Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 18

Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 18
18 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UMGENGIUIiy UM AUÐLINDIR HAFSIISIS Slysin gerast á tvílembingsveiðum SJÖTÍU tonn af úthafskarfa í einu hali á Reykjaneshrygg. Venju- lega fer mikið af úthafskarfanum aftur í hafið, bæði smákarf- inn og sýkti kílakarfinn. (Myndin er úr myndasafni Morgunblaðs- ins og tengist umfjöllunarefninu ekki með beinum hætti.) MAÐUR sem verið hefur sjó- maður í 25-30 ár, var fyrst á ísfisktogurum og fór snemma á frystitogara eftir að sú útgerð hófst, segir að miklu af smáfiski hafi ver- ið hent fyrir Norðuriandi á fyrstu árunum sem hann var á sjó. Einnig hafi mikill afli farið forgörðum fyrstu árin eftir að frystitogararnir komu. Hann telur að þetta hafi lag- ast og að lítið sé um að fiski sé hent í þessum veiðiskap í dag. Víða sé þó fiski hent og segir hann það beina afleiðingu kvótakerfisins. „Þegar ég lít yfir þennan tíma er ég sannfærður um að ástandið var verst fyrstu árin eftir að ég byijaði á sjó. Þá var mikið legið fyrir Norðurlandi þar sem fiskurinn var mjög blandaður. Oft var helm- ingurinn af mannskapnum í því að rusla fyrir borð aftur smáfiskinum sem inn kom. Mér finnst þetta hafa farið batnandi á árunum 1975-85. Það var helst að físki væri hent í tengslum við að kappið var meira en forsjáin í veiðunum þannig að of mikið kom upp. Það kom fyrir að menn hlóðu meira inn en mann- skapurinn hafði við að koma undan. Ég held að slíkt þekkist varla leng- ur á ísfiskskipunum." Miklu hent í upphafi frystitogarareksturs Nýr kafli hefst með frystiskipun- um. „Óhemju miklu var hent fyrstu árin. Ég segi ekki að þetta hafí verið óumflýjanlegt en menn hrein- lega áttuðu sig ekki á því að þeir voru komnir í allt aðra stöðu en áður.“ Hann segir að ástæðan hafi fyrst og fremst verið byijunarörð- ugleikar í vinnslunni um borð, af- köstin í lágmarki og hraðinn lítill miðað við það sem inn fyrir kom. „Það virtist taka hluta skipstjórn- armanna langan tíma að átta sig á því að þeir yrðu að slá af í veiði- mennskunni og þess vegna voru alltaf að gerast slys. Það þekktust dæmi um að menn drógu alls ekk- ert af sér við veiðarnar og það hafði keðjuverkandi áhrif um allt. Hluti mannskapsins var þá alltaf að rýma til fyrir nýja fiskinum og afköstin mirinkuðu ennþá meira. Þetta var kallað að vinna í „teip“, fiskurinn var orðinn svo laus í sér að hann hékk varla í roðinu. Það kemur svo aftur niður á mönnum því miklu seinlegra er að vinna gamlan físk. Þetta hefur verið í mjög góðu lagi seinni árin. Menn hafa þjálfast upp og skipstjórarnir smám saman lært að haga sér í samræmi við aðstæður. Vísvitandi svínarí þekkist ekki lengur. Að vísu töpuðu ein- staka menn sér í Smugunni. Þá kom aftur upp í þeim gamli hugsunar- hátturinn, að físka sem mest án þess að hugsa um afleiðingarnar. Veiðigleðin bar skynsemina ofurliði og menn frekar eyðilögðu fyrir sér en hitt með þessum vinnubrögðum. Tveggja báta trollin tímaskekkja Ég tel að svörtustu dæmin á frystitogurunum í dag séu á tvflemb- ingsveiðunum, þar sem tveggja báta trollin eru notuð. Aðeins annað skip- ið er með vinr.slu um borð en hitt notað sem „hleri“ á móti við veiðarn- ar. Veiðigetan eykst um tugi pró- senta en vinnslugetan helst óbreytt. Á þessum veiðum eru alltaf að fást þessi stóru hol sem ekki ræðst við. Þannig staða kemur upp í hveijum einasta túr og menn verða þá að henda fiski. Ég tel að þessar veiðar séu tímaskekkja. Bæði skipin verða að geta tekið á móti fiski og unnið. Allt annað er sóun á verðmætum. Það er einnig óhemju miklu hent á úthafskarfaveiðum. Ekki er hægt að selja sýkta karfann og hann fer aftur í hafið. Það er lítið annað að gera. Eina leiðin er að bræða hann í mjöl en mér skilst að litlir mögu- leikar séu á að koma almennt upp aðstöðu til þess í flotanum. Þegar við vorum í sýkta karfanum fóru um það bil 30% aftur fyrir borð. Mér skilst að ástandið sé betra núna. Menn draga á 400 föðmum eða dýpra og fá þar mun vænni og heilbrigðari karfa.“ Hvert einasta kvikindi hirt Sjómaðurinn segir að þetta vandamál sé að öðru leyti ekki fyr- ir hendi á frystitogurunum á heima- miðum. Þar sé hvert einasta kvik- indi hirt sem einhver möguleiki sé að koma í verð. Helst sé hugsanlegt að menn lendi í því að fá einstaka hol of stór. En það þekkist varla lengur að menn séu í þannig veiði, skipin séu á stöðugum flótta undan þorski. Segist hann telja að flestir yfirmenn gangi úr skugga um það hvernig ástandið er niðri áður en þeir ákveða hvað skuli gera næst. Þá komi yfirmenn í vinnslu stundum upp og segi skipstjóranum að stoppa veiðarnar, mannskapurinn þurfí tíma til að vinna úr aflanum. Hann segir að allt undirmál sé hirt og heilfryst. Mönnum detti ekki í hug að henda undirmálinu til að koma meiru af flökum í gegn, málið sé ekki rætt því það þyki svo sjálfsagt. Undantekningar þekkist þó frá þessu. Einhveiju sinni hafi borist skilaboð úr landi um að menn yrðu að forðast að veiða undirmál því ekki væri hægt að selja það. Það telur hann að hljóti að hafa leitt til þess að einhveiju hafí verið hent. Tekur sjómaðurinn fram að ekki séu vandamál með kvóta hjá út- gerðinni sem hann er hjá og því þurfi ekki að henda meðafla eða undirmáli þess vegna. „Það er ekki hundrað í hættunni þó þorskur slæðist með, við fáum þá viðbót. Maður getur lent í því að fá alla Fiskabókina í einu holi. Það er þá flokkað í blóðgunarkör og byijað á að vinna viðkvæmasta fiskinn, venjulega ýsuna, þá þorskinn og svo framvegis.“ Hann segist þó heyra af vandræðum hjá öðrum vegna þessa, að skipstjórar á kvótalitlum skipum bölvi og ragni í talstöðina vegna þorsks. Jafnvel séu til dæmi um að skipstjórar hafi verið reknir fyrir að veiða of mikið af þorski. Þá segir hann að stundum hafi verið vandamál með stærsta fískinn sem ekki passar í vélarnar en hann sé þá handflakaður þó víða sé léleg aðstaða til þess. Umræðan var viðkvæm Viðmælandinn er gagnrýninn á stjórnkerfi fiskveiðanna. „Ég hef oft þurft að horfa upp á það að menn séu neyddir í lakari físk en þeir hefðu annars veitt. Það er bein afleiðing af stjórnuninni. Það eru fáranlegar reglur sem liggja að baki skyndilokunum á svæðum. Ákvarðanir eru teknar út frá taln- ingu einstaklinga í mælingunni en ekkert litið á raunverulega aflasam- setningu. Til dæmis getur skipting- in verið þannig að 80% af aflanum er mjög vænn fiskur en 20% er mjög smár, næli, og samt er lokað. Þannig er svæðum til dæmis oft lokað á Strandagrunni, á svæði þar sem mjög góður fiskur er. Þá fara menn annað, jafnvel þangað sem engin mælingamaður er að störfum, og veiða miklu minni fisk, sem er við eða undir mörkum.“ Hann kannast við að umræðan um það að að fiski sé fleygt hafi verið afar viðkvæm meðal sjómanna í upphafi frystitogaraútgerðar. „Þetta mátti ekki heyrast. Sjáfsagt hafa menn skammast sín og eins gat þetta verið spurning um atvinnu manna.“ Hann segir að öll umræða um umgengni um auðlindir hafsins sé af hinu góða og best að hafa hana eins opna og hægt er. Nefnir hann að myndirnar sem eftirlits- menn tóku þegar fiski var hent af netabátum suður af Reykjanesi hafí hreyft við mörgum og sýnt að kvótakerfið stuðlaði að sóun. „Þetta sýnir ástandið, þó það sé aðeins einn lítill biti í því að kvótakerfíð éti sjálft sig innanfrá." Hættur að sjá dauð- blóðgaðan fiská vigtinni „MAÐUR er nánast alveg hættur að sjá dauðblóðgaðan físk. Það hlýt- ur að þýða að menn henda því sem er dautt í netunum." Hann sagðist aðspurður ekki hafa orðið var við það að menn settu þorsk neðst í kerin en aðrar tegundir efst og gæfu aflann upp þannig að aðeins væri um ýsu eða ufsa að ræða. „Við getum hins vegar ekki verið að fylgjast með því sem menn eru að gera niðri við höfn. Við erum hafnarstarfsmenn en ekki lög- gæslumenn. Ef við færum að skipta okkur af slíku mundum við lenda í stríði við alla verstöðina," sagði hafnarvörðurinn. Hann sagði hins vegar að yrði hann var við að afli væri keyrður fram hjá vigt mundi hann að sjálf- sögðu kæra slíkt enda væri þá verið að hlunnfara höfnina um tekj- ur. Þorskurinn kemur ekki Ekki er í hans huga vafi á því að físki sé hent í miklum mæli. Algengt væri núorðið að menn létu vigta ufsa eða ýsu en engan þorsk. Það gæfi eindregið til kynna að þorskur sem veiddist skilaði sér ekki á land því allir sem verið hefðu til sjós vissu að enginn stundaði ýsu- eða ufsaveiðar án þess að fá þorsk með. Hann sagði að sögurnar sem heyrðust um að afla væri kastað í sjóinn væru margar sláandi og tengdust flestum tegundum fisk- veiða. Þó væri ljótasta sagan sem hann hefði heyrt af togara. „Ég heyrði sögu frá manni sem var á togara frá Vestfjörðum. Þeir lentu í mokfiskiríi og troðfylltu móttök- una. Skipstjórinn kastaði strax aft- ur og var kominn með risastórt hol á dekkið þegar móttakan var ennþá hálf. Þá var hún fyllt, restinni mok- að út rennuna og svo kastað aftur. Þegar þetta endurtók sig svo var mönnunum nóg boðið og neituðu að halda áfram nema skipstjórinn leyfði þeim að tæma móttökuna." Hirti helst ekkert nema 5 kg og stærra „ÉG er búinn að vera mjög grimm- ur í þessu; hirti helst ekkert nema það sem var stærra en 5 kíló og kom ekki inn með tveggja nátta fisk,“ sagði skipstjóri og útgerðar- maður á netabáti í samtaii við Morgunblaðið. „Ég átti bara 60 tonna kvóta og var rúman mánuð að klára hann. Ég reyndi að leigja kvóta á móti en verðið rauk upp. Ég var tilneydd- ur að gera þetta til að fá sem mest út úr kvótanum. Það er borgað mest fyrir það sem er stærra en 5 kg og ef fiskurinn er dauðblóðgaður fellur verðið á honum um 20 krón- ur,“ sagði þessi útgerðarmaður sem viðurkenndi að það hefði komið fyr- ir ekki að reyna að velja verðmæt- asta aflann úr. Hann kvaðst nú standa frammi fyrir því að selja bátinn. Meðaflanum hent Hann sagði kvótaskortinn hafa valdið því að hann hefði ekki átt kvóta fyrir meðafla á ýsuveiðum. Þá hefði hann hent þeim þorski sem kom með, en það sé alltaf óhjá- kvæmilegt að menn fái þorsk með. „Það er útilokað að menn fari að veiða ýsu eða ufsa og komi bara inn með ýsu eða ufsa. Það kemur alltaf þorskur með. Menn kasta kannski á lóðningu og vita ekki hvort þeir fá upp ýsu eða þorsk. En það er alltaf að verða meira um það að menn landi tómri ýsu. Það getur bara þýtt það að menn eru að henda þorskinum. Kvótakerfíð hefur neytt alla til að henda fiski. Sá sjómaður sem aldrei segist hafa tekið þátt í að henda nothæfum fiski er að ljúga.“ - Hefur þú tekið þátt í því að landa fram hjá vigt? „Nei, það er ekki hægt að keyra fram hjá vigtinni héma, þeir sjá út um gluggann þegar maður er að landa.“ Hafði ekki geð í mér til að vera á netum „ÉG VAR á netum fyrir 3 árum en hættý því. Menn henda miklu á netum. Ég hafði ekki geð í mér til þess. Stundum var maður að henda í AÐGERÐ á netaveiðum. (Myndin er úr safni Morgun- blaðsins, ótengd viðtölum við einstaka sjómenn.) helmingnum af því sem var í netun- um,“ sagði maður sem nú stundar línuveiðar á 8 tonna krókaleyfisbáti. - Hvers vegna? „Það var dauður fiskur og verðlít- ill. Eftir langvinnar brælur var þetta oft ónýtt og hefði alltaf verið hent hvort eð var,“ sagði hann. „Ég kem með allt í land núna,“ sagði þessi skipstjóri og sagði að þar sem hánn væri við línuveiðar á krókaleyfi mætti undirmálsfiskur vera allt að 10% aflans. Viðtalið fór fram meðan hann var að landa í verstöð á Snæfellsnesi, 1.800 kíló- um af blönduðum afla, þar af um 50 kg af undirmálsþorski. Kvótakerfinu um að kenna Hann sagði greinilegt að víða væri pottur brotinn við meðferð af- lans og vildi skella skuldinni á kvóta- kerfið og aflasamdráttinn sem gerði illt verra í þessu efni. Dauðblóðgað- ur fískur sé sjaldséður í afla neta- báta og það segi sína sögu að marg- ir komi inn með ufsa og ýsu en engan þorsk. „Það er útilokað að menn fái bara ýsu eða bara ufsa. Það þýðir bara það að menn henda þorskinum." „Það leikur enginn sér að þessu. Menn eru að beijast fyrir lífsafkom- unni,“ sagði skipstjórinn og sagði að kvótakerfið flytti stöðugt afla- heimildirnar á færri hendur og hagsmunaaðilarnir gættu fyrst og fremst hagsmuna stærri útgerða. Fáum fast verð fyrir allt „VIÐ erum í föstum viðskiptum og komum með allt í land,“ sagði sjó- maður á netabáti á Suðurnesjum. Hann sagði að ef marka mætti þær sögur sem heyrðust væri ipiklu hent en kvaðst sjálfur ekki geta sagt slíkar reynslusögur þar sem báturinn fengi fast verð fyrir kílóið af dauðblóðguðum jafnt og lifandi blóðguðum fiski og kæmi jafnt inn með undirmálsfisk og annað. Hann sagðist hafa heyrt að margir sem legðu upp á markaði vinsuðu úr og kæmu aðeins inn með stóran lifandi blóðgaðan þorsk. Grófasta dæmið sem hann þekkti væri þó af nafngreindum báti sem væri í viðskiptum við saltfískverk- anda á Suðurnesjum og mætti að- eins koma inn með þorsk sem væri 10 kg eða stærri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.