Morgunblaðið - 08.06.1995, Page 56
SYSTEMAX
Kapalkerfi
fyrir öll kerfi
hússins.
Q3>
NÝHERJI
SKIPHOLTI 37 - SlMI 88 80 70
Alltaf skrefi á undart
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Olíklegl er að mörg skip fari á sjó fyrir helgi þrátt fyrir samkomulag um verðmyndun afla
V
Lausn er í sjónmáli í
kjaradeilu sjómanna
Morgunblaðið/Sigurgeir
HORFUR eru á að skipin í Vestmannaeyjum komist fljótlega á
sjó nú þegar samkomulag er um verðmyndun afla.
GÓÐAR líkur eru á að kjaradeila
sjómanna og útvegsmanna leysist
í dag. Um miðnætti benti allt til
þess að samningafundi yrði haldið
áfram þangað til að samningar
hefðu tekist. Forystumenn sjó-
manna telja þó ólíklegt að mörg
skip fari á sjó fyrir helgi vegna
þess að stefnt verði að því ljúka
atkvæðagreiðslu um samningana
áður en verkfalli verði aflýst. Ríkis-
stjórnin ræddi kjaradeiluna á fundi
T gær.
Samninganefndir sjómanna og
útvegsmanna komu saman til fund-
ar kl. 14 í gær. Fyrir nefndunum
lá að taka afstöðu til tillögu sem
forystumenn deiluaðila komu sér
saman um i fyrrakvöld. Nefndimar
samþykktu tillöguna. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins var
mest andstaða við hana í samninga-
nefnd LÍÚ.
I allan gærdag var samt tekist á
um orðalag tillögunnar og hvernig
bæri að framkvæma einstaka þætti
hennar. Undir kvöld sneru samn-
ingamenn sér síðan að því að ræða
önnur deiluatriði, en mörg smærri
mál voru ófrágengin t.d. varðandi
hafnarfrí, olíuverðstengingu og sér-
veiðar. Samningamenn sögðust
reikna með að talsverðan tíma tæki
að hnýta alla enda deilunnar.
Tillagan um verðmyndun afla
gerir ráð fyrir að sjómenn geti kraf-
ist þess að gerður verði samningur
um fiskverð sé afli ekki seldur á
fiskmörkuðum. Jafnframt er gert
ráð fyrir að sett verði lágmarksverð
á afla og að það verði 60 krónur
fyrir hvert þorskkíló. Náist ekki
samkomulag um fiskverð er gert
ráð fyrir að sérstök úrskurðarnefnd,
skipuð fulltrúum sjómanna, útgerð-
armanna og sjávarútvegsráðherra,
fái ágreininginn til umfjöllunar.
Nefndinni ber að láta í ljós álit á
því hvort fiskverð víki með ósann-
gjörnum hætti frá því fiskverði sem
algengast er. í því sambandi ber
nefndinni að líta til fiskverðs á
mörkuðum, stærðar og gæða fisks-
ins, fiskverðs í nærliggjandi byggð-
arlögum og afurðaverðs. Náist ekki
samkomulag milli áhafnar og út-
gerðar geta aðilar krafist bindandi
úrskurðar nefndarinnar og skal
hann liggja fyrir innan sjö daga og
gilda í allt að þrjá mánuði.
Ríkisstjórnin tilbúin
Ríkisstjómin ræddi deiluna í gær
og er tilbúin til að setja lög sem
greiða fyrir lausn hennar. „Við
fylgjumst með því sem er að gerast
og við höfum umboð til þess að
ræða við samningsaðila ef nauðsyn
krefur. Ef gera á breytingu á lögum
þurfa aðilar að snúa sér til ríkis-
stjórnarinnar. Það hafa þeir ekki
gert ennþá,“ sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambandsins, sagði að
líklega yrði verkfalli ekki aflýst
fyrr en greidd hefðu verið atkvæði
um samningana í félögunum. At-
kvæðagreiðslan tæki a.m.k. einn
sólarhring.
Bangla-
deshbúar
á víkinga-
hátíð?
GRUNUR leikur á að tveir menn
frá Bangladesh sem hafa óskað
eftir því að fá að sækja víkinga-
hátíðina í Hafnarfirði í júlí, hafi
ef til vill meiri áhuga á að setj-
ast að hér á landi en að kynna
sé menningu víkinga.
Maður frá fyrirtækinu Inde-
pendence News International í
Dakha í Bangladesh hafði ný-
lega samband við framkvæmda-
nefnd hátíðarinnar og óskaði
eftir upplýsingum um hátíðina.
Hefur fulltrúi fyrirtækisins,
Ataul Kabir Maqsood, hringt
ítrekað til að afla sér upplýsinga
um hótel og annað hérlendis til
að geta síðar útvegað sér vega-
bréfsáritun hingað til lands.
Þegar beiðnin um upplýsingar
barst hafði starfsmaður hátíðar-
innar samband við Útlendinga-
eftirlitið, en mönnum þar á bæ
þótti beiðni Bangladesh-búanna
fremur sérkennileg þegar haft
er í huga að hátíðin er einkum
ætluð Norðurlandabúum.
Að sögn Ásgeirs Karlssonar,
starfsmanns Utlendingaeftirlit-
ins, er það þekkt vandamál í
nágrannalöndum íslands að íbú-
ar þróunarríkja reyni að verða
sér úti um vegabréfsáritanir á
hátíðir af ýmsu tagi, en neiti
svo að fara þegar á áfangastað
er komið.
Skipt um stjórn í Ósvör hf. í Bolungarvík
Framkvæmdastj óra sagt upp
Bolungarvík. Morgunblaðið.
NY stjóm var kjörin í útgerðarfélaginu Ósvör í gær
á fyrsta hluthafafundinum sem haldinn var eftir að
Bakki hf. í Hnífsdal keypti hlut Bolungarvíkurkaup-
staðar í félaginu.
í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem Björg-
vini Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Ósvarar, var sagt
upp störfum og honum gert að hætta nú þegar.
Aðalbjöm Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka og
nýr aðaleigandi Ósvarar var í gær ráðinn framkvæmda-
stjóri Ósvarar. Þá munu hinir nýju stjórnendur félags-
ins ræða við útgerðarstjóra og skrifstofustjóra Ósvarar
um framtíð þeirra hjá félaginu.
Hin nýja stjóm er skipuð þeim Markúsi Guðmunds-
syni, Bolungarvík, sem átti sæti í fyrri stjórn, en nýir
koma inn þeir Þorvarður Gunnarsson, endurskoðandi
úr Reykjavík, Þorvaldur Þorsteinsson og Agnar Ebe-
neserson starfsmenn Bakka hf. og Aðalbjörn Jóakims-
son.
Fram kom á fundinum að hinni nýju stjórn er fyrst
og fremst ætlað að undirbúa nýjan hluthafafund sem
haldinn yrði fljótlega til að ganga frá hlutafjáraukn-
ingu upp á um 320 milljónir. Eins mun ný stjórn félags-
ins marka framtíðaráform þess.
Útgerðarfélagið Ósvör var stofnað 10. mars 1993
í kjölfar gjaldþrots Einars Guðfinnssonar hf. það sama
ár. Björgvin Bjarnason hefur verið framkvæmdastjóri
félagsins frá því í júní 1993 en hann var jafnframt
fyrsti stjórnarformaður þess.
Morgunblaðið/Júlíus
Unnið að hagkvæmniathugun á byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi
Gæti skapað
250- 300 störf
HITAVEITA Suðurnesja vinnur nú
- ásamt Byggðastofnun og Atvinnu-
þróunarfélagi Suðurnesja að hag-
kvæmniathugun á byggingu magn-
esíumverksmiðju á Reykjanesi. Mið-
að er við að verksmiðjan framleiði
25 þúsund tonn á ári. Tvö til þijú
ár tekur að reisa verksmiðju af
þessu tagi og kostar hún 16-17
milljarða króna. Verksmiðjan mun
veita 250-300 manns atvinnu ef
hún rís.
Stefnt er að því að niðurstöður
forkönnunar á hagkvæmni fáist
fyrir haustið. „Að því loknu verður
^•mkveðið með framhaldið og athugað
með að fá öfluga aðila til sam-
starfs. Það er ekki okkar meining
að fara að standa í þessum rekstri,"
sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suðumesja.
Ákvörðun fyrir áramót
í fagritinu Metal Bulletin kom
nýlega fram að reiknað væri með
ákvörðun um byggingu verksmiðj-
unnar fyrir næstu áramót. Júlíus
sagði vonir bundnar við að það
stæðist, án þess þó að nokkuð væri
hægt að fullyrða þar um.
Júlíus fór í maí til Bandaríkjanna
á ráðstefnu magnesíumframleið-
enda til að ræða við aðila í þessum
iðnaði. Einnig hefur verið rætt við
evrópska aðila. Að sögn Júlíusar
kom fram í viðræðum við magnes-
íumframleiðendur að það væri kost-
ur að vera með magnesíumvinnslu
þar sem hægt væri að nýta jarðhita
við framleiðsluna.
Hugmyndin er að nota jarðhita
og raforku til að vinna magnesíum
úr sjó og skeljasandi. Fyrir 20 árum
var gerð ítarleg skýrsla um magn-
esíumframleiðslu á Suðurnesjum,
en ekki var grundvöllur fyrir frek-
ari aðgerðum þá. Þessar hugmynd-
ir voru síðan endurskoðaðar
1981-82 en þóttu ekki framkvæm-
anlegar. Ekki var nóg af ódýrri
orku, markaðsmöguleikar voru tak-
markaðir og hentug tækni til fram-
leiðslunnar var ekki fyrir hendi.
Að sögn Júlíusar hefur síðan
verið boruð hola á Reykjanesi sem
sýnir að nægur jarðhiti er fyrir
hendi og ekki skortir raforku. Orka
mun vera stærsti liður rekstrar-
kostnaðar verksmiðja af þessu tagi
og lágt orkuverð því grundvallarat-
riði. I hagkvæmniathugun er reikn-
að með að raforkuverð til verk-
smiðjunnar verði 20 mills fyrir kíló-
vattstundina.
Góðar markaðshorfur
Markaðshorfur magnesíums
þykja góðar, að sögn Júlíusar, engar
birgðir eru fyrirliggjandi og verðið
í sögulegu hámarki. Verið er að reisa
magnesíumverksmiðjur en þrátt fyr-
ir það eru horfur á áframhaldandi
magnesíumskorti. Að sögn Júlíusar
hafa menn náð tökum á því að vinna
magnesíum úr sjó og hafa leyst þá
tæknilegu annmarka sem voru á
vinnslu af þessu tagi. „Það eru aðal-
lega tveir aðilar sem hafa þróað
þessa vinnslutækni," sagði Júlíus.
Hann sagði ekkert liggja fyrir um
hvort þeir hafa áhuga á að gerast
aðilar að verksmiðjunni.
Bíll fór út
af og brann
í Hvalfirði
BÍLL fór út af veginum í Hvíta-
nesbrekkum í Hvalfirði,
skammt frá Hvammsvík, um
fjögurleytið í gær. Þrír voru í
bílnum og voru þeir fluttir á
slysadeild, tíu ára gamalt barn,
unglingur og ungur maður.
Fólkið reyndist ekki alvarlega
slasað en einn var lagður inn
til eftirlits og nánari rannsókna.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu missti ökumaður stjórn á
bílnum með þeim afleiðingum
að hann lenti utan vegar og
kviknaði í honum. Slökkviliðið
í Reykjavík kom á staðinn og
slökkti eldinn en bíllinn er ónýt-
ur.