Morgunblaðið - 08.06.1995, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
I
________________AÐSEIMDAR GREINAR_
Veiði Norðmanna á smásíld
og eyðing síldarstofnsins
UMRÆÐUR í Noregi um skipt-
ingu veiðiheimilda.úr norsk-íslenska
síldarstofninum spegla þá skoðun
Norðmanna að hrun stofnsins á sjö-
unda áratugnum megi rekja til rán-
yrkju íslendinga. Fyrir bragðið sé
sögulegur réttur Islendinga til veiða
úr stofninum heldur rýr. Þetta er
, hins vegar hrein fölsun á sögunni.
'’Hrun stofnsins má alfarið rekja til
gífurlegrar rányrkju Norðmanna á
smásfld.
Norsk stjórnvöld reyna að sjálf-
sögðu að fela þetta núna þegar
þarf að semja við Islendinga um
veiðar úr stofninum. Því miður er
engu líkara en íslenskir ráðamenn
hafí ekki haft fyrir því að kynna
sér þessar einföldu staðreyndir áður
en þeir gengu til samninganna. Um
það bera upphaflegar kröfur þeirra
glöggt vitni. Hitt er þó staðreynd
að árið 1980 birtu þrír norskir sér-
fræðingar fræðilega úttekt á þróun
veiða úr stofninum. Ein af megin-
niðurstöðum þeirra er: Veiðar Norð-
^manna á 0-2 ára síld leiddu til hruns
norsk-íslenska stofnsins á seinni
hluta sjöunda áratugarins.
Veiðar á seiðum
Smásfldina veiddu Norðmenn í
bræðslu, og eirðu engu. Veiðarnar
sættu engum takmörkunum og
leyfilegt var að nota svo smáan
möskva að jafnvel örsmá seiði
sluppu ekki undan. Á haustin var
beinlínis gert út á seiðaveiðina þeg-
ar nýklakinn árgangur leitaði skjóls
inn á firðina. Veiðin hélt svo áfram
inni á fjörðum út veturinn.
Á vorin kom toppur í veiðarnar
þegar seiðin voru orðin, ársgömul
og sóttu út fyrir firðina í leit að
nýjum beitilöndum. Úti fyrir strönd-
inni veiddu svo norskir fiskimenn
1-4 ára síld, sem Norðmenn kalla
feitsíld, einkum fyrir Finnmörku og
á Lófót. Þessar veiðar hófust yfir-
leitt að sumrinu og stóðu fram á
haustið.
Það er rétt að hafa í huga að
síldin varð yfirleitt ekki kynþroska
fyrr en 4 ára aldri var náð. Þá fyrst
sameinaðist hún fullorðna stofnin-
um, sem eyddi 7-8 mánuðum á ári
hverju í ætisleit á íslandsmiðum
áður en hann gekk aftur til hrygn-
ingar við Noreg.
Gríðarleg rányrkja
Þegar aflatölur úr smásíldarveið-
inni eru skoðaðar kemur í ljós
hversu gríðarleg rányrkjan var á
ungviðinu. Á tímabilinu 1950-1965
nam ársveiðin af smásíldinni að
jafnaði 250-300 þúsund tonnum, en
darraðardansinn var slíkur upp úr
1965, rétt fyrir hrun norsk-íslenska
stofnsins, að árið 1967 öfluðu Norð-
menn 550 þúsund tonna af smásíld-
inni og 450 þúsund tonna árinu síð-
ar.
Enn fróðlegra er að skoða hve
stór hluti smásíldarveiðanna fólst í
veiði á seiðum, sem ekki voru orðin
tveggja ára. Á hvetju
einasta ári á tímabilinu
1950-1965 veiddu
Norðmenn um og yfir
100 þúsund tonn af síld-
arseiðum sem voru inn-
an við tveggja ára ald-
ur. Sum árin reyndar
miklu meira. Þannig
veiddu þeir í byijun
sjötta áratugarins um
300 þúsund tonn af slík-
um smáseiðum og fast
að 250 þúsund tonnum
á fyrsta ári þess sjö-
unda. Til samanburðar
má geta þess að sama
ár veiddu íslendingar
töluvert minna magn af
fullorðinni síld úr stofninum.
Árgöngum gjöreytt
Umfang rányrkjunnar í smásíld-
arveiðum Norðmanna skilst betur
þegar skoðað er það hlutfall sér-
hvers árgangs er slapp frá dverg-
möskvum norskra fiskimanna og
náði að lifa fjögur ár og komast að
lokum inn í hrygningarstofninn. Þá
sést berlega að smásíldarveiðin gjö-
reyddi fjölmörgum árgöngum. Af
mörgum árgöngum náðu aðeins örfá
prósent að stálpast og verða hluti
af hrygningarstofninum. Þó keyrði
rányrkjan um þverbak 1965, þegar
aðeins 0,1 prósent - eitt prómill -
náði fjögurra ára aldri. Sama var
uppi á teningnum ári síðar. Sá ár-
gangur var raunar af
ágætri stærð en var
gjöreyddur áðúr en
hann varð tveggja
tveggj ára og aðeins
0,2 prósent hans urðu
fjögurra ára. í reynd
voru árgangarnir frá
1965 og fram að hrun-
inu veiddir svo lát-
laust, að nýliðun í stór-
síldarstofninn varð
engin; seiðin voru ein-
faldlega öll drepin
áður.
Rányrkja Norð-
manna tók marga
milljarða sílda af sér-
hveijum árgangi, af
sumum marga tugi milljarða. Þessar
rosalegu tölur er fróðlegt að bera
saman við fjölda stórsílda sem
veiddust metveiðiárið 1967. Heildar-
veiðin nam þá um 6 milljörðum stór-
sílda, - þar af veiddu íslendingar
aðeins um 2,6 milljarða.
Útreikningar Norðmanna
Árið 1980 birtu Norðmennirnir
Olav Dragesund, Johannes Hamre
og Öyvind Ulltang yfirlitsgrein um
þróun og hrun norsk-íslenska síld-
arstofnsins. Þeir bakreiknuðu
hvernig ýmsar leiðir til stjórnunar
hefðu getað haft áhrif á þróun
stofnsins. Ein leið bar af. Hún fólst
einfaldlega í því að gera ráð fyrir
því að veiðar á 0-2 ára síld hefðu
Össur
Skarphéðinsson
verið bannaðar. Niðurstaða þeirra
varð því eftirfarandi:„Eina tak-
mörkunin sem þurfti til að koma í
veg fyrir eyðingu stofnsins var að
setja á árunum fyrir 1960 reglur
um lágmarksstærð síldar í afla, sem
vernduðu 0.- og 1.- árganginn.“
Á þeim grunni fundu þeir út að
hefði verið gripið til slíks banns í
tíma þá hefði eftirfarandi gerst: (1)
Hrygningarstofninn orðið 6 milljónir
tonna árið 1966 (hann komst aldrei
svo hátt eftir 1960); (2) Veiðamar
hefðu náð 2 milljónum tonna strax
árið 1965 og staðið í því út áratug-
inn; (3) Eftir það hefðu veiðamar
sveiflast á milli 1-2 milljóna tonna á
ári og líklega nær 2 milljónum tonna.
Gengdarlaus rányrkja Norð-
manna á smásíld kom í veg fyrir
þetta. Án hennar hefðu íslendingar
haldið áfram að veiða sinn skerf af
síldinni, og geypilegur auður orðið
Smásíldarveiðin, segir
--n-------------------------
Ossur Skarphéðins-
son, gjöreyddi ijölmörg-
um árgöngum.
til í landinu vegna síldveiðanna
einna. Efnahagsþróun þjóðarinnar
hefði orðið allt önnur og betri. Það
er því í meira lagi napurt þegar
Norðmenn ætla að meina íslending-
um að nýta stofninn í samræmi við
sögulegan rétt þeirra, og bera því
við að þeir hafi eytt stofninum.
Verst er þó þegar íslenskir ráða-
menn þekkja söguna ekki betur en
svo að engu er líkara en þeir hafi
svipaða skoðun og norskir starfs-
bræður þeirra á því hverjir eyddu
stofninum.
Höfundur er alþingismaður
Reykvíkinga.
Við höfum efni á að
sækja Island lieim
Nýtt viðhorf til ferðalaga innanlands og utan
í SUMAR býðst launamönnum í
helstu samtökum fólks á vinnu-
markaði kostur á að ferðast ódýrt
innanlands. Á dögunum undirrituðu
helstu félög launamanna samning
um sumarferðalög launafólks.
Samningar um afsláttarverð á ferð-
um og gistingu innanlands koma í
kjölfar margra ára góðrar reynslu
af samningum Samvinnuferða-
Landsýnar fyrir hönd launafólks við
Flugleiðir hf._ um stéttarfélagsferðir
til útlanda. Á síðasta ári ferðuðust
á áttunda þúsund íslendingar inn-
anlands og utan á afsláttarkjörum.
Líklegt er að enn fleiri ferðist á
þessum hagstæðu kjörum í ár. Nú
hafa opnast nýir möguleikar til
ferðalaga þar sem launamönnum
gefst kost á að ferðast á viðráðan-
legu verði. Með því að framvísa
félagsskírteini frá verkalýðsfélagi
sínu fást þessir afslættir fyrir alla
Úölskylduna.
Fljúgandi á
félagsverði
í sumar eru í boði flugferðir með
Flugleiðum innanlands á flesta
áfangastaði félagsins fýrir kr.
5.530.- fyrir fullorðna. Fjögurra
manna fjölskylda getur því sparað
Pétur
A. Maack
Þráinn
Hallgrímsson
sér 32% frá lægsta verði félagsins
(Apex-fargjald) með því að ferðast
á afsláttarkjörum stéttarfélaganna.
Sætaframboð er takmarkað og er
reglan sú að nokkur sæti eru til
sölu í hverja einustu áætlunarferð.
Sofandi á sérkjörum
Náðst hafa hagkvæmir samning-
ar við hótel og gististaði víða um
land um afsláttarverð á gistingu.
Nefna má sem dæmi að tveggja
manna herbergi á Eddu-hótelum
kostar kr. 3.650.- mið-
að við gistingu í upp-
búnum rúmum. Bók-
unarfyrirvari er 48
stundir eða skemmri.
Fyrirvarar eru misjafn-
ir eftir hótelum. Önnur
hótel sem aðild eiga að
samningum eru Regn-
bogahótelin um allt
land, Lykilhótelin þ.e.
Hótel Örk, Hótel Val-
höll, og Hótel Norð-
urland auk Hótel Bif-
rastar í Borgarfirði og
Scandic-hótelanna í
Reykjavík.
Bílaleiga Flugleiða
og Höldur/Europcar
bjóða afslætti á bílaleigubílum í
sumar.
Hálendisferð -
hápunktur sumarsins
Skemmtileg nýbreytni í ferðatil-
boðum stéttarfélaganna í sumar er
hálendisferð fjölskyldunnar. Fjöl-
skyldan getur nú farið í dagsferðir
eða lengri ferðalög á fjölmarga
áfangastaði BSÍ jafnt á hálendi sem
út við ströndina - allt á sérkjörum.
Þetta er ferðamáti sem margir út-
Afsláttarkjör gefa fólki
nýja möguleika á að
ferðast um landið, segja
þeir Pétur A. Maack
og Þráinn Hallgríms-
son, sem hér fjalla um
samninga verkalýðsfé-
laga um hagstæð ferða-
kjör fyrir launafólk.
lendingar hafa notfært sér hér á
landi en afsláttarverð gerir nú þess-
ar ferðir fýsilegri en ella fyrir ís-
lendinga.
Nýr ferðakostur - Norræna
á afsláttarkjörum
Nýr kostur bættist við fjölbreytt
ferðatilboð ijölskyldunnar á þessu
sumri, þegar samningar náðust við
Norrænu ferðaskrifstofuna um
ferðir með farþegafeijunni Nor-
rænu í júni. Siglt er til Esbjerg og
heim um Bergen. Hér getur fólk
tengt saman skemmtilega ferð til
Austfjarða og ferðalag til útlanda
á eigin bifreið.
Verðið ræður
úrslitum
í sumar er annað árið sem ferða-
nefnd samtaka launafólks beitir sér
fyrir afsláttarkjörum í ferðum inn-
anlands. Markmiðið er að auka
möguleika okkar íslendinga að
ferðast innanlands og um leið að
stuðla að aukinni atvinnu í ferða-
þjónustu. Það nægir launafólki ekki
að auglýsa þindarlaust undir slag-
orðinu „ísland, sækjum það heim“
ef fólk hefur ekki efni á að ferðast
um landið sitt. Verðið er ráðandi
um hvort við ferðumst eða sitjum
heima!
Margir vilja
vera með
Það er ánægjulegt að segja frá
því að aðilar leita nú til ferðanefnd-
arinnar og vilja vera með í tilboðum
til launafólks sumar og vetur. Það
segir meira en margt annað um
árangurinn af starfinu á þessu sviði.
í sumar má búast við að sjá litla
límmiða á áningarstöðum ferða-
fólks með áletruninni „Við bjóðum
stéttarfélagsverð!“ Um er að ræða
gistiheimili, veitingastaði og fleiri
fyrirtæki sem bjóða hagkvæmt verð
á þjónustu sinni.
Margir forsvarsmenn fyrirtækja
í ferðaþjónustu gera sér vel grein
fyrir því að betra er að selja vöruna
með góðum afslætti, auka veltuna
og bæta nýtingu, en að fá engin
viðskifti. Það eykur hag allra sem
starfa í greininni - og gerir venju-
legu launafólki fært að ferðast um
eigið land á viðráðanlegu verði.
Við viljum að lokum hvetja launa-
menn til að fylgjast vel með auglýs-
ingum okkar, bæklingum og vegg-
spjöldum í sumar. Það borgar sig
að leita að stéttarfélagsverði!
PéturA. Maack er varaformaður
Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur. Þráinn Hallgrímsson
er skólastjóri Tómstundaskólans.
Þeir eiga báðir sæti í ferðanefnd
ASÍ.
AUGLYSINGAR
- kjarni málsins!