Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 29

Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 29 meðan hún var og hét, en vann í þágu Samtaka um kvennalista hin síðari ár, eftir að hugsjónaeldar hinn- ar fyrrum róttæku stjómmálahreyf- ingar voru kulnaðir að mestu. Hún fylgdist af áhuga með framvindu mála í fyrrum Ráðstjórnarríkjum og þeim ríkjum öðrum sem tóku upp nýja þjóðfélagshætti eftir stríð. Var félagi í MÍR um áratuga skeið og virk í félagsstarfinu þar fram til hins síðasta. Hún María fór aldrei dult með skoðanir sínar og hikaði ekki við að taka afstöðu í viðkvæmum deilumálum í samræmi við sannfær- ingu sína og lífsskoðun. Fyrstu kynni mín af Maríu Þor- steinsdóttur voru bundin störfum í blaðamennsku fyrir langa löngu. í fyrstu fannst mér hún ekki manna skemmtilegust, ýtin oft og smá- munasöm, en þó varð maður að við- urkenna áhuga hennar á því sem hún var að fást við í það og það skiptið. En eftir því sem tíminn leið og ég kynntist betur innra manni hennar, hreinskilni og réttlætiskennd, þá sá ég að ýtnin var bara eðlilegur partur af þessum ódrepandi áhuga hennar og á góðri stund gat María verið hrókur alls fagnaðar og hin skemmti- legasta í viðræðu. Á útfarardegi Maríu Þorsteins- dóttur minnast félagar hennar og vinir þess, hversu heil hún var og sönn í starfi og hreinskiptin í við- kynningu. ívar H. Jónsson. Mæt kona er fallin frá. Kynni okkar Maríu hófust fyrir um 30 árum ér þau hjónin María Þorsteinsdóttir og Friðjón Stefánsson fluttu í næsta hús við fjölskyldu mína í Barmahlíð. Þau hjón voru þá að ala upp sonardóttur sína Freyju Þor- steinsdóttur, sem var á líkum aldri og dætur mínar. Dætur okkar urðu heimagangar hver hjá annarri og bæði heimilin stóðu þeim opin. María var þá orðin miðaldra kona og hefði getað verið móðir mín, en það breytti því ekki að á milli okkar myndaðist einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Það var glaðst saman á gleðistund- um og reynt að aðstoða og hjálpa þegar erfíðleikar og sorgir börðu að dyrum. María var að mörgu leyti stór- merkileg kona, hún var skarpgreind, en segja má að hún hafí verið sjálf- menntuð, hún talaði ijölda tungu- mála, var vel lesin með afbrigðum, afar ritfær og hafði brennandi áhuga á stjómmálum. Hún lifði erilsömu og viðburðaríku lífi og oft furðaði ég mig á hvemig hún gat brosað og tekist á við daglegt amstur eftir margt sem hún þurfti að þola. María þurfti að takast á við margt sem öðrum hefði fundist óbærilegt, en alltaf reis María upp aftur og brosti sínu bjarta fallega brosi. Hún var afskaplega hlý kona og virtist alltaf eiga eitthvað til að gefa af sjálfri sér ef á þurfti að halda og naut fjöl- skylda mín þess ómælt. Samskipti okkar Maríu minnkuðu er fjölskylda mín flutti úr Barmahlíð- inni, en alltaf var nánu sambandi haldið og til fjölda ára eyddum við alltaf saman áramótum og alltaf var María viðstödd ef einhveijir merkis- atburðir áttu sér stað í fjölskyldu minni. Ég sá Maríu síðast í apríl sl. er hún var viðstödd fermingu elsta barnabams míns. Þá var hún hress og glöð og brosti sínu bjarta fallega brosi. María lifði viðburðaríka og að mörgu leyti erfiða ævi, en hún tók öllum áföllum með reisn og ég veit að vel verður tekið á móti henni nú er hún leggur upp í ferðina löngu, en margir hennar kærustu bíða henn- ar þar. Farðu í friði, kæra vinkona. Guð blessi minningu Maríu Þor- steinsdóttur. Regína Birkis. Öllum að óvörum er merkiskonan María Þorsteinsdóttir látin. Hún var svo lánsöm að kveðja þennan heim snögglega og án undanfarandi sjúkralegu. Hef ég ástæðu til að ætla, að einmitt þannig hafí María viljað kveðja, enn fullfrísk til líkama og sálar, enn lífsglöð og félagslega virk. Kvennalistinn var ekki gamall í hettunni, þegar María tók að birtast á fundum, leiftrandi af áhuga og eftirvæntingu. Það verður að játast, að sumar tóku henni með nokkrum fyrirvara á sama hátt og þeim konum öðmm, sem voru þekktar af starfi í einhveijum gömlu flokkanna. Þær áttu það til að hrista höfuðið yfír láréttu skipulagi, fijálslegum fundar- sköpum og nýstárlegri hugmynda- fræði. En ekki hún María. Hún bók- staflega drakk þetta allt saman í sig og hlustaði þolinmóð á endalausar umræður um vinnubrögð og kvenna- pólitísk fræði. Hún skildi svo vel, eins og reyndar margar hinna eldri kvenna, mikilvægi þess, að Kvenna- listinn væri byggður upp hið ytra sem innra á okkar eigin hugmyndum, en ekki gömlum, viðteknum venjum. Þess vegna þurftum við að ræða hin smæstu atriði fram og aftur og stundum aftur og aftur. María sýndi þessu öllu stakasta umburðariyndi. Ekki svo að skilja, að María hafí þagað á fundum. Ég minnist þess varla, að hún hafí ekki lagt orð í belg um flest mál, sem bar á góma. Og fyrst í stað lá tortryggnin í loft- inu. Allar voru með það á hreinu, að María hafði trúað á sæluríkið í austri og hafði m.a.s. enn atvinnu af því að segja fréttir frá Moskvu. En þessi tortryggni eyddist fljótt og hvarf, og eftir stóð ljúf og lífsreynd kona, sem trúði á mátt kvenna til að vinna að friði í þessum ófriðlega heimi. Og Kvennalistinn hélt varla svo fund, að María léti sig vanta. Hún sótti laugardagskaffi, félags- fundi og málefnafundi, vorþing og landsfundi. Síðasti stórfundurinn var í vor, þar sem við ræddum stöðu Kvennalistans að loknum kosning- um. Hún var þá nýkomin heim frá Svíþjóð, þar sem hún var viðstödd afhendingu fyrstu styrkveitingar úr minningarsjóði Katrínar dóttur sinnar. Hún var þreytt, ferðin hafði tekið á hana og ýft upp sorgina vegna dótturmissisins. Samt átti hún kraft til að örva og hvetja, óbilandi í trú sinni á getu kvenna til að breyta heiminum. Kvennalistakonur eiga margar minningar um Maríu frá öllum okkar fundum og samkomum, og væri hægt að rifja upp mörg atvik frá þeim stundum. Eitt slíkt atvik frá síðustu kosninganótt er lýpndi fyrir lífshlaup Maríu. Áttræð kónan lét sig ekki vanta á kosningavöku Kvenna- listans á Sólon íslandus og lét ekki lítt uppörvandi kosningatölur draga úr kjarkinum og baráttuandanum, heldur nýtti tækifærið til að selja eins marga happdrættismiða til styrktar Kvennalistanum og hún mögulega gat. Um miðja nótt vatt hún sér að ungum manni, sem sat þar einn við borð og horfði í gaupn- ir sér. Hann virtist meinlaus, en þeg- ar María ávarpaði hann og bauð honum happdrættismiða Kvennalist- ans til kaups, reis hann upp í allri sinni stærð og veldi, jós yfír hana fúkyrðum og endaði með því að urra framan í hana: „Ég ætti að beija þig, kerlingarálft." En hún María hrökk ekki undan frekar en vana- lega, heldur setti hendur á mjaðmir og sagði storkandi: „Berðu mig bara, ef þú þorir.“ Sem hann ekki gerði sem betur fer, en svo var aumingja manninum þungt í skapi, að þegar við yfirgáfum staðinn skömmu síðar höfðu nokkrir fílefldir séð sitt óvænna að taka hann úr umferð og sátu ofan á honum á tröppum Sólons. Þannig var hún María baráttukona til hinstu stundar, óbuguð þrátt fyrir margvíslegt mótlæti um dagana. Um það allt má lesa í ævisögu hennar, sem Nanna Rögnvaldsdóttir skráði og út kom 1991. „Skilmálamir henn- ar Maríu" er saga mikilla örlaga og þungbærrar reynslu, en líka saga ótrauðrar baráttukonu fyrir hugsjón- um frelsis og friðar, jöfnuðar og rétt- lætis. Og nú er þessi friðelskandi bar- áttukona öll. Kvennalistakonur kunnu vel að meta tryggð hennar og uppörvun á hveiju sem gekk. Við munum margar minnast hennar eins og hún var á vorþingi Kvennalistans á Selfossi fyrir rúmu ári, en þar var María heiðursgestur í tilefni af nýl- iðnu áttræðisafmæli. Það var stolt og glöð kona, sem stóð þar við glugga með birtu íslenska vorsins að baki sér og hlýddi á Maístjömuna, sem við sungum henni til heiðurs. Kristín Halldórsdóttir. MIIMNINGAR GUÐFINNA S. BJÖRNSDÓTTIR -j- Guðfinna S. * Björnsdóttir, sem alltaf var kölluð Dúa, var fædd í Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum 3. febrúar 1912. Hún andaðist í Borgar- spítalanum 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Guðjónsson og Sigríður Jónas- dóttir. Þau eignuð- ust tvær dætur auk Dúu, Ólöfu, sem lést fyrir ári, og Þyri, sem lést ung. Hálf- systkini Dúu voru Logi Eldon Sveinsson og Lovísa Sveinsdóttir Merlung, sem giftist til Dan- merkur og bjó þar. Þau eru bæði látin. Dúa giftist Oddi Sig- urðssyni og bjuggu þau í Reykja- vík. Þau eignuðust tvo syni: Sig- urður, f. 13.9. 1942, verkfræð- ingur, kvæntur Erlu Aðalstein- dóttur, þau eiga þijú börn, og Björn, f. 1.11.1951, doktor í jarð- verkfræði, kvæntur Gaby Ric- hter og eiga þau tvö börn. Útför Guðfinnu S. Björnsdótt- ur fór fram í kyrrþey. ELSKU Dúa mín, þú þurftir ekki að bíða lengi eftir því að komast til Odds. Aðeins tæpar fímm vikur. Sennilega er það samt það lengsta sem þið hafið verið aðskilin síðustu 55 árin. Það er sárt að missa ykkur bæði á svona stuttum tíma, en ég veit að þið eruð saman eins og ég man ykkur alla tíð. Þegar ég lít yfír síðustu 30 árin og riíja upp margar hugljúfar minn- ingar um tengdamóður mína minnist ég þess, þegar bömin mín komu á Flókagötuna og amma var búin að ljúka við jólaskreytinguna. Hvað þú naust þess að sjá hvað þau voru spennt, þegar þú sýndir þeim jóla- sveininn í bílskúrsglugganum og öll fallegu jólaljósin í garðinum. Heimil- ið þitt var alltaf fallegt og hver hlut- ur átti sinn stað. Útsaumurinn þinn var listaverk, sem fáir leika eftir, og hvað þú hlakkaðir til að setjast niður síðla dags með útsaum þegar heimil- isstörfum var lokið. Allt átti sinn tíma, líka útsaumurinn. Það muna margir eftir fallega garðinum þínum. Hann var perlan í hverfinu. Allt sem þú snertir og hlúð- ir að óx og blómstraði. Rósirnar undir stofuglugganum voru stundum á stærð við undirskálar, blómstrandi langt fram á haust. Svo var það hann Trítill, litli þrösturinn sem bjó í garðinum og kroppaði jólaköku úr lófa þínum. Hann baðaði sig úr skel- inni þinni, sem þú kallaðir fuglabað- ið. Seinustu árin voru oft erfíð vegna heilsuleysis ykkar Odds. Nú er hvíld- in komin og þið saman hjá Guði. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ykkur bæði. Minningin lifir. Erla Aðalsteinsdóttir. Blómastofa FriÖfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Gjafavörur. Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ, kom þú! M sjá, veturinn er liðinn, ripingamar um garð genpar, - á enda. Blómin era farin að sjást á jörðunni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn og kurr turtildúfunnar heyrist Handi vora. Ávextir fíkjutrésins era þegar famir að þroskast, og ilminn legpr af blómstr- andi vínviðnum. Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ, kom þú! Dúfan mín í klettaskoranum, i fylgsni flallhnúksins, lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þína! M' rödd þín er sæt og auglit þitt yndislegt. (Ljóðaljóðin 2,10-14) Nú er hún Dúa amma dáin, það má segja að það sé stutt stórra högga á milli, rétt rúmur mánuður síðan Oddur afi hvarf yfír móðuna miklu. Þetta minnir okkur systkinin á hversu samrýnd og samtaka hjón þau voru alla tíð. Og enn á ný setj- umst við niður saman og rifjum upp stundirnar ljúfu með Dúu ömmu og Oddi afa. Dúa amma var ein af þessum litlu stóru konum, þrát^, fyrir að hún hafí verið lítil vexti og grönn, bar alltaf á henni því hún var glæsileg og ákveðin. Hún hafði mikið yndi af blómum og garðrækt og ræktaði yndislegan margverð- launaðan garð við Flókagötu 69. Á sínum yngri árum þegar þau afi voru á ferð um heiminn, notaði hún oft tækifærið og varð sér úti um fræ plantna sem ekki þekktust hér á landi og tókst með sinni alkunnu þrautseigju og natni að rækta þess- ar jurtir. Þannig var amma, henni tókust alltaf ætlunarverk sín. Það var alltaf svo gott að koma til henn-**-' ar, hún var svo góð amma og átti alltaf eitthvað gott {gogginn handa barnabörnunum. Ömmu þótti ákaf- lega gaman að spila við okkur og kenndi okkur svarta pétur eða „Pét- urinn“ eins og hún kallaði hann. Alltaf voru tekin nokkur spil þegar við komum í heimsókn og var hún ósjaldan sigurvegarinn. Annað sem við vorum vön að gera á Flókagöt- unni var að hlusta á Baldur og Konna. Við viljum kveðja ömmu okkar með orðunum sem hún ávallt sagði þegar hún slökkti á kerti „Guð gefí mér eilíft ljós sem aldrei slokknar." Amma og afi dvelja nú á góðum stað í húsi Drottins og^,, einn góðan dag hittum við þau þar. Oddur, Aðalsteinn og Anna Margrét. + Þann 7. júní andaðist í Landspítalanum, HARALDUR HELGASON, Hátúni 10, Reykjavík. Útför hans fer fram frá Áskirkju, föstu- daginn 16. júní kl. 13.30. Aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALGARÐUR MAGNÚSSON, Hrafnistu, áður Karfavogi 19, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 13. júní kl. 15.00 . Guðmundur Valgarðsson, Hafsteinn Valgarðsson, Guðrún Valgarðsdóttir, Arnar Valgarðsson, Georg Sævar Valgarðsson, Ásdis Valgarðsdóttir, Ester Valgarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Áslaug Sæmundsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Hjalti Örnólfsson, + Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNAS. BJÖRNSDÓTTIR, lést 30. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Oddsson, Erla Aðalsteinsdóttir, Björn Oddsson, Gaby Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir alla þá einlægu samúð, hlýju og vináttu sem okkur hef- ur veriö sýnd við andlát og útför ástkærs sonar okkar, ÞRASTAR BERGMANN INGASONAR, Álftamýri 8, Reykjavík. Rósa R. Frímannsdóttir, Ingi Bergmann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.