Morgunblaðið - 08.06.1995, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kriátinn
SAGA Agnesar gerist á fyrri hluta 19. aldar og hefur verið reist glæsileg sviðsmynd með húsum frá þeim tíma.
Hatur, svik, afbrýðisemi og morð eru meðal umfjöllunar-
efna kvikmyndarinnar Agnesar. Það væri e.t.v. ekki í
frásögur færandi nema vegna þess að saga myndarinn-
ar er byggð á atburðum sem áttu sér stað í raun og
veru. Þröstur Helgason kynnti sér málavöxtu.
ÞANN 13. mars árið 1828 var Natan Ketils-
son, bóndi og læknir, myrtur með hrottafengn-
um hætti á Illugastöðum norður í Húnavatns-
sýslu. Ódæðið vann ungur piltur, Friðrik Sig-
urðsson frá Katadal, með tilstyrk ráðskonu
Natans og vinnukonu. Telja margir að fé-
græðgi hafi verið undirrót þessa voðaverks en
aðrir segja að afbrýðisemi vinnukonu Natans,
Agnesar Magnúsdóttur, hafi verið kveikjan.
Fól
María Ellingsen og Baltasar Kormákur,
sem leika Agnesi og Natan í hinni nýju kvik-
mynd, segja að þar sé stuðst við síðari skýr-
inguna, afbrýði Agnesar. Myndin, sem gerð
er eftir handriti Snorra Þórissonar og Jóns
Ásgeirs Hreinssonar, segir í senn átakanlega
og spennandi sögu um átök góðs og ills.
Aðspurð hvort það sé ekki eilítið rómantískt
þema segja þau að það kunni að vera en að
sagan sé samt sem áður mjög krassandi.
Natan er þjófur og níðingur sem eirir engum.
„Hann er fól,“ segir Baltasar Kormákur og
ygglir sig. „Hann fer illa með Agnesi - eins
og reyndar allar konur - og fær hún því
Friðrik með sér í lið til að drepa hann. Þeim
ferst það þó ekki betur úr hendi en svo að
það kemst upp um þau og eru þau bæði
hálshöggvin.“
Byrjað á aftöku
María segir hlutverk Agnesar mjög spenn-
andi. „Það er mjög einkennilegt að leika konu
sem var til í raun og veru. Mér fannst það
sérstaklega skrítið að ganga upp á högg-
stokkinn til aftökunnar en það vildi svo und-
arlega til að við byijuðum á því að taka þá
senu. Ég hef það reyndar á tilfinningunni
Hlé
að það séu einhverjir andar á sveimi í kring-
um okkur, mér finnst ég stundum vera að
gera hluti sem ég hélt að ég gæti ekki gert.
Eg hugsa að Agnes fylgist með mér.“
Á miðilsfundi
Sagan segir reyndar að Agnes og Friðrik
hafi látið vita af sér hjá miðli á miðjum fjórða
áratugnum er þau höfðu legið í óvígðri jörð
í rúma öld. Líkamar þeirra voru grafnir strax
eftir afhöfðunina rétt við aftökustaðinn á
Vatnsdalshólum en höfuðin voru sett á
stangir þar hjá. Skömmu síðar hurfu höfuðin
af stöngunum og var sagt að presturinn á
Þingeyrum hefði sent vinnumann sinn eftir
þeim til að grafa í vígðri mold í kirkjugarð-
inum á Þingeyrum. Á miðilsfundinum öld
síðar kom hins vegar hið sanna í ljós er þau
Agnes og Friðrik sögðu að höfuð þeirra væru
grafin á Vatnsdalshólum með búkunum. Var
hópur manna sendur á aftökustaðinn í kjölfar
fundarins til að athuga hvort sagan væri
sönn og svo reyndist vera. Að fengnu leyfi
biskups voru líkin færð í vígða jörð i
BALTASAR Kormákur sem fólið Natan og Gottskálk Dagur
Sigurðarson sem ógæfumaðurinn Friðrik.
EGILL Eðvarðsson leikstjóri ræðir við Maríu Ellingsen í hlutverki Agnesar.
kirkjugarðinum að Tjöm. Orð leikur á að
leikstjóri Agnesar, Egill Eðvarðsson, hafi svo
farið á miðilsfund áður en tökur hófust á
myndinni til að reyna að ná sambandi við
Agnesi og Friðrik. Hvað fram fór á þeim
fundi hefur hins vegar ekki verið gert opin-
bert.
Allir sem vinna að tökum myndarinnar eru
sammála um að þær hafi gengið vel. María
og Baltasar Kormákur segja reyndar tökulið-
ið það skapbesta sem þau hafi kynnst. „Þetta
er einkar samhentur hópur,“ segir María, „og
einkennandi að við leikaramir höfum fengið
að vera með í ráðum sem er ekki mjög al-
gengt.“ Áætlað er að frumsýna myndina um
næstu jól.