Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 15

Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 15 UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS UNNIÐ við flokkun blandaðs afla um borð í togara. (Myndin er ótengd viðtölum við einstaka sjómenn.) Smáfiskurinn fær að fjúka Sessunautar sakamanna AÐ ER því miður miklu hent,“ segir skipstjóri sem á yfir 20 ára sjómannsferil að baki. „Skip sem sigla með aflann henda því sem ekki selst. Það þýðir til dæmis ekk- ert að koma með smákarfa á mark- að í Þýskalandi." Hann áætlar að þegar gerður var 290 tonna túr hafi um 70 tonn farið í hafíð. Það segir þó ekki alla söguna, því fjöldi einstaklinga í hvetju tonni sem fór fyrir borð var margfalt meiri en í því sem var hirt. Hann segir að á skipum sem landa hér heima sé því hent sem vinnslan vill ekki taka á móti. Hann tekur fram að frystihúsin séu miklu sveigjanlegri í stærðarflokkunum en útlendu markaðamir þegar um karfa er að ræða, samt sé miklu hent. „Það fer líka mikið af þorski, allur smáfiskurinn fær að fjúka fyrir borð.“ Hann fullyrðir að menn hafi nær hætt að koma með smá- þorsk að landi eftir að kvótakerfið komst á. Sama gildi um smáýsuna, hún sé umsvifalaust „látin fjúka.“ Ómögulegt að átta sig á magninu - Hvað er miklu af fiski hent? „Veistu að þegar maður er í þess- ari sjómennsku gerir maður sér varla grein fyrir því hvað mikið fiskast, hvað þá hvað miklu er hent.“ Hann hefur langa reynslu af humarveiðum og segir að eftir að kvóti kom á humar fari mikið fyrir borð. „Það var nú álitið að litli hum- arinn hefði þetta af. Hann þyldi alveg nokkrar ferðir upp og niður.“ Eftir að kvótinn kom fór maður að leggja sig eftir minna magni og stærri humri. Netin velja best úr - Er eitt veiðarfæri verra en annað? „Ég held að netaveiðar séu eina leiðin til að velja stærð á físki. Ef við tækjum sem dæmi tvö skip, netabát og togara, sem fara á sjó og koma í land eftir sólarhring með sama aflamagn, mundum við sjá muninn. Netabáturinn kæmi með jafnstóran fisk, til dæmis 4-5 kíló, en togarinn kæmi með allar stærð- ir og búinn að drepa mikið til viðbót- ar með því að draga netið í gegnum sjóinn á þriggja til fjögurra mílna hraða.“ Kvótinn og verðið - Hvers vegna henda menn fiski? „Kvótinn er fyrst og fremst ástæðan og svo verðlagningin. Það þýðir ekkert að koma með karfa- unga eða kalýsu. Svo er erfitt hjá þessum köllum sem eru að físka tonn á móti tonni eða tvö tonn á móti tonni. Hvað heldur þú að menn geri þegar sá sem á kvótann neitar að taka minna en 8 kílóa þorsk. Ég hugsa að menn láti hitt vaða í sjóinn. Menn leggja ekki vinnu í það sem þeir fá ekki borgað fyrir. Það er minnsta málið að sparka þessu aftur í sjóinn.“ - Hefur niðurskurður á kvóta haft áhrif á hvað miklu er hent? „Já, það er meira hent eftir að kvótinn dróst saman. Ég held að sóknin hafi aukist ef eitthvað er.“ LÖGIN eru búin að gera útgerð- armenn og sjómenn að stærsta hópi glæpamanna þjóðarinnar. Sjómenn eru miklu svekktari en þjóðin veit um. Mönnum sem hafa stundað sjó frá unga aldri þykir blóðugt að vera komnir á bekk með sakamönnum. Við viljum ekki sitja þar,“ segir gamalreynd- ur sjómaður. Hann hefur stundað sjóinn alla ævi og segist aldrei geta sætt sig við að henda fiski, enda alinn upp við það að allt skuli hirt. í vetur hefur hann stundað sjóinn á báti þar sem all- ur afli er fluttur að landi. En hvað eiga menn að gera þegar þeir beinlínis bera skaða af þvi að hirða aflann? Borguðu með aflanum „ Við lögðum net á þekktum ýsustað en fengum fjögur tonn af stórum og fallegum þorski, eins og getur gerst. Það var lítill kvóti eftir á bátnum svo það var hringt í land og spurt um leigukvóta. Við gátum fengið hann á 78 krón- ur kílóið, þorskurinn var ísaður í kör og seldur á markaði. Þar fengust 69 krónur fyrir kílóið. Þegar dæmið var gert upp, mark- aðurinn búinn að fá sitt og búið að borga ísinn var beinn kostnað- ur við að koma með þetta að landi um 84 krónur kílóið. Það var ekki bara að við ynnum kauplaust við þetta heldur fengum við bak- reikning upp á 60 þúsund krónur. Það getur hver sagt sér sjálfur hvert framhaldið verður. Það skiptir engn máli hvað LÍÚ býr til mörg spjöld til að setja upp í brú. Það vill enginn borga með því að hirða afla.“ EG VAR á togara og við lentum í því að taka þrjú eða fjögur höl í röð af smáfiski. Það voru 20 tonn í hveiju hali, mikið af því þorsk- ur. Þetta var allt iátið fara í sjóinn aftur,“ segir sjómaður sem hefur fjölbreytta reynslu af fískveiðum á vertíðarbátum og upp í stóra togara. „Ég held að mestu sé hent á tog- urunum, trollið er stórhættulegt," segir hann aðspurður hvar mest fari fyrir borð. „Það er engu hent núorð- ið á netunum, það þekki ég af eigin raun.“ - Hvers vegna henda menn fiski? „Ef fiskur er ekki boðlegur á markað er honum hent. Það má Borgað fyrir að henda Þessi sjómaður segir það liggja í augum uppi að menn séu ekki að splæsa leigukvóta á allt að 100 krónur fyrir tveggja nátta fisk og annað hráefni sem fer í lága verðflokka. Hann heyrði um út- gerð sem líkt og fleiri átti tak- markaðan þorskkvóta. Þar var sjómönnunum sagt að henda öll- um fiski sem ekki myndi skila þágildandi leiguverði á þorski. Þeim var líka sagt að útgerðin gæti eins borgað þeim beint mis- muninn á því sem fengist fyrir kvótaleigu og markaðsverðinu á ódýra fiskinum. Kvótinn var síðan leigður öðrum útgerðum. Þegar kvótinn var til dæmis leigður á 90 krónur og 65 krónur hefðu fengist fyrir aflann fékk áhöfnin 25 krónur út úr kvótaleigunni og útgerðin 65 krónur. Ekki nýtt vandamál Það er ekki nýtt að fiski sé fleygt í haf ið og til þess geta leg- ið ýmsar ástæður. Viðmælandinn rifjaði upp þegar skip sem hann var á fyrir nokkrum árum var sent til veiða á smáufsa. Vinnslan í landi fékk þá gott verð fyrir afurðir úr því hráefni. „Við veiddum vel og tókum stór höl, það voru á milli 30 og 40 tonn í mótttökunni í einu. Smáufs- inn er mjög feitur og viðkvæmur. í veltingi afhreistrast fiskurinn og jafnvel svo að hann verður roðlaus. Við lentum í brælu og oft vorum við ekki búnir að gera að og ganga frá nema nokkrum tonnum þegar fiskurinn var far- inn að skemmast. Þá voru böndin bæði nefna horaðan físk og físk sem er undir eða við stærðarmörk. Það eru yfírmennirnir, skipstjóri eða stýrimaður, sem segja hásetunum að láta þetta fara útfyrir aftur. Ég vildi frekar fá lélega borgað fyrir þetta en ekki neitt.“ Sjómenn hlunnfarnir Hann segist vita vel til þess að landað sé framhjá vigt. „Ég hef tek- ið þátt í að leggja til dæmis steinbít ofan á þorsk og séð afla keyrt beint úr skipi og inn í fiskvinnsluhús, ekk- ert vigtað.“ Hann segir að sjómenn á báti sem hann var á hafi verið hlunnfarnir sett á fullt og afgangurinn fór fyrir borð. Þannig var 15 til 20 tonnum rúllað í hafið og það oftar en einu sinni. Það fór ekki á milli mála að skipstjóranum var illa við þennan veiðiskap, en hann fékk „ordrur" úr landi." Peningalegt spursmál „Ég held að netabátar sem ég þekki til hendi engu, að minnsta kosti svo lengi sem þeir hafa kvóta. Úthaldið byijar með 8-9 tommu netum og þau velja stóra fiskinn úr. Á vorin skipta menn yfir á smærri möskva til að ná ýsu og þá er þorskurinn að mestu far- inn. Ég er hræddur um að togbát- arnir hendi meiru. Þeir slá aldrei af á toginu og ekki fyrr en trollið er komið upp í rennu. Möskvinn leggst saman og smáfiskurinn sleppur ekki úr trollinu." Skýringin á því að fiski er hent er einföld að mati sjómannsins. „Þetta er peningalegt spursmál, bæði fyrir mannskap og útgerð, enn meira fyrir útgerðina. Ef menn eru að koma með verðlítinn fisk að landi klára þeir kvótann fyrr og verða atvinnulausir. Þeg- ar menn ráða sig í pláss er aflinn ákveðinn, það eina sem getur bréytt afkomunni er hversu verð- mætur aflinn er.“ Aðspurður seg- ist viðmælandinn telja að það sé meira hent eftir að þorskkvótinn minnkaði. „Leiguverðið er svo gíf- urlega ruglað. Það þyrfti að setja þak á það svo sjómaðurinn og út- gerðin hafí eitthvað út úr þessu. Ef menn fá bakreikning getur hver maður séð hver útkoman verður. Við þurfum að geta séð fyrir fjölskyldum okkar.“ án þess að þeir gætu nokkuð að gert þegar skipulega var landað framhjá vigt. „Það var samið um fasta vikugreiðslu upp á 20 þúsund krónur fyrir afla sem fór framhjá vigt. Svo var landað miklu meira framhjá en um var talað, en ekki borgað neitt meira.“ Auk þess að aflinn gufaði hreinlega upp kom það líka fyrir að vigtarnótur týndust. - Er meira eða minna hent eftir að kvótinn minnkaði? „Mér fínnst meira hent. Menn hirða bara það besta og gefa skít í hitt. Mér fmnst öllum orðið sama um þetta, þeir hugsa bara um að ná í sitt.“ Svindlað í svindlinu Tvö til þijú kör framhjá í róðri MEIRIHLUTINN af þessum sögum sem ganga er sannur," segir sjómaður sem hefur stund- að sjóinn á sjöunda ár og á þar við sögur um afla fyrir borð og framhjá vigt. Hann sagðist hafa tekið þátt „í þessu öllu“, kastað fiski fyrir borð og landað framhjá vigt. „Það er ótrúlega miklu hent og landað framhjá," heldur hann áfram. „Þar sem ég reri í vetur kom útgerðarmaðurinn á pallbíl við hveija löndun og sótti 2-3 kör af þorski sem hann fór með í eigin fiskverk- un. Það var líka alltaf einhverj- um þorski landað á vigtina ásamt öðrum tegundum. Við vorum á stöðugu útkíkki eftir eftirlitinu meðan kallinn var að sækja körin.“ - Hverjir heldur þú að hcndi mestu? „Netabátarnir henda hellingi. Maður veit hvernig þetta er á netunum. Þeir koma bara með stórt. Þetta er hneyksli!“ - Hvers vegna henda menn fiski? „Það er ekkert annað en þröng kvótastaða sem ræður því. Þetta hefur aukist með minni kvóta. Það kom ekkert minna af þorski um borð þjá okkur, bara minna í land.“ - Hver ákveður að fiski sé hent? „Það er útgerðin í landi sem hefur mest um það að segja.“ Viðskiptavinir athugið! Þjónustusíminn hefur fengið ný númer: 515 4444 Grœnt númer: 800 4444 ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.