Morgunblaðið - 11.06.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 11.06.1995, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ f FRETTIR Tekist á um grundvallarhagsmuni í þj óðaratkvæðagreiðslu á Ítalíu í dag Enn í leit að stöðugleika * I dag er haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu, þar sem kjósendur eru spurðir álits á hinum flölbreytilegustu hlutum. Spum- ingamar fela í sér gífurleg hagsmunaátök. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með aðdrag- andanum að atkvæðagreiðslunni og rekur um hvað hún snýst. H ORKI meira né minna en tólf spumingar eru bomar upp við kjós- endur í þjóðarat- kvæðagreiðslunni, sem fram fer á Ítalíu í dag. Efnið eru margvíslegt svo sem hlutfallskosningar eða meirihlutakosningar í bæjarstjóm- arkosningum, opnunartími sölu- búða, afnám þess að félagsgjöld í verkalýðsfélögum séu dregin sjálf- krafa af kaupinu og svo sjónvarps- málin, sem hafa verið þungamiðj- an. Þar ráðast væntanlega örlög veldis fjölmiðlakóngsins Silvios Berlusconis leiðtoga „Áfram ítal- íu“ og fyrmrn forsætisráðherra. Sjálf framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar er flókin. Kjósendur fá tólf atkvæðaseðla í mismunandi litum og eiga að krossa við já eða nei. Ekki er alltaf gott að átta sig á spumingunum og vísast verða margir kjósendur í vafa um hvem- ig þeir eigi að krossa við til að fá þá niðurstöðu sem þeir vilja. En þó um þjóðaratkvæðagreiðslu sé að ræða og ekki þingkosningar, mun hún væntanlega ráða tölu- verðu um stjórnmálaframvindu á Ítalíu á næstunni. með fleiri en fimmtán þúsund íbú- um, eins og sem komið var á fyr- ir nokkmm árum eða taka aftur upp hlutfallskosningar. Þar sem meirihlutakosningar hafa gagnast vinstri vængnum em þeir á móti breytingunni, en hægri flokkamir hlynntir henni. Þegar talað er um hægri og vinstri væng í ítölskum stjórnmál- um verður þó að hafa í huga að hægri vængurinn er oft á tíðum hlynntur óbreyttu ástandi og styð- ur að vissu leyti gamla flokksræði skerfið á borði, þó í orði tali þeir um nýja tíma, því það vilja marg- ir kjósendur heyra. Sjónvarpsmálin og framtíð Berlusconis Tólf spurningar til kjósenda Frá því að möguleikinn að efna til þjóðaratkvæðis var leiddur í lög árið 1970 hafa ítalskir stjómmála- menn reglulega nýtt sér tækifærið og borið upp spumingar við kjós- endur sem þeir hafa ekki treyst sér til að greiða úr. Meðal annars hefur verið gert út um í þjóðarat- kvæðagreiðslu hvort leyfa ætti skilnað og fóstureyðingar, sem hvort tveggja var gífurlegt hita- mál. Safna þarf hálfri milljón undir- skrifta til að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu og í þessum tveimur tilvikum var það Marco Panella, sem átti framkvæðið að þeim, rétt eins og að þjóðaratkvæða- Þar ráðast væntanlega örlög fjöl- miðlakóngsins greiðslunni nú. Panella er leiðtogi lítils flokks, er áður hét Róttæki flokkurinn, en heitir nú Endur- reisnarflokkurinn. Þetta er frjáls- lyndur flokkur, sem einkum beitir sér gegn afskiptum ríkisvaldsins af þegnunum. Attunda spumingin er stórmál fyrir hægri vænginn og er um hvort halda eigi meirihlutakosn- ingu til bæjar- og sveitarstjórna Stóra málið eru þó ekki áður- nefndar spurningar, heldur þær sem snerta sjónvarpið. Spurning- arnar eru auðvitað almennar, en allir ítalir vita að þær snúast fyrst og fremst um framtíð Fininvest, fyrirtækis Berlusconis og þá um leið framtíð hans. ítalir era ekki óvanir því að sjónvarpsmálin snúist fyrst og fremst um stöðvar hans. A síðasta áratug tóku svæðasjón- varpsstöðvar að skjóta upp kollin- um, er aðeins máttu sjónvarpa inn- an afmarkaðra svæða. Með tíman- um tóku þó ýmsar stöðvar, þar á meðal stöðvar Berlusconis, að láta þessi lög sem vind um eyra þjóta og sjónvörpuðu um allt land. Það leiddi til þess að stjórn sósíalistans Bettinos Craxis heimilaði þetta og það var ekki að ástæðulausu sem tilskipunin var kennd við Berlusc- oni, því það vora fyrst og fremst hagsmunir Fininvest sem vora í veði. Árið 1990 voru svo sett lög, sem rýmkuðu mjög um sjónvarps- rekstur og hve miklu af auglýsing- um væri skotið inn í myndir. Helstu hagsmunir einkastöðvanna er að fá að skjóta auglýsing-.. um eins og menn lystir inn í myndir og þætti. Þetta var því arfurinn, sem gamla flokksræðið skilaði áfram til Berl- usconis, er þó hefur ætíð lagt áherslu á að FJÖLMIÐLAKÓNGURINN kemur boðskap sínum á framfæri. hann sé ótengdur gamla tímanum. Um 45 prósent ítala horfa á stöðv- ar hans, er hafa undirtökin á rúm- lega 85 prósentum af auglýsinga- markaðnum. Nú er í fyrsta lagi kosið um hvort einn aðili megi eiga meira en eina stöð, í öðru lagi hvort eigi að banna að skjóta auglýsingum á hvaða tíma sem er inn í kvikmynd- ir, leikrit, óperar eða tónleika og í þriðja lagi hvort leyfa eigi sama aðila að sjá um auglýsingar á þremur eða fleiri sjónvarpsstöðv- um. Pjórða spumingin varðandi sjónvarp er hvort eigi að einka- væða RAI, ríkissjónvarpið, allar þijár rásir þess eða aðeins hluta. Hægrivængurinn er á móti öllum þremur fyrstu atriðunum, en styð- ur einkavæðingu RAI, en vinstri- vængurinn tekur gagnstæða af- stöðu. Þegar jafn miklir hagsmunir eru í húfi segir sig sjálft að hart er barist og Berlusconi hefur óspart notað sjónvarpsstöðvar sínar til að koma eigin boðskap á framfæri. Ein tegund auglýsinga er að fyrst kemur mynd af atkvæðaseðli á skjáinn og þulur les upp spurning- una. Síðan kemur einhver frammá- maður, til dæmis úr viðskiptalífinu, stóram samtökum eða þingmaður og segir skoðun sína á einfaldan og umbúðalausan hátt... allt Ber- lusconi í hag. Yfirþyrmandi áróðursherferð Berlusconis hefur vakið harða gagnrýni, þar sem það er skilyrði fyrir sjónvarpsrekstri að allar skoðanir séu virtar. Þetta varð til þess að nefnd, sem á að gæta hlut- leysis í fjölmiðlum hefur kært Fin- invest fyrir brot á þeim reglum og í vikunni var svo komið að þess var krafist að hann sýndi þrettán ókeypis auglýsingar til stuðnings því að takmarka eignarhald á sjón- varpsstöðvum við eina stöð. Þessu var neitað og þá stóð til að slökkva á stöðvunum þremur í allt að fímmtán daga, auk þess að dæma Fijúnvfist til að greiða sektir. Frá þvi var þó fallið, því jafnvel þeir, sem álíta að Berlusconi bijóti öll lög og reglur, sáu í hendi sér að með lokun kæmist hann í óskaað- stöðu píslarvottsins. Hugsanlegar lagabreytingar á . eignárhaldi á sjón- varpsstöðvúm í kjölfar atkvi%ðagreiðslunnar eru ek® eina ógnunin við veldi Berlusconis. í janúar úrskurðaði Hæstiréttur að lögin frá 1990 stönguðust á við stjórnarskrána og íjóðaratkvæðagreiðslan nú stafar af því að flokkunum hefur ekki tekist að ná samstöðu um að framkvæma lög eða breyta lögum um atriði, sem era frekar flókin. Reynt hefur verið að ná sáttum um sjónvarpsmálin og fá Berlusc- oni til að fallast á málamiðlun, til að komast hjá atkvæðagreiðslu. Hann hefur ekki Ijáð máls á neinu slíku, heldur hellt sér út í baráttu fyrir hagsmunum sínum með því að nota aðstöðu sína. Er hægt að tala heila þjóð á sitt band, ef maður á þrjár sjónvarpsstöðvar? Yfirþyrmandi áróðursher- ferð Berlusc- onis Berlusconi var skipað að losa sig að minnsta kosti við eina stöð. Berlusconi hef- ur þó ekki sýnt nein tilþrif í þá átt og hvort sem fjölmiðlanefndin eða aðrir eiga í hlut talar hann um ofsóknir á hendur sér. En jafn- vel þó hans sjónarmið verði ofan á leiðir úrskurður Hæstaréttar til að á einhvern hátt verður að breyta lögunum frá 1990. Gífurleg spenna er á Ítalíu um niðurstöðurnar, þvi þær segja ekki aðeins sína sögu um hvað ítalir álíta um einstakar spurningar, heldur segja þær nokkuð um stöðu stjórnmálaflokkanna. „Áfram ít- alía“ undir forystu Berlusconis og „Alþýðufylkingin“, sem er gamli fasistaflokkurinn í nýjum búningi, undir stjórn Gíanfranco Fini áttu ekki velgengni að fagna í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum ný- lega. Því er þess beðið með eftir- væntingu hvernig kjósendur taka undir málflutning þeirra nú. Á hægri vængnum leitast Berl- usconi við að mynda þungamiðju í stjórnmálum með því að tengja miðflokkana eins og leifar gamla demókrataflokksins og Norður- samband Umbertos Bossis við sig og sama reynir gamli kommúnista- flokkurinn á vinstri vængnum. Ef Berlusconi hverfur af sjónarsviðinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar gæti um leið skapast þunga- miðja í kringum miðjuflokkana, rétt eins og var á mektardögum Kristilega demókrataflokksins, því sem stendur er Berlusconi í raun helsta sameiningarafl vinstri vængsins. Vinstri öflin ná ekki almennilega samvinnu við miðflokkana, en þau eru samtaka um að vera gegn Berlusconi. Það værí vissulega kald- hæðni örlaganna að stjórnmálin leituðu aft- ur í gamla farið, ein- mitt þegar ítöium er í orði svo mikið í mun að leita nýrra leiða. En atkvæðagreiðslan er aðeins enn einn kafli af mörgum í spennusög- unni um leitina að nýjum stöðug- leika í ítölskum stjórnmálum eða endurheimt hins gamla... og í sam- tímasögunni verður hún forvitni- legt dæmi um hvort hægt sé að tala heila þjóð á sitt band í gegnum sjónvarpið. Rannsóknir á Prozac Sagi draga úr fyrir- tíðaspennu KONUR sem þjást af miklum geð- sveiflum fyrir blæðingar, eygja nú von um að draga megi úr þeim, að því er segir í The Intemational Her- ald Tríbune. Samkvæmt umfangs- mikilli kanadískri rannsókn slá geð- lyfið Prozac og skyld lyf, svo sem Fontex, á einkenni fyrirtíðaspennu hjá um helmingi þeirra kvenna sem mest finna fyrir henni. Staðfestir þetta niðurstöður fjölda smærri kannana sem gerðar hafa verið á áhrifum Prozacs á fyrirtíðaspennu. David Rubinow, yfirmaður með- ferðardeildar Bandarísku geðheilsuj stofnunarinnar, segir könnunina sýna fram á að fyrirtíðaspenna sé „raunverulegur sjúkdómur, að hún sé ekki hið sama og þunglyndi og að Prozac hafi áhrif á hana.“ Niðurstöður könnunarinnar vora birtar á fimmtudag í nýjasta hefti The New. England Journal of Medic- ine. Hún var gerð á sjö heilsugæslu- stöðvum í Kanada og náði til 313 kvenna sem þjáðst höfðu af alvar- legri fyrirtíðaspennu í að minnsta kosti eitt ár áður en könnunin var gerð. Þátttakendur fóku lyfleysur á meðan tveimur tíðahringum stóð en að því búnu var hópnum skipt upp í þrennt. Einn hópurinn fékk áfram lyfleysur, annar fékk 20 milligrömm af Prozac og sá þriðji 60 mgr. Tóku þátttakendur lyfið á meðan sex tíða- hringum stóð. 52% þeirra sem fengu Prozac sýndu „að minnsta kosti miðl- ungs bata í fyrsta tíðahringnum. Svipað var uppi á tengingnum hjá 22% þeirra sem fengu lyfleysur. Nið- urstöður rannsóknarinnar urðu þær að bati þeirra kvenna sem fengu Prozac reyndist fjórum til sex sinnum meiri en hinna. Þegar ávísað á Prozac Geðlyfíð Prozac var sett á markað árið 1986 og er talið að um 16 millj- ónir manna hafí tekið það frá þeim tíma. Nokkrir læknar hafa þegar látið konur, sem þjást af fyrirtíða- spennu, hafa lyfíð, þrátt fyrir að bandaríska lyfjaeftirlitið hafí ekki enn samþykkt notkun þess í þeim tilgangi. Fyrirtíðaspenna er samheiti fjöl- margra einkenna sem 40-70% kvenna fínna fyrir er líður að blæð- ingum. Meðal einkenna má nefna pirring, taugaveiklun og depurð, svefnleysi, þreytu og bólgur. Fundur NAFO Samið um fiskvernd Toronto. Reuter. EMBÆTTISMENN Fiskveiðiráðs Norður-Atlantshafsins, NAFO, náðu um það samkomulagi á fundi sínum í Kanada á föstudag að grípa til rót- tækra vemdunaraðgerða til að bjarga hnignandi veiðistofnum. Verður að miklu leyti stuðst við samning sem Kanada og Evrópusam- bandið, ESB, gerðu nýverið til að binda enda á deilur um veiðar við Nýfundnaiand.' Fundurinn stóð í þrjá daga og sagði kanadískur embættismaður að ekki hefði verið rætt um skiptingu veiðikvóta. Eitt helsta atriði samn- ingsins er að eftirlitsmenn verða um b°rð í veiðiskipum allra aðildarþjóða NAFO á svæðinu sem ráðið fjallar um. Lokaákvörðun um framkvæmd samningsins verður fyrst tekin á árs- fundi ráðsins sem verður í Nova Scot- ia í september. Aðilar NAFO eru 14, þ. á m. Evr- ópusambandið, Noregur og ísland. Danir annast samninga fyrir hönd Grænlendinga og Færeyinga. I i i i l i i i l i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.