Japanir fóru fram á það við Al- þjóðaviðskiptastofnunina (WTO) að skipulagðar yrðu viðræður til að finna lausn á deilunni, og hefjast þær í Genf á mánudaginn. Er talið að í viðræðunum muni þeir fara fram á að Bandaríkjastjórn falli frá fyrirhuguðum refsitollum á jap- anska eðalvagna. Bandaríkin vilja hins vegar setja málið í víðara sam- hengi og reyna að opna Japans- markað frekar. Embættismaðurinn sagði að Bandaríkjastjórn hefði sagt ESB að þeir gætu sótt um eigin viðræð- ur ef þeir hefðu áhuga á að ræða málið. Ekki var ljóst í gær hvort að sambærilegri beiðni frá Ástralíu hefði einnig verið hafnað. Evrópusambandið hefur mikinn áhuga á því að eiga aðild að hugsan- legu samkomulagi um aðgang að Japansmarkaði. : i i ! f i t i i :

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.