Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 25
LISTIR
Tvíæríngurinn í Feneyjum settur í dag
Island öðru-
vísi skorið
Margra grasa kennir á Tvíæringnum í Feneyjum sem
verður opnaður í dag. Stórhátíð er í kringum opnun-
ina, þar sem þessi listahátíð heldur nú upp á eitt
hundrað ára afmæli sitt. Sigrún Davíðsdóttir er stödd
í Feneyjum og fylgist með því sem fyrir augu og
eyru ber fyrstu daga hátíðarinnar.
SÝNING Birgis Andréssonar
ber heitið „Nálægð“. Hún er
byggð upp á ýmsum þáttum
sem tengjast íslenskri menn-
ingararfleifð, en eins og Birg-
ir bendir sjálfur á er það gert
í öðru samhengi en venjulega
þegar arfleifðinni skýtur upp
í listrænu samhengi. Hún er
sett saman á textabrotum,
lýsingu á landinu eftir Þorvald Thoroddsen
landfræðing, teikningum af uppgreftri eftir
Birgi og nokkrum fánum sem eru í íslenska
mynstrinu, en pijónaðir úr lopa í sauðalitun-
um.
Bera Norðdal segir íslenska framlagið
falla vel inn í umræðu um þjóðerni og
umhverfi sem-svo mjög sé áberandi um
þessar mundir. Og Erró, sem að venju kom
á tvíæringinn og leit við í íslenska skálanum
á fimmtudagsmorguninn, hafði á orði að
sýningin væri sterkt framlag, heildarsvipur-
inn sterkur. Þetta var honum efst í huga
eftir að hafa litið í kringum sig annarsstað-
ar, auk þess sem hann sagði að margir
hefðu nefnt þetta við sig.
Sýning Birgis nú er liður í löngu ferli
sem hófst meðvitað 1988 en á sér lengri
rætur í starfi hans. í gamni kastar hann
því fram að félagið kalli þetta „ísland öðru-
vísi skorið". Viðfangsefnið sé Island og ís-
lensk menningararfleifð. Þetta sé tekið öðr-
um tökum en venjulega þegar íslendingar
fást við menningararfleifðir sínar. Sýning
hans er samsett úr þremur þáttum, hand-
bragðinu, náttúrunni og þeirri náttúru sem
maðurinn hefur sjálfur skapað, handgerðri
náttúru mætti segja.
Birgir segir að hægt sé að lesa sýning-
una eins og teiknimyndasögu, þannig að
smátt og smátt fáist mynd af því sem hún
sé um. Birgir bendir á að þó hægt sé áð
njóta myndlistar með því að láta sér nægja
að njóta þess sem fyrir augu ber, fáist
meira útúr því að reyna að lesa í verkið.
Munur á þessu tvennu sé eins og annarsveg-
ar að horfa á himininn og hinsvegar að
skoða hann með stjömufræði í huga. Vitn-
eskjan leiði ýmsa þætti í ljós sem ekki sjá-
ist með því að njóta eingöngu.
Tvíæringurinn: vonandi ekki
auglýsing fyrir fortíðina
Listrænn framkvæmdastjóri Tvíærings-
ins er Jean Clair, forstöðumaður Picasso-
safnsins í París, og er þetta frumraun hans
í Feneyjum. Auk sýningalandanna eflir
Tvíæringurinn til ýmissa sýninga og er ald-
arafmælisins einkum minnst nú. Þannig er
haldin sýning um hvernig líkaminn hefur
verið tjáður og um smekk síðustu öldina.
Undanfarin 15 ár hefur eitt helsta aðdrátt-
arafl Tvíæringsins verið, „Aterto“-sýningin,
þar sem sýnd hafa verið verk yngstu kyn-
slóðar listamanna.
í ár ákvað Clair að sleppa henni og fyr-
ir það hefur hann verið ákaft gagnrýndur
m.a. af því að þá fái Tvíæringurinn yfir-
bragð auglýsingar fyrir fortíðina. Þetta
varð til þess að 28 listastofnanir í Evrópu
tóku sig saman og hafa undanfarið verið
að opna sýningar undir þessu heiti með
ungum listamönnum. Auk þess hafa nokkur
lönd m.a. Bretar opnað slíkar sýningar í
Feneyjum þar sem yngstu listamennirnir
fá að sýna. Bera Norðdal segir mikinn
missi af Aterto, og segir að ekki hefði veitt
af þessari sýningu einmitt nú til þess að
sýna að Tvíæringurinn væri enn ferskur
þrátt fyrir aldarafmælið.
Clair er auk þess ákaft gagnrýndur fyrir
að vera fram úr hófi íhaldssamur í yfirlits-
sýningunum. Það skjóti skökku við að á
þessari öld sem einkennist af fæðingu óhlut-
bundinnar listar, skuli henni jafnlítið vera
sinnt og raun ber vitni. Clair hefur hins
vegar kosið að minnast þess að manns-
ímyndin hafi breyst. Auk þess sem einmitt
sé öld frá því að Freud fór að setja fram
sálfræðikenningar sínar og röntgen- og
símatæknin kom fram.
Sýningin verður opnuð með viðhöfn í
dag, en þijá undanfarna daga hefur hún
verið opin fyrir listamenn, blaðamenn og
fólk sem vinnur við söfn og aðrar listastofn-
anir. Það setur óneitanlega sérstakan brag
á hana að allir, sem eru þama þessa daga,
eru atvinnufólk í listum. Sýningarskálar
einstakra landa eru oft opnaðir með við-
höfn og móttökur þar sem listamaðurinn
er viðstaddur. Ýmsir skrítnir fuglar ganga
um svæðið, m.a. nauðrakað par, bæði í
þröngum gylltum kjólum, háhæluðum skóm
og með stóra englavængi.
Mesta athygli dró bandaríski skálinn að
sér, þar sem vídeólistamaðurinn Bill Viola
sýnir. Þar var troðningur á blaðamanna-
fundinum og biðröð fyrstu dagana sem
skálinn var opinn. Það er annars fremur
óvenjulegt að sjá myndlistarmann umsetinn
eins og poppstjömu en það segir kannski
sína sögu um bandarískan listaheim að
þetta skuli geta gengið þannig fyrir sig þar.
Nýjar bækur
• EPLASNEPLAR eftir Þór-
eyju Friðbjörnsdóttur hlaut Is-
lensku barnabókaverðlaunin
1995. Þetta
var í tíunda
sinn sem
verðlaunin
voru veitt.
í kynn-
ingu útgef-
anda segir
að verð-
launabókin
Eplasnepl-
ar sé
„smellfyndin fyrir stráka og
stelpur á öllum aldri". Þar er
jafnframt vitnað í aðalpersónu
sögunnar, Breka Bollason: „Af
hveiju má maður ekki vaka fram
eftir á kvöldin og kveikja á flug-
eldum inní herbergi? Og hvað á
maður að gera þegar draumadís-
in tekur ekki einu sinni eftir
manni þótt maður sé kominn
með gel í hárið og klæddur í
gamla leðuijakkann hans Ragga
frænda? Verður maður pipar-
sveinn að eilífu?“
Þórey Friðbjörnsdóttir hefur
áður skrifað unglingabækurnar
Aldrei aftur (1993) og Þegar
sálin sér (1994).
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Eplasneplarer 136 bls. Kristín
Ragna Gunnarsdóttir gerði
kápumynd bókarinnar og G.
Ben.-Edda prentstofa hf. sá um
prentvinnslu hennar. Bókin kost-
ar 1.490 kr.
Þórey Frið-
björnsdóttir
auk Símonarson frumflut í haust
HAFNAR eru æfingar á nýju íslensku leikriti, Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins
eru hafnar æfingar á nýju íslensku
leikriti, Þreki og tárum eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Þrek og tár
verður fyrsta frumsýning Þjóð-
leikhússins á næsta leikári. Sögu-
svið verksins er Vesturbær
Reykjavíkur í kringum 1962, upp-
rifjun ungs manns á æskuárum
sínum þar.
Þetta er saga fjölskyldu og
þroskasaga ungs manns, ferðalag
um land minninganna þar sem
Þrek og tár
brugðið er upp kunnuglegum hlið-
um lífsins í tónum, máli og mynd-
um.
Leikendur í Þreki og tárum eru
Hilmir Snær Guðnason, Edda
Heiðrún Backman, Jóhann Sigurð-
arson, Edda Arnljótsdóttir, Gunn-
ar Eyjólfsson, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Bessi Bjarnason,
Þóra Friðriksdóttir, Örn Árnason,
Vigdís Gunnarsdóttir, Egill Ólafs-
son, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stefán
Jónsson, Magnús Ragnarsson og
Sigríður Þorvaldsdóttir. Flutning
tónlistar annast Tamlabandið,
ásamt leikurum. Leikmynd hann-
ar Axel H. Jóhannesson, búninga
María Ólafsdóttir og tónlistar-
stjórn er í höndum Egils Ólafsson-
ar. Leikstjóri er Þórhallur Sigurð-
arson.
Fyrirlestur
Juhani Pallasmaa
Sex temu
fyrir næsta
árþúsund
í TENGSLUM við íslenska arki-
tektaskólann, ISARK, er nú stadd-
ur hér á landi finnski arkitektinn
Juhani Pallasmaa, forstöðumaður
og prófessor við arkitektadeild
Tækniháskólans í Helsinki. Hann
er jafnframt starfandi arkitekt.
Þekktastur er hann fyrir skrif sín,
en hann hefur skrifað fjölda greina
serfí birtar hafa verið í alþjóðlegum
tímaritum um allan heim, þar sem
hugðarefnið er umhverfið, bygging-
arlist og aðrar listgreinar í víðtæku
samhengi. Pallasmaa hefur hlotið
margvíslegar viðurkenningar fyrir
störf sín og hefur verið fenginn sem
gestakennari og fyrirlesari við arki-
tektaskóla í Bandaríkjunum og
Evrópu.
Þriðjudaginn 13. júní nk. heldur
Juhani Pallasmaa fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu sem hefst kl. 20. Fyrir-
lesturinn, sem er öllum opinn, verð-
ur fluttur á ensku og ber yfirskrift-
ina „Sex temu fyrir næsta árþús-
und“. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
Forsaþa aðgöngumiða er á skrif-
stofu ÍSARK, Freyjugötu 4, frá kl.
8.30-13.00. Einnig verða seldir
miðar við innganginn.
Kirkjulistahátíð
TONLIST
Ilallgrímskirkja
ÖRVAR ENGLANNA
Norskir alþýðusálmar. Sungnir af
Anne-Lise Berntsen við orgelundir-
leik Nils Hendrik Asheim. Hall-
grímskirkju fimmtudaginn 8. júní.
EITT af einkennum alþýðutón-
listar frá fornu fari er skreytt tónun
sem er andstæð sléttsöng kristinnar
kirkju. Hjá Indveijum hétu þessi
tónfrávik „Srutis“, eitthvað sem
menn heyra en ekki er hægt að
rita. Þessar „skrúðnótur", þ.e.
margvísleg smá tónfrávik, voru
mjög miklvægar hjá kvæðamönnum
og eru það reyndar í allri alþýðu-
tónlist enn þann dag í dag, t.d.
popptónlist.
I uppfærslu Anne-Lise Berntsen
má merkja þessi tónfrávik og væri
fróðlegt að bera saman tónfrávik í
norskum alþýðulögum og íslenskum
kvæðasöng. Undirritaður hefur
haldið því fram, að þessi tónfrávik
er tilheyra aðferðinni að kveða,
hafi borist til íslands með land-
námsmönnum, þvi fráleitt hefðu
landsmenn tekið upp slíkan söng-
máta ef söngur hefði þá fyrst bor-
ist til íslands er kristni var lögtek-
in. Þarna er ef til eitthvað sem
landnámsmenn höfðu með sér að
heiman og hvarf þeim og afkomend-
um þeirra aldrei. Lýsing Magnúsar
Stephensen á kirkjusöng á 19. öld
bendir til þess að söngvarar hafi í
raun verið farnir að kveða sálma-
lögin, á sama hátt og Anne-Lise
Berntsen flutti norsku alþýðu-
sálmalögin.
Það sem truflaði undirritaðan á
þessum tónleikum, sem báru yfír-
skriftina Örvar englanna (Eins kon-
ar skot-félag engla), var í raun
óþarfur undirleikur Nils Hendrik
Asheim, enda annarar ættar en ein-
föld og hugljúf sálmalög. Að semja
nútímatónlist er eitt en annað að
nútímagera gamla tónlist. Hveiju
væri Bach gamli bættari ef aukið
væri við verk hans nútímalegri mis-
hljóman, líklega engu. Það er engu
líkara en að óþol og fagurfræðileg
fyrring, er á sér samsvörun í tilbún-
um fjölmötuðum veruleika, hafí
gjört eyðingu þess náttúrulega að
markmiði, undir ýmsum merkjum,
eins og að horfa til framtíðar. Það
má vera að undan því verði ekki
komist, að brenna fortíðina til kola
og heiminn þar með.
Sköpum nýtt en skemmum ei það
gamla og sálmamir Hos Gud er
idel glede og Eg veit i himmerik
ei borg, eru slíkar perlur, að allt
utanpijál breytir þar engu. Þar rík-
ir sú fegurð sem er hafinn yfír allan
tíma og hin ágæta söngkona, Anne-
Lise Bertnsen, söng þessi lög mjög
fallega. Nils Hendrik Asheim er
góður orgelleikari en tónmál hans
er því miður orðið nokkuð gamalt
og tilheyrir þeim tíma tóntilrauna
sem menn hafa fyrir „löngu" talið
sig hafa fullreynt, að engu gagni
komi.
Jón Ásgeirsson